Morgunblaðið - 20.02.2019, Page 21

Morgunblaðið - 20.02.2019, Page 21
Menning MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2019 Fyrir Alþingi ligg- ur nú frumvarp til nýrra laga um þung- unarrof, sem ætlað er að leysa rúmlega 40 ára gömul lög af hólmi. Með sam- þykki þessa frum- varps lýkur alda- langri baráttu og konur fá forræði yfir eigin líkama. Frumvarpið veit á mikið fram- faraskref. Með því er fest í sessi orð, þungunarrof, sem lýsir því ferli sem raunverulega fer fram þegar meðganga eða þungun er rofin. Það sem mikilvægara er, er að konur öðlast loksins rétt til að ráða yfir eigin líkama og lífi. Þriðja meginbreytingin sem felst í þessu frumvarpi er sá tímafrestur sem það markar; að rjúfa megi þungun allt til loka 22. viku hennar og að ákvörðun um það sé á hendi hinnar þunguðu konu. Þetta er vissulega breyting frá hinum takmarkandi lagaramma sem nú er í gildi, en er hins vegar í samræmi við veruleikann og skil- greiningar t.d. Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar á því hvenær fóstur er lífvænlegt. Úr máli margra má lesa þá hugmynd að konur velji af léttúð að rjúfa þungun á 22. viku. Er þá sjaldnast tekið tillit til þeirra áhrifa sem það hefur á konu að þurfa að leggja ákvörðun sína í hendur annarra. Niðurstöður rann- sóknar okkar sýna skýrt hve íþyngjandi þetta er konum, og að þetta veldur þeim streitu og skömm. Hverjum er það í hag að slík lög séu við lýði? Með afgreiðslu þessa frumvarps þarf þingið að velja milli tveggja möguleika. Annars vegar að konur hafi frelsi yfir líkama sínum, þar með réttinn til að ákveða sjálfar hvort þær bindi enda á þungun, innan lagaramma sem byggist á vísindum og þekkingu. Hins vegar að konur neyðist til að halda áfram meðgöngu sem þær vilja ekki, vegna þess að einhverjum öðrum þóknast það. Andstæðingar þessa frumvarps segja það bera merki öfgafem- ínisma og kalla það hættulegt og róttækt. Hvor tillagan er hættuleg fyrir samfélag sem státar af jafn- rétti og frelsi? Eftir Silju Báru Ómarsdóttur og Steinunni Rögnvaldsdóttur Steinunn Rögnvaldsdóttir » Verði frumvarp til nýrra laga um þung- unarrof að lögum öðlast konur loks forræði yfir eigin líkama. Höfundar skrifuðu bókina Rof: Frá- sagnir kvenna af fóstureyðingum (Háskólaútgáfan 2015). Silja Bára Ómarsdóttir Hver er hræddur við sjálfs- ákvörðunarrétt kvenna? Fyrir nokkru var mér bent á gamalt út- varpserindi sem flutt var 1. desember 1943 og birtist í Morgun- blaðinu tíu dögum síð- ar. Erindið veitir áhugaverða sýn á samninga okkar við ESB og þann orku- pakka sem nú liggur fyrir Alþingi til sam- þykktar. Hingað til hefur það ekki verið til siðs að synja slíkum fyr- irmælum. Prófessor Ólafur Lárusson sagði í fyrrnefndu útvarpserindi meðal annars: „Fullveldi þjóðar er í því fólgið, að hún eigi rjett á að ráða ein landi sínum og málum án íhlutunar annara. Það er sitt hvað að eiga rjett og að fá notið hans. Þjóð getur verið fullvalda að lögum, þótt hún sje það ekki í framkvæmd. Hún getur átt rjett til að ráða sjer sjálf, þótt aðrir meini henni með ofríki að neyta þess rjettar og taki sjer sjálfir vald til að ráða málum hennar.“ Ólafur hefur um þetta fleiri orð en segir síðan: „Mér þykir sérstök ástæða til að minna á þetta tvennt – fullveldi að lögum og fullveldi í framkvæmd …“ Ólafur minntist í erindi sínu full- veldisbaráttunnar en segir að við höfum haft fullveldi að íslenskum lögum frá 930, en fyrst Norðmenn og síðar Danir hafi farið með völdin í verki fram til 1874. Þá fékk Alþingi hlutdeild í löggjafar- og fjárveitinga- valdi í sérmálum Íslands. Um leið hafi framtakssamir Íslendingar get- að hafist handa við að bæta hag þjóðarinnar, fyrst af veikum mæti en síðar af meiri þrótti. Menn minn- ast enn Einars skálds Benedikts- sonar sem vildi þegar árið 1904 