Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2018, Síða 79

Náttúrufræðingurinn - 2018, Síða 79
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 159 INNGANGUR Varp stormmáfa Larus canus (1. mynd) í Eyjafirði hefur verið vaktað frá árinu 1980. Heildartalning fór fyrst fram í landinu árin 1980–1981.1 Sú talning var gerð til þess að fá yfirlit um stærð og útbreiðslu íslenska varpstofnsins. Stormmáfum hefur fjölgað til margra ára og nýir varpstaðir stöðugt bæst við víða um land (eigin athuganir). Eyja- fjörður er stærsta svæðið hér á landi þar sem stormmáfar eru vaktaðir. Frá og með 1990 hefur fjöldi verp- andi stormmáfa verið talinn í Eyjafirði á fimm ára fresti. Fjallað var um niður- stöður talninga 1980, 1990, 1995 og 2000 í Náttúrufræðingnum árið 2004.1 Þar var talningaraðferðum og varpút- breiðslu í Eyjafirði lýst og landnámi tegundarinnar á Íslandi gerð ýtarleg skil. Niðurstöður talninga 2005 og 2010 voru síðan birtar í Náttúrufræðingnum árið 2013.2 Hér er gerð grein fyrir niður- stöðum talningar árið 2015. VÖKTUNARSVÆÐI Vestan fjarðar nær vöktunarsvæðið frá Ólafsfirði í norðri og suður fyrir Hólsgerði, syðsta bæ í byggð í Eyja- fjarðarsveit. Austanvert við Eyjafjörð eru norðurmörkin rétt utan við Greni- vík. Stærð vöktunarsvæðisins er 556 km2 (2. mynd) sem er um 0,5% af flat- armáli Íslands. Stormmáfar verpa ein- vörðungu neðan 200 m hæðarlínu. Að teknu tilliti til þess nær vöktunarsvæðið til 2,2% lands neðan 200 m.y.s. AÐFERÐIR Vorið 2015 fóru talningar fram á tímabilunum 25. til 28. maí og 15. til 17. júní. Á þessum tíma halda flestir stormmáfar sig á hreiðurstað, annað- hvort orpnir eða um það bil að verpa. Varpstaður er landsvæðið þar sem fugl- arnir verpa. Varpstaðir eru skilgreindir út frá landfræðilegum þáttum (áreyri, árbakki, hólmi o.s.frv.) en á hverjum stað urpu frá einu pari upp í nokkra tugi para. Þegar talað er um varp er átt við athafnir fuglanna sjálfra. Þar sem stormmáfar verpa víðast hvar dreift og stök eða fá pör í stað er sjaldnast hægt að tala um byggðir (e. colonies) eins og hefð er í umfjöllun um sjófugla. Jafnvel þar sem hægt er að tala um stormmáfsvörp er yfirleitt lengra á milli varppara en hjá flestum öðrum sjófuglum. 2. mynd. Vöktunarsvæði og varpstaðir stormmáfa í Eyjafirði. Heila línan sýnir 200 m.y.s. og afmarkar athugunarsvæðið. Getið er ýmissa staða sem nefndir eru í greininni. – The monitoring area and location of Common Gull breeding localities in Eyjafjörður (N-Iceland) with local place names. All Common Gulls nest below 200 m a.s.l., i.e. the area within the unbroken line. Dots indicate breeding localities in 2015, while circles show known breeding sites from other years.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.