Morgunblaðið - 20.02.2019, Síða 10
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Íslenskir arkitektar hafa hannað
einingahús sem þeir segja sam-
keppnishæf við innflutt einingahús.
Þá sé afkastageta íslenskra fram-
leiðenda ekki vandamál.
Um er að ræða einingahús sem
ARKHD arkitektar hafa hannað
fyrir Límtré Vírnet. Húsin fengu á
sínum tíma styrk og viðurkenningu
frá Hönnunarsjóði Íslands.
Hjónin Dennis Jóhannesson og
Hjördís Sigurgísladóttir eiga
ARKHD arkitektastofuna.
Þau hófu hönnun húsanna vegna
umræðu um skort á hagkvæmu hús-
næði á landsbyggðinni. Lögðu þau
áherslu á að framleiðslan færi fram
hér á landi. Þá skyldu húsin flutt í
einingum og reist á skömmum tíma.
Húsin eru úr steinullareiningum
og límtrésgrindum og klædd að ut-
an með bárujárni.
Dennis segir aðspurður að fer-
metraverðið í slíkum íbúðum sé um
270 þúsund. Íbúðirnar séu þriggja
herbergja og um 85 fermetrar. Þær
geti verið einbýlis-, par- eða raðhús.
Kostnaðurinn við slíka íbúð er því
um 22,95 milljónir. Við það bætist
lóðarverð og gatnagerðargjöld.
Íbúðirnar afhendast fullbúnar
með baðherbergi og eldhúsi.
Innan kostnaðarramma
„Tvö parhús hafa risið í Vík í
Mýrdal á vegum sveitarfélagsins
með stofnframlagi frá Íbúðalána-
sjóði. Þau eru með fyrstu húsum
sem voru byggð með slíkum stofn-
framlögum. Við höfum ekki heyrt
annað en að húsin í Vík hafi tekist
vel og verið innan kostnaðarramma
Íbúðalánasjóðs,“ segir Dennis.
„Húsin eru innlend hönnun, hug-
vit og framleiðsla og eru hönnuð
fyrir íslenskar aðstæður með sjálf-
bærni að leiðarljósi. Sem slík falla
húsin vel að áherslum ríkisstjórnar-
innar á sjálfbærni. Íslensk stjórn-
völd hafa innleitt markmið Samein-
uðu þjóðanna um sjálfbærni en við
notuðum þau markmið sem vegvísi.
Hluti af sjálfbærni er að fram-
leiða hlutina á staðnum. Valin voru
vistvæn efni eins og kostur er;
límtré frá Flúðum í burðargrindur
og steinull frá Sauðárkróki í eining-
arnar en hvort tveggja er talið vist-
vænt efni. Húsin eru klædd að utan
með bárujárni frá Borgarnesi, eða
áli og tréklæðningu. Allt er þetta ís-
lensk framleiðsla.
Hvaða laghentur smiður getur
reist þessi hús hvar sem er á land-
inu, efnin eru létt og auðveld í flutn-
ingum. Þau henta því litlum verk-
tökum á staðnum,“ segir Dennis.
„Við höfum einnig hannað fimm
tveggja hæða fjölbýlishús, með 5-6
íbúðum hvert, á Höfn í Hornafirði
fyrir sveitarfélagið. Tvö hafa þegar
risið. Þau voru líka byggð með
stofnframlögum frá Íbúðalánasjóði
og steypt á staðnum, enda hentaði
sú tækni verktakanum þar. Við telj-
um rétt að nota efni og tækni sem
henta hverjum stað.
Þannig helst vinnan og þekkingin
á staðnum og í því felst stuðningur
við byggðirnar og sjálfbærni þeirra.
Við erum að sjálfsögðu opin fyrir
því að nota önnur efni, á borð við
krosslímdar timbureiningar, en þær
hafa mikinn styrk og henta í hærri
byggingar, jafnvel háhýsi. Vonandi
verða þær framleiddar hérlendis á
næstunni,“ segir Dennis.
Takmarkaður áhugi hjá Bjargi
Hann kveðst aðspurður hafa
fundað með Birni Traustasyni,
framkvæmdastjóra Bjargs – leigu-
félags, um íslensku húsin en Björn
hefði sýnt þeim takmarkaðan
áhuga.
Bjarg var stofnað af ASÍ og
BSRB. Íbúðirnar eru ætlaðar tekju-
lágum. Þurfa umsækjendur þannig
að uppfylla tiltekin skilyrði sem til-
greind eru á vefsíðu Bjargs.
Haft var eftir Birni í Morgun-
blaðinu í síðustu viku að horft hefði
verið til framleiðslugetu og afhend-
ingartíma BYKO Lat í Lettlandi
þegar ákveðið var að semja við
fyrirtækið um byggingu 34 íbúða á
Akranesi. Verða fyrstu íbúðirnar
afhentar Bjargi í júlí.
