Morgunblaðið - 20.02.2019, Page 12

Morgunblaðið - 20.02.2019, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2019 Sólóhúsgögn ehf. Gylfaflöt 16-18 112 Reykjavík Sími 553 5200 solohusgogn.is Retro borð Hringlaga eldhúsborð með ryðfríum stálkanti og harðplastlagðri plötu. Stærð og litur að eigin vali. Einnig fáanlegt í ferkantaðri útfærslu. Verð frá kr. 102.700 E60 orginal stóll, verð kr. 32.100 E-60 Bekkur Fáanlegur í mismunandi lengdum. Verð frá kr. 71.200 Íslensk framleiðsla Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Uppákoman í Selsferðinnier einhver mesta lífs-reynsla sem ég hefmætt,“ segir Heimir Sindrason tannlæknir. „Enginn var samur á eftir; því þarna vor- um við um 100 krakkar saman sem stóðum andspænis dauða okkar á ögurstund mannkynssög- unnar. Skelfingin sem greip um sig var mikil, í vitund allra sem þarna voru lifir þetta mál enn og margir hefðu sjálfsagt þurft það sem í dag er kallað áfallahjálp.“ Út er komin bókin Styrjöldin í Selinu, hvar segir frá sögulegri ferð nemenda í 5. bekk Mennta- skólans í Reykjavík í Sel skólans í Reykjadal við Hveragerði í febr- úar árið 1965. Þar bar til tíðinda að á miðju kvöldi var sett á segul- bandsupptaka þar sem flutt var sú fregn að Rússar hygðust innan stundar varpa kjarnorkusprengju á Keflavíkurflugvöll. Fréttir þess- ar voru lesnar af þulum Ríkis- útvarpsins og þeim fylgdi ávarp Bjarna Benediktssonar þáverandi forsætisráðherra. Bað hann lands- menn um að sýna stillingu, en þegar þarna var komið sögu höfðu óeirðir brotist út í borginni sem fólk var hvatt til að flýja. Hótel Jörð í háska Framsetning þessa alls var trúverðug, að minnsta kosti í vit- und skólanemanna sem þarna voru á til þess að gera af- skekktum stað. Ekkert var þó stríðið; fréttamenn þess tíma höfðu léð raddir sínar í leikþáttinn og eftirherma brá sér í hlutverk forsætisráðherrans. Engir farsím- ar voru til á þessum tíma og áhrifamáttur einu útvarpsstöðvar- innar á landinu slíkur að engum datt í hug, í fyrstu að minnsta kosti, að vefengja tíðindin, sem reyndust svo vera gabb og grátt gaman. Sem betur fer því ef rétt hefði reynst hefði „Hótel Jörð“ verið í háska, svo vísað sé til ljóðs Tómasar Guðmundssonar sem Heimir samdi eftirminnilegt lag við. „Það er ekki um fleiri gisti- staði að ræða,“ segir í ljóðinu Hótel jörð. „Hræðslan sem greip um sig var mikil,“ segir Heimir. „Nokkrir í hópnum, aðallega stúlkur, féllu nánast í öngvit, en sennilega hefur þessi flutningur af segulbandinu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Menntaskólaselið Er í Reykjadal inn af Hveragerði. Hér voru staddir um 100 krakkar úr MR sem töldu sína síð- ustu stund runna upp. Gamnið svonefnda hafði eftirköst og sumir hefðu þurft það sem í dag er kallað áfallahjálp. Falsfrétt Dagblöðin sögðu frá uppákomunni í Selinu og hneyksluðst á. Málið vakti mikla athygli og foreldrar barna í ferðinni kvörtuðu við stjórnendur MR. Bókarkápa Styrjöldin í Selinu er lítil bók en góð. Kjarnorkustyrjöld í Selsferð Frægt skólaferðalag í nýrri bók. Minning úr MR og ógnvænleg tíðindi fyrir 54 árum. Féllu í öngvit á afskekktum stað. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Eftirminnilegt „Ógnin af kjarnorkusprengjunni var mjög nálæg í lífi minnar kynslóðar,“ segir Heimir Sindrason. Þá var fyrst upplýst að þetta væri upp- spuni sem einhverja var þá farið að renna í grun. Þessu fylgdi mikil skelfing; lífs- reynsla sem enginn vildi þó fyrir nokkurn mun hafa misst af. varað í um hálfa klukkustund. Þá var fyrst upplýst að þetta væri uppspuni sem einhverja var þá farið að renna í grun. Þessu fylgdi mikil skelfing; lífsreynsla sem enginn vildi þó fyrir nokkurn mun hafa misst af.“ Dagbók og sjónvapsmynd Í tímans rás segist Heimir Sindrason hafa verið áfram um að sögunni úr Selsferðinni yrði hald- ið til haga. Hann hafi því kallað til fjóra skólabræður sína en allir tengjast þeir málinu, hver með sínu móti. Einn þeirra er Sig- urður Arnalds verkfræðingur og á sínum tíma þekktur sem tals- maður Kárahnjúkavirkjunar. Hann var höfundur útvarpsþáttar- ins eða upptökunnar, sem var uppfærð útgáfa af samskonar þætti sem Ragnar bróðir hans, seinna þingmaður og leikrita- skáld, hafði gert um áratug fyrr. Hinir voru: Gísli Már Gíslason forleggjari hjá Ormstungu og út- gefandi bókarinnar og Ásgeir Sig- urgestsson sálfræðingur sem skrifaði dagbók í ferðinni frægu og er hún birt í bókinni. Fjórði og síðasti maðurinn í þessum hópi var svo Ágúst Guð- mundsson kvikmyndaleikstjóri. Sex árum eftir Selsferðina tók hann viðtöl við nokkra sem þar voru. Lýsti fólkið þar reynslu sinni og viðtölin eru birt í bókinni. Atburðir þessir eru svo efniviður- inn í sjónvarpsmynd Ágústs, Skólaferð, sem sýnd var á RÚV árið 1978. Ber þess svo að geta að þegar bókin góða kom út á dög- unum hittust þau sem voru í Sels- ferðinni forðum í Bíó Paradís og sáu Skólaferð. Ógnin var nálæg „Ógnin af kjarnorkusprengj- unni var mjög nálæg í lífi minnar kynslóðar. Í Kúbudeilunni haustið 1962 gat allt gerst og það mál var mörgum í fersku minni í Selsferð- inni rúmum tveimur árum síðar. Svo ég segi fyrir sjálfan mig var þetta ferðalag austur í Hveragerði eitt það eftirminnilegasta sem mig hefur hent á lífsleiðinni,“ segir Heimir Sindrason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.