Náttúrufræðingurinn - 2018, Síða 72
Náttúrufræðingurinn
152
ÁNÆGJULEGUR OG
MERKUR ÁFANGI
Til hamingju með fullveldisaf-
mælið og velkomin til þessarar hátíðar
– opnunar á sýningu Náttúruminjasafns
Íslands, Vatnið í náttúru Íslands.
Dagskráin hér er stutt og laggóð.
Að loknu ávarpi mínu flytur mennta-
og menningarmálaráðherra, Lilja
D. Alfreðsdóttir, ávarp. Þá tekur við
Söngsveitin Fílharmónía og flytur tvö
tónverk undir stjórn Magnúsar Ragnars-
sonar. Að því loknu opna tvö skóla-
börn sýninguna á táknrænan hátt með
aðstoð ráðherra og í kjölfarið er boðið
upp á leiðsögn um sýninguna og léttar
veitingar á efstu hæð hússins.
Frelsi, sjálfstæði og fullveldi þjóða
er undir náttúrunni komin. Móðir jörð
fæðir okkur og klæðir – menningar- og
náttúruarfurinn eru samtvinnaðir. Þetta
á einstaklega vel við um Ísland, þar sem
höfuðatvinnuvegirnir snúast í óvenju
ríkum mæli um beina nýtingu náttúru-
auðlinda, fiskveiðar, sauðfjárbeit í haga,
beislun vatnsfalla og jarðvarma og ásýnd
lands og náttúru í ferðaþjónustunni.
Gjafir jarðar stoða samfélög manna þó
lítt ef ekki er fyrir hendi kunnátta og vís-
indaleg þekking til að umgangast náttúr-
una skynsamlega, með hag komandi kyn-
slóða að leiðarljósi. Farsæl umgengni við
auðlindirnar byggist á skilningi á náttúr-
unni, gangverki hennar og hvernig allt
hangir saman. Ef sá skilningur er ekki til
staðar getur farið illa, auðlindir spillst og
tapast jafnvel. Þá sverfur að frelsinu.
Það er hér sem Náttúruminjasafn
Íslands hefur mikilvægu hlutverki að
gegna sem fræðslu-, mennta- og menn-
ingarstofnun. Meginhlutverk Náttúru-
minjasafnsins er að miðla þekkingu og
fróðleik um undur og furður náttúru
Íslands, náttúrusögu, hófsama nýtingu
náttúruauðlinda og náttúruvernd.
Sýningin Vatnið í náttúru Íslands er
sérsýning sem fjallar um afmarkaðan
þátt í náttúru landsins, vatnið. Sýningin
markar mikilvægt skref í langferð Nátt-
úruminjasafnsins sem hófst fyrir um
130 árum. Hér vísa ég til stofnunar Hins
íslenska náttúrufræðifélags í Kaup-
mannahöfn árið 1887, forvera Náttúru-
minjasafnsins. Meginmarkmið félagsins
var og er enn að koma upp sem fullkomn-
ustu náttúrgripasafni í Reykjavík sem sé
eign þjóðarinnar, eins og segir í stofn-
samþykkt félagsins. Það er fyrst nú, við
opnun þessarar sýningar, að draumur-
inn rætist um aðstöðu til sýningarhalds
sem sæmir höfuðsafni þjóðarinnar í
náttúrufræðum.
Og ferðin heldur áfram. Öll náttúra
Íslands er undir í starfsemi Náttúru-
minjasafnsins, ekki aðeins vatnið! Og
að baki góðu sýningarhaldi þarf viðun-
andi aðstöðu til rannsókna, skráningar,
varðveislu og geymslu. Þessi aðstaða er
vart eða ekki fyrir hendi hjá Náttúru-
minjasafninu og þarf að bæta. Og lausnin
er í augsýn. Í sáttmála ríkisstjórnar
Katrínar Jakobsdóttur er að finna yfir-
lýsingu um að fjármagna skuli á næstu
fimm árum hönnun á nýju safnahúsi
fyrir Náttúruminjasafn Íslands. Þar að
lútandi þarfagreining er þegar hafin.
Hönnun og framkvæmdir vegna sýn-
ingarinnar hófust að fullu fyrir um hálfu
öðru ári. Á skömmum tíma hefur einvala
liði hönnuða, arkitekta, lista- og iðnað-
armanna og sérfræðinga tekist að galdra
fram sýningu af bestu gerð, glæsilega,
nýstárlega, fallega og fræðandi, sem er
ætluð öllum, jafnt íbúum sem gestum
landsins, en einkum þó börnum.
Ég vil færa öllum þeim fjölmörgu sem
tóku þátt í þessu verkefni hjartanlegar
þakkir fyrir afar gefandi samstarf, þakkir
fyrir fagmennskuna, eljusemina og trúna
á verkefnið við erfiðar aðstæður. Sér-
stakar þakkir fá sérfræðingar á Hafrann-
sóknastofnun, Háskóla Íslands, Háskól-
anum á Hólum, Húsdýragarðinum í
Reykjavík, Landgræðslu ríkisins, Nátt-
úrufræðistofnun Íslands og Veðurstofu
Íslands. Kærar þakkir til starfsfólks
Gagaríns og ART+COM í Berlín, þar fara
brautryðjendur á sviði margmiðlunar.
Ég vil sérstaklega þakka Þórunni Sig-
ríði Þorgrímsdóttur sýningarstjóra og
yfirhönnuði fyrir hennar þátt, listrænan
smekk og innsæi svo af ber, Álfheiði
Ingadóttur, ritstjóra og alhliða ráðgjafa,
Önnu Katrínu Guðmundsdóttur verk-
efnisstjóra sýningarinnar, Páli Ragnars-
syni staðarstjóra og ljósahönnuði, Víg-
lundi M. Sívertsen yfirsmiði, sem og
öðru starfsfólki og samstarfsaðilum
Náttúruminjasafnsins.
Ég vil einnig þakka Hinu íslenska
náttúrufræðifélagi fyrir stuðninginn
við málefnið, sem og Perluvinum hf. og
Perlu norðursins hf., einkum Finnboga
Jónssyni stjórnarformanni og Gunnari
Gunnarssyni framkvæmdastjóra, sem
buðu Náttúruminjasafninu til samstarfs
í Perlunni. Borgarstjórinn Dagur B. Egg-
ertsson á einnig drjúgan þátt í að þessi
sýning er orðin að raunveruleika.
Að endingu vil ég þakka Lilju D.
Alfreðsdóttur mennta- og menningar-
málaráðherra og þeim fyrrverandi, Krist-
jáni Þór Júlíussyni, sem og Katrínu Jak-
obsdóttur forsætisráðherra fyrir góðan
skilning á málefninu og stuðning við það.
Góðir gestir – til hamingju með
þennan ánægjulega og merka áfanga.