Morgunblaðið - 11.02.2019, Page 18

Morgunblaðið - 11.02.2019, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2019 ✝ Björn BlöndalKristmundsson fæddist í Reykjavík 8. desember 1937. Hann lést á hjarta- deild Landspítalans 30. janúar 2019. Móðir hans var Halldóra N. Björns- dóttir, iðnrekandi og húsmóðir, f. 10.12. 1905, d. 22.1. 1951. Faðir hans var Kristmundur Guðmundsson prentari, f. 18.2. 1903, d. 5.1. 1961. Bróðir Björns var Úlfar, f. 30.8. 1929, d. 11.10. 2001. Kona hans var Þóra Viktorsdóttir, f. 30.4. 1929. Þeirra börn eru Hall- dór, f. 13.4. 1952, og Þóra, f. 22.6. 1960. Hinn 10. desember 1957 kvæntist Björn Sigríði Jónu Kjartansdóttur, fv. skrif- stofustjóra, f. 21.3. 1939. For- eldrar hennar voru Halldóra 8.12. 1993. d) Kristín Þóra, f. 19.11. 1998. 3) Kristín, prófessor við HÍ, f. 13.8. 1974. Eiginmaður hennar er Ingvi Geir Ómarsson flugstjóri, f. 12.2. 1974. Börn þeirra eru Hjördís Birna, f. 6.6. 2000, Kristmundur Ómar, f. 23.2. 2003, og Hrafnkell Stein- arr, f. 24.9. 2009. Björn tók verzlunarpróf frá Verzlunarskóla Íslands árið 1956. Hann vann ýmis versl- unar- og skrifstofustörf og var m.a. verslunarstjóri Raftækja- verslunar Heklu. Síðar starfaði hann með bróður sínum og mág- konu í heildversluninni Sat- úrnus hf. á árunum 1972-1989. Þá hjá Prjónastofu Borgarness og síðan hjá ET. Björn var virkur í fé- lagsmálum alla tíð. Hann var í aðalstjórn Glímufélagsins Ár- manns og var sæmdur gull- merki félagsins, formaður sókn- arnefndar Áskirkju í 20 ár og var virkur félagi í Frímúrara- reglunni á Íslandi, þar sem hann gegndi ýmsum trúnaðar- störfum. Útför Björns fer fram frá Ás- kirkju í dag, 11. febrúar 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. Margrét Jónsdóttir, f. 6.8. 1909, d. 11.3. 2004, og Kjartan Þorgrímsson, f. 4.4. 1889, d. 2.1. 1971. Börn Björns og Sig- ríðar eru: 1) Kjart- an Halldór, f. 28.3. 1957, d. 10.10. 1974. 2) Halldóra Nikolína, íþrótta- fræðingur og kenn- ari, f. 12.4. 1961. Eiginmaður hennar er Birgir Þór Baldvinsson kennari, f. 15.1. 1952. Börn þeirra eru a) Kjartan Þór, f. 30.4. 1987. Sam- býliskona hans er Hrefna Gunn- arsdóttir, f. 23.5. 1983. Þeirra börn eru Áslaug Ýr Guðjónd- óttir, Elías Kári og Una Rán. b) Sigríður Þóra, f. 27.10. 1991, sambýlismaður Óli Hörður Þórðarson, f. 27.4. 1992, c) Hall- dóra Þóra, f. 1.6. 1993, sambýlis- maður Jón Kristinn Helgason, f. Björninn er fallinn. Þögn. Tím- inn stendur kyrr. Meira að segja vindurinn stöðvast og það verður logn. Þótt ég hafi reynt að und- irbúa mig fyrir þetta andartak í talsverðan tíma, þá kom það mér í opna skjöldu. Hún er ólýsanleg þessi tilfinning andartaksins, blanda af harmi og þakklæti í einni og sömu andrá. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið þennan sérstaka föður og fengið að lifa í skjóli hans, öryggi og kærleika. Hvað er að eiga pabba og missa pabba? Í barnshjartanu er hann stærsta persónan í lífinu ásamt mömmu. Pabbi var klett- urinn, sem ég gat alltaf treyst á. Hann var ávallt til staðar, athvarf fyrir litlu stelpuna, sem gat leitað til hans, þegar skuggar tilver- unnar fylltu hugann. Það var æv- inlega pláss hjá pabba, þegar sú litla tiplaði að nóttu til í myrkr- inu, lyfti sængurhorninu hans megin og skreið inn í hlýjuna. Á þeim stundum var hann öryggið í lífi stelpunnar sinnar, og æ síðar. Fjölskyldan kom sér fyrir í raðhúsi við Sæviðarsund. Þar leið æskan, og pabbi og mamma byggðu sér heimili fyrir börnin tvö og síðar þrjú. Litla fjölskyld- an varð fyrir þungu áfalli, þegar elsta barnið, einkasonurinn, lést, og þá reyndi verulega á hann pabba minn og mömmu. Það hrikti í stoðum þessa sterka