Morgunblaðið - 20.02.2019, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 0. F E B R Ú A R 2 0 1 9
Stofnað 1913 43. tölublað 107. árgangur
FALSAÐAR FRÉTT-
IR VÖKTU MIKLA
SKELFINGU SKAPANDI MENN
MIKILVÆGT AÐ
KOMA HEIM OG
FLYTJA ÞESSI VERK
TVÍEYKIÐ CLUBDUB 33 SÆUNN ÞORSTEINSDÓTTIR 30HEIMIR SINDRASON 12
A
ct
av
is
9
11
01
3
91
10
13
Omeprazol
Actavis
20 mg, 14 og 28 stk.
Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til
skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis
(t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu
lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á
fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á
umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á
frekari upplýsingum um áhættu og auka-
verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á
www.serlyfjaskra.is
Hluti hóps sem unnið hefur að því
að sauma Njálurefilinn á Hvolsvelli
fer í pílagrímsferð til Bayeux í
Frakklandi til að skoða hinn þekkta
Bayeux-refil sem er 70 metra lang-
ur. Með hópnum í för verða makar
og tveir fulltúrar frá Rangárþingi
eystra.
Njálurefillinn, sem geymdur er í
Sögusetrinu á Hvolsvelli er nú 75,7
metra langur en fullkláraður verð-
ur hann 90 metrar. Að sögn Gunn-
hildar Eddu Kristjánsdóttur verk-
efnastjóra hefur hópurinn ekki
örugga vissu um að til sé lengri ref-
ill og meðan svo sé telji hópurinn
hann lengsta refil í heimi. Í refilinn
er söguþráður Njálu saumaður og
m.a. er nú verið að sauma brennuna
á Bergþórshvoli. Vonast er til þess
að refillinn verði fullkláraður 2.2.
2020, en þá verða sjö ár frá því að
byrjað var á honum. » 6
List Hluti af Njálureflinum sem nú er verið
að sauma í Sögusetrinu á Hvolsvelli.
Útsaumsfólk í píla-
grímsferð til Bayeux
„Tvö parhús hafa risið í Vík í
Mýrdal á vegum sveitarfélagsins
með stofnframlagi frá Íbúðalána-
sjóði. Þau eru með fyrstu húsum
sem voru byggð með slíkum stofn-
framlögum. Við höfum ekki heyrt
annað en að húsin í Vík hafi tekist
vel og verið innan kostnaðarramma
Íbúðalánasjóðs,“ segir Dennis Jó-
hannesson, annar eigenda ARKHD
arkitektastofunnar, við blaðið.
Hafa íslenskir arkitektar nú
hannað einingahús sem þeir segja
samkeppnishæf við innflutt ein-
ingahús og er afkastageta íslenskra
framleiðenda ekki vandamál. »10
Samkeppnishæf
íslensk einingahús
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Helga Björk Eiríksdóttir, formaður
bankaráðs Landsbanka Íslands,
segir að ætla megi að umsækjendur
um stöðu bankastjóra LÍ hafi horft
til launa í öðrum stórfyrirtækjum.
„Þegar við auglýstum eftir nýjum
bankastjóra voru launin á sama
tíma færð frá kjararáði til banka-
ráðs. Þannig að við þurftum að fara
í faglega skoðun á málinu. Við sáum
að það væri ekki hægt að bjóða nýj-
um bankastjóra að vera á launum
sem væru hvergi nálægt því að vera
samkeppnishæf. Svo voru umsækj-
endur vafalítið að líta til starfs-
kjarastefnu okkar, auk þess að líta
til launa bankastjóra hinna bank-
anna,“ segir Helga Björk.
Eðlileg laun frá 3,5 milljónum
Hún segir bankann hafa leitað til
þriggja ráðgjafarfyrirtækja varð-
andi launakjör bankastjóra. Þeirra
niðurstaða hafi verið að eðlilegt
væri að launin væru 3,5-4,9 millj-
ónir á mánuði. Til samanburðar
hafi bankastjórinn verið með um
2,1 milljón á mánuði áður en banka-
ráðið hækkaði launin. »6
Væntingar um hærri laun
Morgunblaðið/Eggert
Í Austurstræti LÍ hækkar laun.
Umsækjendur um stöðu bankastjóra LÍ sagðir hafa horft
til markaðslauna Ráðgjafar nefndu 3,5-4,9 milljónir í laun
„Það var þungt hljóð í fólki á samninganefndafundi
ASÍ [í gær]. Það voru allir sammála um að þetta
voru vonbrigði og nú bara metur hver hópur fyrir
sig framhaldið,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðu-
sambands Íslands, í samtali við Morgunblaðið og
vísar í máli sínu til skattabreytingartillagna stjórn-
valda sem kynntar voru í gær.
Drífa segir verkalýðsfélögin hafa átt von á enn
frekari skattalækkun fyrir þá tekjulægstu. „Þetta
er bakslag,“ segir hún um útspil stjórnvalda.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir tillögurnar
raunsæislegar og í takt við yfirlýsingar stjórnvalda.
Verkalýðsfélögin funda með SA á morgun þar
sem tekin verður ákvörðun um framhaldið.
„Sama hver framvindan verður þá þurfum við að
halda áfram að tala saman. Báðir aðilar þurfa að slá
af sínum væntingum. Við þurfum að ná kjarasamn-
ingi. Það verkefni fer ekki frá okkur jafnvel þótt
viðræðum verði slitið. Verkföll valda miklu fjár-
hagslegu tjóni. Leiftursókn gegn lífskjörum al-
mennings hugnast engum,“ segir Halldór.
Morgunblaðið/Hari
Kjarasamningar Samninganefndir verkalýðsfélaganna koma saman til fundar í dag. Þá munu félögin hitta sitt bakland og taka ákvörðun um framhaldið.
Félögin meta framhaldið
Forseti Alþýðusambands Íslands segir útspil stjórnvalda vera bakslag
MSkattbyrði minnkar en ekki nóg »2