Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 98

Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 98
Náttúrufræðingurinn 178 1. Darwin C.R. 1859/2004. Uppruni tegundanna. I-II. Guðmundur Guðmundsson þýddi. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík. 709 bls. 2. Einar Árnason 2010. Þróunarkenningin. Bls. 17–51 í: Arfleifð Darwins, þróun, náttúra og samfélag (ritstj. Arnar Pálsson, Bjarni K. Kristjánsson, Hafdís H. Ægisdóttir, Snæbjörn Pálsson & Steindór J. Erlingsson). Hið íslenska bók- menntafélag, Reykjavík. 3. Guðmundur Eggertsson 2005. Líf af lífi. Gen, erfðir og erfðatækni. Bjartur, Reykjavík. 188 bls. 4. Monod, J. 2013. Tilviljun og nauðsyn. Ritgerð um náttúrulega heimspeki nútímalíffræði (þýð. Guðmundur Eggertsson). Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík. 284 bls. HEIMILDIR Arnar Pálsson Líf- og umhverfisvísindadeild / Líffræðistofnun HÍ Háskóla Íslands Sturlugötu 7 IS-101 Reykjavík Arnar Pálsson (f. 1970) lauk BS-prófi í líffræði árið 1995 og MS-prófi í líffræði árið 1998 frá líffræðiskor Háskóla Íslands. Hann lauk doktorsprófi í erfðafræði frá Fylkisháskólanum í Norður-Karólínu (North Car- olina State University) árið 2003 og vann eftir það við Háskólann í Chicago (University of Chicago) og Íslenska erfðagreiningu. Sem prófessor í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands vinnur hann að rannsóknum á þróun, þroskun og erfðum. UM HÖFUNDINN PÓST- OG NETFANG HÖFUNDAR / AUTHOR'S ADDRESS og eyddi miklu púðri í að rannsaka var að stökklar væru lykillinn að stjórnun á virkni gena. Síðar sýndu Frakkarnir Jacques Monod (1910–1976) og François Jacob (1920–2013) að genastjórn þarfn- ast tiltekinna raða nálægt lesrömmum genanna, og annarra þátta sem skráð er fyrir í erfðamengjum.c Tilgáta McClintock um genastjórn var röng, en það dregur ekkert úr ágæti stökklaupp- götvunar hennar. Í bókinni er fjallað um vísindamenn sem tókust á við stórar spurningar, náðu að svara sumum rétt en fóru villir vega í öðrum tilfellum. Framlag annarra fræðimanna þurfti til að greiða úr, hrekja ranga tilgátu eða finna góða leið til að prófa rétta tilgátu. Þannig safnast þekkingin upp, en þræðirnir sem saman tvinna sannleikann eru sjaldnast ljósir nema í baksýnisspeglinum. Í hita leiks- ins eru lagðar fram mismunandi tilgátur til að útskýra fyrirbærin. Sumar reynast rangar, óljósar, gloppóttar eða út í loftið. Aðrar reynast réttar. Guðmundur skýrir ferli vísinda með því að segja frá starfi frumkvöðla í erfða- og þróunarfræði. Það var áhugi og ástríða sem dreif þá áfram, og þeir tengdust tilgátum sínum og við- fangsefnum að því er virðist sterkum tilfinningaböndum. Þetta knúði þá til góðra verka í sumum tilfellum, en leiddi í öðrum til þess að þeir héngu á úreltri hugmynd þegar vísindasamfélagið var komið langt fram úr þeim. Í bók sinni rifjar Guðmundur upp þá umsögn um Aristóteles að hann hafi verið sá fyrsti sem skrifaði eins og háskólaprófessor. Guðmundur skrifar betur en flestir háskólaprófessorar, og með því hjálpar hann okkur að skilja rök lífsins og það að þekkingarleitin fer fram í litlum skrefum um greinótta og krókótta stíga. Það er jafnvel mikil- vægari vitneskja en svör við tilteknum spurningum. Rök lífsins og rök þekk- ingarleitarinnar eiga fullt erindi við okkur nú á tímum. Höfundur þakkar Baldri Kristjáns- syni og Dagnýju Ástu Rúnarsdóttur leið- réttingar og góðar ábendingar. c Um eiginleika genastjórnunar má m.a. fræðast í bók Monods, Tilviljun og nauðsyn, sem Guðmundur þýddi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.