Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2018, Side 62

Náttúrufræðingurinn - 2018, Side 62
Náttúrufræðingurinn 142 einnig við lækkandi súrefnisstyrk en þó ekki fyrr en styrkur súrefnis var kominn undir 100 µmól/l. Mikið er af líf- rænu efni á botninum á stöð 95 á Nes- landavíkinni (2. mynd) og rotnun þess getur valdið því að umhverfið verður súrefnissnautt. Rotnun lífrænna leifa að vetri skilar næringarefnum upp í vatnsbolinn en þau eru ekki tekin upp á meðan ljós er takmarkað. Rotnun á botni yfir sumar- tímann skilar hins vegar næringarefnum beint inn í lífkeðjuna. Hreyfanleiki fos- fórs er þó háður súrefnisstyrk vatnsins. Aukinn styrkur leysts Fe og Mn í útfalli Mývatns í Geirastaðaskurði í ágúst 2000 (6. mynd) gefur til kynna að aðstæður í vatninu hafi verið með þeim hætti að leysni málmanna hafi aukist. Þar sem Mývatn er grunnt er ólíklegt að vatnið hafi verið súrefnissnautt um mitt sumar og er líklegra að gengið hafi á súrefni í efsta hluta setsins vegna rotn- unar mikils magns lífræns efnis sem þar fellur til botns yfir sumartímann. Í rannsókn Ingunnar Maríu Þorbergs- dóttur15 sést skýr breyting á styrk Fe, Mn og PO4 við lágan súrefnisstyrk við botn (10. mynd), og styrkja þær niðurstöður ofannefnda kenningu. Þegar rotn- unarferli hafa gengið á súrefnisbirgðir í umhverfinu byrja Fe og Mn í ögnum í seti að leysast upp, og auk þess hefst loftfirrð öndun baktería sem getur hafa valdið auknu reiki Mn og PO4 frá botni inn í vatnsbolinn. Leiða má líkur að því að þessar aðstæður skapist frekar á svæðum eða tímabilum þar sem botninn er ekki hulinn lirfum T. gracilentus því að þær myndu dæla súrefnisríku vatni ofan í efstu lög setsins. Ef það er raunin má hugsanlega komast nær því að útskýra sambandið á milli mýflugna og blá- grænu bakteríanna A. flos-aquae í vatn- inu, en þegar lítið er af mýflugum er þéttleiki A. flos-aquae mikill og öfugt.39 Þegar þéttleiki T. gracilentus er lítill berst minna af súrefni niður í efstu lög setsins sem getur þá valdið aukinni loftfirrðri öndun á botni vatnsins.51 Við það eykst leysni fosfórs, og þar með innstreymi, frá botnseti upp í vatns- bolinn þar sem það getur nýst lífrík- inu. Síðsumars, þegar köfnunarefni er orðið takmarkandi fyrir kísil- og græn- þörunga, minnkar samkeppni þeirra við A. flos-aquae, sem er sjálfbær um framleiðslu á köfnunarefni og nær því forskoti á hina frumframleiðendurna í vatninu. Lítill þéttleiki T. gracilentus getur þar með valdið hraðara reiki fos- fórs frá botni vegna lægri súrefnisstyrks við botn og í efsta lagi setsins. Fosfórinn getur í fyrstu nýst öllum frumframleið- endum. Eftir að köfnunarefni þrýtur nýtist aukið innstreymi fosfórs köfnun- arefnisbindandi blágrænubakteríunni A. flos-aquae beint til frumframleiðni. Af framangreindu má vera ljóst að samspil lífríkis og efnahringrásar í Mývatni er mikið, ekki aðeins vegna upptöku næringarefna úr vatnsbol, heldur einnig vegna áhrifa lífríkis á efnaskipti á milli vatns og botnsets. Þessi ferli virðast einnig hafa áhrif á það hvort nauðsynleg næringarefni eru aðgengileg lífríkinu. Eitthvað hlýtur þetta samspil lífríkis og efnahringrásar að vera breytilegt á milli ára, þar sem líf- ríkið