Fréttablaðið - 20.04.2019, Page 30

Fréttablaðið - 20.04.2019, Page 30
Árið 2017 keyptu Íslendingar vörur frá erlendum netversl-unum fyrir 4,3 milljarða kr. samkvæmt tollskráningu frá Emb- ætti tollstjóra og tollafgreiðslu Íslandspósts. Samanborið við kaup frá innlendum netverslunum fyrir 8,8 milljarða kr. á sama tíma. Heildarvelta íslenskrar smásölu- verslunar 2017 (án VSK) var 456,6 milljarðar kr. samkvæmt virðis- aukaskattsuppgjöri Hagstofunnar. Erlend netverslun 2017, að frá- dregnum virðisaukaskatti, var 3,5 milljarðar kr. og nam því nálægt 0,8% af heildarveltu íslenskrar smásöluverslunar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjustu skýrslu Rann- sóknaseturs verslunarinnar um íslenska netverslun. Íslendingar keyptu vörur í netverslun fyrir um 13,1 milljarð árið 2017. Vörur sem keyptar voru frá útlöndum og hafa einhverra hluta vegna ekki farið í gegnum tollafgreiðslu eru ekki meðtaldar. Því eru líkur á að erlend netverslun sé heldur meiri en tölurnar hér segja til um. Raftæki eru sá vöruflokkur sem mest er keyptur í netverslunum hér á landi. Um 19% innlendrar netverslunar fara fram hjá versl- unum sem selja raf- og heim- ilistæki. Um 10% netverslunar á Íslandi 2017 voru fatakaup. Einnig voru kaup á heimilisbúnaði um 10% netverslunar. Athyglisvert er að aðeins 1% af netverslun er kaup á bókum, tímaritum og hljóm- diskum. Þessi vöruflokkur var langstærstur við upphaf netversl- unar og má ætla að mun meira af netverslun með bækur sé að stærstum hluta frá öðrum löndum. Vert er að fylgjast með þróun á netverslun með mat. Ársvöxtur í sölu á mat á netinu er næstum Íslendingar elska að kaupa raftæki á netinu Árið 2017 keyptu Íslendingar vörur frá erlendum netverslunum fyrir 4,3 milljarða kr. samkvæmt tollskráningu frá Embætti tollstjóra og tollafgreiðslu Íslandspósts. Langmest kemur frá Bret- landi. Raftæki eru sá vöruflokkur sem mest er keyptur í netverslunum hér á landi, eða um 19%. www.aman.is Tangarhöfða 2 • 110 Reykjavík • Sími 533 1020 • aman@aman.is er okkar fag Víngerð Nýttu þér frábæra netverslun Ámunnar www.aman.is Íslendingar keyptu vörur í netverslun fyrir um 13,1 milljarð árið 2017. Hér er unnið í vöruhúsi AliBaba en Íslend- ingar keyptu fyrir 440 milljónir það ár en um miðjan maí munu sendingar þaðan hækka. NORDICPHOTOS/GETTY Sá vöruflokkur sem Íslendingar keyptu mest af frá erlendum netverslunum 2017 voru föt og skór eða 48% af heildarveltu þess varnings sem Íslend- ingar keyptu frá erlendum netverslunum 2017. 170%, þegar borin er saman velta fyrri helming 2017 við sama tíma- bil 2018. Netverslun Íslendinga frá útlöndum sex mánuði 2017 var 1,6 milljarðar kr. á tollverði (heildar- verð 2 milljarðar kr.). Veltan fyrstu sex mánuði 2018 var 1,8 milljarðar kr. (heildarverð 2,2 milljarðar) og jókst því um 13% á milli ára. Bret- land er það land sem Íslendingar versla mest við í netverslun, hvort sem horft er til verðmætis eða fjölda sendinga. Árið 2017 keyptu landsmenn vörur í netverslun frá Bretlandi fyrir alls 785 millj. kr. (á tollverði). Næst kemur netverslun frá Banda- ríkjunum, en hún nam 661 millj. kr. (tollverð) árið 2017. Í þriðja sæti er svo Kína með netverslunarveltu að upphæð 440 millj. kr. Fast á hæla Kína koma Holland og Spánn að vinsældum. 10% netverslunar á Íslandi 2017 voru fatakaup. 19% innlendrar netverslunar fara fram hjá verslunum sem selja raf- og heimilistæki. Sá vöruflokkur sem Íslendingar keyptu mest af frá erlendum net- verslunum 2017 voru föt og skór eða 48% af heildarveltu þess sem Íslendingar keyptu frá erlendum netverslunum 2017. Íslendingar keyptu föt frá erlendum netverslunum fyrir 22,2 milljarða kr. (tollverð) árið 2017. Sú upphæð nemur 5,2% af því sem innlendar sérverslanir með föt seldu sama ár. Fatakaup frá erlendum netverslunum jókst um 31,4% ef bornir eru saman síðustu ársfjórðungar 2016 og 2017. Mest af þeim fötum sem keypt eru frá erlendum netverslunum berst frá Bretlandi, næst koma fatakaup frá spænskum netversl- unum og í þriðja sæti voru Banda- ríkin. Hlutfall erlendrar netversl- unar frá þessum þremur löndum nemur 3,1% af sölu fatnaðar í verslunum hér á landi. 4 KYNNINGARBLAÐ 2 0 . A P R Í L 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RNETVERSLUN 2 0 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :0 6 F B 0 8 0 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D 7 -3 4 0 4 2 2 D 7 -3 2 C 8 2 2 D 7 -3 1 8 C 2 2 D 7 -3 0 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 0 s _ 1 9 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.