Eiðakveðja - 01.09.1921, Page 31

Eiðakveðja - 01.09.1921, Page 31
27 um í fyrirhugaða ritlingnum okkar yrði ekki varið betur á annan hátt en til þess, að benda mönnum á ágætar bækur, sem líkindi væru til að gætu komið að hagkvæmum notum, t. d. bækur um trúmál, uppeldismá! og Iandsmál. Ef við finnum til þess, að við höfnm haft veruiegt gagn af því, að lesa einhverja góða bók, þá verðum viö fúsari til að lesa aðra og förum þá jafnframt að vanda bókavalið, Einn- ig munum við þá lesa betur. Tel jeg það heilræði, er jeg las fyrir skömmu eftir Annie Besant, að svo hafi menn best not af því, sem þeir lesa, að þeir lesi í 5 mínútur og hugsi í 10. Þá getur það orðið mikilsverður liður í sjálfstæðu menta- starfi, að menn komi saman til þess að tala um andleg áhugamál sín eða myndi jafnvel fjelög í þeim tilgangi. /Etti það þá að vera í sambandi við lestrarfjelag eða bókasafn og rætt um góðar og veigamiklar bækur, er lesnar væru auk annars. Loks vil jeg geta þess, hversu kvöldvökurnar hafa stutt að mentun þjóðarinnar á liðnum öldum. Þær mega ekki Ieggjast niður, heldur verður að reyna að koma þeim í það horf, sem áður var. Þar ætti að vera greið braut til þess, að efla fróðleik og andlegt líf með styrk og ieiðbeiningu vitrustu og bestu manna. Vinnum í kyrþey hvert um sig aö mentun okkar, og hvetj- um hvert annað til hins sama og yfirleitt alla þá, sem við getum haft áhrif á. „Hvert sem leiðin þín liggur yfir lönd eða höf, gefðu sjerhverjum sólskin og sumar að gjöf“. Hannes J. Magnússon.

x

Eiðakveðja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eiðakveðja
https://timarit.is/publication/1329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.