Morgunblaðið - 20.02.2019, Side 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra, hef-
ur gefið út reglugerð sem heimilar
áframhaldandi veiðar á langreyði og
hrefnu árin 2019-2023. Nær ákvörð-
unin til veiða á fimm ára tímabili,
eins og fyrri reglugerð gerði.
Hafrannsóknastofnun ráðleggur
að árlegar veiðar á tímabilinu 2018-
2025 verði að hámarki 161 langreyð-
ur á veiðisvæðinu Austur-Grænland/
Vestur-Ísland og að hámarki 48 dýr
á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar
og 217 hrefnur á íslenska land-
grunnssvæðinu. Segir frá þessu í til-
kynningu frá ráðuneytinu.
Ákvörðunin er sögð byggjast á
ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, en
jafnframt hafi ráðherra haft hliðsjón
af nýlegri skýrslu Hagfræðistofnun-
ar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg
áhrif hvalveiða hér við land. Við
ákvörðun sína hafi ráðherra enn
fremur stuðst við minnisblað frá
Hafrannsóknastofnun, sem óskað
hafi verið eftir í kjölfar skýrslu Hag-
fræðistofnunar.
Síðan hvalatalningar hófust 1987
hefur langreyði fjölgað jafnt og þétt
við Ísland. Við síðustu talningu 2015
var fjöldinn á skilgreindu stofnsvæði
metinn um 37 þúsund dýr, sem jafn-
gildir um þreföldun frá 1987.
Morgunblaðið/Ómar
Hvalskurður Hvölum hefur fjölgað
jafnt og þétt við landið undanfarið.
Ráðherra leyfir
hvalveiðar áfram
Veiðileyfi gefið á langreyði og hrefnu
Tunglið, eini náttúrulegi fylgi-
hnöttur jarðar, hefur löngum verið
mönnum heillandi umhugsunarefni
enda hefur þetta nálægasta fyrir-
bæri himinsins, að frátöldum geim-
förum og gervihnöttum, hangið
þarna á sínum stað frá örófi alda.
Þessi hversdagslegi hnöttur er
að meðaltali 384.400 kílómetra frá
jörðu og heimsóttu menn hann í
fyrsta skipti árið 1969. Í gær, 19.
febrúar, var fullt tungl yfir Íslandi.
Fylgihnöttur jarðar
í björtu vetrarveðri
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Á sínum stað frá örófi alda
KÖGGLAR
SPÆNIR
SAG
www.fodur.is
Fram kom í Morgunblaðinu í gær að
aðalfundur leigufélagsins Heima-
valla færi fram 15. mars. Það er ekki
rétt. Hið rétta er að fundurinn fer
fram 14. mars næstkomandi.
Vegna mistaka fékk Morgunblaðið
ranga dagsetningu á fundinum.
Fjallað var um aðalfundinn í sam-
hengi við uppbyggingu Heimavalla á
íbúðum á Hlíðarenda í Reykjavík.
LEIÐRÉTT
Aðalfundur Heimavalla fer fram 14. mars