Náttúrufræðingurinn - 2018, Síða 61
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
141
9. mynd. Sýnum var safnað af bakka Geirastaðaskurðar, rétt ofan við stíflu (t.v.), og af brú yfir Laxá (t.h). Vatni var safnað með fötu í bandi og
sýnum dælt í gegnum síubúnað í viðeigandi sýnaglös. – Samples were collected from the bank of Geirastaðaskurður, just above the dam (left
photo), and from the bridge over Laxá in Laxárdalur (right photo). Water was collected in a bucket and samples were pumped through a filter
holder into appropriate bottles. Ljósm./Photos: Árni Einarsson (vinstri/left) og Eydís Salome Eiríksdóttir (hægri/right).
afoxandi aðstæður eins og geta myndast
í vatninu vegna rotnunar, einkum þegar
ís hamlar blöndun. Í öðru lagi geta líf-
ræn ferli á botni vatnsins losað um
málmana. Loftfirrðar bakteríur nýta sér
orku sem losnar við afoxun málmanna
á botni vatnsins, og við þær aðstæður
haldast margir málmar í lausn, þ.e. falla
ekki út eins og gerist við súrefnisríkar
aðstæður. Við loftfirrða öndun fer orku-
öflun fram án þess að súrefni komi við
sögu, ólíkt loftháðri öndun.51 Í þriðja
lagi hefur verið sýnt fram á að lífrænar
sýrur (e. humic substances) geta með til-
flutningi rafeinda stuðlað að afoxun illa
kristallaðra járnútfellinga (Fe(III)) og
þar með að aukinni leysni járns (Fe(II)).
Það ferli getur átt sér stað án aðkomu
afoxandi baktería.52 Hvert sem ferlið er
eykst leysni fosfórs óbeint við afoxun
málmanna og leiðir það til þess að
styrkur þeirra vex á sama tíma, eins og
sést á 8. mynd, og framboð á leystum fos-
fór eykst, og þar með aukast möguleikar
ljóstillífandi lífvera í vatninu.
Eins og fram hefur komið var, auk
rannsóknar í útfalli Mývatns sem hér
hefur verið lýst, gerð rannsókn á nær-
ingarefnabúskap á botni Mývatns árið
2000–2001, á stöðvum HO, B2 og 95
(2. mynd).15,17 Stöðvar HO og B2 eru við
austanvert vatnið nálægt innstreymi
kalds lindavatns en stöð 95 er hins vegar
í Neslandavík, fjær innstreymi linda-
vatnsins. Komið var fyrir tveimur plexí-
gler-boxum (gegnsæju og svörtu) með
innbyggðri hræru á þessum þremur
stöðvum á botni vatnsins og þau höfð þar
í allt að sólarhring. Safnað var nokkrum
sinnum úr hverju þeirra, í hvert sinn
sem sýnataka fór fram, í gegnum slöngur
áfastar boxunum. Efnabreytingar í
gegnsæja boxinu endurspegla ljóstil-
lífun, öndun og rotnun en efna-
breytingar í dökka boxinu endurspegla
aðeins öndun og rotnun. Rannsóknin
tók til allra árstíða. Á tveimur af þessum
stöðvum (HO og B2) var botninn hul-
inn mýflugnategundinni T. gracilentus,
sem eins og áður segir bindur botninn
með silkiþráðum og viðheldur súrefni í
efsta lagi setsins. Botninn á þriðja sýna-
tökustaðnum, stöð 95, var hins vegar
hulinn grænþörungi, Cladophora sp. Þar
finnst lítið sem ekkert af T. gracilentus
en önnur mýtegund, C. islandicus, er
algeng. Hún bindur sig við grænþör-
ungana en myndar ekki silkiteppi á
botninum líkt og T. gracilentus. Set þar
sem C. islandicus þrífst er því lausara í
sér en á svæði T. gracilentus2 og þar sem
C. islandicus dælir ekki súrefni niður í
botnlagið mátti gera ráð fyrir að botn-
setið á stöð 95 væri súrefnissnauðara.
Efnaskipti á milli sets, lífvera og vatns
voru ólík á þessum þremur sýnatöku-
stöðvum (2. mynd). Mest áberandi var að
súrefnisstyrkur reyndist mjög lítill (allt
að 11 µmól/l) í sýnum sem safnað var úr
dökka boxinu á stöð 95 í febrúar 2001 (9.
mynd).15–17 Eins og sést á 10. mynd hækk-
aði styrkur Mn og PO4 snarlega í sýnum
þar sem styrkur súrefnis var undir 170
µmól/l og var hæstur þegar súrefnis-
styrkur var lægstur. Styrkur Fe jókst