Morgunblaðið - 20.02.2019, Page 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2019
Viðra sig Ef fólk er vel klætt er um að gera að viðra sig úti við.
Eggert
Undanfarna mánuði
hafa nokkrir stjórn-
málamenn rætt hug-
mynd að stofnun svo-
kallaðs Þjóðarsjóðs.
Notuðu fyrst nafnið
Auðlindasjóður, en
breyttu nafninu síðan í
Þjóðarsjóð til að fela
betur hina raunveulegu
ætlan með stofnun
sjóðsins. Höfundar setja
hugmyndina í rómantízkan búning og
vitna gjarnan í svokallaðan olíusjóð
Norðmanna. Þangað safna Norðmenn
tekjum norska ríkisins af olíulindum í
Norðursjó. Nú eigi Íslendingar að
safna tekjum sínum af sölu Landsvirkj-
unar á raforku í samskonar sjóð. Þarna
er um að ræða umtalsverðar tekjur, að-
allega af sölu til stóriðju.
Lítum nánar á þessa hugmynd. Um
leið og Norðmenn hófu vinnslu úr ný-
fundnum olíulindum sínum stofnuðu
þeir sérstakan sjóð, olíusjóð, og létu
mestan hluta tekna sinna af olíusölunni
ganga í hann, í stað ríkissjóðs. Þeir
vildu ekki láta þennan hvalreka ganga
inn í hagkerfi landsins og rugla það,
sem mundi aðeins leiða til aukinnar
þenslu og útgjaldahækkunar ríkisins.
Sögðust ætla að geyma peningana til
mögru áranna, eða til að mæta óvænt-
um áföllum. Ágætis hugmynd, það get-
um við vel fallizt á. En skoðum þá ís-
lenzku útfærsluna.
Allar tekjur íslenzka ríkisins af raf-
orkusölu undanfarna áratugi, bæði til
íslenzkra heimila og ýmissa stórnot-
enda, hafa gengið í ríkissjóð. Og pen-
ingarnir notaðir til ýmissa misnauð-
synlegra þarfa, eins og gengur. Á sama
hátt og aðrar tekjur ríkisins, svo sem
skattar á almenning og fyrirtæki
landsins. Ef menn ákveða að taka af
ríkissjóði allar tekjur af raforkusölu og
setja peningana í nefndan Þjóðarsjóð,
getur aðeins tvennt gerst.
Ríkið verður að minnka
umsvif sín og útgjöld um
sömu upphæð, eða leita
nýrra tekjustofna. Trúir
einhver því, að íslenzka
ríkið geti dregið þannig
saman útgjöld sín, en samt
haldið áfram að reka þetta
þjóðfélag í óbreyttri
mynd? Ríkissjóður sem
þegar er orðinn svo illa
staddur að það þarf að inn-
heimta sérstakt gjald af
borgurunum, ef þeir þurfa
að aka um þjóðvegi landsins. Að ég tali
nú ekki um sérhannaðar skattalegar
árásir á gamalmenni landsins og ör-
yrkja, þannig að þeir þjóðfélagshópar
geta varla dregið fram lífið og eru allir
við fátæktarmörk.
Þá er það hin hliðin. Að ríkið afli sér
aukinna tekna, til að standa undir nýj-
um útgjöldum í hinn vanhugsaða Þjóð-
arsjóð. Sú umræða mun fara á fulla
ferð um leið og búið verður að stofna
„sjóðinn“. Hvar fást nýjar tekjur? 1)
Með því að auka tekjur af raforkusölu
með nýjum virkjunum í ám landsins og
fossum og selja síðan til nýrrar stóriðju
eða flytja raforkuna til útlanda og selja
hana þar. Til þess þarf að leggja sæ-
streng fyrir flutninginn. Vilja menn
þetta? 2) Auka skattpíningu fólksins í
landinu. Vilja menn það? 3) Auka
skattaálögur á fyrirtækin í landinu. Er
það í lagi? Og svo má auðvitað reyna að
eyðileggja arðsemi sjávarútvegsins
með því að stórhækka svokallað auð-
lindagjald. Einhverjir vilja það eflaust.
En ekki þeir sem upplifðu áratugum
saman sjávarútvegseymdina á meðan
öll greinin var rekin með bullandi tapi.
