Morgunblaðið - 20.02.2019, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2019
✝ Sigríður fædd-ist í Reykjavík
16. október 1929.
Hún lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði
11. febrúar 2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Sigurjón Jónsson, f.
6.8. 1907, d. 29.2.
1992, hafnarstarfs-
maður, og Elínborg
Tómasdóttir, f.
16.9. 1906, d. 9.5. 1995, hús-
móðir og bóndi á Seljalandi.
Sigríður ólst upp á Seljalandi
í Reykjavík þar sem nú eru
gatnamót Safamýrar, Ármúla
og Háaleitisbrautar. Hún stund-
aði nám við Verzlunarskóla Ís-
lands og brautskráðist þaðan
vorið 1949. Að námi loknu réð
hún sig til starfa hjá Bæjar-
útgerð Reykjavíkur og starfaði
þar meðan Björn maður hennar
var í læknisfræðinámi.
Sigríður giftist Birni
Önundarsyni tryggingayfir-
lækni, f. 6.4. 1927, d. 10.1. 2010,
þann 6. 11. 1949. Foreldrar hans
voru hjónin Önundur Magnús-
son, f. 6.6. 1879, d. 2.9. 1945,
bóndi í Kumblavík í Sauðanes-
f. 1981, Sigríður Ösp, f. 1983,
Haukur Júlíus, f. 1989, og Arnar
Vilhjálmur, f. 1993; 3) Sigurjón,
f. 2.10. 1955, viðskiptafræðingur
í Reykjavík. Börn hans eru: Sig-
ríður, f. 1983, móðir Kristín
Gunnarsdóttir; Jóhann Hrafn, f.
1997, móðir Kristín Ellen
Bjarnadóttir; Juri Sampieri, f.
1998 og Christina, f. 29.9. 2011,
móðir Francesca Sampieri; 4)
Jóhanna, f. 5.5. 1960, flugfreyja
í Reykjavík, gift Gísla Gíslasyni
lögfræðingi og eru börn þeirra:
Birna, f. 1980, Inga Hanna, f.
1985, Lúðvík, f. 1992, Sigurjón,
f. 1996 og Gísli, f. 2002; 5) Björn
Sveinn, f. 3.6. 1966, fyrrv.
sóknarprestur á Útskálum, nú
sálfræðingur í Bandaríkjunum,
kvæntur Susönnu Lind Björns-
son snyrtifræðingi og eru börn
þeirra: Hanna Sóley, f. 1994,
Björn Douglas, f. 1996, og Bríet
Elínborg, f. 2000; 6) Tómas, f.
5.1. 1969, iðnrekstrarfræðingur
í Reykjavík, en dóttir hans er
Sylvía Guðrún, f. 1996, móðir
Júlía Sigurðardóttir.
Sigríður átti fimm systkini,
sem eru Dýrfinna Helga
Klingenberg, f. 5.7. 1931; Ingi-
björg, f. 31.10. 1933, d. 26. 9.
1999; Jörgen Jón Hafsteinn, f.
12.11. 1935, d. 24.3. 2013;
Magnús Tómas, f. 12.11. 1937, d.
7.10. 1993 og Jón Oddur Rafn, f.
5.5. 1942. Útför hennar fer fram
frá Háteigskirkju í dag, 20. febr-
úar 2019, klukkan 13.
hreppi, síðar verka-
maður og sjómaður
á Þórshöfn og
Raufarhöfn, og Jó-
hanna Stefáns-
dóttir, f. 19.12.
1889, d. 14.3. 1977,
húsmóðir og verka-
kona á Raufarhöfn.
Börn Sigríðar og
Björns eru:
1) Önundur
Sigurjón, f. 15.7.
1950, sóknarprestur á Breiða-
bólstað í Fljótshlíð. Sambýlis-
kona Kristjana Þráinsdóttir
flugfreyja. Var kvæntur Gígju
Hermannsdóttur íþróttakenn-
ara sem er látin. Þau skildu.
Síðari eiginkona Önundar var
Harpa Viðarsdóttir lyfjafræð-
ingur, þau skildu og eru börn
þeirra: Elínborg Harpa, f. 1993,
Björn Heimir, f. 1996, og Viðar
Gauti, f. 1997. Áður átti Önund-
ur: Sigríði, f. 1969, móðir Jó-
hanna Þórdís Björnsdóttir, látin,
og Eirík Sverri, f. 1974, móðir
Guðný Eiríksdóttir; 2) Elínborg
Jóhanna, f. 26.2. 1954, d. 11.1.
