Morgunblaðið - 20.02.2019, Page 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2019
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ
Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum.
Þessi misserin verð-
ur mönnum tíðrætt
um fyrirhuguð veg-
gjöld til uppbyggingar
vegum landsins. Þessi
fyrirætlun stjórnvalda
hefur ekki verið út-
færð nákvæmlega en
mér skilst að hug-
myndin sé að skatt-
leggja/rukka bílnot-
endur fyrir notkun
þeirra á vegum landsins. Þetta er
auðvitað ofan á þá skatta sem bíl-
eigendur greiða í gegnum tolla og
skatta af bílum, eldsneyti og öðrum
þeim rekstrarkostnaði sem tengist
því að eiga og nota bíl. Sem er al-
veg slatti af peningum á hverju ári.
Sumir hverjir segja að það eigi að
nota alla þessa peninga í gatnakerf-
ið af því að það séu bíleigendur sem
greiða þá í ríkissjóð. Hvaða pen-
inga á þá að nota í heilbrigðis-
kerfið? Og menntakerfið? Ekki
miklar tekjur sem koma inn í þá
málaflokka af notendum þeirra
kerfa. Nei, mér finnst erfitt að
eyrnamerkja ákveðna skattpeninga
eins og skatta af bílum og ætlast til
þess að þeir verði eingöngu notaðir
til vegamála.
En svo get ég alveg tekið Ragnar
Reykás á þetta og sagt að allir pen-
ingar sem eru innheimtir í gegnum
sérstakan skatt í Framkvæmdasjóð
aldraðra, eigi að fara í uppbyggingu
á húsnæði og öðrum mannvirkjum
sem notaðir eru við öldrunarþjón-
ustu landsins. Sem er sko alls ekki
raunin og ekki sambærilegt að
mínu mati, því um framangreindan
sjóð gilda sérstök lög og í þeim
segir að allt það fé
sem er innheimt sam-
kvæmt lögunum beri
að nýta til uppbygg-
ingar á öldrunarþjón-
ustu hér á landi. Svo
hefur ekki verið.
Margir milljarðar
króna hafa á undan-
förnum árum verið
nýttir til reksturs
öldrunarheimila á
kostnað uppbygging-
arinnar. Sem hefur
svo komið okkur í það neyðar-
ástand sem ríkir í öldrunarmálum
landsins. Hundruð einstaklinga sem
bíða í brýnni þörf eftir að komast á
hjúkrunarheimili, jafnt heima hjá
sér sem og á Landspítalanum. Í
rándýrum rýmum á sjúkrahúsinu
sem væru miklu betur komin í
notkun við lækningar á þeim sem
þurfa á lækningu að halda.
Á hverju þingi koma þingmenn
stjórnarandstöðu fram með frum-
varp og/eða tillögur þess efnis að
allir þeir skattpeningar sem eru
innheimtir í gegnum Framkvæmda-
sjóð aldraðra fari eingöngu til upp-
byggingar öldrunarþjónustu. Og á
hverju þingi er þessi sama tillaga
felld af stjórnarmeirihlutanum. Á
næsta þingi eru þingmenn ef til vill
búnir að skipta um hlutverk en allt
fer á sama veg. Og áfram er hluti
skattpeninga Framkvæmdasjóðs
aldraðra notaður í annað en upp-
byggingu öldrunarþjónustu. Svipuð
saga bíður þess að verða skrifuð í
skýin varðandi veggjaldaskattpen-
ingana, jafn líklega og að sólin
komi upp í austri á morgun.
Eyrnamerktir
skattpeningar
Eftir Gísla
Pál Pálsson
Gísli Páll Pálsson
»Nei, mér finnst erfitt
að eyrnamerkja
ákveðna skattpeninga
eins og skatta af bílum,
og ætlast til þess að
þeir verði eingöngu
notaðir til vegamála.
Höfundur er forstjóri í Mörk,
hjúkrunarheimili.
gisli@grund.is
Rannsóknir á hita-
breytingum í gufuhvolf-
inu yfir lengri tímabil,
öld eða meir, eru vand-
kvæðum bundnar.
Margir hitamælar eru
staðsettir í þéttbýli sem
hefur vaxið mikið ára-
tugum saman eða leng-
ur. Mælarnir sumir eru
komnir í skjól mann-
virkja og gróðurs. Út-
geislun varma frá húsum og dökkum
götum hita loftið á sólardögum, heit-
ur reykur farartækja og véla hitar
loftið í kyrrviðri sem breytir með-
altölum mæligilda. Mælar í eða ná-
lægt þettbýli gefa því hitastig við aðr-
ar aðstæður en fyrir áratugum eða
öld og eru ónothæfir við að meta
loftslagsbreytingar. Þetta á t.d. við
elsta mælistað Íslands í Stykkis-
hólmi.
Yfir 7/10 jarðaryfirborðs er haf og
þar er lítið um hitamælingar (nema
úr gervihnöttum). Hitamælingar sem
birtar eru gefa því oftast til kynna
hitastig á landi sem er undir 3/10
jarðaryfirborðsins. Með landföstum
mælum gefa hitamælingar nálægt
sjó, ótruflaðar af mannabyggð, einna
bestu myndina af hitafarinu á 7/10
hlutum jarðar.
Hitamælingar á Íslandi
Lofthiti syðst á Íslandi mótast mik-
ið af hitastiginu á meginsvæði Norð-
ur-Atlantshafsins sunnan Íslands.
Upplýsingar um hitafar við Norður-
Atlantshafið gefa hitamælar, fjarri
mannabyggð, nálægt suðurströnd Ís-
lands. Mælirinn á Stórhöfða er fjarri
þéttbýli, á syðsta odda Heimaeyjar
og stendur á kletti yfir sjó, nærri
óhindraður veðragangur er þar úr öll-
um áttum. Mælingar með honum
ættu að gefa sæmilega mynd af
hitaþróuninni syðst á Norður-
Atlantshafsströnd Íslands.
Loftslagsbreytingar við
suðurströndina 1918-2018
Hlýjasta tímabil frá upphafi mæl-
inga er um 1940 syðst á landinu.
Hæsti hiti sem mælst hefur á landinu
frá upphafi mælinga
mældist árið 1939. Mikl-
ar sveiflur hafa orðið
síðustu hundrað árin.
Mikill kuldi var um 1918
og aftur um 1980 og var
kólnunin 2,5 C° frá 1940.
Eftir 1980 hlýnar aftur
og hlý ár milli 2003-2018
ná svipuðum hitastigum
og árin um 1940.
Greina má í línuritinu
yfir ársmeðalhita á
Stórhöfða (sjá mynd)
tilhneigingu til kóln-
unar síðustu árin. Árið 2015 var það
76., árið 2016 það 11., árið 2017 það
25. og árið 2018 það 35. hlýjasta á
tímabilinu 1918-2018, með hitastig
sem líkjast meira þeim sem mældust
á kuldaskeiðinu 1960-1990.
Í línuritinu yfir Stórhöfða sjást
tvær svipaðar sveiflur:
1) Mikil hlýnun eftir kuldana um
1919.
Hlýindaskeið 1930-1960. Hlýindin
ná hámarki um 1940.
Mikil kólnun 1960-1979.
2) Mikil hlýnun eftir kuldana um
1979.
Hlýindaskeið 1990-2018. Hlýindin
ná hámarki 2003-2018.
Vísbending um kólnun eftir 2018.
Ef hitasveiflur síðustu hundrað ára
halda áfram að endurtaka sig í
sama takti verður áframhaldandi
kólnun 2020-2040.
Heitasta árið frá upphafi mælinga á
Stórhöfða var árið 1941, þau köldustu
1979 og 1919. Hlýindaskeiðið 1990-
2018 er með óvæntu kuldakasti (1992-
1995) sem getur verið eðlileg sveifla
en er líklega að hluta til vegna eld-
gossins mikla í Pinatubo 1991 sem
losaði um 20 milljón tonn af brenni-
steinstvíildi upp í heiðhvolfið sem dró
úr sólarhitun jarðar næstu árin.
Svipaða loftslagsþróun og á Stór-
höfða er hægt að finna syðst á land-
inu þar sem lengri mæliraðir eru til,
fjarri þéttbýli. Á Hrepphólum sjást
svipaðar sveiflur og á Stórhöfða, hlýj-
asta árið frá upphafi mælinga þar er
1939. Á Vatnsskarðshólum eru mæl-
ingar birtar á vef Veðurstofunnar aft-
ur til 1949, hlýjasta árið þar er 1960. Í
mælingum á Keflavíkurflugvelli má
greina tilhneigingu til kólnunar 2003-
2018. Á mörgum stöðum á landinu,
t.d. í Reykjavík, eru 6 af 10 hlýjustu
árunum á hlýskeiðinu 1930-1960 eins
og á Stórhöfða.
