Morgunblaðið - 20.02.2019, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 20.02.2019, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2019 Veður víða um heim 19.2., kl. 18.00 Reykjavík 2 skýjað Hólar í Dýrafirði 1 skýjað Akureyri -7 skýjað Egilsstaðir -5 skýjað Vatnsskarðshólar 2 rigning Nuuk 1 léttskýjað Þórshöfn 4 alskýjað Ósló 4 heiðskírt Kaupmannahöfn 6 rigning Stokkhólmur 4 rigning Helsinki 2 rigning Lúxemborg 8 léttskýjað Brussel 9 alskýjað Dublin 8 rigning Glasgow 8 rigning London 9 alskýjað París 11 heiðskírt Amsterdam 8 léttskýjað Hamborg 7 skúrir Berlín 9 heiðskírt Vín 13 heiðskírt Moskva 0 heiðskírt Algarve 16 léttskýjað Madríd 2 heiðskírt Barcelona 14 léttskýjað Mallorca 16 skýjað Róm 11 skýjað Aþena 14 heiðskírt Winnipeg -21 heiðskírt Montreal -14 léttskýjað New York -2 heiðskírt Chicago -4 skýjað Orlando 24 skýjað  20. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:07 18:17 ÍSAFJÖRÐUR 9:20 18:13 SIGLUFJÖRÐUR 9:04 17:56 DJÚPIVOGUR 8:39 17:44 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á fimmtudag Sunnan 13-20 m/s, hvassast vestast á landinu. Þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Á föstudag Hægviðri og víða þurrt. Gengur í norð- læga eða breytilega átt, 8-13 suðaustantil. Lægir syðst á landinu og annars staðar þegar kemur fram á daginn. Suðlæg átt, 5-13 seinni- partinn og úrkomulítið. Hiti frá frostmarki á Norðausturlandi upp í 7 stig syðst. Kjaradeilan er komin á það stig að nú eiga félögin í Starfsgreinasam- bandinu, Landssamband íslenskra verslunarmanna og iðnaðarmanna- félögin að standa saman um að vísa kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara. Þetta segir Aðalsteinn Á. Baldurs- son, formaður Framsýnar, í samtali við Morgunblaðið. Hann hefur boðað til félagsfundar á morgun og liggur tillaga fyrir fé- lagsfundinum um að draga samn- ingsumboðið til baka frá SGS og LÍV vísi samböndin ekki kjaradeil- unni fyrir fimmtudag til sáttasemj- ara. Framsýn á einnig í kjaraviðræð- um við PCC á Bakka fyrir hönd starfsmanna í verksmiðjunni og seg- ir Aðalsteinn að einnig verði tekin fyrir tillaga um að vísa þeirri deilu til Ríkissáttasemjara. „Með því að vísa deilunni og ef ekkert gengur frekar í viðræðum félaganna við PCC gætu félögin boðað til aðgerða í mars,“ segir í pistli á vef Framsýnar í gær. „Það er ábyrgðarhluti að vísa ekki núna til sáttasemjara. Það hefur allt- af gerst að menn koma sameiginlega að þessu borði á seinni hluta við- ræðna og sá tími er kominn,“ segir hann. „Verði Starfsgreinasambandið ekki búið að vísa fyrir fundinn á fimmtudaginn, þá munum við draga samningsumboðið til baka og vísa þegar í stað. Við erum aðilar að LÍV og SGS og erum með sérkjarasamning við PCC á Bakka og það er þrýstingur frá starfsmönnum á að við göngum frá samningi. Við erum að setja á þetta aukinn þrýsting af hálfu félagsins á öllum vígstöðvum,“ segir hann. omfr@mbl.is Standi saman og vísi til sáttasemjara  Draga umboð til baka vísi SGS ekki Loftkæling Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666 og varmadælur „Þetta er rosalegur heiður, eiginlega ótrúlegt,“ segir Gísli Matthías Auðunsson, einn eigenda veitingastaðar- ins Skál! Á mánudagskvöld var tilkynnt að Skál! hefði hlotið Bib Gourmand-viðurkenningu Michelin en sú nafnbót er veitt veitingastöðum sem þykja bjóða upp á hágæðamat á góðu verði. „Þetta eru stærstu verðlaun sem við getum fengið. Okkar markmið með Skál! hefur frá upphafi verið að bjóða upp á framúrskarandi mat á eins sanngjörnu verði og við getum. Við notumst við hágæða hráefni og berum matinn fram á „kasúal“ hátt. Ég hef reynt að nýta reynsluna sem ég hef sankað að mér á öðrum veitinga- stöðum en módelið hér hefur frekar verið að bera fram fyrir marga,“ segir Gísli Matthías í samtali við Morgun- blaðið. Svo skemmtilega vill til að þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann hlýtur hina eftirsóttu Bib Gourmand- viðurkenningu. Hana hlaut hann líka árið 2017 þegar hann átti og rak veitingastaðinn Mat & drykk. Sá staður missti Bib Gourmand-nafnbótina nú þegar Michelin kynnti leiðarvísi um bestu veitingastaði ársins. Er þá ekki stefnan tekin á að næla sér í alvöru Michel- in-stjörnu? „Jú, en það er eiginlega enginn möguleiki á því á Hlemmi. Það er erfitt að uppfylla öll skilyrðin þar. Ég verð bara að setja mér það markmið með hinn veitinga- staðinn minn, Slippinn í Vestmannaeyjum.