Eiðakveðja - 01.09.1921, Side 13

Eiðakveðja - 01.09.1921, Side 13
9 vjer deyjum ef þú ert ei Ijós það og líf, sem að lyftir oss duftinu frá; ó, vert þú hvern morgun vort ljúfasta líf, vor leiðtogi’ í daganna þraut, og á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlíf, og vor hertogi’ á þjóðlífsins braut; :,: íslands þúsund ár :,: verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á guðsríkis braut. Ásmundur Guðmundsson. Eiðamötið. Undirbúningur. Dagana 29. og 30. júní vann stjórn sambandsins að und- irbúningi mótsins, bæði heima á Eiðum og úti í Eiðahólma. Stúlkur þær, sem voru á vefnaðarnámskeiðinu, voru feng- nartilþess að annast matreiðslu fyrir sambandsmenn, með- an á mótinu stæði, og auk þess var gjört ráð fyrir að kennarar skólans legðu til þann vinnukraft, sem þeir hefðu ráð á, en sameiginlegt borðhald yrði með heimilum þeirra og sambandsmönnum þeim, er mótið sæktu. Stjórninni fanst sjálfsagt, að mótið yrði aðailega haldið í Eiðahólma, ef veður leyfði. Ogtil þessaðmenn skyldu ekki verða þar fyrir hrakningi, ef veður breyttist skyndilega, var fengið að láni tjald hjá „Kvenfjelagi Vallahrepps“, flutt út í hólmann og reist þar í rjóðri, grasi vöxnu. Einnig voru kliptar hríslur og greinar, sem vaxið höfðu inn í trjágöng þau, er liggja um hólmann, og fundarstaður- inn, sem er í fögru rjóðri rjett við vatnið, var skrýddur eft- ir föngum. Að þessum undirhúningi í hólmanum vann einnig Halldór Pjetursson á Geirastöðum. Enn fremur samdi stjórnin dagskrá fyrir mótið.

x

Eiðakveðja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eiðakveðja
https://timarit.is/publication/1329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.