Morgunblaðið - 10.01.2019, Síða 10

Morgunblaðið - 10.01.2019, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019 KJARAKAUP 4.690.000 kr. Eclipse Cross Intense 1.5 / 4x4 / Bensín / Sjálfskiptur Fullt verð: 4.990.000 kr. 300.000 kr. Afsláttur KJARAKAUP 5.155.000 kr. VW Tiguan Offroad 1.4 TSI 4Motion / Bensín / Sjálfskiptur Fullt verð: 5.955.000 kr. 800.000 kr. Afsláttur HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Byrjaðu árið á nýjum bíl! Nú færðu nýja bíla á frábærum kjörum hjá HEKLU. Komdu og skoðaðu úrvalið, prófaðu þann rétta og gerðu kjarakaup ársins. Hlökkum til að sjá þig! Veldu þinn bíl í sýningarsal okkar á netinu! www.hekla.is/kjarakaup Skoðaðu úrvalið af bílum á www.hekla.is/kjarakaup. Takmarkað magn bíla – Fyrstir koma, fyrstir fá! Fullt verð er verð hvers bíls með aukabúnaði. Aukabúnaður á myndum gæti verið annar en í auglýstum verðdæmum. Birt með fyrirvara um prentvillur 2 ára þjónustu- skoðun fylgir með! Dráttarbeisli fylgir með! Hin mikla bygging við Fiskislóð á Granda, sem mun hýsa sýninguna Flyover Iceland, er smám saman að taka á sig mynd. Stefnt er að opnun sýningarinnar seinni hluta næsta sumars. Miklum tækjabúnaði verður kom- ið fyrir áður en húsið verður full- klárað, en kostnaður við hann skiptir milljörðum. Á meðal bún- aðarins er skjár frá Austurríki sem er 17 sinnum 20 metrar að breidd og hæð og 40 sæti sem færast í átt að honum. Sýndarupplifunin mun taka tæpa klukkustund og sjálft „flugið“ yfir Ísland um 10 mínútur. sisi@mbl.is „Flugið“ fæðist Morgunblaðið/sisi Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hafin er bygging nýrrar slökkvi- stöðvar fyrir Slökkvilið Norðurþings á uppfyllingu við höfnina á Húsavík. Starfsemi slökkviliðsins hefur verið efld til að það geti þjónað kísilverk- smiðju BakkaSilicon hf. norðan Húsavíkur og liður í því er að stað- setja nýja slökkvistöð við enda Húsa- víkurhöfðaganga sem liggja frá höfn- inni inn á iðnaðarsvæðið. „Það hefur aldrei verið byggt utan um þessa starfsemi. Með tilkomu stóru verksmiðjunnar í bakgarðinum hjá okkur varð að efla starfið. Það hefur verið gert. Aðstöðusköpun er liður í þeirri uppbyggingu til fram- tíðar,“ segir Grímur Kárason slökkvi- liðsstjóri. Fjölgað hefur verið í slökkviliðnu þannig að þar eru nú þrír fastir starfsmenn auk starfsmanna í hluta- störfum sem koma í einstök verkefni. Slökkviliðið mannar annan af tveim- ur sjúkrabílum Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Húsavík. Samið hefur verið við Heilbrigðisstofnunina og starfsmenn hennar sem manna hinn bílinn um að taka bakvaktir hjá slökkviliðinu. Þeir eru nú í grunn- námi fyrir slökkviliðsmenn. Grímur segir að stefnan sé að vera með fimm menn á dagvakt og fimm á bakvakt. Húsið er rúmlega 1.000 fermetrar að stærð. Liðlega 300 fermetrar eru fyrir skrifstofur og aðra aðstöðu fyrir starfsfólk og bílasalurinn er rúmir 700 fermetrar. Starfsmenn hafnarskrif- stofunnar fá inni í slökkvistöðinni fyrir sig og mengunarvarnabúnað. Mögu- leikar eru á því að byggja ofan á hluta hússins, ef þörf verður á í framtíðinni. Slökkviliðið er einnig með deildir á Kópaskeri og Raufarhöfn. Samningur við BakkaSilicon hf. um viðbragðsþjónustu fyrir iðnaðar- svæðið losar fyrirtækið undan því að reka eigið slökkvilið. Með því að fjölga starfsfólki og staðsetja nýja slökkvistöð við jarðgöngin er hægt að stytta viðbragðstímann mjög. Bakk- iSilicon greiðir slökkviliðinu fyrir þessa þjónustu. Bygging slökkvistöðvar hefur ver- ið nokkur ár í undirbúningi. Þegar verkið var boðið út á síðasta ári barst ekkert tilboð. Grímur segir að það skýrist af þeim miklu önnum sem hafi verið hjá byggingarfyrirtækjum á Húsavík og nágrenni síðustu ár. Engin tilboð bárust Bæjarstjórn Norðurþings ákvað að ganga til samninga við Trésmiðj- una Rein um framkvæmdir á dögun- um og eru framkvæmdir hafnar. Verksamningurinn víkur ekki í veiga- miklum atriðum frá skilmálum sem fram komu í útboðsgögnum og fjár- hæðin lítið eitt yfir kostnaðaráætlun, að því er fram kemur í fundargerð framkvæmdaráðs Norðurþings. Fyr- irtækið byggir húsið fyrir 247 millj- ónir króna. Að auki fellur til undir- búningskostnaður sem Norðurþing hefur lagt í. Grímur segir að verklok séu áætl- uð í lok ágúst. Þjónar Húsvíkingum og kísilveri  Ný slökkvistöð byggð á uppfyllingu í höfninni á Húsavík  Samningur um viðbragðsþjónustu fyrir kísilverið á Bakka  Samið við verktaka eftir misheppnað útboð byggingarframkvæmda Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Framkvæmdir Starfsmenn Reinar vinna að því að steypa saman forsteyptar einingar í sökkla skrifstofuhlutans. Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir að ráðast í tvígang gegn lögreglu- mönnum með ofbeldi. Þar að auki er hann ákærður fyrir að hafa haft á sér ávana- og fíkniefni. Mun mað- urinn hafa veist með ofbeldi að lög- reglumönnum í nóvember 2017 og í janúar 2018. Við leit á klæðum hans eftir fyrri handtökuna fundust ávana- og fíkniefni. Í nóvember 2017 mun maðurinn hafa veist að lögreglumanni, sem sat í farþega- sæti lögreglubifreiðar, og reynt að slá hann með krepptum hnefum og hótað honum líkamsmeiðingum. Í janúar 2018 veittist hann með ofbeldi að lögreglumanni við skemmtistað og klóraði hann í framan og reyndi að slá hann. Ákærður fyrir að veitast með ofbeldi að lögreglumönnum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.