Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.04.2019, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 25.04.2019, Qupperneq 22
Nýjast Það var mögnuð stund að vera í KA-heimilinu bæði á mánu- dag og þriðjudag og ég fékk bara gæsahúð að sjá troð- fulla höll af glöðu KA-fólki að hampa titlunum. Arnar M. Sigurðsson, formaður blakdeildar KA Spá Fréttablaðsins fyrir Pepsi Max-deild karla 2019 PEPSI MAX DEILDIN 2019 1. ? 2. ? 3. KR 4. Breiðablik 5. Stjarnan 6. ÍA 7. KA 8. Fylkir 9. Víkingur 10. ÍBV 11. Grindavík 12. HK Fréttablaðið spáir því að KR geri einu betur en í fyrra og nái þriðja sæti. Undirbúningstímabilið gekk eins og í sögu þar sem KR vann öll þrjú mótin og tapaði ekki leik. KR mun fá mörk frá miðjumönn- um sínum en til að gera atlögu að titlum þurfa Tobias og Ægir Jarl að reima á sig markaskóna og gera útslagið fyrir Vesturbæinga. KR hafnar í 3. sæti Nýju andlitin Fylgstu með þessum Finnur Tómas Pálmason hefur verið öflugur á undirbúningstíma- bilinu. Hann lék tólf leiki með Þrótti á síðasta tímabili og fær eflaust einhver tækifæri í sumar. Alex Freyr Hilmarsson frá Víkingi. Arnþór Ingi Kristinsson frá Víkingi Tobias Thomsen frá Val Ægir Jarl Jónasson frá Fjölni Tölfræði sem skiptir máli Mikil stígandi hefur verið í leik KR eftir að Rúnar Kristinsson tók við stjórnartaumunum á nýjan leik og gengi liðsins í vetur hefur verið gott. Fólki verður tíðrætt um háan aldur liðsins en ég tel það síður en svo ókost að hafa reynslumikla leik- menn ef blandan er góð í leikmannahópnum. Hópurinn var helst til þunnur í fyrra en KR-ingar gerðu skynsamlega hluti á leikmannamarkaðnum í vetur og bólstruðu þau svæði á vellinum þar sem þess þurfti. KR gæti hæglega endað ofar í töflunni. Álitsgjafinn segir Kristján Guðmundsson 18 KR er án taps í síð- ustu 18 leikjum gegn íslenskum andstæðingum. 26 KR er sigursæl- asta lið Íslands- mótsins með 26 titla. GENGIÐ SÍÐUSTU SEX TÍMABIL 2018 4. SÆTI ❘ 2017 4. SÆTI ❘ 2016 3. SÆTI ❘ 2015 3. SÆTI ❘ 2014 3. SÆTI ❘ 2013 1. SÆTI Haukar - Stjarnan 30-23 Haukar: Orri Freyr Þorkelsson 6, Adam Haukur Baumruk 5, Daníel Þór Ingason 4, Tjörvi Þorgeirsson 3, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 3, Halldór ingi Jónasson 2, Heimir Óli Heimis- son 1, Atli Már Báruson 1, Jón Þorbjörn Jóhannsson 1. Stjarnan: Aron Dagur Pálsson 7, Andri Hjartar Grétarsson 6, Andri Már Rúnarsson 3, Árni Þór Sigtrygsson 2, Hjálmtýr Alfreðs- son 2, Ari Magnús Þorgeirsson 1, Leó Snær Pétursson 1, Birgir Steinn Jónsson 1. Haukar vinna einvígið 2-1 og fara áfram í undanúrslitin.. Olís-deild karla Átta liða úrslit Wolves - Arsenal 3-1 1-0 Reuben Neves (28.), 2-0 Matt Doherty (37.), 3-0 Diego Jota (45+2), 3-1 Sokratis (80.). Man. United - Man. City 0-2 1-0 Bernando Silva (54.), 2-0 Leroy Sane (66.). Enska úrvalsdeildin Keflavík - Valur 96-100 Keflavík: Brittanny Dinkins 39, Sara Rún Hinriksdóttir 23, Birna Valgerður Benón- ýsdóttir 12, Erna Hákonardóttir 8, Þóranna Kika Hodge-Carr 8, Bryndís Guðmunds- dóttir 4, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2 . Valur: Helena Sverrisdóttir 35/10 fráköst, Heather Butler 27, Guðbjörg Sverrisdóttir 12, Hallveig Jónsdóttir 11, Bergþóra Holton Tómasdóttir 6, Simona Podesvova 6/15 frá- köst, Dagbjört Samúelsdóttir 3. Valur leiðir einvígi liðanna 2-0 en hafa þarf betur í þremur leikum til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Domino’s-deild kvenna Úrslit BLAK KA náði í vikunni þeim sögu- lega áfanga að verða sexfaldur meistari í blaki, það er verða deild- ar, bikar- og Íslandsmeistari bæði í karla- og kvennaflokki. Bæði liðin léku til úrslita gegn HK en kvenna- liðið reið á vaðið og varð Íslands- meistari á mánudagskvöldið og karlaliðið fullkomnaði dæmið eftir spennuþrunginn leik á þriðju- dagskvöldið. Bæði einvígin réðust í hreinum úrslitaleik sem báðir fóru fram í KA-heimilinu. Karlaliðið var að verja titil sinn á meðan kvennaliðið var að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni en KA hafði einu sinni orðið deildarmeistari í kvenna- f lokki. KA tryggði sér hins vegar Íslandsmeistaratitilinn í sjötta skipti í sögu félagsins karlamegin. Aldrei áður hefur