Morgunblaðið - 20.02.2019, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 20.02.2019, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2019 ALMAR BAKARI BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR Sunnumörk 2, Hveragerði, sími 483 1919, Almar bakari Opið mánudaga til laugardaga kl. 7-18, sunnudaga kl. 8-18 SÉRBAKAÐfyrir þig SALATBAR ferskur allan daginn Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Pétur Hreinsson Stefán E. Stefánsson Hluthafafundur eignarhaldsfélagsins Klakka, sem áður hét Exista, verður haldinn hinn 11. mars næstkomandi eins og auglýst var í Morgunblaðinu í vikunni. Á dagskrá er meðal annars fundarefni þar sem tillaga frá tiltekn- um minnihluthafa félagsins verður til umfjöllunar um að fram fari sérstök rannsókn á tilgreindum atriðum varð- andi starfsemi félagsins. Þeir hluthafar sem um ræðir eru bræðurnir Ágúst og Lýður Guð- mundssynir, oftast kenndir við Bakkavör, og nánasti samstarfsmað- ur þeirra, Sigurður Valtýsson, fyrr- verandi forstjóri Exista sem átti m.a. forvera Lykils, félagið Lýsingu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins beinist rannsóknarbeiðnin að aðkomu starfsmanna Klakka að opnu söluferli Lindarhvols árið 2016 á sölu á hlutum í Klakka ehf. og kröfum á hendur félaginu. Lindarhvoll var fé- lag sem fjármála- og efnahagsráð- herra setti á laggirnar 15. apríl 2016 til að annast umsýslu, fullnustu og sölu á eignum ríkissjóðs sem komust í eigu hans vegna stöðugleikaframlaga slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja. Fyrrnefnd rannsóknarbeiðni mun einnig skv. heimildum Morgunblaðs- ins beinast að viðskiptum tengdra að- ila og samskiptum stjórnenda Klakka við stærsta eiganda félagsins, vogun- arsjóðinn Burlington Loan Manage- ment sem á mikinn meirihluta í félag- inu. Lindarhvoll auglýsti í september 2016 til sölu hlut í Klakka og kröfur sem ríkissjóður hélt á gagnvart félag- inu. Þrjú tilboð bárust í kröfurnar. Hið hæsta að fjárhæð ríflega 505 milljónir króna. Næsthæsta tilboðið hljóðaði upp á 502 milljónir og þriðja tilboðið upp á tæplega 501 milljón. Hæsta tilboðið átti BLM fjárfesting- ar ehf. sem er í eigu Burlintgon Loan Management. Næsthæsta tilboðið átti félagið Ásaflöt en það er í eigu DRC Corporate Services sem aftur er í eigu Magnúsar Scheving, þáver- andi forstjóra Klakka, Brynju Dagg- ar Steinsen, rekstrarstjóra félagsins, og Jóns Arnar Guðmundssonar, þá- verandi rekstrarstjóra og núverandi forstjóra félagsins. Þriðja tilboðið, og það lægsta, var svo lagt fram í nafni félagsins Frigusar II, sem er í eigu Sigurðar Valtýssonar og Bakkavar- arbræðra. Í auglýsingu um hluthafafundinn er vísað til 1. mgr. 72. gr. laga um einkahlutafélög þar sem tillaga er gerð um að sérstök rannsókn verði framkvæmd. Lögum samkvæmt get- ur hluthafi á aðalfundi eða öðrum hluthafafundið komið með tillögu um að fram fari rannsókn á stofnun fé- lags, tilgreindum atriðum varðandi starfsemi þess eða að ákveðnum þátt- um bókhalds eða ársreiknings. Til þess þarf fylgi tíunda hlutar hluthafa. Í skriflegu svari Klakka til Morgunblaðsins kemur fram að það sé mat stjórnar félagsins að lagaskil- yrði séu ekki uppfyllt til þess að láta framkvæma slíka rannsókn. „M.a. þar sem tillagan snýr mestmegnis að atriðum sem varða ekki starfsemi fé- lagsins eða atriðum sem þegar hefur verið upplýst um.“ Bendir stjórn Klakka enn fremur á að um sé að ræða endurteknar umkvartanir sömu aðila sem áður hafi verið svarað á hluthafafundum félagsins. Fær stjórnin að auki ekki séð að tillögurn- ar varði mikilvæga hagsmuni Klakka eða hluthafa þess. Þær muni engu að síður fá umræðu og formlega af- greiðslu á hluthafafundi félagsins. Langstærsta eign Klakka er fjár- málafyrirtækið Lykill, sem áður hét Lýsing, og Klakki á að fullu leyti. Tveir starfsmenn starfa hjá Klakka í dag. Brynja Dögg Steinsen og Jón Örn Guðmundsson. Krefjast rannsóknar Morgunblaðið/Eggert Lýsing Fjármálafyrirtækið Lykill fjármögnun hf., áður Lýsing hf., er að stærstum hluta í eigu írska vogunarsjóðsins Burlington Loan Management.  Hluthafar í Klakka ehf. fara fram á sérstaka rannsókn er varðar söluferli Lindarhvols á hlut og kröfu í Klakka ehf., sem áður hét Exista Klakki » Heldur á 100% hlut Lykils hf., áður Lýsingar, sem sérhæf- ir sig í fjármögnun á bílum og tækjum. » Rannsóknarbeiðni hluthafa Klakka beinist m.a. að aðkomu starfsmanna Klakka að sölu- ferli Lindarhvols á kröfum. skoðunar og birti álit sitt á nú í jan- úar, verði sú að „rétt settar reglur teljist ekki fullnægjandi refsiheimild þá mun það almennt gilda um þau fjármagnshöft sem útfærð voru í slíkum reglum þar til í október 2011“. Þá segir bankinn að enn- fremur þurfi að taka afstöðu til þess hvort Seðlabankinn geti „úrskurðað um stjórnskipulegt gildi reglna um gjaldeyrismál sem refsiheimild á grundvelli umfjöllunar ríkis- saksóknara í máli sem laut að öðrum reglum um gjaldeyrismál og fellt var niður þar sem formlegt sam- þykki ráðherra skorti við setningu þeirra eða hvort það sé einungis á færi dómstóla að kveða á um slíkt“. Seðlabanki Íslands segir að rýna þurfi nákvæmlega í álit Umboðs- manns Alþingis, sem birt var 25. jan- úar síðastliðinn. Álitið sneri að vinnubrögðum Seðlabankans þar sem beiðni aðila um afturköllun stjórnvaldssektar vegna meintra brota gegn gjaldeyrislögum var hafnað. Segir bankinn í bréfi sem gert var opinbert í gær að umfang málsins sé slíkt að það kunni að varða „grundvöll fjármagnshafta sem refsiheimild frá því að þau voru sett á undir lok árs 2008 og þar til lögum um gjaldeyrismál var breytt á árinu 2011“. Heldur bankinn því fram að ef niðurstaðan í því máli sem Umboðsmaður Alþingis tók til Bankinn skoðar enn álit umboðsmanns  Skýra þurfi hvort bankinn geti skor- ið úr um stjórnskipulegt gildi reglna Morgunblaðið/RAX Gjaldeyrismál Umboðsmaður Alþingis beinir því til Seðlabanka að taka aft- ur til efnislegrar meðferðar beiðni aðila um afturköllun stjórnvaldssektar. ● Icelandair lækkaði mest allra félaga í Kauphöll Íslands í gær, en bréf félagsins lækkuðu í verði um 4,08% í 142 milljóna króna viðskiptum. Rauðar tölur voru ein- kennandi fyrir daginn í gær í Kauphöllinni, og flestöll félög á aðallista lækkuðu í verði. Önnur mesta lækkunin varð á bréf- um Festar, eða 1,78%, í 122 milljóna króna viðskiptum. Þriðja mesta lækkunin varð á bréfum Haga, eða 1,17% í 267 milljóna króna viðskiptum. Mesta hækkun gærdagsins varð á bréfum í Marel, en þau hækkuðu um 1,63% í 800 milljóna viðskiptum, og er gengi bréfanna nú 467,5 krónur á hlut. Heildarvelta á markaðnum í gær nam tæpum 1,8 milljörðum króna . Mest lækkun á hluta- bréfum Icelandair 20. febrúar 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 118.62 119.18 118.9 Sterlingspund 153.35 154.09 153.72 Kanadadalur 89.6 90.12 89.86 Dönsk króna 17.999 18.105 18.052 Norsk króna 13.762 13.844 13.803 Sænsk króna 12.825 12.901 12.863 Svissn. franki 118.23 118.89 118.56 Japanskt jen 1.0726 1.0788 1.0757 SDR 164.75 165.73 165.24 Evra 134.32 135.08 134.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.1416 Hrávöruverð Gull 1323.95 ($/únsa) Ál 1828.0 ($/tonn) LME Hráolía 66.39 ($/fatið) Brent ● Berglind Rán Ólafsdóttir hefur ver- ið ráðin fram- kvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Hún hefur gegnt starfinu tímabundið frá því í september í fyrra. Tók hún við starfinu af Þórði Ásmunds- syni sem tók við starfinu til bráða- birgða í kjölfar þess að Bjarna Má Júlíus- syni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, var vikið frá störfum. Þórður gegndi starfinu aðeins í fjóra daga frá því að Bjarni hætti en þá taldi stjórn fyrirtækisins rétt að Berglind tæki við starfinu. Hún er sameindalíffræð- ingur að mennt og með MBA-próf frá IESE í Barselóna. Hún kom til starfa hjá Orku náttúrunnar árið 2017 sem forstöðumaður fyrirtækjamarkaða og hafði þá starfað hjá Landsvirkjun, Medis og Íslenskri erfða- greiningu áratuginn þar á undan. Tekur við starfi fram- kvæmdastjóra ON Berglind Rán Ólafsdóttir STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.