Fréttablaðið - 20.04.2019, Síða 6

Fréttablaðið - 20.04.2019, Síða 6
595 1000 Alicante Flugsæti Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra Báðar leiðir m/tösku og handfarangri Flugsæti frá kr. 39.850 Verð m.v. 10. maí til 17. maí Þróunarsamvinna og mannúðaraðstoð: Viltu vinna með okkur? Viltu vinna með utanríkisráðuneytinu á sviði þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar? Ráðuneytið vill fjölga samstarfsaðilum á þessu sviði, sérstaklega með skírskotun til áherslu á mannréttindi og samstarf við atvinnulífið. Ráðuneytið ætlar að verja allt að 120 milljónum króna til verkefna á sviði þróunarsamvinnu og mannúðarmála í gegnum félagasamtök. Umsóknarfrestur um verkefnin er til 20. maí. Niðurstöður um úthlutun fjár til verkefna ættu að liggja fyrir í júlí. Auglýst er eftir umsóknum um styrki: • til þróunarsamvinnuverkefna • til mannúðarverkefna • til fræðslu- og kynningarverkefna Nánari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins: utn.is/heimsljos MAROKKÓ Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra hlýtur að hafa verið leidd í gildru. Þetta segir Lamia Radi, sendiherra Marokkó, um fund sem forsætisráðherra átti með Bra- him Ghali, forseta Vestur-Sahara og leiðtoga þjóðfrelsishreyfingarinnar Polisario, fyrr í mánuðinum. Vestur-Sahara hefur verið undir stjórn Marokkó eins frá 1979 en Máritanar komu einnig að stjórn svæðisins frá 1957. Í dag halda Mar- okkómenn stærstum hluta svæðis- ins en Sahrawi-þjóðin, eða hið lýð- ræðislega lýðveldi Sahrawi-Araba, heldur minnihlutanum. Alls viður- kenna 84 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sjálfstæði Vestur-Sahara. Fjörutíu ríki hafa hins vegar „fryst“ viðurkenningu sína. Ísland er ekki á meðal þeirra ríkja sem hafa viður- kennt sjálfstæði. Fréttablaðið birti viðtal við Ghali fyrr í mánuðinum þar sem hann þakkaði forsætisráðherra kærlega fyrir fundinn og sagðist hafa rætt um þjáningu Sahrawi-þjóðarinnar og andspyrnuna gegn Marokkó- mönnum. Hann sagðist að auki hrifinn af Íslandi og kvaðst hafa lært um Íslendinga og sjálfstæðis- baráttu þeirra í öðrum bekk. Sendiherrann Radi segir að leið- togar Polisario hafi í gegnum tíð- ina nýtt sér velvild annarra þjóða. „Þetta er of boðsleg tækifæris- mennska. Trúir þú því virkilega að, eins og hann sagði í viðtalinu, hann hafi lært um Ísland í spænsk- um nýlenduskóla, þá undir stjórn fasistans Franco? Þetta er bara ein- hver fullyrðing til að vekja samhug á meðal Íslendinga.“ Í viðtalinu ræddi Ghali um kúgun Marokkómanna og pólitíska fang- elsun mótmælenda í Vestur-Sahara. Radi segir þetta af og frá. „Það býr næstum milljón á þessu svæði. Einungis örfá hundruð þeirra deila sjónarmiðum þessa manns. Þessi minnihluti þarf að vekja athygli á sér með því að ögra,“ segir Radi og tekur einnig fram að Marokkó sé ekki haldið „stækkunarkreddu“, eins og Ghali hélt fram. Þannig full- yrðingar séu undarlegar. Að sögn Radi grundvallast tilkall Marokkómanna til Vestur-Sahara á því að svæðið hafi tilheyrt Mar- okkó áður en Spánverjar og Frakkar eignuðu sér Marokkó árið 1912. „Marokkó er þess vafasama heiðurs aðnjótandi að vera eitt fárra ríkja á jörðu sem var nýlenda tveggja ríkja á sama tíma. Vegna landfræðilegrar og strategískrar legu Marokkó, sem hefur aðgengi að Miðjarðar- hafi, Atlantshafi og Afríku sunnan Sahara, sameinuðu þessi nýlendu- veldi krafta sína gegn Marokkó og sundruðu ríkinu.“ Þá segir sendiherrann að á meðan unnið er að lausn á Vestur-Sahara- deilunni undir handleiðslu Samein- uðu þjóðanna beri Marokkó skylda til þess að sjá íbúum svæðisins fyrir menntun, heilbrigðisaðstoð, inn- viðum og atvinnu. „Öryggisráð SÞ, Evrópusambandið og bandaríska öldungadeildin hafa öll sagt að þetta sé hlutverk og skylda Mar- okkó.“ Spænskir dómstólar opnuðu árið 2016 á ný rannsókn á Ghali þar sem hann er meðal annars sakaður um þjóðarmorð, stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyninu og pyntingar, samkvæmt fréttum meðal annars spænska miðilsins El País og breska ríkisútvarpsins. Glæpirnir eiga að hafa átt sér stað í Tindouf-f lótta- mannabúðunum í Alsír. Í samtali við Fréttablaðið sagði Ghali ásak- anirnar rangar og tilhæfulausar. Andstæðingarnir í Marokkó væru sérfræðingar í að ljúga um leiðtoga Sahrawi-þjóðarinnar. Radi segir að þótt það eigi ekki að neita Ghali um að vera álitinn sak- laus uns sekt er sönnuð þurfi að átta sig á alvarleika ásakananna. „Þessi manneskja er sökuð og sótt til saka í Evrópu fyrir stríðsglæpi og þjóðar- morð sem og alvarleg og endurtekin kynferðisbrot og nauðganir ungra kvenna í f lóttamannabúðum,“ segir Radi og bætir við: „Ég harma það að fólk á Íslandi styðji og auki á sýni- leika nokkurs með svo umdeilan- lega ímynd.“ thorgnyr@frettabladid.is Segir forsætisráðherra vera leiddan í gildru Sendiherra Marokkó segir að forseti Vestur-Sahara hljóti að hafa leitt forsætis- ráðherra Íslands í gildru þegar hún fundaði með honum fyrr í mánuðinum. Sendiherrann bendir á alvarleika stríðsglæpaásakana á hendur forsetanum. Forsætisráðherra átti fund með forseta Vestur-Sahara fyrr í mánuðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Trúir þú því virki- lega að, eins og hann sagði í viðtalinu, hann hafi lært um Ísland í spænskum nýlenduskóla, þá undir stjórn fasist- ans Franco? Þetta er bara einhver fullyrð- ing til að vekja samhug á meðal Íslendinga. Lamia Radi, sendiherra Marokkós Job.is GLÆNÝ OG FERSK STÖRF Í HVERRI VIKU Þú finnur draumastarfið á 2 0 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 0 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :0 6 F B 0 8 0 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D 7 -0 2 A 4 2 2 D 7 -0 1 6 8 2 2 D 7 -0 0 2 C 2 2 D 6 -F E F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 8 0 s _ 1 9 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.