2006, lögmaður í Reykjavík, var
gift Arnari Haukssyni lækni og
eru börn þeirra: Björn Önundur,
Eiginlega er ekkert í þessu
lífi sjálfgefið, ekki einu sinni líf-
ið sjálft, hvað þá góðir foreldrar
og ástríkir. En ég átti því láni að
fagna að fæðast og alast upp hjá
góðum foreldrum, sem gerðu
allt sem í þeirra valdi stóð til að
gera líf barna sinna eins fagurt
og bjart og kostur var á. Ekki
skemmdi fyrir að fá að hoppa og
skoppa um allar koppagrundir
með móðurömmu minni fyrstu
árin, sem var bóndi og húsmóðir
á Seljalandi í Reykjavík, stór-
brotin kona sem leit svipuðum
augum á frelsi sitt og Bjartur í
Sumarhúsum.
Móðir mín sem kvödd verður
í dag var elst sex systkina, stór-
brotin og skemmtileg eins og
móðir hennar. Öll umgjörð og
andrúmsloft á æskuheimili
mömmu og síðar mínu ein-
kenndist af frelsi til athafna, því
það vissi hún amma mín að af
reynslunni einni lærði ungviðið
best.
Árið 1958 flutti fjölskyldan til
Flateyrar við Önundarfjörð,
hvar faðir minn tók við embætti
héraðslæknis. Við flutninginn
breyttist hagur minn nokkuð,
einkum að fá að stússa með
ömmu í búskapnum, að mestu
þó að þvælast fyrir henni. En
aldrei var orð haft á því, mun
fremur hrós fyrir dugnað og
hvatning. Mamma vann hjá
Bæjarútgerð Reykjavíkur með-
an pabbi stundaði nám.
Eftir flutninginn vestur var
hún heimavinnandi og hafði því
rýmri tíma til að taka á uppeld-
inu, sem kannski veitti ekkert
af. Þannig öðlaðist ég aukinn
skilning á frelsi og höftum,
frjálsræðinu sem ég naut hjá
ömmu minni annars vegar og
hins vegar höftum móðurinnar,
sem varð og vildi vita hvað börn-
in aðhöfðust. Sérstaklega lenti
ég í þessum niðurskurði enda
býsna uppátektasamur, því ekki
voru allar athafnir af gáfuleg-
ustu gerð.
Heimili foreldra minna var
ætíð opið fyrir gesti og aðra þá
sem við þau eða okkur systkini
áttu erindi. Mamma hafði sér-
stakt lag á að gera gestum vel til
og fór alls ekki í manngreinar-
álit þegar að því kom, sama
hvort það var skítugan krakka-
orm eða uppstrílaðan pólitíkus
sem bar að garði; allir fengu
sama eða svipaðan viðurgjörn-
ing.
Svo var önnur hlið á mömmu
sem sneri að mestu að verslun
og viðskiptum, kannski ekki al-
veg í eiginlegri merkingu þeirra
orða, heldur hafði hún yndi af að
gera góð kaup. Þannig minnist
ég þess frá unglingsárum að
fjölskyldan var norður á Strönd-
um. Mamma sótti fast að það
yrði stoppað í öllum kaupfélög-
um og öðrum verslunum sem á
vegi okkar yrðu þar nyrðra.
Þannig brá hún sér inn í
verslunina í Djúpavík, gerði þar
nákvæma könnun á verðlagi
vara og endaði svo með að
kaupa mestallt kryddið sem þar
fékkst; staukurinn kostaði ekki
nema eina krónu. Þegar til átti
að taka og nota þurfti kryddið
reyndist það allt saman gjör-
samlega bragðlaust, enda síðan
á síldarárum Djúpavíkur þegar
betur var að gáð. Fyrir þessu
hafði hún sérstakan húmor og
taldi sig hafa bjargað viðkom-
andi verslun frá bráðagjald-
þroti.
En mamma var stór kona,
hlý, glöð, jákvæð, ræðin en um-
fram allt stórskemmtileg. Það
verður seint þakkað fyrir það
skjól og skemmtilegu stundir
sem ég fékk að njóta með henni.