reisa stórvirkjun við Búrfell og hefja stór- iðju. Fullveldið endurheimtum við frá Dönum 1. desember 1918 og síð- an hafa verið ótrúlegar efnahags- legar framfarir hér á landi. Staðan fyrir 1874 var sú sama og á miðöldum. Má segja að Íslend- ingar hafi týnt hjólinu eins og einn vinur minn segir oft. Haffær skip eða bryggjur áttum við ekki, hvað þá skóla eða sjúkrahús, og fram- leiddum ekkert nema með prjóna- skap í torfkofum. Það breyttist þeg- ar við fengum fjárveitingarvald í sérmálum 1874. „Þannig reyndist oss það að láta aðra stjórna oss,“ segir Ólafur Lárusson í erindi sínu. Orð prófessors Ólafs Lárussonar eiga fullt erindi við þjóðina enn í dag og ef til meira nú en þegar þau voru sögð. Oft hef ég setið fundi eldri sjálfstæðis- manna og hlustað á þá áminna stjórnmála- mann í ræðustól um að það megi tala meira um frelsi. Svo virðist sem frelsið sé að verða svo sjálfsagt í hugum þjóðarinnar, að um það þurfi ekki að tala, rétt eins og það sé offramboð á frelsi. Þetta virðist meir áberandi hjá fólki eftir því sem það er yngra og ungt fólk á það til að telja frelsi fyrst og fremst fólgið í frelsi til að versla. Þjóðin virðist hafa gleymt því að frelsi þarf að varðveita og gæsla frelsisins þarf að vera sívirk. Frelsi er annað og meira en gerð viðskipta- samninga þar sem menn geta afsal- að smáskammti af fullveldi þjóðar- innar í einu til að ná hagstæðum kjörum. Nú er ekkert athugavert við að gera viðskiptasamninga eins og EES-samningurinn er, þar sem að- ilar afsala hluta af fullveldi sínu og slíkir samningar eru nauðsynlegir milli fullvalda ríkja. En sá samn- ingur er lifandi, það er endalaust verið að bæta við hann fleiri atriðum á fleiri sviðum að frumkvæði hins aðilans. Það fyrirkomulag kallar á sérstaka aðgát. Fullveldi í fram- kvæmd þarf ekki að afsala að fullu til að missa það að fullu. Ef erlendur aðili nær þeirri aðstöðu, að geta að eigin geðþótta sölsað undir sig meira og meira framkvæmdavald, er þá ekki útséð um fullveldi okkar? Heyra má óm viðvörunarbjöllu þegar rætt er um endalausan flaum reglugerða frá Evrópubandalaginu, flaum sem Alþingi þarf að sam- þykkja vegna EES-samningsins. Sá samningur kveður á um að lög og reglur hins samningsaðilans skuli innleiddar hér á færibandi eftir at- hugun þar sem merkja skal það sem við treystum okkur ekki til að sam- þykkja og síðan samið um undan- þágur. Slík athugun getur aldrei orðið nema í skötulíki, því lög ESB eru orðin svo flókin, með tilvísanir og tengingar hvert í annað og fjöld- inn slíkur að hundrað manna lið með aðgang að fjölda sérfræðinga þarf til verksins. Um þverbak hefur þó keyrt í um- ræðunni um orkupakkann. Þegar stjórnmálamenn og aðrir segja að við verðum að samþykkja þetta mál því ella vitum við ekki hvað gerist hljómar það sem hótun og viðvör- unarbjallan gellur hátt. Ef svo er komið er ESB komið í þá stöðu, að geta sölsað undir sig sífellt meiri völd að vild gegnum EES-samning- inn og fullveldi okkar er í hættu. Reglugerðin í dag getur skipt litlu og sú á morgun líka, en safnað yfir árin er það samt heilmikið. Fólkið á götunni veit þetta og vill ekki að stjórnmálamenn tali lengur til þeirra eins og afsal fullveldis sé smá mál og vill fá heildarmyndina. Fólk á götunni skilur fullveldi sem full- veldi í verki og skilur stjórnar- skrána í samræmi við það. Orku- pakkinn fjallar um auðlindirnar sem eru hliðstæðar fiskinum í sjónum. Verði orkupakkinn samþykktur er of langt gengið. Hann verður próf- mál. Frelsi og fullveldi Eftir Svan Guðmundsson Svanur Guðmundsson » Þjóðin virðist hafa gleymt því að frelsi þarf að varðveita og gæsla frelsisins þarf að vera sívirk. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og sjálfstæðissinni. svanur@husaleiga.is ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.