Morgunblaðið - 11.02.2019, Síða 32
Hin margverðlaunuða litháíska tón-
listarkona Jurga kemur fram á tón-
leikum í Hallgrímskirkju í kvöld kl.
20. Með henni leikur Diana Enciede
á Klais-orgel kirkjunnar og flytja
þær verk eftir eftir J.S. Bach, Vi-
valdi, Händel og Mozart, auk laga
eftir Jurga sjálfa. Með tónleikunum
vilja listakonurnar sýna Íslend-
ingum þakklæti fyrir að hafa verið
fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði
Litháens í febrúar 1991.
Kunn litháísk söng-
kona í Hallgrímskirkju
MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 42. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
Gróttumenn eru ekki af baki dottnir
í Olís-deild karla í handknattleik.
Þeir unnu í gær leik í fyrsta sinn
síðan í október er þeir tóku á móti
KA og lyftu sér þar með úr botn-
sæti deildarinnar. Fram tapaði fyrir
Haukum og rekur lestina. FH komst
upp í þriðja sæti með sigri á Stjörn-
unni og Afturelding vann Akureyri
með átta marka mun, 30:22. »4
Gróttumenn eru
ekki af baki dottnir
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Guðni Bergsson verður formaður
KSÍ næsta kjörtímabil. Þetta varð
ljóst eftir yfirburðasigur hans á
Geir Þorsteinssyni í formannsslag
þeirra á 73. ársþingi KSÍ sem fór
fram á Hilton Reykjavík Nordica á
laugardaginn. Fulltrúar félaganna
innan KSÍ kusu og fékk
Guðni 119 af 147 at-
kvæðum en Geir
fékk aðeins 26 at-
kvæði. „Ég er fullur
auðmýktar, ánægju
og stolts yfir að fá
umboðið til næstu
tveggja ára,“
sagði Guðni
m.a. eftir að
hann hafði
verið endur-
kjörinn. »6
Guðni kjöldró Geir í
formannskjörinu
TRATTO model 2811
L 207 cm Leður ct. 10 Verð 399.000,-
L 145 cm Leður ct. 10 Verð 319.000,-
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
SAVOY model V458
L 223 cm Áklæði ct. 70 Verð 310.000,-
L 223 cm Leður ct. 10 Verð 435.000,-
ESTRO model 3042
L 164 cm Áklæði ct. 70 Verð 229.000,-
L 198 cm Áklæði ct. 70 Verð 249.000,-
RELEVE model 2572
L 250 cm Áklæði ct. 70 Verð 315.000,-
L 250 cm Leður ct. 15 Verð 459.000,-
MENTORE model 3052
L 162 cm Áklæði ct. 83 Verð 335.000,-
L 201 cm Áklæði ct. 83 Verð 365.000,-
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Þorrablótið á laugardaginn var al-
gjört æði og stóð yfir í sólarhring hjá
þeim sem búa utan miðbæjar Krist-
ianstad og þurftu að gista í bænum,“
segir Kristín Jóna
Guðjónsdóttir,
formaður Íslend-
ingafélagsins í
Suður-Noregi.
Kristín Jóna
tók við for-
mennsku í félag-
inu á síðasta aðal-
fundi en hafði
áður setið í stjórn
þess. Hún hefur
búið í sjö ár í Noregi ásamt eigin-
manni og dóttur.
Félagssvæði Íslendingafélagsins í
Suður-Noregi er Austur- og Vestur-
Agderfylki. Nokkrir Íslendingar bú-
settir í Osló og Stavanger, sem ekki
tilheyra félagssvæðinu, lögðu land
undir fót til þess að mæta á blótið. Að
því er Kristín Jóna veit best eru þrjú
önnur virk Íslendingafélög í Noregi;
í Osló, Stavanger og Bergen, en
þorrablót eru einnig haldin í Stav-
anger og Osló.
„Við erum eina Íslendingafélagið
sem ekki er með félagaskrá eða fé-
lagsgjöld. Það má segja að við rekum
félagið með ágóða af þorrablótinu og
nýtum hann til þess að halda 17. júní-
skemmtun, jólaball, fjölskyldu-
skemmtun, gönguferðir og aðalfund.
Við erum orðin norsk að því leyti að
við tökum með okkur nesti þegar við
hittumst nema á 17. júní og þorra-
blótinu og eigum erfiðara með að
mæta á 17. júní-hátíðahöld ef það
rignir,“ segir Kristín Jóna hlæjandi.
Hún telur að 30 til 70 manns taki alla
jafna þátt í viðburðum Íslendinga-
félagsins í Suður-Noregi. 71 mætti á
þorrablótið en undirbúningur var í
höndum stjórnarinnar sem sá um að
sjóða hangikjötið og búa til rófu-
stöppu, kartöflumús og uppstúf.
„Við fengum matinn frá Kjarna-
fæði og það var sérstaklega talað um
hversu góður hann var. Húsið var
opnað sjö og borðhaldið hófst hálf-
átta. Það áttu margir mjög erfitt með
að bíða því löngunin í hákarl og súr-
mat var nánast óbærileg,“ segir
Kristín og bætir við að dúettinn Igló,
með varaformanni Íslendingafélags-
ins, Kollu Kvaran, og eiginmanni
hennar, Tómasi Þráinssyni, hafi
skemmt gestum og þegar kom að
fjöldasöng hafi Kristín ásamt eigin-
manni sínum, Þráni Óskarssyni,
bæst í hópinn.
„Það má segja að stjórnin sé allt í
öllu hvað viðkemur þorrablótinu en
við fengum líka til liðs við okkur
diskótekarann Skjöld Eyfjörð, sem
rekur skemmtanafyrirtæki í Stav-
anger. Hann var frábær í veislu-
stjórn og kom okkur skemmtilega á
óvart sem flottur söngvari. Diskótek-
ið var líka í hans höndum og mikið
stuð. Þá má ekki gleyma happdrætt-
inu eða „lodd“ eins og sagt er í Nor-
egi þar sem margir góðir vinningar
voru í boði, þar á meðal tveir miðar á
næsta þorrablót,“ segir Kristín. Hún
veit ekki hversu margir Íslendingar
búa á svæðinu því erfitt er að ná sam-
bandi við þá sem fluttu út fyrir tíma
samfélagsmiðla. Kristín segir sam-
félagsmiðlana færa Ísland nær Nor-
egi.
Ljósmynd/ Íslendingafélagið í Suður-Noregi
Íslenskt Íslendingar búsettir í Suður-Noregi skemmtu sér vel á þorrablóti í Kristianstad þar sem súrmatur, hákarl
og hangikjöt með tilheyrandi meðlæti rann ljúflega niður. Veislustjórinn Skjöldur Eyfjörð hélt uppi stuðinu.
Löngunin í súrmat og há-
karl var nánast óbærileg
Stuð á þorrablóti Íslendingafélagsins í Suður-Noregi
Kristín Jóna
Guðjónsdóttir