manns, en smám saman vann hann sig úr sorginni og hélt ótrauður áfram. Pabbi fylgdi mér í gegnum unglingsárin, gat verið fastur fyr- ir og ákveðinn, en hjartað var stórt. Hann studdi mig í ára- langri skíðaiðkun innanlands sem utan. Útþráin greip dótturina um tvítugsaldurinn, og ég kvaddi pabba minn á flugvellinum og var þotin út í heim til að fylgja draumum mínum eftir. Faðmur hans var alltaf jafn traustur og kveðjustundin sár. Evrópa, Am- eríka og árin liðu. Fagnaðarfund- ir að koma heim, þar sem pabbi beið mín með mömmu sér við hlið. Nú tók við sambúð, og pabbi opnaði heimili sitt fyrir unga parinu. Samskiptin urðu enn nán- ari og samveran í Sæviðarsund- inu mikil. Fyrsta afabarnið leit dagsins ljós, og fyrr en varði var unga fjölskyldan flogin úr hreiðr- inu í eigin heimkynni. Barneignir og uppeldi urðu hlutskiptið næstu áratugina. Börnin fögnuðu afa, þegar hann kíkti við eða þau heimsóttu hann. Þau tengdust honum nánum böndum. Föðurmissir markar tímamót. Seinustu árin voru pabba mót- dræg, en seiglan í honum var mikil og lífsviljinn sterkur. Áföll- in urðu mörg, en alltaf reis hann upp aftur. Hann var gæddur óvenju miklum styrk til leiðar- loka. Þrátt fyrir háan aldur og þrautir sjúkdóma sinna var pabbi minn ennþá sami kletturinn í lífi mínu. Hann var sem fyrrum æv- inlega til staðar, og það var gott að geta leitað til hans. Hafði ætíð eitthvað til málanna að leggja, ráðagóður, bjartsýnn og hug- rakkur. Gleði hans var ósvikin þegar hann var heimsóttur og þakklæti við guð og menn! Ég kveð hann pabba minn með miklum trega í hjarta. Við höfum fylgst að í lygnum sjó sem öldu- róti lífsins og alltaf náð landi saman. Stundum verið ósam- stiga, en ávallt ratað leiðina heim að lokum. Ég þakka honum pabba af öllu hjarta fyrir að ganga með mér öll þessi ár og aldrei víkja frá mér. Halldóra N. Björnsdóttir (Dóra). Pabbi hélt fast í höndina á mér. Hann var bjartsýnn, endur- nýjaði áskrift sína í happdrætt- inu, um leið og hann var raunsær um það sem koma vildi. En svo kom að því að hann ákvað að hér skyldi staðar numið. Eftir löng veikindi var komið að kveðju- stund. Pabbi minn, Björn Krist- mundsson, er dáinn. Einhver hvíslaði því að mér að sorgin væri gjald kærleikans sem gerir kveðjustundina mótsagna- kennda. Svo sára að ég næ varla andanum, samt er ég svo óend- anlega þakklát fyrir það hlut- skipti að vera dóttir hans pabba. Hann var maður mótsagna, góð- hjartaður en hjartveikur. Hann lifði lífinu lifandi en hafði und- irbúið dauða sinn og útför í ára- tugi. Hann sagði oft: „ég verð aldrei gamall maður“. Það var al- veg rétt hjá honum. Þótt árin væru orðin rúmlega áttatíu var hann ungur í anda. Hann hafði gaman af því að vera innan um fólk, gat talað við alla, hafði ein- lægan áhuga á fólki og þá sér- staklega barnabörnunum og fylgdist með öllu sem þau gerðu. Hann taldi það mikla gæfu að verða afi þegar fyrsta barnabarn- ið fæddist, drengur sem fékk nafnið Kjartan. Nafn sonar hans sem lést ungur og hann saknaði svo sárt alla ævi. Það var mikill missir og sár sorg sem mótaði líf hans og gjörðir. Árin liðu og barnabörnunum fjölgaði og faðmur hans stækkaði hratt. Honum leið best þegar hann hafði allt fólkið sitt í kringum sig og alltaf var nóg pláss hjá afa. Pabbi hafði mjög skýra upp- eldisstefnu sem líkt og allt hans líf var mjög mótsagnakennd. Við skyldum standa á eigin fótum, gera hlutina sjálf en þrátt fyrir það var hann mjög hjálpsamur. „Rétt skal vera rétt,“ sagði hann þegar við systur reyndum að komast upp með ónákvæmni eða leti. Við vorum kannski ekki allt- af sammála um hvað væri rétt og þrátt fyrir að hafa mjög sterka og afgerandi sýn