Hún var með einhverjum hætti
alltaf til staðar fyrir alla. Hún
var umhyggjusöm og leið með
þeim sem á brattann áttu að
sækja, heimsótti gamalt fólk og
þá sem hún vissi að voru ein-
angraðir.
Það var sorglegt að hún skyldi
ekki hafa fengið að njóta meiri
lífsgæða eftir fráfall pabba. En
dauðinn er sú skuld sem við eig-
um öll að standa skil á.
Almáttugur Guð varðveiti
minningu hennar meðal okkar.
Önundur S. Björnsson.
Elsku amma mín – eitt sinn
fyrir mörgum árum dreymdi mig
(Ingu Hönnu) að þú værir dáin,
ég man ennþá hvað mér leið illa,
lagðist í jörðina og grét eins og
lítið barn, en núna er það orðið
að veruleika og tilfinningin er
jafn slæm, en minningin um þig
hlýjar mér svo mikið.
Elsku amma, það sem við höf-
um gert mikið saman, við feng-
um að fara með þér og afa í
margar utanlandsferðir þar sem
þú fórst m.a. með okkur á mark-
aði og við máttum kaupa allt sem
við vildum, við fengum líka að
fara með ykkur út á land á sumr-
in þegar afi var að leysa af sem
læknir og svo eyddum við ófáum
stundum saman í sumarbústaðn-
um við Meðalfellsvatn, það var
dásamlegur tími.
Ég held að í hvert skipti sem
við fórum í bíltúr með þér höfum
við endað í ísbúðinni og af-
greiðslustúlkurnar þekktu þig,
þú elskaðir súkkulaðidýfu,
lakkrís og „djæm“ eins og þú
kallaðir það. Gjafirnar frá ykkur
afa voru alltaf þær sem við
systkinin biðum spenntust eftir
enda var það stærsti pakkinn og
dótið flæddi úr honum, hvort
sem það voru jólagjafir, afmæl-
isgjafir eða tækifærisgjafir.
Stundum laumuðumst við líka
í gjafaskápinn til að sjá hvað
væri til en hann var svo stór með
svo mikið af dóti að það fóru
margir tímar í að skoða, svo þeg-
ar þú komst að því þá leyfðir þú
okkur að velja dót úr honum.
Elsku amma, þú varst svo
glæsileg kona, allir töluðu um
það hvert sem þú fórst og við
vorum svo stoltar af því að þú
værir amma okkar, þú ert fyr-
irmyndin okkar.
Þú passaðir upp á það að við
værum alltaf fínar með greitt
hár, í hreinum fötum – þannig
vildir þú hafa okkur og þannig
varst þú sjálf með varalit og
nýbúin í greiðslu.
Við minnumst líka sundferð-
anna þar sem þú gerðir æfingar
í sturtunni og kenndir okkur að
gera æfingar svo við yrðum með
svona fallegan vöxt eins og
langamma Elínborg, mamma
þín. Þú passaðir upp á að öllum
liði vel og varst aldrei reið við
okkur. Þú barst virðingu fyrir
öllum og vildir hjálpa þeim sem
minna máttu sín.
Elsku amma, það var svo gott
að finna hlýjuna frá þér og
faðmlagið þitt alltaf þegar mað-
ur kom í heimsókn til ykkar eða
á morgnana þegar við fengum
að gista hjá ykkur þá tók þinn
stóri faðmur alltaf við eins og
við værum að hittast eftir lang-
an aðskilnað, þú nývöknuð í
náttkjólnum þínum en samt al-
veg eins og fegurðardrottning.
Þú varst líka eins og klettur hjá
okkur þegar við eignuðumst
börnin okkar, og tókst lang-
ömmubörnunum þínum með
jafn mikilli hlýju og ást, líkt og
þínum eigin börnum.
Elsku amma, nú er komið að
kveðjustund, við söknum þín svo
sárt, besta amma í heimi – takk
fyrir allt.
Birna og Inga Hanna.
Hún Sigga systir dó í morgun
voru skilaboð frá Bóa, Jóni O.
Sigurjónssyni bróður hennar,
að morgni 11. febrúar. Þetta var
ekki óvænt andlát. Sigríður
hafði dvalið lengi í góðu atlæti
hjá yndislegu starfsfólki á
Hrafnistu í Hafnarfirði og síð-
ustu árin hafði andlegri getu
hrakað.