“ hdm@mbl.is Gísli verðlaunaður öðru sinni Skál! Gísli Matthías, til vinstri, ásamt meðeigendum sínum Gísla Grímssyni og Birni Steinari Jónssyni.  Skál! hlaut eftirsótta Bib Gour- mand-viðurkenningu Michelin Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Aðgengi að flestum jökulsporðum hefur breyst hratt. Það eru að myndast jökullón fyrir framan svo marga mælistaði að það getur verið erfitt að komast að jökulsporðunum til að mæla,“ sagði Hrafnhildur Hannesdóttir jöklafræðingur, sem hefur umsjón með sporðamæling- um hjá Veðurstofu Íslands. Þetta á t.d. við um jökul- sporða við sunn- anverðan Vatna- jökul og Sólheimajökul. Hrafnhildur segir misjafnt á milli ára hve margir jökul- sporðar eru mældir eftir því hvernig aðstæð- ur eru til mæl- inga hverju sinni. Aðallega er stuðst við mælingar með GPS-tækj- um en einnig er mælt með eldri að- ferðum. Nú liggja fyrir mælingar frá meira en 30 mælistöðum og er von á fleiri mælingum. Vonast er til að heildarfjöldi þeirra verði nálægt 40, að því er fram kemur í Frétta- bréfi Jöklarannsóknafélags Ís- lands. Sporðar íslenskra jökla sem mældir voru á liðnu hausti hopuðu allir nema sporður Múlajökuls. Hann gekk lítillega fram á tveimur af þremur mælistöðum. Múlajökull er skriðjökull sem gengur fram úr sunnanverðum Hofsjökli og er þekktur framhlaupsjökull. Ekki sáust óvenjulegar sprungur eða bunga á jöklinum og þykir ólíklegt að framgangurinn tengist fram- hlaupi. Hrafnhildur segir að hafa beri í huga að mælingarnar eru ekki gerðar á öllum jökuljaðrinum heldur er staða sporðsins mæld í þremur mælipunktum. Í einhverj- um tilvikum er mælt með fjarlægð- armæli yfir lón og því ákveðin óvissa í mælingunni. Dauðísfláki slitnaði frá Mikil breyting hefur orðið á landslagi við Eystri-Hagafellsjökul, sem gengur suður úr Langjökli. Dauðísfláki hefur slitnað frá jök- ulsporðinum og autt haft myndast á milli. Þess vegna telst sporðurinn hafa hopað um 700 metra á milli ára. Sólheimajökull, sem gengur fram úr Mýrdalsjökli, hafði hopað um um 134 metra en það er jafnt mesta hopi sem áður hefur mælst í 88 ára mælingasögu jökulsins. Fyrra skiptið sem hann hopaði um 134 metra var árin 2007-2008. Skeiðarárjökull austanverður hopaði yfir 200 metra 2017-2018 á tveimur af þremur mælistöðum. Kaldalónsjökul, sem er skriðjök- ull úr Drangajökli og liggur niður í Kaldalón í Ísafjarðardjúpi, heldur áfram að hopa og hopaði um 182 metra 2017-2018.Aðrir mældir jökl- ar hopuðu minna en þeir sem hér eru nefndir. Sporðamælingarnar á íslensku jöklunum hafa vakið talsverða at- hygli erlendis og hefur víða verið fjallað um þær, m.a. í bandarísku veftímariti um vísindi og umhverf- ismál. Hrafnhildur sagði marga vilja fá fréttir af mælingunum. „Al- mennt er vitund fólks að vakna um loftslagsbreytingar og hvernig þær birtast. Jöklarnir eru næmir fyrir loftslagsbreytingum og breyting- arnar eru mjög sýnilegar, ólíkt t.d. súrnun hafsins sem ekki er auðvelt að sjá,“ sagði Hrafnhildur. Sporðar íslensku jöklanna hopa  Allir mældir jökulsporðar hopuðu í fyrra, nema sporður Múlajökuls  Jökullón eru farin að gera sporðamælingar erfiðari en áður  Sporðamælingar á Íslandi hafa vakið talsverða athygli erlendis Ljósmynd/Einar Ragnar Sigurðsson Eystri-Hagafellsjökull Bakvið Harald Gunnarsson jarðfræðing má sjá dauðísinn sem slitnaði frá jökulsporðinum. Jökulsporðurinn taldist því hafa hopað um eina 700 metra frá haustinu 2017 til síðasta hausts. Hrafnhildur Hannesdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.