Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2018, Side 80

Náttúrufræðingurinn - 2018, Side 80
Náttúrufræðingurinn 160 Þrenns konar talningaeiningar voru skilgreindar: (1) par staðbundið á greinilegum varpstað (á óðali), (2) fugl á hreiðri með eða án maka í nánd og (3) fjöldi hreiðra. Algengast er að sjá fugl á hreiðri og makann á verði skammt frá. Stundum sést aðeins álegufuglinn en einnig kemur fyrir að par stendur saman án þess að hreiður sjáist. Í langflestum tilvikum eru varpstaðir stormmáfa í Eyjafirði sýnilegir frá vegum eða nálægum útsýnisstöðum. Það auðveldar talningu fuglanna með sjónauka eða fjarsjá og sparar tíma. NIÐURSTÖÐUR Vorið 2015 fundust alls 622 varppör stormmáfa á 68 stöðum í Eyjafirði (3. mynd) sem er 14 stöðum færra en 2010. Alls bættust við 23 staðir þar sem stormmáfar urpu ekki 2010 en 37 varp- staðir frá því ári voru ekki notaðir 2015. Eftir talninguna sumarið 2015 er vitað um alls 165 staði í Eyjafirði þar sem stormmáfar hafa orpið frá árinu 1980 (sjá viðauka). Á 20 af nýju varpstöðunum 23 voru eitt til þrjú pör á hverjum stað en fimm, sjö og átta pör á hverjum hinna þriggja. Samtals voru 57 varppör á þessum 23 nýju stöðum. Á athugunarsvæðinu voru flest varppör á stöðum þar sem stormmáfar hafa orpið lengi. Flest pör (94) voru í óshólmum Eyjafjarðarár norðan gamla þjóðvegarins, sem er 95% aukning frá 2010. Næstflest pör (57) urpu í Hrísey, sem er fækkun um 15 pör (21%) frá 2010. Þriðji fjölsetnasti staðurinn var í Staðarey, einum óshólma Eyjafjarð- arár, 38 pör, en þar voru 26 pör 2010 og er það 46% aukning. Fjórði fjöl- 3. mynd. Fjöldi og útbreiðsla stormmáfspara í Eyjafirði sumarið 2015. – The number and distribution of breeding Common Gull pairs in Eyja- fjörður in summer 2015. The total number of breeding sites were 68. setnasti varpstaðurinn, með 32 pör, var við Eyjafjarðará móts við Kropp. Þar hafði fækkað úr 45 pörum árið 2010 eða um 29%. Aðrir varpstaðir með fleiri en 10 pör vorið 2015 voru við Stokkahlaðir (26 pör), Þverá (26 pör), á Dalvík norðan ósa Svarfaðardalsár (24 pör), á Arnarnesi á Gálmaströnd (23 pör), á svæðinu Urðir — Hóll í Svarfaðardal (22 pör), í Krossanesborgum við Akureyri (20 pör), við Munkaþverá í Eyjafjarðar- sveit (18 pör), Laufás á Kjálka (18 pör), Arnarholt í Svarfaðardal (15 pör), Tré- staði í Hörgársveit (14 pör), Akureyrar- flugvöll (14 pör), Björg í Hörgárdal (11 pör) og Skipalón í Hörgársveit (11 pör). Á 17 fjölsetnustu varpstöðunum urpu alls 463 pör, eða 74% allra stormmáfa í Eyjafirði. Á 20 stöðum (29% varp- staða) voru stök pör en tvö varppör á sjö stöðum (10% varpstaða). Varp- stöðum með eitt eða tvö pör fækkaði úr um 50% varpstaða 2010 í um 40% 2015. Fjölsetnum varpstöðum með yfir 10 pör hefur fjölgað hlutfallslega úr 15% varpstaða 2010 (12 af 82) í 25% árið 2015 (17 af 68). Á heildina litið hefur stormmáfum í Eyjafirði fjölgað samfellt frá 1980 utan lítilsháttar samdráttar milli áranna 2000 og 2005, úr 488 pörum í 462 (5,6%) og milli áranna 2010 og 2015 úr 660 pörum í 622 (5,8%) (4. mynd). UMRÆÐA Eins og í fyrri talningum voru greini- leg merki um að stormmáfar eru ekki mjög fastheldnir á varpstaði.1,2 Til- færsla milli varpstaða þarfnast frekari rannsókna þar sem einstaklingarnir eru þekktir og hægt að greina hve langt þeir færa sig milli varpstaða og hvers vegna. Hér er fjallað um helstu breytingar frá talningunni 2010. Í Svarfaðardal fjölgaði varppörum úr 66 í 94 (42% aukning) og varð fjölgunin nær eingöngu á tveimur stöðum. Við Urðir fjölgaði úr tveimur pörum í 22 og við Arnarholt úr sjö pörum í 15. Á hinn bóginn fækkaði stormmáfum í Hrísey úr 72 pörum árið 2010 í 57 pör 2015 (21% fækkun). Varpið í Hrísey var í hámarki árið 2004 (123 pör).3 Í grein okkar um talningarnar 2005 og 2010 var velt upp þeirri tilgátu að stormmáfar úr Hrísey hafi flutt sig til nálægra varp- staða, Arnarness og óshólma Fnjóskár.2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.