Fréttablaðið - 20.04.2019, Side 54

Fréttablaðið - 20.04.2019, Side 54
SKVÍSAÐU ÞIG UPP FYRIR SUMARIÐ STÆRÐIR 14-28 Fellsmúli 26 v/Grensásveg | 108 Reykjavík | sími 581-1552 | www.curvy.is Frægasta netverslun veraldar er án efa Amazon sem stofnuð var 1994, þá undir nafninu Cadabra, af Jeff Bezos. Í upphafi seldi Amazon einungis bækur en hóf síðar að selja ýmsar aðrar vörur auk þess sem fyrirtækið selur eigin spjaldtölvur og les- spjöld. Eins og mörg heimsþekkt tæknifyrirtæki af sömu kynslóð hóf Amazon starfsemi í bíl- skúrnum þaðan sem fyrsta bókin var seld í apríl 1995. Salan fór vel af stað en á fyrstu tveimur mánuðum í rekstri seldi fyrirtækið bækur í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna og til 45 landa. Fyrirtækjabragur Amazon þykir nokkur sérstakur. Þannig er bannað að nota PowerPoint- kynningar á fundum þess og fjöldi í vinnuhóp miðast við að hægt sé að fæða meðlimi hans á tveimur flatbökum. Amazon þekktust Klaufavilla sem var að finna í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um erlendar póstsendingar varð ekki að lögum. Fréttablaðið benti á villuna í mars þegar Jóhann Óli Eiðsson skrifaði um frumvarpið. Yrði það að lögum fyrir maí væri gert ráð fyrir að Íslandspóstur gæti fengið inn 400 milljónir króna strax á árinu 2019 frá neytendum. Gildistökuákvæði laganna, þar sem villuna var að finna, var breytt af þinginu áður en það samþykkti lögin þann 10. apríl. Undanfarin ár hefur Íslandspóstur tekið á sig kostnað vegna erlendra sendinga en að mati fyrirtækisins hefur það niðurgreitt sendingar frá útlöndum um hátt í þrjá millj- arða undanfarin ár. Frumvarpinu er ætlað að „taka af öll tvímæli um að íslensk lög gildi framar alþjóða- samningum á þessu sviði“. Lögin öðlast gildi 15. maí og má búast við að sendingarkostnaður muni hækka töluvert. Erlendar póstsendingar sem stimplaðar eru með dagstimpli erlendis fyrir miðnætti að íslenskum tíma þann dag er lögin taka gildi munu ekki útheimta sérstakt gjald. Eftir 15. maí munu hins vegar allar sendingar hækka. Klaufavillan fjarlægð Í upphafi árs skrifaði Ingvar Freyr Ingvarsson, aðalhagfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu, pistil þar sem kemur fram að þrátt fyrir öran vöxt netverslunar fer enn stærsti hluti smásöluverslunar fram í hefðbundnum verslunum. Mikill uppgangur netverslunar og breytt neysluhegðun aldamóta- kynslóðarinnar er að umbylta umhverfi verslunarinnar og felur í sér ögrandi verkefni fyrir alla sem starfa við verslun og þjónustu, segir í pistli Ingvars. Hann bendir á skýrslu Rannsóknaseturs versl- unarinnar og tekur fram að kaup Íslendinga um netið voru um 2,9% af heildarveltu íslenskrar verslunar á meðan algengt er að netverslun í nágrannalöndum okkar nemi um 10% af heildarveltu. Ingvar Freyr bendir á að á Norður löndum er umfang netversl- unar einna hæst í Svíþjóð. Ingvar segir það mikilvægt og nauðsynlegt að íslensk fyrirtæki nýti sér staf- ræna tækni áður en erlendir keppi- nautar stíga inn á markaðinn með betri tilboð. Aukin hnattvæðing þar sem samkeppnin um neyt- andann er hörð skapar jafnframt ný tækifæri. Breytingar í rekstr- arumhverfi í verslun og þjónustu kallar á breytta hugsun og breytt vinnubrögð innan menntakerfisins svo búa megi starfsfólk framtíðar- innar undir nýjan veruleika, skrifar Ingvar meðal annars en pistil hans má finna á heimasíðu SVÞ. Neysluhegðun unga fólksins breytir verslun Ingvar Freyr bendir á að á Norðurlöndum er umfang net- verslunar einna hæst í Svíþjóð FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN Jeff Bezos hefur það alveg ágætt þó að hann hafi klúðrað einkalífinu. 8 KYNNINGARBLAÐ 2 0 . A P R Í L 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RNETVERSLUN 2 0 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :0 6 F B 0 8 0 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 D 7 -1 B 5 4 2 2 D 7 -1 A 1 8 2 2 D 7 -1 8 D C 2 2 D 7 -1 7 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 8 0 s _ 1 9 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.