á lífið og hvað væri rétt og rangt þá hafði hann um- burðarlyndi gagnvart þeim leið- um sem við völdum. Það hefur tekið mig hálfa ævina að skilja hvað hann átti við með því þegar hann sagði: „það gerir þig ekkert betri að aðrir séu verri“. Hann lagði áherslu á að við værum heiðarleg, sýndum umhyggju fyrir náunganum og ættum ekki að hreykja okkur á kostnað ann- arra. Þannig var umhyggjusemi stór hluti af persónuleika hans og framkomu. Hann vildi láta gott af sér leiða og eyddi miklum tíma í sjálfboðastarf fyrir Glímufélagið Ármann, Frímúrararegluna og Áskirkju. Öll störf og verkefni sem hann tók sér fyrir hendur voru honum mikilvæg og unnin af metnaði og kærleika. Þessir eig- inleikar hans komu skýrt fram síðustu dagana sem hann lifði. Í rúm sextíu ár sló hjartað fyrir mömmu og hann reyndi að skipu- leggja framtíð hennar án sín. Hann tók það loforð af okkur systrum að við myndum annast hana, elska og ávallt sjá til þess að ísskápurinn hennar væri fullur af mat. Þegar heilsan brást sýndi hann okkur hvernig lifa skyldi líf- inu lifandi þrátt fyrir minnkandi þrek og er ég þakklát fyrir allar samverustundirnar og góðu ráð- in. Það væri ekki í hans anda að dvelja of lengi við dauða hans og heiðrum við því minningu pabba með því að njóta lífsins og sam- veru hvert annars. Kristín Björnsdóttir. Bjössi var eldhugi. Í honum blundaði ólga, sem braust fram í hegðun hans og hátterni og hafði sterk áhrif á umhverfið. Hann kom ávallt til dyranna eins og hann var klæddur, hreinn og beinn. Bjössi var lítið gefinn fyrir gráa tóna í litrófi lífsins. Þeir urðu að vera eins og hann sjálfur; bjartir og hreinir. Í orðaforða hans var ekki til „kannski“; „já“ eða „nei“ það var hann, þannig svör gaf hann og vildi fá. Bjössi tengdapabbi var maður andstæðna. Fylginn sér og mætti ekki til leiks til þess að sýnast í sparifötunum. Útlitið var hans innri maður. Hann átti ekki til feluliti. Undirferli eða undir- lægjuháttur var fjarri hans skap- gerð. Bjössi var stór í sniðum, lá ekki á liði sínu til þess að ná settu marki, kröftugur, stefnufastur og vissi hvað hann vildi. Hann var hörkuduglegur félagsmaður, fyrst í kringum íþróttaiðkun eig- inkonunnar, síðar í Frímúrara- reglunni. Þó var bygging Ás- kirkju e.t.v. hans stærsta áskorun. Hann lagði sálu sína í þá framkvæmd, þegar hann gerðist sóknarnefndarformaður kirkj- unnar, sótti prest utan af landi, sem honum þótti hæfa henni! Safnaði fjármunum af mikilli elju í útveggi sem innviði, og í holtinu dafnaði kirkjan. Við vitum það, fjölskyldan hans, að hann lagði ómælda krafta sína til hennar og virkjaði vini sína og vandamenn til starfa árum saman fyrir hana. Allt gert og gefið án endurgjalds. Mörg sporin hans voru eftir kirkjugólfinu, og að eigin ósk verða þau seinustu gengin á út- farardegi, þegar hann verður borinn út hinsta sinn. Þótt Björninn, eins og við í fjölskyldunni nefndum hann gjarnan með greini, væri vakinn og sofinn við hugðarefni sín innan íþróttahreyfingarinnar, Frímúr- arareglunnar og kirkjunnar, þá var hann mikill fjölskyldumaður. Hann var höfðingi í lund og hátt- erni, sló upp veislum við ýmis til- efni og var aldrei glaðari en um- kringdur fjölskyldu sinni og vinum. Björninn fylgdist með barnabörnunum vaxa úr grasi, og þau urðu vinir hans og félagar. Ekkert þessa heims né annars var honum óviðkomandi. Hann var snöggur upp á lagið, orðhepp- inn og fáa þekki ég, sem voru eins fljótir og hann að greina kjarn- ann frá hisminu! Innantómt orða- gjálfur var ekki hans stíll. Á efri árum mildaðist mjög hans lund. Þakklæti til lífsins og skapara þess var honum ofarlega í huga. Hann fagnaði hverri stund með