Allt að 40 íbúðir á mánuði
Þá hyggst Bjarg afhenda fyrstu
íbúðirnar á Móavegi í Grafarvogi í
júlí og svo fyrstu íbúðirnar í Urðar-
brunni í Úlfarsárdal í september.
Dennis bendir á að Límtré Vírnet
geti framleitt 15-20 parhús, eða 30-
40 íbúðir, á mánuði. Límtré Vírnet
hafi byggt hús úr límtréseiningum í
áratugi. Þá fyrst og fremst íþrótta-
mannvirki og atvinnuhúsnæði.
Hugmynd arkitektanna hafi verið
að nota límtrés- og steinullar-
einingar í íbúðarhús.
Íslensku húsin samkeppnishæf
Íslenskir arkitektar hafa hannað einingahús sem eru innlend framleiðsla Fermetraverðið um 270
þúsund kr. 85 fermetra hús kostar því 23 milljónir Bjarg sýndi húsunum takmarkaðan áhuga
Teikning/ARKHD arkitektar/Onno
Einfaldleiki Einingahúsin má reisa hlið við hlið eins og parhús. Hægt er að byggja heilu lengjurnar af húsunum.
Dennis
Jóhannesson
Hjördís
Sigurgísladóttir
Ljósmynd/ARKHD arkitektar
Reynsla Íslensku einingahúsin hafa verið byggð í Vík í Mýrdal.
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2019
www.fi.is
Myndakvöld
Ferðafélags Íslands
Gísli Már Gíslason prófessor sýnir myndir frá Látrabjargi.
Þórarinn Björnsson verður með sýningu sem hann nefnir Hið smáa
í íslenskri náttúru.
Aðgangseyrir kr. 600
Innifalið kaffi og kleinur í hléi.
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Sími 568 2533 | www.fi.is
Allir velkomnir
Myndakvöld verður í sal FÍ í Mörkinni 6
miðvikudaginn 20. febrúar kl. 20.00
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ætlar að vinna
áfram með tillögur sem starfshópur kom með um endur-
skoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja.
„Það er mikilvægt að gera greinarmun á ólöglegum
smálánum og öðrum neytendalánum sem snúa að ný-
sköpun í aukinni fjártækni þegar við vinnum að reglu-
verki slíkra lána. Ég tel að í þeirri vinnu eigi að einblína á
að þrengt verði að þeim lánveitendum smálána sem
stunda óréttmæta viðskiptahætti,“ segir Þórdís Kolbrún
Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköp-
unarráðherra, um vinnu starfshópsins.
Meðal niðurstaðna hópsins er að hin ólöglegu smálán
séu þau lán sem valdi hvað mestum vanda hjá neyt-
endum. Á sama tíma sé mikilvægt að umræðan um smál-
án hafi ekki skaðleg áhrif á framboð á löglegum neyt-
endalánum sem veitt eru í fjarsölu. Í tillögum
starfshópsins endurspeglast m.a. sá vandi sem skapast
hefur í tengslum við smálánastarfsemi.
Í starfshópnum áttu sæti fulltrúar fjármálafyrirtækja,
ráðuneyta, Neytendastofu, Umboðsmanns skuldara,
BSRB og Hagsmunasamtaka heimilanna. Kallaði nefnd-
in til sín fulltrúa frá Netgíró, Pei, Borgun, Valitor, Aur,
Framtíðinni, Aktiva og fleiri fyrirtækjum.
Meiri kröfur um upplýsingagjöf
Starfshópurinn taldi ekki þörf á að lánastarfsemi yrði
gerð leyfisskyld. Leyfisskylda gæti hamlað nýsköpun og
dregið úr samkeppni og taldi starfshópurinn að unnt
væri að ná markmiðum um neytendavernd með öðrum
úrræðum.
Starfshópurinn skilaði 12 tillögum að aðgerðum sem
miða að því að skýra betur rétt neytenda og að vernda
neytendur vegna ólöglegrar smálánastarfsemi. Meðal til-
lagna hópsins er að skerpa á því hvers lands lög gildi þeg-
ar smálán eru veitt yfir landamæri. Gerðar verði kröfur
um aukna upplýsingagjöf lánveitenda sem ekki eru eft-
irlitsskyldir til eftirlitsaðila. Einnig að lánveitendum,
sem ekki eru leyfisskyldir, verði óheimilt að veita neyt-
endalán nema þeir hafi áður skráð starfsemina með við-
eigandi hætti hjá eftirlitsaðila. Þá leggur starfshópurinn
til að lögum verði breytt þannig að neytandi verði ekki
krafinn um greiðslu vaxta og kostnaðar af láni ef skil-
málar lánsins brjóta í bága við lögbundið hámark á ár-
legri hlutfallstölu kostnaðar.
Ólögleg smálán valda
neytendum mestum vanda
Skýrsla komin um starfsumhverfi smálánafyrirtækja
Smálán Skjáskot af tilboðum í SMS frá smálánafyrir-
tæki, sem einn nefndarmanna fékk send í farsímann.