félag verið hand- hafi allra sex titlanna í blaki á Íslandi á sama tíma og afrekið því einstakt hjá norðanmönnum. Fréttablaðið fékk Arnar M. Sig- urðsson, formann blakdeildar KA, til þess að útskýra ótrúlegan árang- ur blakdeildarinnar á nýloknu keppnis tímabili og þá tilfinningu sem bærðist í brjósti hans þegar alslemman var í höfn. „Við tókum þá ákvörðun í stjórn- inni síðasta haust að við ætluðum að gefa í, þá sérstaklega kvenna- megin. Við vorum á leið í titilvörn karlamegin og vildum að sjálfsögðu viðhalda árangrinum og stefnt var á að vinna alla titla sem í boði voru þar þrátt fyrir að við gerðum okkur grein fyrir því að það yrði erfitt. Það er erfiðara að verja titil en að vinna hann eins og margoft hefur sýnt sig en okkur tókst það sem betur fer,“ segir Arnar um þessa ríkulegu upp- skeru. „Það var hins vegar ákveðið sömuleiðis að bæta umgjörðina verulega hjá kvennaliðinu og spýta í lófana á þeim vettvangi. Við bjuggumst hins vegar ekki við því að vinna alla titlana kvennamegin þrátt fyrir að við værum meðvituð um að við værum búin að smíða sterkt lið þar. Þar snerist það um að brjóta blað í sögunni og skapa hefð sem er ekki síður áskorun. Við réðum spænskan þjálfara, Miguel Mateo Castrillo, sem var óreyndur á þjálfarasviðinu. Við höfðum hins vegar fulla trú á honum og hann endurgalt traustið svo sannarlega,“ segir hann um uppganginn hjá kvennaliðinu. „Liðið er samansett af íslenskum stelpum sem sækja í það að koma hingað út af háskólanum hérna og þeim líður vel hérna. Við erum með sterkan kjarna af góðum íslenskum leikmönnum sem hafa sest hér að og svo er eiginkona þjálfarans öfl- ugur spilari auk þess sem við erum með leikmann frá Venesúela,“ segir Arnar um samsetningu kvenna- liðsins. „Karlamegin hefur Filip Szew- czyk verið að vinna gríðarlega gott starf og hann hefur sett saman öfl- ugt lið með heimamönnum í bland við erlenda leikmenn. Þar erum við til að mynda með sterka Banda- ríkjamenn sem líta á Ísland sem stökkpall út í deildirnar í Evrópu. Svo er Ísland bara vinsælt land fyrir erlent fólk til þess að búa í og við erum að njóta góðs af því bæði hjá karla- og kvennaliðinu. Árangurinn hefur svo vakið eftirtekt erlendis og leikmenn liðanna eru að kanna þann möguleika að reyna fyrir sér í Evrópu á næstu leiktíð,“ segir for- maðurinn stoltur. „Það var mögnuð stund að vera í KA-heimilinu bæði á mánudag og þriðjudag og ég fékk bara gæsa- húð að sjá troðfulla höll af glöðu KA-fólki hampa titlunum. Það er nú ekki oft sem ég klökkna en ég viðurkenni að það gerðist á þessum augnablikum. Við erum fámennur en duglegur kjarni sem stendur að blakdeildinni en þegar leikir eru mætir KA-fjölskyldan á svæðið. Mér finnst félagið og félagsmenn hafa staðið sig mjög vel í því að fylkja sér að baki liðunum sama í hvaða deild það er. Við höfum fengið góðan stuðning úr stúkunni, það hefur gefið okkur auka kraft og við metum það mikils,“ segir Arnar hrærður. hjorvaro@frettabladid.is Klökknaði á sigurstundu KA er handhafi allra sex titlanna í blaki eftir að karla- og kvennaliðin unnu oddaleiki um Íslandsmeist- aratitilinn í vikunni. Karlaliðið varði titilinn í ár en í fyrsta sinn tókst kvennaliði KA að landa titlinum. Sigurliðin tvö, kvennalið KA og karlalið KA, eftir að karlaliðið hafði tryggt sér þriðja og síðasta titil tímabilsins á heimavelli fyrr í vikunni. MYND/KA HANDBOLTI Ríkjandi deildarmeist- arar Hauka mæta ríkjandi Íslands- meisturum ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla. Þetta varð ljóst eftir sigur Hauka á Stjörnunni í oddaleik í Hafnarfirði í gær. Þetta verður annað árið í röð sem Haukar og ÍBV mætast í undanúrslitunum eftir að Eyjamenn sendu Haukana í sumarfrí á síðasta ári á vegferð sinni að Íslandsmeistaratitlinum. Í seinna einvíginu mætast Selfoss og Valur þar sem Selfyssingar eru með heimaleikjaréttinn. – kpt Haukar mæta Eyjamönnum 2 5 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R20 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 2 5 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D B -2 8 3 4 2 2 D B -2 6 F 8 2 2 D B -2 5 B C 2 2 D B -2 4 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.