Fréttablaðið - 25.04.2019, Síða 20

Fréttablaðið - 25.04.2019, Síða 20
Frjálslyndi flokkurinn mótmæl-ir ákvörðun stjórnvalda um að lögleiða 3. orkupakkann og að Ísland verði hluti af innri raforku- markaði ESB. Ísland, eyja í Norður- höfum, er ekki tengd eða hluti af innra raforkumarkaði meginlands Evrópu. Kolefnalaus raforka mun skipta sköpum fyrir velmegun á Íslandi í framtíðinni. Með innleiðingu 3.  orkupakkans afsalar Ísland sér ákvörðunarvaldi yfir mestu nátt- úruauðlind sinni í hendur ESB og Ísland mun ekki hafa ákvörðunar- vald um aðgang erlendra aðila að Íslandshluta raforkumarkaðarins. ESB-lög munu ráða, ekki íslensk,og fyrirvarar um annað munu ekki halda gegn ofurvaldi Brusselreglna. Sæstrengur mun lúta ESB-reglum. Stjórnvöld gæta ekki hagsmuna Íslands um helstu auðlind þjóðar- innar og hræðslan við Brussel- valdið og ímyndaðar af leiðingar rekur íslensk stjórnvöld áfram. Stjórnvöld hafa ekki bent Brussel á að líta á sjókort og hnattstöðu Íslands í málinu en skýla sér á bak við álit fræðimanna við þessa stór- pólitísku ákvörðun. Af er sem áður var á tímum þroskastríða. Innleiðing 3. orkupakkans færir orkuauðlindir landsins nær erlend- um fjárfestum án aðkomu Íslands eða tillits til íslenskra almannahags- muna. Með kvótann gerðist þetta í skrefum, nú er það með pökkum 3, 4, 5 og 6. Erlendir aðilar hafa þegar fjár- fest í íslenskum orkufyrirtækjum, að ógleymdum uppkaupum á íslensku landi án nokkurrar mótstöðu stjórn- valda. Fiskiveiðiauðlindin var færð örfáum útgerðarmönnun með til- heyrandi hruni sjávarbyggða í land- inu. Í framtíðinni gæti orkuauðlind Íslendinga orðið að stórum hluta í höndum innlendra og erlendra fjár- festa, til hagsbóta fyrir þá en ekki íslenskt samfélag með augljósum afleiðingum fyrir byggð í öllu land- inu. Því sem sérhagsmunaöf lum tókst með kvótakerfinu ætla núver- andi stjórnvöld að leggja grunninn að með 3. orkupakkanum frá ESB. Kvótakerfið hefur byggt á því að stjórnmálamenn hafa getað skýlt sér á bak við fræðimenn, bæði hvað varðar bókhald og lífríki. Sjávar- byggðir landsins hafa ekki verið hluti af þeirri fræðiformúlu. Kvóta- f lokkarnir hafa verið dyggilega studdir af einnarskoðunarkerfi sem þeir hafa búið til með Ríkisútvarpið og dagblöðin tvö fremst í flokki. Vel rökstuddum tillögum um úrbætur er ekki svarað og þær jaðarsettar, slík er samfélagsumræðan. Nú síðast tillög- ur um frjálsar innfjarðaveiðar sem byggja á líffræði fjarðanna. (Sjá FTI. is 26.01.19) Sama er varðandi 3. orku- pakkann. Íslenskt fræðimannasam- félag er hluti af embættismannakerfi landsins. Þegar Ísland fær dóma í mannréttindamálum erlendis kalla stjórnmálaleiðtogar eftir hjálp erlendra fræðimanna þegar heimatilbúni einnarskoðunarrétt- trúnaðurinn býður hnekki. Verka- lýðshreyfingin bjó við slíkan áróður fjölmiðla og innlendra fræðimanna í aðdraganda þeirra kjarasamninga sem nú eru í höfn og hafði sigur engu að síður. Baráttan gegn 3. orkupakk- anum er sama eðlis enda barátta fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Innleiðing 3. orkupakkans færir orkuauðlindir landsins nær erlendum fjárfestum án aðkomu Íslands eða tillits til íslenskra almannahags- muna. 3. orkupakki ESB, kvótinn og umræðan Vinkona mín í Bandaríkjunum bauð sýrlenskum hjónum með tvö ung börn að búa í kjallaraíbúðinni sinni. Fjölskyldan hafði f lúið stríðið í Sýrlandi og var búin að fá dvalarleyfi í Bandaríkj- unum. Það var mikill sigur fyrir fjölskylduna að hafa komið sér frá angistinni í heimalandinu og þau voru tilbúin að takast á við líf í nýju landi. En svo tók alvaran við. Maðurinn sem er menntaður tannlæknir og hafði starfað sem slíkur í nokkur ár fær ekki menntun sína metna. Konan hafði verið í lögfræðinámi í Sýrlandi og átti aðeins einn áfanga eftir. Engir möguleikar eru fyrir hana að ljúka náminu í Bandaríkj- unum. Hjónin hafa vanist því að setja sér há markmið. Hvert eiga þau nú að beina væntingum sínum þegar staða þeirra virðist svo vonlaus? Óskir þeirra um farsæld í nýju landi munu hugsanlega rætast ef börnin eiga möguleika á að stefna hátt og að láta drauma sína rætast. Lykill- inn að því að slíkar vonir rætist er að börnin fái góða menntun. Fjölskyldan reiðir sig á að í skóla- starf inu sé börnunum veittur stuðningur sem þau þarfnast, réttur stuðningur, markviss og árangurs- ríkur. Kennsluhættirnir þurfa að miðast