Fyrir mánuði héldu allir ætt-
ingjar upp á 50 ára afmæli Tóm-
asar sem er yngstur af börnum
Sigríðar, á Hrafnistu og hún þá
umvafin af börnum, barnabörn-
um og tengdabörnum sem öll
knúsuðu og kysstu ömmu sína
sem þá var þarna falleg og
uppábúin eins og alltaf, en þó
var hún ekki þarna.
Sigríður var fædd og uppalin
á Seljalandi, bóndabæ við
Suðurlandsbraut, dóttir
hjónanna Elinborgar Tómas-
dóttur og Sigurjóns Jónssonar,
ein úr sex systkina hópi, og eru
nú tvö eftir á lífi; Dista frænka,
Dýrfinna ljósmóðir, og Bói, Jón
Oddur, verktaki og bólstrari.
Sigríður giftist ung Birni Ön-
undarsyni lækni og eignuðust
þau sex mannvænleg börn. Af-
komendur þeirra eru fjölmargir
og nöfn foreldra og langforeldra
margendurtaka sig hjá afkom-
endum.
Sigríði og Birni var annt um
ættingja sína og glæsilegt heim-
ili þeirra stóð ávallt opið gestum
og gangandi.
Sigríður var eldsnögg að
galdra fram veislumat og góð-
gjörning og voru börn og barna-
börnin tíðir gestir. Þau fylgdust
vel með þeim öllum og voru sjálf
iðin að sækja þau heim hvort
heldur var hérlendis eða er-
lendis.
Þá hálfu öld sem ég hef þekkt
Sigríði hefur hún ávallt verið
boðberi gleði og hlýju og ein-
staklega lagin við barnabörnin.
Hún var óspör á hrós og
hvatningu. Sigríður og Björn
voru vinmörg og vinir þeirra
urðu einnig jafnframt vinir allr-
ar fjölskyldunnar.
Það var Sigríði því mikið áfall
er Björn féll frá. Voru börnin og
barnabörnin því iðin að sækja
hana heim til gleði og uppörv-
unar.
Það er af miklu að taka úr
hafsjó minninganna og að
leiðarlokum er mér mikilvægt
að þakka tengdamóður minni
allan stuðning, gleði og hvatn-
ingu og elsku við börn mín og
barnabörn sem sjá nú á eftir
elskulegri ömmu.
Guð geymi minningu Sigríðar
Sigurjónsdóttur.
Arnar Hauksson, Björn
Önundur, Sigríður Ösp,
Haukur Júlíus og
Arnar Vilhjálmur.
Kveðja frá Distu systur:
Þú gengin ert hugglöð á frelsarans
fund
og fagnar með útvaldra skara
þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver
und.
Hve gott og sælt við hinn hinsta blund
í útbreiddan faðm Guðs að fara.
Nú kveðja þig vinir með klökka og þrá
því komin er skilnaðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að sjá
í alsælu og fögnuði himnum á,
er sofnum vér síðasta blundinn.
(Hugrún)
Hvíl þú í Guðs friði, elsku
hjartans systir mín, hafðu þökk
fyrir allt og allt.
Dýrfinna H.K.
Sigurjónsdóttir.
Á kveðjustundu Sigríðar móð-
ursystur okkar streyma minn-
ingarnar fram í hugann. Allt eru
það góðar minningar og hjörtun
full þakklætis fyrir að hafa feng-
ið að njóta kærleika Siggu
frænku, eins og hún var alltaf
kölluð innan fjölskyldna okkar.
Fíngerð, glæsileg kona með
uppsett hár og rauðleitan vara-
lit, alltaf vel til höfð svona „eleg-
ant“ og frá henni geislaði bros
og væntumþykja.
Hún var sannkallaður gleði-
gjafi og sýndi einlægan áhuga á
högum okkar systkinanna sem
og fjölskyldna okkar.
Fyrstu minningar ná um sex-
tíu ár aftur í tímann þegar Sigga
og Björn bjuggu með elstu börn-
um sínum í kjallaranum hjá afa
og ömmu á Seljalandi. Þar hitt-
umst við barnabörnin sem þá
voru fædd og lékum okkur sam-
an í ævintýraveröld sveitabú-
skapar í Reykjavík.
