Morgunblaðið - 10.01.2019, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 10.01.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019 KJARAKAUP 4.690.000 kr. Eclipse Cross Intense 1.5 / 4x4 / Bensín / Sjálfskiptur Fullt verð: 4.990.000 kr. 300.000 kr. Afsláttur KJARAKAUP 5.155.000 kr. VW Tiguan Offroad 1.4 TSI 4Motion / Bensín / Sjálfskiptur Fullt verð: 5.955.000 kr. 800.000 kr. Afsláttur HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Byrjaðu árið á nýjum bíl! Nú færðu nýja bíla á frábærum kjörum hjá HEKLU. Komdu og skoðaðu úrvalið, prófaðu þann rétta og gerðu kjarakaup ársins. Hlökkum til að sjá þig! Veldu þinn bíl í sýningarsal okkar á netinu! www.hekla.is/kjarakaup Skoðaðu úrvalið af bílum á www.hekla.is/kjarakaup. Takmarkað magn bíla – Fyrstir koma, fyrstir fá! Fullt verð er verð hvers bíls með aukabúnaði. Aukabúnaður á myndum gæti verið annar en í auglýstum verðdæmum. Birt með fyrirvara um prentvillur 2 ára þjónustu- skoðun fylgir með! Dráttarbeisli fylgir með! Hin mikla bygging við Fiskislóð á Granda, sem mun hýsa sýninguna Flyover Iceland, er smám saman að taka á sig mynd. Stefnt er að opnun sýningarinnar seinni hluta næsta sumars. Miklum tækjabúnaði verður kom- ið fyrir áður en húsið verður full- klárað, en kostnaður við hann skiptir milljörðum. Á meðal bún- aðarins er skjár frá Austurríki sem er 17 sinnum 20 metrar að breidd og hæð og 40 sæti sem færast í átt að honum. Sýndarupplifunin mun taka tæpa klukkustund og sjálft „flugið“ yfir Ísland um 10 mínútur. sisi@mbl.is „Flugið“ fæðist Morgunblaðið/sisi Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hafin er bygging nýrrar slökkvi- stöðvar fyrir Slökkvilið Norðurþings á uppfyllingu við höfnina á Húsavík. Starfsemi slökkviliðsins hefur verið efld til að það geti þjónað kísilverk- smiðju BakkaSilicon hf. norðan Húsavíkur og liður í því er að stað- setja nýja slökkvistöð við enda Húsa- víkurhöfðaganga sem liggja frá höfn- inni inn á iðnaðarsvæðið. „Það hefur aldrei verið byggt utan um þessa starfsemi. Með tilkomu stóru verksmiðjunnar í bakgarðinum hjá okkur varð að efla starfið. Það hefur verið gert. Aðstöðusköpun er liður í þeirri uppbyggingu til fram- tíðar,“ segir Grímur Kárason slökkvi- liðsstjóri. Fjölgað hefur verið í slökkviliðnu þannig að þar eru nú þrír fastir starfsmenn auk starfsmanna í hluta- störfum sem koma í einstök verkefni. Slökkviliðið mannar annan af tveim- ur sjúkrabílum Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Húsavík. Samið hefur verið við Heilbrigðisstofnunina og starfsmenn hennar sem manna hinn bílinn um að taka bakvaktir hjá slökkviliðinu. Þeir eru nú í grunn- námi fyrir slökkviliðsmenn. Grímur segir að stefnan sé að vera með fimm menn á dagvakt og fimm á bakvakt. Húsið er rúmlega 1.000 fermetrar að stærð. Liðlega 300 fermetrar eru fyrir skrifstofur og aðra aðstöðu fyrir starfsfólk og bílasalurinn er rúmir 700 fermetrar. Starfsmenn hafnarskrif- stofunnar fá inni í slökkvistöðinni fyrir sig og mengunarvarnabúnað. Mögu- leikar eru á því að byggja ofan á hluta hússins, ef þörf verður á í framtíðinni. Slökkviliðið er einnig með deildir á Kópaskeri og Raufarhöfn. Samningur við BakkaSilicon hf. um viðbragðsþjónustu fyrir iðnaðar- svæðið losar fyrirtækið undan því að reka eigið slökkvilið. Með því að fjölga starfsfólki og staðsetja nýja slökkvistöð við jarðgöngin er hægt að stytta viðbragðstímann mjög. Bakk- iSilicon greiðir slökkviliðinu fyrir þessa þjónustu. Bygging slökkvistöðvar hefur ver- ið nokkur ár í undirbúningi. Þegar verkið var boðið út á síðasta ári barst ekkert tilboð. Grímur segir að það skýrist af þeim miklu önnum sem hafi verið hjá byggingarfyrirtækjum á Húsavík og nágrenni síðustu ár. Engin tilboð bárust Bæjarstjórn Norðurþings ákvað að ganga til samninga við Trésmiðj- una Rein um framkvæmdir á dögun- um og eru framkvæmdir hafnar. Verksamningurinn víkur ekki í veiga- miklum atriðum frá skilmálum sem fram komu í útboðsgögnum og fjár- hæðin lítið eitt yfir kostnaðaráætlun, að því er fram kemur í fundargerð framkvæmdaráðs Norðurþings. Fyr- irtækið byggir húsið fyrir 247 millj- ónir króna. Að auki fellur til undir- búningskostnaður sem Norðurþing hefur lagt í. Grímur segir að verklok séu áætl- uð í lok ágúst. Þjónar Húsvíkingum og kísilveri  Ný slökkvistöð byggð á uppfyllingu í höfninni á Húsavík  Samningur um viðbragðsþjónustu fyrir kísilverið á Bakka  Samið við verktaka eftir misheppnað útboð byggingarframkvæmda Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Framkvæmdir Starfsmenn Reinar vinna að því að steypa saman forsteyptar einingar í sökkla skrifstofuhlutans. Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir að ráðast í tvígang gegn lögreglu- mönnum með ofbeldi. Þar að auki er hann ákærður fyrir að hafa haft á sér ávana- og fíkniefni. Mun mað- urinn hafa veist með ofbeldi að lög- reglumönnum í nóvember 2017 og í janúar 2018. Við leit á klæðum hans eftir fyrri handtökuna fundust ávana- og fíkniefni. Í nóvember 2017 mun maðurinn hafa veist að lögreglumanni, sem sat í farþega- sæti lögreglubifreiðar, og reynt að slá hann með krepptum hnefum og hótað honum líkamsmeiðingum. Í janúar 2018 veittist hann með ofbeldi að lögreglumanni við skemmtistað og klóraði hann í framan og reyndi að slá hann. Ákærður fyrir að veitast með ofbeldi að lögreglumönnum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.