Morgunblaðið - 11.02.2019, Side 11

Morgunblaðið - 11.02.2019, Side 11
öðrum lögreglubíl frá lögreglustöð- inni við Vínlandsleið þegar téðri bif- reið var ekið til móts við lögreglu og var bifreiðin stórskemmd. För við- komandi var stöðvuð og ökumaðurinn handtekinn, grunaður um ölvun við akstur. Lögreglumenn frá Vínlands- leið fluttu manninn til sýnatöku en lögreglumenn á bíl 108 sáu um vett- vanginn, mynduðu hann og biðu eftir dráttarbíl frá Vöku. Nokkuð var um skemmtanalíf í miðbænum þessa nótt og sinnti lög- reglubíll 108 fyrst og fremst verk- efnum í miðbænum frá klukkan þrjú. Þar reyndi oft á þolinmæði lögreglu- mannanna sem tóku á málum af mik- illi fagmennsku og yfirvegun, að mati blaðamanns, en lögreglumennirnir urðu fyrir ítrekuðu áreiti eftir að í bæinn var komið. Þeir gáfu sér tíma í að tala fólk til og róa, án þess að grípa til frekari aðgerða, sem í allflestum tilfellum reyndist nóg til þess að róa ástand sem annars hefði getað farið verr. Stefán segir við blaðamann að lögregla forðist í lengstu lög að hand- taka fólk án þess að gefa því færi á að koma sér í burtu. Afskipti af ofdrukknum ungum konum vöktu sérstaklega athygli blaðamanns, en í öllum tilfellum voru þær einar á ferð. Þau mál voru öll leyst á farsælan hátt í samráði við stúlkurnar, þeim ýmist komið í sam- band við vini sína, veitt fylgd að leigu- bíl eða skutlað heim að dyrum sökum ástands síns. 01:35 Lögreglu berst tilkynning frá vegfaranda í Mosfellsbæ um ökumann í annarlegu ástandi sem hafði ekið bifreið sinni utan vegar í Tangahverfi í Mosfellsbæ. Bíll 108 svaraði útkallinu á Sæbraut í Reykjavík og var kominn í Mosfellsbæ 10 mínútum síðar þar sem ölvaði ökumaðurinn kom akandi á móti lögreglu í suðurátt. Bíll frá lögreglustöðinni Vínlandsleið var kominn á sama tíma og handtók manninn og færði í sýnatöku. 03:46 Lögreglubíll óskar eftir aðstoð fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykja- víkur. Þegar bíllinn mætir á vettvang eru tveir lögreglumenn með manninn í tökum og búið að tryggja ástandið. Maðurinn sagður hafa látið ófriðlega í röð inn á skemmtistaðinn og lent í útistöðum við annað fólk í röðinni. 02:00 Stefán og Róbert mynda vettvang. Maðurinn ók bifreið sinni á móti umferð í hringtorginu og hafnaði utan vegar á rafmagnskassa sem var gjör- eyðilagður. Veitum tilkynnt um málið sem sendu strax viðgerðarmann. 03:56 Bíll númer 108 flytur manninn á Hverfisgötu í handjárnum þar sem helstu upplýsingar um hann eru skráðar áður en honum var sleppt. Lög- regla hvatti manninn til þess að segja þetta gott af skemmtun um kvöldið og taka leigubíl heim til sín, sem hann hugðist gera, enda í miklu uppnámi og miður sín yfir að hafa lent í útistöðum sem leiddu til handtöku. FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2019 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Dermapen Vinnur á örumog hruk kum Láttu fagfólkið á Húðfegrun sjá um þína húð á nýju ári! Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökum vel ámóti ykkur hudfegrun.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.