Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 101
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
181
Margrét í Sogum ásamt Eydísi og Guðna sumarið 2016. Ljósm. Hallgrímur Arnarson.
Miltisbrandur, salmonella, kamfýlobakter, auk annarra bakt-
eríu- og veirusjúkdóma og smitefna af margvíslegum öðrum
toga. Karakúlsjúkdómarnir svonefndu, votamæði, garnaveiki,
þurramæði og visna voru allir fluttir inn með einum hópi
kinda. Halda má upptalningunni áfram: Fjárbóla, fjárkláði,
innyflaormar, hníslar, hringskyrfi. Mörgum þessara sjúkdóma
hefur tekist að útrýma af Íslandi með miklum tilkostnaði og
fyrirhöfn, blóði og tárum, en sú hætta fer vaxandi að hingað
berist nýir sjúkdómar sem ekki ræðst við að uppræta ef slakað
er á vörnum og landamæri opnuð, eins og nú er stefnt að. Víst
er um það að þekktur er erlendis aragrúi sjúkdóma sem við
höfum sloppið við enn sem komið er að flytja til landsins.
Þá eigum við á hættu að fá til okkar ef við sofnum á verði,
látum undan gróðaöflunum og beygjum okkur fyrir tilskip-
unum Evrópubandalagsins, sem ekki eiga við hér á landi. Þær
eru margar skaðlegar landi, fólki og búfjárstofnum, sem hafa
verið einangraðir lengi og eru því viðkvæmari fyrir aðfluttum
smitefnum en búfjárstofnar í flestum öðrum löndum. Það
hefur oft komið í ljós að nýir smitsjúkdómar sem hingað
berast geta orðið að landsplágum. Margrét óttaðist að stjórn-
málamenn okkar myndu beygja sig fyrir hinu erlenda valdi,
þar sem beitt er þrýstingi, hótunum og gýligjöfum. Margrét
reyndi oft með greinaskrifum sínum að koma vitinu fyrir þá
sem hvetja til hættulegs innflutnings og ýta við samvisku
þeirra. Allir nýir innfluttir sjúkdómar hafa verið skaðlegir og
sumir bráðdrepandi. Bak við slíkar kröfur eru verslunarmenn
og fleiri kappsfullir en skammsýnir gróðamenn hérlendir.
Þeir kelkja enn við í eigin þágu og endalaust að fá innflutt
hrátt ket o.fl. þótt hættan sé augljós. Samt er því haldið á lofti
að um hagsmuni neytenda sé að ræða, en gróðinn rennur yfir-
leitt annað en til almennings, því miður. Þetta skynjaði Mar-
grét og stóð á verði. Nú er skarð fyrir skildi, þegar Margrét er
horfin úr varnarliðinu.
Rannsóknir Björns Sigurðssonar og samstarfsfólks hans
sýndu fram á að sama veira var orsök visnu og mæði. Þegar
veiran lagðist á taugakerfið varð sjúkdómurinn visna en þegar
veiran lagðist á öndunarfærin varð sjúkdómurinn mæðiveiki.
Hér var um að ræða lentiveiru, skylda alnæmisveirunni. Mar-
grét setti fram þá kenningu, sem reyndist rétt, að mæði/visnu-
-veiran hefði þann hæfileika að skjóta sér undan ónæmissvari
hýsils, þ.e. losna undan náttúrulegum vörnum líkamans, með
stökkbreytingu. Sama á við um alnæmisveiruna eyðniveiruna,
sem er náskyld mæði/visnu-veirunni. Það var því úr vöndu að
ráða og ljóst að leiðin að markinu yrði löng. Samt lagði Mar-
grét í það, samhliða rannsóknum á visnuveirunni, að hefja
tilraunir með framleiðslu á bóluefni gegn henni. Fyrst hafði
hún aðstöðu fyrir tilraunafé á Keldum, en þegar komið var að
aldursmörkum hjá Margréti og hún átti að fara í úreldingu
náði hún sambandi við dýralækna og stjórnvöld á Kýpur og
fékk aðstöðu þar til að halda áfram rannsóknum sínum á visnu
og þróun bóluefnis gegn henni. Á Kýpur er visna útbreidd,
eins og í fleiri löndum, og því var þar kjörinn vettvangur
fyrir rannsóknir hennar. Og þegar Margrét var komin hátt á
níræðisaldur birti hún grein um rannsóknir sínar þar sem hún