ættingjum og vinum. Lífsvilji hans reyndist sterkur eins og skapgerðin. Aftur og aft- ur reis hann upp eftir áföll og barðist við fylgifiska slysfara og sjúkdóma. Að leiðarlokum þakka ég Bjössa samfylgdina. Í honum fann ég einstaklega litríka mann- eskju, góðhjartaða og eftirminni- lega. Sporin, sem hann skilur eft- ir sig, eru skýr og greinileg eins og hann var sjálfur. Hann vann stöðugt á í samskiptum okkar og virðing mín og væntumþykja jókst með árunum. Það verður erfitt að horfa á auðan stólinn hans heima í stofu. Þar er enginn Bjössi lengur, broshýr og fagn- andi. Birgir Þór. Elsku afi. Það er erfitt að kveðja og þín verður sárt saknað, en við hugg- um okkur við að eiga dýrmætar minningar sem munu fylgja okk- ur um ókomna tíð. Það var alltaf jafn gaman að koma í heimsókn til ykkar ömmu. Við minnumst með bros á vör allra góðu stundanna úr Sævið- arsundinu, þaðan sem margar af okkar bestu æskuminningum eru. Þið amma gerðuð grín að því alla tíð hvað við skemmtum okk- ur vel við leik í skóskápnum, og gátum við endalaust leikið okkur með tennisboltana og klifrað í trjánum. Oft voru voru þar mikil veisluhöld, og var hápunkturinn grillveislurnar hjá raðhúsalengj- unni þar sem við vorum fasta- gestir á hverju sumri. Það sem stóð upp úr var útbreiddur faðm- ur þinn, þar sem við áttum alltaf athvarf. Maður var alltaf öruggur í fanginu á afa Bjössa. Ánægjustundirnar voru einnig margar í Klapparhlíðinni hin síð- ari ár, stundir sem ylja okkur nú um hjartarætur. Þú varst alltaf jafn ánægður að fá okkur í heim- sókn og það gladdi þig svo mikið. Við systur uxum úr grasi og árin liðu hjá en alltaf var faðmurinn þinn jafn notalegur. Þú sýndir okkur alltaf jafn mikinn áhuga, spurðir okkur fregna og fylgdist með því sem við tókum okkur fyrir hendur. Frá því að við vorum litlar hvatt- irðu okkur alltaf áfram, sama hvort það var í náminu eða á fót- boltavellinum og fundum við æv- inlega hversu stoltur þú varst af okkur. Nú ertu farinn og við kveðjum þig með trega. Söknuðurinn er sár en við minnumst þín með virðingu og þakklæti. Faðmurinn þinn hlýi mun alltaf fylgja okkur og minningin um þig lýsa leið okkar inn í framtíðina. Takk fyrir allt. Sigríður (Sigga), Halldóra (Dóra) og Kristín. Leiddu mig heim í himin þinn hjartkæri elsku Jesús minn. Láttu mig engla ljóssins sjá er líf mitt hverfur jörðu frá. (Rósa B. Blöndals.) Í dag kveð ég afa Bjössa sem var minn helsti stuðningsmaður. Afi hafði áhuga á öllu því sem ég tók mér fyrir hendur og óbilandi trú á mér. Þegar ég var að fara að keppa eða spila á tónleikum sagði hann alltaf við mig: „Nú skaltu koma öllum á óvart – nema mér.“ Ég sakna afa mikið og er þakk- lát fyrir að hann hafi alltaf haft tíma fyrir mig. Oft sat hann hjá mér þegar ég æfði mig á fiðluna og hlustaði meira að segja á mig æfa tónstiga og misskemmtilegar æfingar. Við fórum líka á marga tónleika saman og alltaf reyndi hann að panta sér vínarsnitsel fyrir vínartónleikana. Aldrei var boðið upp á hann og alltaf varð afi jafn hissa. Samverustundir okkar voru margar og við gerðum margt saman. Hann fór með mig í sunnudagaskólann, í ferðalög, í sumarbústað, á Pylsuvagninn en toppurinn á tilverunni var þegar hann eldaði handa mér pylsur og kartöflur á pönnu. Amma og afi pössuðu mig mikið þegar ég var yngri og átti ég heima í kjallaran- um hjá þeim fyrstu árin mín. Ég á góðar minningar frá Sheffield þar sem við bjuggum og amma og afi komu út til að vera au pair hjá okkur. Allar þessar minningar og miklu fleiri hugga mig í sorginni. Ég sakna afa míns mjög en er þakklát fyrir öll góðu ráðin og samverustundirnar. Hjördís Birna Ingvadóttir. Afi, mér þykir