Morgunblaðið - 20.02.2019, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2019
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is
„Veist þúað skilgreining
á sótthitabreytist eftir aldri?
Thermoscaneyrnahita-
mælirinnminnveit það.“
Braun Thermoscan
eyrnahitamælar fást í öllum
lyfjaverslunum
ThermoScan® 7
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
ÚTSÖLULOK
30-60% afsláttur
Jakkar • Peysur • Vesti • Bolir • Kjólar • Buxur
30%
afsláttur
af töskum
Krafist er styttingar vinnuvikunnar í
35 stundir, jöfnunar launa á milli al-
menna markaðarins og opinbera
markaðarins og launaþróunartrygg-
ingar til framtíðar í kröfugerð Sam-
eykis gagnvart Reykjavíkurborg.
Viðræður eru hafnar og kynnti
samninganefnd Sameykis samninga-
nefnd borgarinnar kröfur sínar sl.
mánudag.
Launakröfur Sameykis, sem varð
til með sameiningu SFR og starfs-
mannafélags Reykjavíkurborgar
fyrr í vetur, eru m.a. þær að skoð-
aðar verði leiðir til hækkunar launa
og aukins kaupmáttar með blandaðri
aðgerð og að starfsþróunarþrep í
launatöflu borgarinnar hækki um
2% við hvert þrep. Einnig vill félagið
koma á viðbótarlaunakerfi.
Farið er fram á að aðfangadagur
og gamlársdagar verði frídagar að
fullu og að foreldrar fái aukafrí
vegna vetrarfrís- og skipulagsdaga í
leik- og grunnskólum. Þá er þess
krafist að dögum verði fjölgað þar
sem hægt er að breyta yfirvinnu í frí.
Geti starfað áfram eftir sjötugt
Lagt er til að opnað verði á mögu-
leika starfsfólks á áframhaldandi
störfum eftir sjötugt. Einnig er þess
krafist að samþykkt borgarráðs frá
4. okt 2007 verði sett í kjarasamning
um að heimilt verði að minnka vinnu-
skyldu starfsmanns sem orðinn er 65
ára og hefur starfað samfellt hjá
borginni í a.m.k. 10 ár um 20% án
launaskerðingar þann tíma sem
hann vill starfa áfram. omfr@mbl.is
35 klst. vinnuvika
og jöfnun launa
Sameyki birtir borginni kröfugerð félagsins
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Stjórnendur hjúkrunar- og dvalar-
heimilisins Brákarhlíðar í Borgar-
nesi hafa ekki fengið formleg svör
frá heilbrigðisráðuneyti við ítrek-
uðum óskum um fjölgun hjúk-
runarrýma sem þeir telja unnt að
útbúa innan núverandi húsnæðis.
Björn Bjarki Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Bjarkarhlíðar, segir
að jákvæð samskipti séu við ráðu-
neytið og kveðst vona að ráðherra
átti sig á þeim möguleikum sem
þarna eru og hafi svigrúm til að
mæta þeim.
Stjórnendur Brákarhlíðar hafa
vakið athygli stjórnvalda á þeim
möguleikum sem eru á fjölgun
hjúkrunarrýma í Brákarhlíð. Ann-
ars vegar með því að breyta dval-
arrýmum í hjúkrunarrými en í
mörgum tilvikum er fólk í þessum
dvalarrýmum sem þarf fulla þjón-
ustu. Hinsvegar að nýta svigrúm
sem er innan nýrrar álmu bygging-
arinnar, vegna nýrra viðmiða
Sjúkratrygginga, og fjölga um
fjögur hjúkrunarrými.
Hægt að fjölga um 10-14 rými
Í grein Jóns G. Guðjónssonar,
formanns stjórnar, í Morgun-
blaðinu á dögunum kom fram að
hægt væri að fjölga hjúkrunar-
rýmum um 10-14 með skjótum
hætti og litlum stofnkostnaði. Jafn-
framt hefur komið fram að fólk
bíður eftir þessum rýmum. Ráð-
stafanir sem þessar kalla á auknar
fjárveitingar og ríkið hefur ekki
verið tilbúið til að samþykkja þær.
Bjarki segir að stjórnendur
heimilisins hafi farið á fund heil-
brigðisráðherra og embættismanna
ráðuneytisins og samskipti séu enn
við ráðuneytið, á jákvæðum nótum.
Enn hafi ekki komið endanleg svör
við óskum stjórnar heimilisins.
„Ég vona svo sannarlega að ráð-
herra hafi svigrúm til að líta á
þetta erindi og koma með jákvæð
viðbrögð,“ segir Bjarki.
Ljósmynd/Theodór Kr. Þórðarson
Brákarhlíð Mögulegt er að fjölga hjúkrunarrýmum á skjótan hátt og með
litlum tilkostnaði. Málið strandar á fjárveitingum ríkisins.
Hafa ekki fengið
svör frá ráðuneyti
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra, gæddi sér í
gærmorgun á fyrstu „köku ársins“ í
húsnæði síns ráðuneytis, en sá sem
setti saman uppskriftina að kökunni
er Sigurður Már Guðjónsson, bak-
arameistari og eigandi Bernhöfts-
bakarís við Klapparstíg í Reykjavík.
„Kakan er æðisleg, falleg, létt og
góð, svo ég held að hún muni falla
mjög vel í kramið hjá landanum,“
segir Jóhannes Felixson, betur
þekktur sem Jói Fel, formaður
Landssambands bakarameistara, eft-
ir að hafa fengið sér vænan bita.
Mörg „M“ komu eftir bitann
Keppnin um köku ársins fer þann-
ig fram að keppendur skila tilbúnum
kökum sem dómarar meta í kjöfarið
og velja úr þær sem þykja sameina
þá kosti að vera bragðgóðar, fallegar
og líklegar til að falla sem flestum í
geð, en dómarar að þessu sinni voru
þau Berglind Ester Guðjónsdóttir,
frá Samtökum iðnaðarins, Gunnar
Örn Gunnarsson og Ingibjörg Ólafs-
dóttir, frá Ölgerðinni.
Keppnin var haldin í samstarfi við
Ölgerðina og voru gerðar kröfur um
að kakan innihéldi beiskt marsipan
og appelsínutröffel frá Odense.
Ráðherra féll kakan vel í geð ef
marka má mynd Morgunblaðsins og
orð Jóa Fel: „Það komu alla vega
mörg „M“ eftir fyrsta bitann.“
Fyrsti biti rann ljúft niður
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kaka ársins var á borði í mennta- og menningarmálaráðu-
neytinu Ráðherra og Jói Fel fengu sér bita og líkaði vel