Morgunblaðið - 20.02.2019, Side 18
F
ram til þessa hefur Landspítali
ekki sinnt meðferð við fíkni-
vanda barna og ungmenna
heldur hefur þjónustan verið
veitt af SÁÁ. Um er að ræða
mikilvæga þjónustu við viðkvæman hóp
sem þarfnast sérhæfðrar nálgunar. Í úttekt
Embættis landlæknis árið 2016 á gæðum
og öryggi þjónustu í meðferð kvenna og
barna hjá SÁÁ eru gerðar athugasemdir
við framkvæmd þjónustunnar. Einkum við
það að börn í meðferð væru í samskiptum
við fullorðna áfengis- og vímuefnasjúklinga
sem þar væru í meðferð. Þá voru gerðar
athugasemdir við að á sjúkrahúsinu Vogi
væru ekki starfandi sérfræðingar í meðferð
og umönnun barna. SÁÁ brást við ábend-
ingum embættisins og gerði ýmsar endur-
bætur en lýsti því yfir síðasta vor að samtökin
myndu hætta að veita ólögráða einstaklingum með-
ferð á Vogi.
Í framhaldi var farið yfir málið á vettvangi heil-
brigðisráðuneytisins. Það var mat ráðuneytisins að
bregðast þyrfti við með skjótum hætti til að mæta
bráðavanda barna og ungmenna í neyslu. Í nóv-
ember sl. fól ég svo Landspítalanum að veita börn-
um og ungmennum með neyslu- og fíkni-
vanda, afeitrunarmeðferð, bráðameðferð
og aðra þá sjúkrahúsþjónustu sem þessu
tengist. Að þeirri meðferð lokinni er
Landspítala einnig falið að vísa börnum
og ungmennum með neyslu- og fíknivanda
í viðeigandi meðferðarúrræði, s.s. á
barna- og unglingageðdeild, Stuðla eða
aðra meðferð eins og við á í hverju tilviki
fyrir sig.
Landspítalinn hefur brugðist við og er
tilbúinn að taka að sér þetta mikilvæga
verkefni. Gera þarf breytingar á húsnæði
og manna stöður og er áætlað að undir-
búningur geti tekið um 6 mánuði. Sá tími
verður nýttur til að stilla saman strengi,
bæði við SÁÁ og aðra sem hafa þjónustað
börn og ungmenni að lokinni innlögn.
Mikilvægt er að þjónusta við þennan viðkvæma
hóp sé samfelld og byggist á víðtækri sérþekkingu
þar sem hugað er að geðheilbrigði, áfallasögu og fé-
lagslegum aðstæðum þeirra barna og ungmenna sem
glíma við fíknivanda. Slíka þjónustu getur Landspít-
ali veitt.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Landspítali þjónustar börn og
ungmenni í fíknivanda
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Veiðifélög landsins látasleppa rúmlega milljónlaxaseiðum að meðaltali áári í vatnsföll landsins,
samtals rúmlega 6 milljón seiðum á
fimm árum. Formaður Lands-
sambands fiskeldisstöðva ræður af
svari Fiskistofu að málin séu í alger-
um ólestri, bæði skil veiðifélaga á
fiskræktaráætlunum og eftirlit
Fiskistofu. Óvissa sé um hversu
mörgum seiðum sé í raun sleppt í
árnar og hvernig staðið er að málum.
Landssamband fiskeldisstöðva
(LF) óskaði sl. sumar eftir ítarlegum
upplýsingum frá Fiskistofu um um-
fang fiskræktar í ám og vötnum og
hvernig staðið er að eftirlit með
henni. Svar hefur nú borist.
Skylt að gera áætlun
Í lögum er kveðið á um skyldu
veiðifélags til að gera fiskræktar-
áætlun þegar ætlunin er að sleppa
seiðum eða vinna að fiskrækt með
öðrum hætti. Fiskistofa þarf að sam-
þykkja slíka áætlun. Tilgangurinn er
að gera fyrirhugaða fiskrækt mark-
vissa og árangursríka og tryggja að
vistkerfi villtra stofna stafi ekki
hætta af. Sérstaklega eru nefndar
hættur af sjúkdómum og erfða-
blöndun.
Í svörum Fiskistofu til LF er
bent á að veiðifélög beri ábyrgð á að
gera fiskræktaráætlanir en stofn-
unin telur að skorta kunni á að allar
upplýsingar hafi borist um fiskrækt-
araðgerðir og vinni hún að því að
bæta úr. Fram kemur að í gildi eru
níu fiskræktaráætlanir og þrjár til
viðbótar eru til meðferðar. Þær hafa
greinilega komið fram þegar Fiski-
stofa var að afla upplýsinga til að
svara LF.
Fiskistofa telur sig ekki geta
veitt upplýsingar um tilteknar ár og
vísar til upplýsingalaga en birtir
töflu um sleppingar seiða á árunum
2013 til 2017, flokkað eftir lands-
hlutum. Samkvæmt því er lang-
flestum seiðunum sleppt á Suður-
landi enda eru þar aflahæstu
laxveiðiár landsins, Rangárnar, þar
sem veiðin grundvallast algerlega á
seiðum sem sleppt er í árnar.
Þegar litið er á upplýsingar um
ár þar sem fiskræktaráætlanir eru í
gildi má sjá að þar vantar fjölda áa
þar sem vitað er að seiðum er sleppt,
jafnvel í stórum stíl. Þar er Rang-
árnar ekki að finna og engar af
helstu laxveiðiám landsins nema
hvað áætlun fyrir Víðidalsá er til
meðferðar hjá Fiskistofu. Í sumum
tilvikum eru væntanlega engar
sleppingar eða aðrar aðgerðir til
fiskræktar en í öðrum tilvikum er
vitað um aðgerðir. Engar fiskrækt-
aráætlanir eru fyrir ár á Vest-
fjörðum þótt þar hafi verið mikil um-
ræða um hættu af erfðablöndum
vegna laxeldis í sjókvíum og 20-40
þúsund seiðum er sleppt árlega.
Sömu sögu er að segja um Austfirði,
í nágrenni hins stóra eldissvæðisins.
Þar eru ekki í gildi áætlanir fyrir
neinar ár þótt vitað sé um miklar
sleppingar. Veiðifélög Breiðdalsá og
Jöklu sendu slíkar áætlanir inn í
desember.
Umgangast reglur
af léttúð
Einar K. Guðfinnsson, formað-
ur LF, segir ljóst að þrátt fyrir
skýra lagaskyldu um samþykki fisk-
ræktaráætlana umgangist veiðirétt-
arhafar þetta af fullkominni léttúð.
Þá sé allt utanumhald og eftirlit í
algeru lamasessi. Bendir
hann á að fram komi í
svörum Fiskistofu að
hún hafi ekki upplýs-
ingar um ýmis atriði.
Þannig liggi ekki fyrir
upplýsingar um hvort
seiðin sem sleppt er
séu úr viðkomandi
á eða ekki, þegar
fiskræktaráætlun
hefur ekki verið
gerð.
Telja fiskrækt í ám
og eftirlit í ólestri
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Kúrdum erhaldiðniðri í
Tyrklandi og
kröfum þeirra
um aukin réttindi
mætt með hörku. Á föstudag
voru tuttugu ár frá því að
Abdullah Öcalan, leiðtogi
Kúrda, var settur í fangelsi.
Hann hefur verið í ein-
angrun á eynni Imrali á
Marmarahafi og hefur fjöldi
stuðningsmanna hans gripið
til þess að svelta sig í því
skyni að fá hann lausan og
knýja á um friðarviðræður.
Í gær birtist í Morgun-
blaðinu opið bréf Ögmundar
Jónassonar, fyrrverandi
dómsmála- og mannrétt-
indaráðherra, til ríkis-
stjórnarinnar þar sem hann
óskar þess að hún þrýsti á
Recep Tayyip Erdogan, for-
seta Tyrklands, að aflétta
þegar í stað einangrun Öcal-
ans og hefja friðarviðræður
að nýju.
Ögmundur var í liðinni
viku í Tyrklandi og reyndi
að fá fund með dómsmála-
ráðherra Tyrklands, Abdul-
hamid Gül, en fékk engin
svör. Í samtali við Morgun-
blaðið sagði hann ástandið
yfirgengilegt.
Eftir valdaránstilraunina
sumarið 2016 réðst Erdogan
gegn hreyfingu íslamistans
Fetullah Gülens. Hann var
áður bandamaður Erdogans,
en er nú í sjálfskipaðri út-
legð í Bandaríkjunum. Sagði
Erdogan að hann hefði stað-
ið á bak við tilræðið. Um
leið lét Erdogan til skarar
skríða gegn Kúrdum, allt
frá blaðamönnum og hjálp-
arsamtökum til stjórnmála-
manna úr þeirra röðum, þótt
erfitt sé að sjá að nokkurt
samstarf geti hafa verið
milli Kúrda og hreyfingar
Gülens, sem hefur verið
ákafari talsmaður þess að
beita Kúrda hervaldi en for-
setinn. Erdogan hefur hins
vegar verið staðráðinn í því
að nota valdaránið til að
grafa undan stjórnmála-
hreyfingu Kúrda, HDP, og
veikja hana á þingi.
Með aðgerðum sínum vek-
ur Ögmundur athygli á hlut-
skipti Kúrda í Tyrklandi
sem fær allajafna ekki mikla
athygli í fjölmiðlum. Kúrdar
hafa framið ofbeldisverk og
samtökin PKK, Verka-
mannaflokkur Kúrdistans,
sem Öcalan stofnaði, hafa
verið skilgreind sem hryðju-
verkasamtök í Tyrkalandi
og af bandamönnum Tyrkja.
Nú er hins vegar orðið nóg
að styðja málstað Kúrda til
að fá hryðju-
verkastimpil frá
tyrkneskum
stjórnvöldum
eins og Ögmund-
ur bendir á í
grein sinni.
Öcalan stofnaði PKK til
að berjast fyrir sjálfstjórn
Kúrda. Lengi vel var hann
landflótta og fyrir 20 árum
gripu tyrkneskir leyniþjón-
ustumenn hann í Naíróbí í
Kenía og fluttu til Tyrk-
lands. Þar var hann dæmdur
til dauða fyrir landráð, en
dóminum breytt í lífstíðar-
fangelsi þegar dauðrefs-
ingar voru aflagðar í land-
inu.
Eftir handtökuna dró
Öcalan úr kröfum og sagði
að PKK myndi sækjast eftir
menningarlegum réttindum
frekar en sjálfstæði Kúrda.
Þótt hann hafi setið í fang-
elsi í tvo áratugi – eða
kannski þess vegna – líta
margir Kúrdar á hann sem
sinn helsta leiðtoga. Talið er
að átökin við Kúrda í Tyrk-
landi hafi kostað 40 þúsund
manns lífið.
Ljóst er að harka tyrk-
neskra stjórnvalda og fram-
ganga í Kúrdahéruðum
Tyrklands ýtir aðeins undir
óánægju og gerir erfiðara
fyrir að ná sátt. Það er þó
hægt eins og sést ef horft er
til Írlands og Baskalands,
svo dæmi séu tekin. Gerry
Adams, sem situr á írska
þinginu fyrir Sinn Fein og
var einn af höfundum sam-
komulagsins, sem kennt er
við föstudaginn langa og
stuðlaði að því að binda
enda á rósturnar á Norður-
Írlandi, fjallaði um þessi
mál í grein í Tímamótum,
áramótablaði Morgunblaðs-
ins. Flokkur Adams, Sinn
Fein, var ávallt kallaður
stjórnmálaarmur Írska lýð-
veldishersins. Í greininni
sagði Adams að ofbeldi
sprytti fram þegar fólk
héldi að það ætti ekki leng-
ur annars úrkosti. Slíkar að-
stæður sköpuðust þegar ríki
færu út fyrir rétt og lög og
beittu ofbeldi til að verja
hagsmuni sína. Það þyrfti að
upphefja væntingar fólks
um virði sitt, ekki minnka.
„Þegar við náum því gerum
við lýðræðinu kleift að ná
fótfestu jafnvel þar sem öll
sund virðast lokuð,“ skrifar
Adams.
Kúrdahéruðunum í Suð-
austur-Tyrklandi er nánast
haldið í herkví og það er
ávísun á áframhaldandi
ófremdarástand. Viðræður
eru eina leiðin út.
Viðræður eru
eina leiðin út úr
ófremdarástandinu}
Kúrdar í herkví
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
„Við höfum fengið harða
gagnrýni úr þessari átt.
Veiðiréttarhafar hafa sett sig
á háan hest gagnvart okkur.
Mér fannst eðlilegt að fá upp-
lýsingar um það hvernig þeir
standa að sinni fiskrækt,“
segir Einar K. Guðfinnsson,
spurður um ástæður fyrir-
spurnarinnar sem hann sendi
Fiskistofu 9. júlí og fékk svar
við 13. febrúar sl.
Hann segir að svörin bendi
ekki til þess að lag sé á þess-
um málum, heldur þvert á
móti. Sama gildi um eftirlit
opinberra stofnana.
Einar vekur athygli á því að
Fiskistofa afhendi ekki gögn
um einstakar ár, telji það ekki
heimilt vegna persónuverndar-
sjónarmiða. Einari þykir það
fráleit rök. Ekki geti staðist
að vísa til persónuverndar-
sjónarmiða í þessu
efni. Til athug-
unar er að láta
reyna á málið.
Fráleitt að
persónu-
vernd eigi við
UPPLÝSINGAR UM ÁRNAR
Einar K.
Guðfinnsson
Sleppingar seiða í veiðiár
1.500
1.250
1.000
750
500
250
0
Þúsundir seiða
Smáseiði
Gönguseiði
2013 2014 2015 2016 2017
Heimild: Fiskistofa
88
1.032
179
1.141
252
1.255
172
1.181
147
868
Vesturland
Vestfirðir
Norðvesturland
Norðausturland
Austfirðir
Suðurland
1.015
1.120
1.319
1.506
1.353