Þá varð til hugtakið „grátkona sjávar-
útvegsins“, sem notað var um þá menn,
sem af veikum mætti reyndu að færa
greinina til hins betra. Við stundum
litlar undirtektir. Eða vilja menn stór-
auka álögur á nýjasta atvinnuveg
landsins, ferðamannaþjónustuna,
stöðva arðsemi hans og gera hann
óarðbæran með öllu? Og reyna þannig
að losna við þessa „óþolandi“ ferða-
menn. Þá gætum við komið lífskjör-
unum á sama stig og þau voru fyrstu
árin eftir hrun. Ætli þjóðin vilji það?
Þessi atriði ættu menn að hugleiða
áður en þessi hugmynd, sem mun kalla
á nýjar skattaálögur, verður að veru-
leika. Og til að því sé haldið til haga: Ég
þekki vel ágæta umsögn Viðskiptaráðs
um þetta mál, sem send var Efnahags-
og viðskiptanefnd Alþingis í bréfi 31.
jan. sl. Ég hef einnig kynnt mér um-
sögn sama aðila, sem send var á sam-
ráðsgátt stjórnvalda í september 2018.
Sú umsögn er skýr og góð, en þar er
ekki komizt að kjarna málsins. Þetta
snýst ekki um hagfræði, heldur er um
að ræða aðferð til að leggja nýjar
skattaálögur á fyrirtæki í landinu og þá
aðallega fyrirtæki sem menn halda
fram að noti svonefndar auðlindir. Þau
fyrirtæki sem nýta raforku og eru ekki
í ríkiseign, fyrirtæki í ferðaþjónustu og
fyrirtæki í sjávarútvegi, útgerð og
landvinnslu. Það er margbúið að sýna
fram á, að rekstur þessara fyrirtækja
er nú um stundir ekki aflögufær. Það
er hagfræði að kynna sér það vandlega.
Hugmyndin um Þjóðarsjóð? Varla
frá kjörnum fulltrúum Sjálfstæðis-
flokksins. Nema þar leynist einhver
„Guðjón á bak við tjöldin“.
Eftir Svein
Eyjólfsson » Þetta snýst ekki um
hagfræði, heldur er
um að ræða aðferð til að
leggja nýjar skattaálögur
á fyrirtæki í landinu og þá
aðallega fyrirtæki sem
menn halda fram að noti
svonefndar auðlindir.
Sveinn Eyjólfsson
Höfundur er fv. blaðaútgefandi.
Þjóðarsjóður – aðvörun
Kjarabarátta getur
ekki snúist um að rýra
kjör þeirra sem standa
ágætlega. Markmiðið
er að bæta kjör alls
launafólks og þá fyrst
og síðast þeirra sem
lakast standa. Barátta
fyrir auknum tækifær-
um þeirra sem eru á
lægstu laununum er
réttlát barátta. Hug-
myndir um hvernig
hægt er að auka ráðstöfunartekjur al-
mennings með breytingum á skatt-
kerfinu, eru eðlilegur og nauðsyn-
legur hluti af kjarabaráttu.
Forystumenn launafólks eiga að hafa
skoðun á uppbyggingu skattkerfisins
– það er hlutverk þeirra. Skattkerfi
og lífskjör verða ekki aðskilin.
Hagsmunir launafólks gagnvart
ríkisvaldinu eru margþættir. Að
ríkisvaldið gæti hófsemdar í skatt-
heimtu á fyrirtæki ræður miklu um
svigrúm þeirra til að greiða hærri
laun. Ráðstöfunartekjur ráðast af því
hversu miklu launamaðurinn heldur
eftir af launum sínum eftir að skattar
og gjöld hafa verið greidd. Þess
vegna skiptir tekjuskattskerfið
miklu. Með einu pennastriki er hægt
að éta upp launahækkanir í formi
breytinga á sköttum og bótum. Með
sama hætti getur ríkið – löggjafinn –
ákveðið að sníða skattkerfið þannig
að dregið sé úr jaðarskattheimtu og
hætt að refsa launafólki fyrir að bæta
sinn hag. Þannig eru ráðstöfunar-
tekjur auknar.
En ríkið situr ekki eitt um launin.