er afar háð sólarljósi og hitastigi, og vindstyrkur hefur að auki mikil áhrif á vatnið. Mývatn, sem myndaðist fyrir um 2000 árum (11. mynd) við eldsum- brot í Þrenglsa- og Lúdentarborgum, er mjög sérstætt fyrir margra hluta sakir og hefur sérstaða þess mótað það lífríki sem þar hefur þróast. Hér hefur verið tæpt á nokkrum þáttum þessa máls, en líklega verður Mývatn okkur nægilegt rann- sóknarefni enn um sinn þar sem margar spurningar vakna í hvert sinn sem einni er svarað. SAMANTEKT Mývatn er eitt frjósamasta vatn á norðurhveli jarðar, þrátt fyrir að vera hulið ís í um 190 daga á ári. Vatnið er efnaríkt þar sem lindavatnið sem til þess streymir er ríkt af leystum efnum, sökum mikilla efnahvarfa á milli vatns og bergs á vatnasviðinu. Samspil lífríkis í Mývatni við leyst efni í vatninu er mikið. Ljóstillífandi lífverur taka upp leyst efni úr vatninu þar til það efni þrýtur sem er í hlutfallslega lægstum styrk miðað við þörf lífveranna, lífverurnar deyja og rotnun hefst. Við það skilast hluti efn- anna sem tekinn var upp, til baka inn í vatnið, þar sem næsta kynslóð getur tekið efnin upp á nýjan leik. Köfnunar- efni takmarkar frumframleiðni græn- og kísilþörunga í Mývatni en blágrænar bakteríur, sem eru oft í miklu magni í vatninu, geta bundið köfnunarefni og því er fosfór á endanum það sem takmarkar frumframleiðni í vatninu. Næringarefni streyma til vatnsins með lindum en geta einnig reikað upp frá botni þar sem styrkur þeirra í botnseti er hár. Mörg þessara efna, til dæmis fosfór, eru þó viðkvæm fyrir ytri aðstæðum og geta fallið út úr lausn við það að fara úr botnseti í vatnsbolinn, svo sem sökum hækkandi súrefnisstyrks. Ef efnin falla út nýtast þau ekki við frumframleiðslu. Breytingar á súrefnisástandi á mörkum vatns og sets geta því haft áhrif á innri hringrás næringarefna um botn. Ýmis- legt getur haft áhrif á súrefnisstyrk við botn Mývatns, svo sem þéttleiki mýlirfa á botni og rotnun lífrænna leifa á botni. Mýlirfur veita súrefnisríku vatni til botnsins og viðhalda þannig háum súr- efnisstyrk á mörkum sets og vatns. Við þannig aðstæður kemst fosfór ekki úr botnseti í vatnsbolinn þar sem hann fellur út með Fe- og Mn-útfellingum. Hins vegar veldur rotnun í vatninu sýr- ingu og súrefnisþurrð, sem getur aukið leysni Fe-, Mn- og P-útfellinga og þar með leysni fosfórs. Súrefnisþurrð við botn eykur því hraða innri hringrásar næringarefna í vatninu. Líklegt er því að fosfór reiki í meiri mæli frá botni inn í vatnið við lágan súrefnisstyrk en háan, og flest af því sem hér er rakið bendir 10. mynd. Styrkur leysts súrefnis (DO), mang- ans og fosfórs í vatni innan dökka boxins sem safnað var við botn Mývatns á stöð 95 á Nes- landavíkinni (2. mynd) 2000–2001.15 Styrk- ur Mn og PO4 eykst snarlega þegar styrkur súrefnis fer undir 170 µmól/l vegna áhrifa súrefnis á leysni Mn og lífrænna ferla við súr- efnissnauðar aðstæður. – Concentration of Mn and PO4 in station 95 in Mývatn (stöð 95) increases sharply as dissolved oxygen (DO) decreases below 170 µmol/l, due to increased mobility at reduced condition and organic processes at anaerobic conditions within the lake.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.