við það sem reynst hefur vel, samkvæmt niðurstöðum rann- sókna, því þá er best tryggt að börn- in fái að blómstra í skólastarfinu. PISA-prófin eru lögð fyrir 15 ára nemendur víða um heim. Þeim er ætlað að mæla hversu vel þátttöku- þjóðir undirbúa nemendur fyrir virka þátttöku í samfélaginu. Þar fást upplýsingar um hvaða þættir hafa reynst börnum af erlendum uppruna best því samhliða próf- unum er upplýsinga aflað frá skóla- yfirvöldum og nemendum. Það kemur ekki á óvart að nemendur af erlendum uppruna mælast ekki með minni væntingar um að ljúka langskólanámi en innfæddir jafn- aldrar þeirra. Það er þó afskaplega misjafnt hversu vel skólum tekst að koma til móts við óskir þessa nem- endahóps í hinum ýmsu löndum. Árangursríkast reynist að bjóða nemendum af erlendum uppruna eins f ljótt og hægt er upp á gæða- kennslu í tungumáli skólasam- félagsins og að halda stuðningi áfram eins lengi og þörf er á. Það er einmitt færni í skólamálinu sem liggur til grundvallar og er samofin öllu skólastarfi. Ótal rannsóknir hafa beinst að árangursríkum kennsluháttum sem fela í sér gæðamálörvun. Mikið er í húfi, þessi nemendahópur þarf að reiða sig á að slíkt sé í boði í skól- anum því misjafnt er hversu vel for- eldrar eru í stakk búnir til að styðja börnin sín í náminu. Meðaltöl og hlutfallstölur sýna að nemendur hér á landi, með annað móðurmál en íslensku, ná almennt mjög litlum framförum í íslensku í gegnum leik- og grunnskólastarf, sem bendir til að þeir fái almennt ekki nægilega góðan stuðning í íslensku. Ég hef þó orðið vitni að gæða- starfi hjá íslenskum kennurum, sem foreldri, samkennari og rann- sakandi, kennsluháttum sem ein- mitt fela í sér þætti sem rannsóknir hafa sýnt að skila bestum árangri. Við þurfum að gefa gæðakennslu gaum og efla hana enn frekar. Allir nemendur njóta góðs af og sérstak- lega þeir sem nota annað mál en íslensku með fjölskyldu sinni. Best fyrir börnin Sigríður Ólafsdóttir lektor á menntavís- indasviði Há- skóla Íslands Grétar Mar Jónsson fyrrverandi alþingismaður og leiðtogi Frjálslynda flokksins Foreldraútilokun er það þegar barni er að ástæðulausu inn-rættar neikvæðar tilfinningar s.s. ótti, hatur og fyrirlitning í garð foreldris, oft í tengslum við for- ræðisdeilur. Barnið sýnir þá mjög sterka afstöðu með foreldrinu sem beitir útilokuninni en hafnar alger- lega sambandi við hitt foreldrið. Foreldraútilokun er andleg og tilfinningaleg misnotkun á barni sem veldur því langvarandi skaða. Það innrætir því sjálfsfyrirlitningu og eykur líkur á kvíða, þunglyndi, áhættuhegðun, fíknisjúkdómum og vandræðum í nánum samböndum síðar á lífsleiðinni. Einnig má f lokka foreldraúti- lokun sem fjölskylduof beldi því tilgangur of beldisins er hefnd gagnvart fyrrverandi maka. Sem slíkt er þetta of beldi mjög áhrifa- ríkt, því það fer fram í skjóli þagnar og stuðnings samfélagsins. Ann- ars vegar sér fólk ástríkt foreldri í góðu sambandi við barnið sitt og hins vegar foreldri sem barn hefur af einhverri ástæðu slitið öllu sam- bandi við. Feður og mæður beita þessu of beldi í líkum mæli en mæður eru líklegri til að komast upp með að útiloka börnin sín en feður. For- eldrar sem beita börn sín og fyrr- verandi maka þessu ofbeldi eiga oft við persónuleikaröskun að stríða s.s. jaðarpersónuleikaröskun, sjálf- hverfu eða siðblindu. Einstaklingar með persónu- leikaraskanir af þessu tagi eiga oft mjög erfitt með að sjá eigin sök og eru afar tregir til að taka þátt í fjöl- skylduráðgjöf. Hætt er við að sátta- miðlun og samningar við slíka ein- staklinga skili engu. Skömm og þöggun eru bestu vinir þeirra sem beita of beldi. Þess vegna er mikilvægt að draga þessi ljótu fjölskylduleyndarmál upp á yfirborðið og ræða þau. Á Facebook-síðu og heimasíðu Félags um foreldrajafnrétti má finna meiri fróðleik um foreldra- útilokun. Börn notuð sem barefli Heimir Hilmarsson formaður Félags um for- eldrajafnrétti Skömm og þöggun eru bestu vinir þeirra sem beita of- beldi. Þess vegna er mikil- vægt að draga þessi ljótu fjölskylduleyndarmál upp á yfirborðið og ræða þau. 2 5 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 5 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D B -1 4 7 4 2 2 D B -1 3 3 8 2 2 D B -1 1 F C 2 2 D B -1 0 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 7 2 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.