Sveitarfélögin taka sinn skerf og
raunar stærri sneið af launum lands-
manna en ríkissjóður. Meirihluti
sveitarfélaga leggur á hámarks-
útsvar, sem er þungur baggi, ekki síst
fyrir láglaunafólk. Í Reykjavík er út-
svarsprósentan í há-
marki. Reykjavíkur-
borg gæti bætt hag
tugþúsunda launa-
manna með því að
lækka útsvarið.
Vandrataður vegur
Ríkisvaldið hefur
reglulega komið með
óbeinum hætti að kjara-
samningum á almenn-
um vinnumarkaði.
Reynt hefur verið að
leysa hnútinn eða liðka
fyrir samningum með
ýmsum hætti. Sköttum hefur verið
breytt, bætur hækkaðar o.s.frv. Oft
hefur góður vilji ríkisvaldsins hins
vegar leitt til þess að aðilar vinnu-
markaðarins hafa freistast til að gera
samninga sem lítil innistæða er fyrir.
Afleiðingarnar þekkja allir, ekki síst
þeir sem lægstu tekjurnar hafa.
Vegurinn sem ríkisstjórn Katrínar
Jakobsdóttur þarf að feta til að
„liðka“ fyrir kjarasamningum er
vandrataður. En það er ekkert óeðli-
legt og langt í frá einsdæmi að verka-
lýðshreyfingin leggi fram hugmyndir
um til hvers er ætlast af ríkisvaldinu.
Engu skiptir hvort slíkar hugmyndir
eru kallaðar kröfur, óskir eða tillögur.
Þetta eru hugmyndir sem þarf að
ræða og taka afstöðu til – ekki undir
hótunum heldur af yfirvegun og
sanngirni. Fyrr eða síðar þurfum við
sem sitjum á Alþingi að hafa burði til
að taka afstöðu m.a. til hugsanlegra
skattkerfisbreytinga, breytinga á
bóta- og stuðningskerfum og á
skipulagi húsnæðismála.
Það er jafn eðlilegt að verkalýðs-
hreyfingin setji fram tillögur í
skattamálum og að atvinnurekendur
berjist fyrir hugmyndum (kröfum)
um að skattar á atvinnurekstur séu
lækkaðir og regluverk allt einfaldað.
Vitlausir hvatar
Ég er sammála þeim forystu-
mönnum verkalýðshreyfingarinnar
sem halda því fram að tekjuskatts-
kerfi einstaklinga sé ranglátt og að
hvatar kerfisins séu vitlausir.
Launafólki er oft refsað fyrir að
bæta sinn hag. Við eigum samleið í
baráttunni um að lækka skatta á
venjulegt launafólk. Ég hef lagt
fram ákveðnar tillögur um kerfis-
breytingu, en þær eru langt í frá að
vera þær einu sem gætu verið skyn-
samlegar.
En ég á hins vegar enga samleið
með þeim sem telja nauðsynlegt að
láta kjarabaráttu snúast um að rýra
kjör annarra. Hugmyndir um marg-
þrepa tekjuskatt með sérstöku há-
tekjuþrepi 55% (og jafnvel hærra)
er dæmi um hvernig höfð eru enda-
skipti á hlutunum. Kjarabaráttan
sem miðar að því að jafna lífskjör
niður á við leiðir okkur í efnahags-
legar ógöngur. Markmiðið á að vera
að jafna upp á við – lyfta þeim upp
sem lökust hafa kjörin – létta undir
með þeim og fjölga tækifærunum.
Tvær stoðir eignamyndunar
Rauði þráðurinn í hugsjónum
mínum – í ræðu og riti – er sú sann-
færingin að gera eigi sem flestum
kleift að verða eignamenn. Ég lít svo
á að stjórnmálamanna hafi fáar mik-
ilvægari skyldur en að stuðla að fjár-
hagslegu öryggi einstaklinga og fjöl-
skyldna. Hið sama á við um verka-
lýðshreyfinguna og forystumenn
hennar. Fjárhagslegt sjálfstæði ís-
lensks launafólks á að vera eitt
helsta baráttumálið.
