Morgunblaðið - 20.02.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2019
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Steinsmiðja S. Helgasonar vinnur nú hörðum höndum að því
að saga gömlu hafnargarðana sem grafnir voru upp við
Reykjavíkurhöfn. Verða minjarnar varðveittar í bílakjallara
Hafnartorgs sem reist hefur verið á svæðinu. Þetta var niður-
arnar fjarlægðar og teknar í sundur. Verða þær sýnilegar í
bílakjallaranum og ennfremur frá göngugötunni í gegnum
gler. Þeim verður komið fyrir aftur undir eftirliti Minjastofn-
unar og fornleifafræðings. mhj@mbl.is
staða viðræðna á milli Minjastofnunar og Landstólpa þróun-
arfélags á sínum tíma. Annar hafnargarðurinn er frá því fyrir
aldamótin 1900 og er því sjálfkrafa friðaður en hinn, sem er
frá 1928, var skyndifriðaður. Við framkvæmdirnar voru minj-
Fornminjum komið fyrir í bílakjallara Hafnartorgs
Gömlu hafnargarðar Reykjavíkur sagaðir niður
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Forystufólk Eflingar, VR, Verka-
lýðsfélags Grindavíkur og Verka-
lýðsfélags Akraness lýsti allt yfir
vonbrigðum með skattabreytingar-
tillögur stjórnvalda sem kynntar
voru í gær. Verkalýðsfélögin fund-
uðu með stjórnvöldum í hádeginu
þar sem kynntar voru fyrirhug-
aðar aðgerðir stjórnvalda, m.a. í
skatta- og húsnæðismálum. Vonast
var eftir því að skattabreytingar-
tillögurnar myndu liðka fyrir
kjarasamningsviðræðum. Þá munu
verkalýðsfélögin funda með Sam-
tökum atvinnulífsins á morgun og
verður þar tekin ákvörðun um
framhald viðræðnanna.
Samkvæmt þeim tillögum sem
kynntar voru í gær lækkar skatt-
byrði lágtekjufólks um 2 prósentu-
stig. Bætt verður við nýju neðsta
skattþrepi sem mun vera 32,94%.
Einstaklingur með 325 þúsund
krónur í tekjur mun eftir breyt-
inguna hafa 17,85% skattbyrði í
stað 20,1% og mun því greiða um
81 þúsund krónum minna í skatt á
ári. Þá verða skattleysismörk tæp-
lega 160 þúsund kr. Samkvæmt út-
reikningum fjármálaráðuneytisins
er gert ráð fyrir að tekjuáhrif
skattkerfisbreytinganna nemi um
14,7 milljörðum kr.
Vilja enn sjá hátekjuskatt
„Eftir því sem við kynnum okk-
ur þessar tillögurnar betur verða
vonbrigðin meiri. Það er sennilega
verið að taka tengingu persónu-
afsláttar við vísitöluna úr sam-
bandi í nokkur ár. Þannig að hún
mun ekki fylgja verðlaginu,“ segir
Drífa Snædal, forseti Alþýðusam-
bands Íslands. Hún segist hafa átt
von á meiri lækkun til tekjulægstu
hópanna og einnig að komið yrði á
fót hátekjuskatti.
„Þetta eru skattalækkanir upp
allan stigann. Það hefur enginn
verið að biðja um það. Þannig að
ríkið er þarna að afsala sér mögu-
leikanum á að dreifa byrðunum og
nýta skattkerfið sem jöfnunartæki.
Það er náttúrlega það sem við höf-
um lagt mikla áherslu á – að gera
mest fyrir þann hóp sem er að
berjast við að ná endum saman.
Síðan lögðum við til fjögurra þrepa
skattkerfi þannig að það kæmi til
hátekjuskattur. Því við viljum ekki
höggva í velferðarkerfið líka held-
ur viljum við dreifa skattbyrðinni
með sanngjarnari hætti.“
Hún telur einnig nauðsynlegt að
fjármagnstekjuskattur verði
hækkaður. „Þannig að þeir sem
taka launin sín eða tekjur út úr
eignarhaldsfélögum greiði sann-
gjarnan skerf. Þannig að fólk geti
ekki valið sig frá tekjuskattsþrep-
unum.“
Spurð hvort verkalýðshreyfingin
sé að fara út fyrir sitt hlutverk
með því að berjast fyrir hærri
sköttum á aðra hópa og hvernig
það tengist kaupum og kjörum
þeirra félagsmanna, segir Drífa
það lið í að dreifa byrðinni.
„Það tengist því þannig að við
viljum skattalækkanir til ákveðins
hóps án þess að þurfa að skerða
velferðarkerfið. Þannig að við
þurfum að sækja þetta einhvers
staðar frá. Við viljum dreifa byrð-
unum með sanngjarnari hætti.“
„Þetta er bakslag“
Drífa segir að aðildarfélög ASÍ
muni ræða við sínar samninga-
nefndir í dag en það hafi verið
þungt hljóð í fólki á samninga-
nefndarfundi ASÍ í gær.
„Það voru allir sammála um að
þetta voru vonbrigði og nú bara
metur hver hópur fyrir sig fram-
haldið. Ég var að vonast til þess að
það kæmi útspil [í gær] sem gerði
það að verkum að við segðum: „ok
þetta er gott innlegg nú setjum við
allt trukkið í að leysa þessa kjara-
samninga“. Þetta innlegg var þó
ekki til þess. Þetta er bakslag.“
Ragnar Þór Ingólfsson, formað-
ur VR, segir vonbrigðin með til-
lögur stjórnvalda snúa fyrst og
fremst að verðtryggingunni og síð-
an skattabreytingunum.
„Þetta er bara svo langt, langt
frá því sem er búið að taka af okk-
ar hópum. Í kaupmáttarkrónum í
gegnum skattkerfið, tekjutenging-
ar bóta og svoleiðis. Þetta nær
ekki einu sinni að skila því til baka
sem búið er að taka síðustu árin.“
Hann segir næstu skref vera að
boða til samninganefndarfundar í
dag og að síðan verði fundað með
trúnaðarráði. „Við kynnum bara
stöðuna fyrir okkar baklandi og
tökum ákvörðun út frá því.“
Krónutölupphæðin of lág
Vilhjálmur Birgisson, formaður
verkalýðsfélags Akraness, segir
tillögurnar langt undir væntingum.
„Þessar tillögur stjórnvalda eru
fólgnar í því að koma með skatta-
breytingar sem nema 6.750 kr. á
mánuði.“ Spurður hversu háa upp-
hæð hefði þurft til, segir hann
stjórnvöld vita það.
„Það er alveg ljóst, stjórnvöld
vita það og við erum löngu búin að
koma þeim skilaboðum til skila.
Það er allavega umtalsvert meira
en þetta. Þetta var bara langt und-
ir okkar væntingum því þessi upp-
hæð dugar vart til að mæta þeim
hefðbundnu verðlagshækkunum
sem eru um hver áramót hjá
hverju heimili.“
Hann segist meðvitaður um að
stéttarfélög geta ekki undir nein-
um kringumstæðum gert kröfu á
ríkið samkvæmt lögum, en engu að
síður var talið að þetta gæti verið
leið til að auka ráðstöfunartekjur
fólks. „Þannig gætum við gert
þetta í þríhliða samkomulagi til að
reyna að afstýra því að hinum
margfræga stöðugleika yrði ógnað.
Þá yrði það gert með þessu þrí-
hliða samkomulagi en nú er það
orðið ljóst með þessu útspili að nú
er það ekki til staðar.“
Verkefnið fer ekki neitt
„Við fyrstu sýn virðist mér þetta
vera raunsæjar tillögur sem eru í
takt við yfirlýsingar stjórnvalda
sem fjallað var m.a. um í stjórn-
arsáttmálanum. Í mínum huga
snýst þetta á endanum um dreif-
inguna á lækkun tekjuskatts og
mér virðist að þarna sé verið að
hlusta á kröfu verkalýðshreyfing-
arinnar um að þeir sem lægstar
tekjur hafa beri sem mest úr být-
um við skattkerfisbreytinguna,“
segir Halldór Benjamín Þorbergs-
son, framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins. „Sé þetta skoðað í
samhengi við breytingar á barna-
bótakerfi eru þetta verulegar ráð-
stafanir inn á flest heimili lands-
ins. Ég get ekki annað en ályktað
að fólk muni um þessar fjárhæðir
og þ.a.l. sé þetta jákvætt innlegg í
kjaraviðræðurnar.“
Hann segir það hafa legið fyrir
um langa hríð að lausn kjaradeil-
unnar myndi nást fram annars
vegar með innleggi frá atvinnurek-
endum og hins vegar með ráðstöf-
unum ríkisins í þremur þáttum,
þ.e. skattabreytingum, húsnæðis-
málum og öðrum réttindabreyting-
um. „Nú hafa öll þessi atriði komið
fram og spilin verið lögð á borðið.
Það er einfaldlega ábyrg afstaða
Samtaka atvinnulífsins að vinna úr
þessum spilum með það fyrir aug-
um að höggva á þann hnút sem
kjaradeilan er komin í.“
„Leiftursókn gegn lífskjörum
almennings hugnast engum“
Spurður hvort uppi sé raunveru-
legur ótti um að viðræðum verði
slitið og að til verkfalla komi í kjöl-
farið, segist Halldór ekki ætla að
spá fyrir um það.
„Sama hver framvindan verður
þá þurfum við að halda áfram að
tala saman. Báðir aðilar þurfa að
slá af sínum væntingum. Við þurf-
um að ná kjarasamningi. Það verk-
efni fer ekki frá okkur jafnvel þótt
viðræðum verði slitið. Verkföll
valda miklu fjárhagslegu tjóni.
Leiftursókn gegn lífskjörum al-
mennings hugnast engum.“
Skattbyrði minnkar en ekki nóg
Morgunblaðið/Hari
Alþýða Það var þungt hljóðið í fólki á samninganefndarfundi ASÍ í gær.
Skattabreytingartillögur kynntar í fjármálaráðuneytinu Skattbyrði minnkuð á lágtekjufólk
Formenn verkalýðsfélaganna segja tillögurnar vonbrigði Örlagastund í kjaraviðræðum á morgun