það mjög leið- inlegt að hafa ekki komist heim til Íslands í tæka tíð til þess að kveðja þig. Þó held ég að ég hafi verið nákvæmlega þar sem þú vildir hafa mig; að takast á við stærri og erfiðari verkefni en áð- ur. Ég mun sakna þess að geta ekki leitað til þín, þegar mig vant- ar að láta stappa í mig stálinu. Enginn var jafn fær í því eins og þú. Vegna þín var uppgjöf aldrei möguleiki hjá mér andspænis verkefnum lífsins. Ef ég fann fyrir minnsta efa um eigin getu, þá dugði að leita til þín og mér óx aftur ásmegin. Ég verð þér þakklátur fyrir stuðn- inginn alla mína ævi. Það var ómetanlegt fyrir mig sem strák- ur að geta alltaf treyst á að þú stæðir við bakið á mér. Skipti þá ekki máli í hvaða heimskulegu að- stæður ég hafði komið mér í; þú lést mig aldrei finna að ég hefði valdið þér vonbrigðum. Þú hefur verið mér fyrirmynd á svo mörg- um sviðum en markmið mitt er að verða mínum börnum og vonandi seinna barnabörnum jafn mikill klettur og þú varst mér. Ég á eftir að sakna þess mest að geta ekki varið meiri tíma með þér. Það var aldrei dauð stund, þegar við tveir vorum saman. Á síðustu árum var mér alltaf jafn mikið tilhlökkunarefni að komast heim til Íslands, snæða með þér nautasteik, drekka með þér viskí og ræða við þig um mikilvæg mál- efni. Minningarnar um þig eru ljúf- ar. Það hefur verið erfitt að vera svo langt fjarri þér og fjölskyld- unni í veikindum þínum. Nú, þeg- ar þú ert allur, finn ég fyrir sár- um söknuði og tómleikakennd. Heimkoma til Íslands verður aldrei aftur söm. Kjartan Þór. Með auknum aldri og þroska áttar maður sig betur á samhengi hlutanna og sér t.d. hvernig sum lítil atriði hafa haft ótrúlega mót- andi áhrif á mann. Hér kemur lít- il saga af 16 ára unglingi sem haldinn var mikilli bíladellu. Þeg- ar foreldrar unglingsins voru búnir að koma sér vel fyrir fyrir framan sjónvarpið föstudags- kvöld eitt árið 1973, til að horfa á Simon Templar í hlutverki Dýr- lingsins, þá var unglingurinn með hugann við annað. Um leið og hann kvaddi foreldra sína læddist hann í bíllyklana að nýkeyptri Ford Falcon-bifreið fjölskyld- unnar. Hann setti bílinn í hlut- lausan gír og ýti honum úr heim- keyrslunni þannig að sem minnst hljóð heyrðist þegar hann ræsti vélina. Áður en Dýrlingurinn var á enda var hringt frá slysavarð- stofu Borgarspítalans og tilkynnt að sonurinn, ásamt tveimur vin- um hans, lægi þar slasaður eftir bílslys. Sem faðir þriggja drengja get ég rétt ímyndað mér hvernig foreldrunum leið á þeirri stundu. Unglingnum var fenginn tilsjón- armaður af yfirvöldum sem gæta átti þess að hann myndi ekki feta afbrotastíginn frekar. Það jók á sektarkenndina og samviskubitið Björn Blöndal Kristmundsson Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BENNY ALBERT JENSEN, kjötiðnaðarmeistari, lést á öldrunarheimilinu Lögmannshlíð sunnudaginn 3. febrúar. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 13. febrúar klukkan 13.30. Jónína Guðjónsdóttir Albert Jensen Britta Jensen Erik Jensen Ingibjörg Stella Bjarnadóttir Rigmor Jensen Friðþór Harðarson barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, langamma, systir og mágkona, GUÐRÚN EGILSDÓTTIR, áður til heimilis á Grenimel 49, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund að morgni þriðjudagsins 5. febrúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 18. febrúar klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktar- og líknarsjóð Oddfellowa. Kristín Ágústa Björnsdóttir Viðar F. Welding Estiva Birna Björnsdóttir Baldur Þ. Harðarson ömmu og langömmubörn Sigurður Egilsson Guðbjörg Valdimarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.