Eiðakveðja - 01.09.1921, Side 19
15
hjúkrunarfjelaga eftir mætti, gæfu merki. Gjöröu það allir
viðstaddir sambandsmenn.
Þá var 10 mín hlje.
Því næst var fundinum haldið áfram.
Á. 6. mintist fyrst á rit sambandsins. Hafði hann aflað
sjer vitneskju um kostnað við prentun þess og mundi hann
nema 250—360 kr. Miklu ódýrara yrði að vjelrita það og
hafði hann fengið loforð fyrir að það yrði gjört, ef fundar-
menn væru því samþykkir.
Þ. S.: Hefi hugsað mjer að ritið yrði boðið áskrifendum
utan sambandsins. Þann veg gætu menn kynst anda þess
og störfum, og þá yrði ritið tiltölulega ódýrara þótt prent-
að væri.
Á. G.: Hyggilegra að fresta slíkri útsölu, ekki síst fyrir
þá sök, að þroski sambandsins er í vændum en ekki fenginn.
Þá gjörði B. Bl. fyrirspurn um væntanlegar tekjur og út-
gjöld fjelagsins og var því svarað af formanni þess og
gjaldkera. 1 sambandi við þær fyrirspurnir óskaði Á. G. að
rætt yrði um ferðastyrk þetta ár. Kom þá fram sú tillaga
frá B. Bl. að enginn ferðastyrkur skyldi veittur þetta sinn.
Var hún samþ. í einu hlj. Þá bar formaður sambandsins
upp þessa tillögu frá H. M.: „Fundurinn felur stjórninni allar
framkvæmdir um útgáfu ársritsins eftir fjárhagsástæðum
sambandsins“. — Þá tók til máls
Á. G.: Vil vekja frekari athygli á atriðinu um bókasafn í
framsöguræðu H. M. frá í gær. Bóklestur getur verið ríkur
þáttur í mentastarfsemi einstaklingsins. Hjer á landi tálmar
honum tvent aðallega: fjárskortur og handahófsval á bók-
um. Lestrarfjelög og góð alþýðubókasöfn eiga að bæta úr
hvorutveggja. Mikla áherslu verður að Ieggja á bókavalið
og á það, að glæða skilning á gildi góðra bóka. Samband-
ið ætti að halda máli þessu vakandi. í ársritinu mun stjórn-
in Iáta þeirra nýunga getið um iestrarfjelög og bókasöfn,
er henni þykir miklu skifta. Og stutt bókaskrá mundi þar