Eiðakveðja - 01.09.1921, Side 15
11
H. P,: Málið mikilsvert. Stjettarígur æfagamall, og hefir
hann birtst og kemur enn fram í ýmsum myndum. Stjett-
irnar þurfa að kynnast betur hver annari. Hver og einn
skyldi stinga hendinni í eiginn barm, Iíta á málið hlutdrægn-
islaust og útrýma fyrst og fremst öllum stjettaríg hjá sjálf-
um sjer.
Guðgeir Jóhannsson: Okkur er þörf á meiri samúð. Kali
milli manna af ólíkum stjettum má ekki ríkja fyrir fram.
Enginn skyldi hlaupa eftir lauslegum frásögnum, nje dæma
eftir fyrstu sýn. Málsbætur finnast oft við athugun og rann-
sókn. Einstaklingar beggja stjetta þurfa að rjetta hvorir
öðrum hjálparhönd í lífsbaráttunni; þá eflist samúð milli
stjettanna og rígurinn hverfur.
Óskuðu þá eigi fleiri að taka til máls og var fundi slitið.
Var því næst hlje í Ó/2 klst. Notaði hver þann tíma eftir
eigin vild. Sumir gengu um skóginn og ræddust við, aðrir
fóru á bát umhverfis hólmann og nokkrir syntu um stund
í vatninu, því veður var hlýtt og sólbjart. Að lokum komu
allir saman og drukku kaffi í rjóðri einu, sem ætlað er til
kaffidrykkju og borðhalds þeim er sækja hólmann heim.
Þegar hlje þetta var úti flutti Benedikt Blöndal erindi
um Henry George. Á undan erindinu var sungið: „Þú
bláfjallageimur" en á eftir: „Faðir andanna".
Eftir erindið var hlje í 10 mínútur. Og því næst setti Á.
G. annan málfund mótsins. Framsögumaður var Hannes
J. Magnússon. Umræðuefni: Nauðsyn sjSsfstæðrar mentastarf-
semi. Fer stuttur útdráttur úr erindi hans hjer á eftir.
Á. 6. taldi víst að erindi framsögumanns mundi vekja
hugsanir um mörg míkilvæg atriði. Samj^ykkur tillögu fram-
sögumanns um bókaskrá. Skólinn ætti að halda áfram að
vera í sem nánustu sambandi við nemendur og þeir við
hann. Færði dæmi til sönnunar því, að íslendingar töluðu
alt of lítið um andleg mál. Instu og hjartfólgnustu andans
mál lytu í Iægra haldi fyrir því hversdagslega. Þjóðin mundi
breytast og þroskast, ef þeim málum væru opnaðir fleiri