Hitaþróun vestanhafs
Í Bandaríkjunum hafa nákvæmar
hitamælingar verið framkvæmdar í
langan tíma. Bæði loft- og haf-
straumar liggja þaðan til nyrsta hluta
N-Atlantshafsins og Íslands. Hita-
ferlið á Stórhöfða líkist í megin-
atriðum ferli meðalárshitans á landi í
Bandaríkjunum. Toppar og botnar
hitastigslínurita þar fylgja svipuðum
sveiflum og á Íslandi en eru nokkru á
undan samsvarandi toppum og botn-
um í hitalínuritum fyrr Ísland.
Nákvæmar og öruggar mælingar
hitamæla á landi frá Bandaríkjunum
og víðar er erfitt að finna í aðgengi-
legum gögnum. Sumar stofnananna,
sem gefa sig út fyrir að rannsaka
loftslagsbreytingar, eru á síðustu ár-
um farnar að birta „aðlagaðar“ hita-
tölur sem þýðir að þær gefa ekki upp
mældan hita frá þeim tíma sem gildin
voru lesin af mælunum.
Kólnunin í Norður-
Atlantshafinu
Í Norður-Atlantshafi við Íslands-
strönd hefur orðið nær samfelld kóln-
un í 15 ár. Hitamælingar í sjónum
víða við Íslandsstrendur sýna 1,5-
2,5°C kólnun á árunum 2003-2018.
Við Vestmannaeyjar hefur sjávarhit-
inn lækkað um 1,5°C frá 2003.
Kólnunin í Norður-Íshafinu
Sjávarhitinn við Norður-Íshafs-
strönd Íslands hefur farið lækkandi
eins og í N-Atlantshafinu. Við Gríms-
ey hefur sjávarhitinn lækkað um
2,5°C 2003-2018. Sumarútbreiðsla
hafíssins 2018 var um 1 milljón fer-
kílómetra meiri en 2012. Rúmmál
hafíssins hefur vaxið og er nú (feb.
2019) meira en síðustu árin á sama
árstíma. Kólnunin í hafinu nær þann-
ig til alls hafsvæðisins í kringum Ís-
land. Afleiðingin er að loftslag á land-
inu kólnar eins og tilhneigingin syðst
á landinu sýnir.
Niðurstaða um loftslags-
breytingar á Íslandi
Engin varanleg hlýnun loftslags
hefur orðið á syðsta hluta Íslands í
um 80 ár, frá 1940, en miklar sveiflur.
Sjórinn við Íslandsstrendur hefur
kólnað 2003-2018 og greina má merki
um loftslagskólnun á sama tímabili.
Ef loftslagssveiflur síðustu hundrað
ára halda áfram í svipuðum takti og
styrk er að vænta áframhaldandi
kólnunar loftslags næstu tvo áratug-
ina.
Það þýðir kuldaskeið með harðæri:
Minni afli, minni uppskera, landflótti
og hafís þegar kemur fram um 2030-
2040, sambærilegt við ástandið 1970-
1980. Kuldaskeið þarf að undirbúa í
tíma til að ráða við áföllin ef þau
verða að veruleika. Þessi spá, eins og
allar loftslagsspár, hefur mikla til-
hneigingu til að vera röng og er svo
að vona. Margar stofnanir í loftslags-
málum hafa spáð mikilli hlýnun lofts-
lags í meir en tvo áratugi. Þær spár
hafa allar reynst rangar.
Tölur um lofthita eru frá Veðurstofu
Íslands. Upplýsingar um sjávarhita
eru frá Hafrannsóknastofnun.
Upplýsingar um hafís eru frá DMI.
Eftir Friðrik
Daníelsson »Ef loftslagssveiflur
síðustu hundrað ára
halda áfram í svipuðum
takti og styrk er að
vænta áframhaldandi
kólnunar loftslags
næstu tvo áratugina.
Það þýðir kuldaskeið
með harðæri.
Friðrik Daníelsson
Höfundur er verkfræðingur.
Engin varanleg hlýnun lofts-
lags á suðurströndinni í 80 ár
Atvinna