Þess vegna eru það vonbrigði hve
lítil umræða er um hvernig fjár-
hagslegt sjálfstæði einstaklinga og
fjölskyldna er best tryggt. Eigna-
myndun íslensks launafólk hefur
fyrst og fremst byggst á tveimur
meginstoðum; á lífeyrisréttindum
og á verðmæti eigin húsnæðis. Ég
óttast að áhersla verkalýðsforyst-
unnar á uppbyggingu félagslegs
húsnæðis í formi leigu kippi annarri
meginstoðinni undan eignamyndun
launafólks, ekki síst þeirra sem
lægstu launin hafa. Um leið er val-
frelsi í húsnæðismálum skert en
ekki aukið. Hættan er sú að milli-
stéttin og launamenn með lágar
tekjur verði leiguliðar og aðeins hin-
ir efnameiri búi í eigin húsnæði.
Verkalýðshreyfingin hefur með
réttu ítrekað nauðsyn þess að geng-
ið sé hreint til verks við að leysa
þann vanda sem glímt er við í hús-
næðismálum. Ríki og sveitarfélög
leika þar lykilhlutverk. Ríkið getur
endurhannað allt regluverkið þann-
ig að raunhæft sé að byggja ódýrar
íbúðir. Sveitarfélögin geta lagt sitt
af mörkum með því að tryggja
nægjanlegt framboð af lóðum á
verði sem er ekki ofviða venjulegum
Íslendingi.
Hið opinbera má hins vegar ekki
búa til fjárhagslegar þumalskrúfur
til að neyða launafólk til að „velja“
búsetuform í samræmi við pólitísk-
an rétttrúnað. Auðvitað vilja ekki
allir eignast eigið húsnæði – sumir
velja leigu. Með sama hætti og eng-
inn hefur rétt til þess að neyða þann
sem vill leigja til að ráðast í íbúða-
kaup, má ríkisvaldið, verkalýðs-
hreyfingin eða atvinnurekendur,
aldrei taka sér það vald að beina ein-
staklingum og fjölskyldum inn á
leigumarkaðinn með fjárhagslegum
þvingunum. Raunverulegt valfrelsi í
húsnæðismálum er eitt stærsta hags-
munamál launafólks.
Tækifæri í minni hagvexti
Við Íslendingar höfum notið
gríðarlegs uppgangs efnahagslífsins
síðustu ár. Tímabil mikils hagvaxtar
er hins vegar að baki. Í nýrri þjóð-
hagsspá Seðlabankans er gert ráð
fyrir að hagvöxtur verði 1,8% á þessu
ári. Þetta er minnsti vöxtur frá 2012
og töluvert minni en áður hafði verið
reiknað með. Frá 2012 hefur hag-
vöxtur verið að meðaltali nærri 4,5%
á ári. Umskiptin ættu því að vera öll-
um augljós ekki síst þeim sem sitja
við samningaborð vinnumarkaðarins.
Aukinn slaki í efnahagslífinu er
áskorun sem þarf að mæta en um leið
gefst ríki og sveitarfélögum tækifæri
til að slaka á klónni. Lækkun tekju-
skatts og útsvars einstaklinga er
skynsamleg og hleypir auknu súrefni
inn í efnahagslífið. Hið sama á við um
lækkun skatta á fyrirtæki. Umskiptin
í hagkerfinu skapa svigrúm fyrir ríkið
til að ráðast í arðbærar innviða-
fjárfestingar sem meðal annars er
hægt að fjármagna með því að um-
breyta eignum (m.a. í fjármálakerf-
inu) í samfélagslega innviði. Sé rétt á
málum haldið er því hægt að nýta
minni spennu í efnahagslífinu til að
leggja grunn að nýju hagvaxtar-
tímabili.
Ein krafa sem atvinnurekendur og
launafólk ættu að sameinast um er að
komið verði á stöðugleika í skattkerf-
inu, jafnt er snýr að fyrirtækjum sem
almenningi. Ég lít á það sem sam-
starfsverkefni stjórnvalda – þing-
manna og ríkisstjórnar – og aðila
vinnumarkaðarins að marka stefnu í
skattamálum til langs tíma. Þar
skiptir mestu að hugað sé að sam-
keppnishæfni landsins, jafnt atvinnu-
lífsins og heimilanna.
Skattkerfi og lífskjör verða ekki aðskilin
Eftir Óla Björn
Kárason
Óli Björn
Kárason
»Hugmyndir um
hvernig hægt er að
auka ráðstöfunartekjur
almennings með breyt-
ingum á skattkerfinu,
eru eðlilegur og nauð-
synlegur hluti af kjara-
baráttu.
Höfundur er þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins.