Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 100

Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 100
Náttúrufræðingurinn 180 áttu erfitt með að skilja hvað búfjársjúkdómar kæmu mann- kyninu við, en þegar menn kynntust verkefnum Margrétar rann upp fyrir þeim ljós. Sumir af þessum sjúkdómum voru einnig mannamein og aðrir náskyldir mannameinum, svo að margt mátti af þeim læra til gagns fyrir menn og dýr. Þessa dýrasjúkdóma þekkti Margrét vel og skildi hversu dýrmæt sérstaða okkar er vegna heilbrigðis búfjárstofna og hreinleika umhverfis á Íslandi. Sauðfjársjúkdómanefnd vann náið með vísindamönnunum á Keldum. Rannsóknadeild hennar, Sauðfjárveikivarnir, hafði aðstöðu á Keldum og sá um starfið í sveitunum og aðgerðir þar ásamt bændum og bændasamtökum, og annaðist krufn- ingar og sjúkdómsgreiningu. Guðmundur Gíslason læknir frá Húsavík stjórnaði þessari deild með lagni og ljúfmennsku, sem nauðsynlegt var í meðferð viðkvæmra mála. Halldór Vig- fússon frá Engey var aðstoðarmaður Guðmundar. Hann naut sérstakrar virðingar fyrir víðtæka þekkingu og nákvæmni í starfi, meðal annars við krufningar og sýklarækt, þótt ekki hefði hann lokapróf í læknisfræði. Loks nefni ég „Steina gamla,“ Þorstein Þorsteinsson frá Háholti í Gnúpverjahreppi, sem var alhliða hjálparhella, viðgerðarmaður og smiður á tré og járn. Þetta voru frumherjarnir sem ég kynntist á Keldum er ég kom þangað fyrst til sumarstarfa árið 1963, harðsnúinn hópur og samstilltur, og við þá alla átti Margrét gott samstarf. Mæðiveiki (þurramæði og visna) hafði fundist í Dölum og Borgarfirði að nýju, vegna yfirgangs og óábyrgrar framkomu stjórnmálamanna. Þeir höfðu gefið kjósendum sínum leyfi til fjárflutninga sem stuðluðu að útbreiðslu mæðiveikinnar til ennþá fleiri staða. Einstakir bændur höfðu einnig spillt varnaraðgerðum með því að skjóta fé undan niðurskurði og með því að flytja fé frá sýktu svæði inn á ósýkt svæði. Það þurfti því snögg viðbrögð og harðfylgi til að standa þannig að málum að ekki færi illa. Það tókst og mæðiveikinni var útrýmt. Um 10 ára skeið vann Margrét fyrir Sauðfjárveiki- varnir á Keldum við eftirlit með sláturfé í Borgarnesi vegna lokaátaks við útrýmingu á mæðiveiki. Þá aðgerð þekki ég vel, þar sem ábyrgðin hvíldi á deildinni okkar á Keldum. Þúsundir blóðsýna voru tekin úr fullorðnu sláturfé, en Margrét leitaði með vaskleik mótefna í fénu gegn mæði/visnu, og öll lungu sem vógu meira en 700 grömm voru send að Keldum til vefja- skoðunar. Svo lengi getur mæðiveikin og sjúkdómar í sama flokki dulist og sprottið fram, þegar menn óttast ekki lengur hið dulda smit. Fjöldi búfjársjúkdóma hefur verið fluttur til landsins með skepnum og afurðum dýra menguðum smitefnum. Samhliða hefur sýkingarhætta fyrir fólk aukist. Erfitt og jafnvel ómögu- legt er að girða með öllu fyrir slíka hættu, hvaða ráðum sem beitt er, ef innflutningur er leyfður. Yfirlýstur tilgangur þeirra landsmanna okkar sem börðust og berjast enn fyrir innflutn- ingi af slíku tagi hefur verið sá að bæta hag neytenda með verðmætari afurðum. Þeir gera lítið úr áhættunni og nota falsrök. Innflutningur hefur yfirleitt haft þveröfug áhrif en þau sem þeir hafa látið í veðri vaka. Hér skulu nefndir nokkrir sjúkdómar, sem fluttir hafa verið til landsins á þennan hátt: Margrét við rannsóknastörf í Ármúlanum. Ljósm. Eydís Franzdóttir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.