Síðan fluttu Sigga og Björn
vestur á Flateyri þar sem hann
gerðist héraðslæknir í nokkur
ár. Minning er um langt ferðalag
þangað en góðar móttökur á
leiðarenda þar sem við frænd-
systkinin ærsluðumst saman og
gistum í flatsæng á gólfinu. Þeg-
ar þau hjónin fóru aftur suður
með barnahópinn sinn fluttu þau
í nýbyggt hús við Brekkugerði.
Þar var gestkvæmt og minn-
umst við þess að mamma kom
oft við þar á leið heim úr vinnu.
Stundum var mikið skrafað í
eldhúskróknum en þegar eyru
okkar tóku að „blakta“ af for-
vitni vorum við send fram til að
leika við frændsystkinin.
Þungur harmur var að fjöl-
skyldunni kveðinn þegar Elin-
borg dóttir þeirra hjóna lést úr
krabbameini langt um aldur
fram. Þá var sem lífsneistinn
dofnaði hjá Siggu og eftir lát
Björns hallaði hratt undan fæti
hjá henni.
Vinátta Dýrfinnu móður okk-
ar og Siggu frænku var einstök.
Báðar glaðværar, barnmargar
og milli þeirra ríkti ætíð inni-
legur systrakærleikur. Móðir
okkar (Dista systir) tók á móti
flestum börnum og mörgum
barnabörnum systur sinnar og
fylgdist af kostgæfni með upp-
vexti þeirra allra.
Þær systur báðar hafa ætíð
verið aufúsugestir á heimilum
og í veislum beggja fjölskyldna.
Segja má með sanni að hjörtu
þeirra systra hafi slegið í takt,
svo samrýndar voru þær. Nú
skilja leiðir þeirra að sinni en
minningin um þeirra síðasta
fund við sjúkrabeð Siggu
frænku á Hrafnistu viku fyrir
andlát hennar, gleymist seint
þeim okkar sem þar voru.
Handartakið slitnar, sem þakkaði
kynni
samvistir allar og síðasta fund.
Sálirnar tengjast við tillitið hinsta
taug, sem að slítur ei fjarlægðin blá.
Brenna í hjartnanna helgidóm innsta
hugljúfar minningar samverustund-
unum frá.
(Erla)
Við biðjum Guð á sorgar-
stundu að blessa minningu
Siggu frænku og vera með öllum
börnum hennar, móður okkar,
Bóa frænda sem og fjölskyld-
unni allri. Við skulum öll minn-
ast þess að Jesús sagði: „Ég er
upprisan og lífið. Hver sem trú-
ir á mig, mun lifa þótt hann
deyi.“ (Jóh. 11,25).
Elinborg, Elinóra Inga,
Magnús Jóhannes, Þórey
Stefanía, Sigríður Helga,
Jón Helgi og Sigrún Jóna
Sigurðarbörn.
Það eru liðin 70 ár síðan við
Sigga vorum nemendur í
Verzló, en þar kynntumst við.
Við vorum þrjár mikið saman.
Sigga, Inga Jóns og ég. Þetta
var góður þríhyrningur, við vor-
um alltaf góðar vinkonur, bæði í
stríðu og blíðu. Því miður féll
Inga okkar frá, aðeins 57 ára,
blessuð sé minning hennar.
Ég minnist sérstaklega tím-
ans þegar við Sigga vorum
heima hjá mér að læra undir
lokaprófið. Þú varst nýbúin að
kynnast mannsefninu þínu,
honum Birni. Hann fylgdist
grannt með Siggu sinni, hefði
helst viljað hafa hana alltaf hjá
sér. En Sigga mín, þið voruð þá
og alla tíð yndislegt par. Það
var tekið eftir kærleikanum
sem þið sýnduð hvort öðru þeg-
ar þið genguð saman úti, það
mátti sjá að þið höfðuð fundið
hina einu sönnu ást.
Það kom að lokaprófinu. Öll
stóðumst við prófin og lögðum
af stað út í heiminn. Sumir vildu
læra meira, eins og Inga vin-
kona okkar, hún fór til Banda-
ríkjanna í verslunarnám.
Við vorum nokkrar skóla-
systurnar áfram í saumaklúbb
eftir útskrift og héldum alltaf
sambandi.
Svo komu börnin ykkar og
námið hans Björns, þið fluttuð
vestur á Flateyri. Einu sinni
kom ég með vinkonu minni til
þín á Flateyri. Við fengum höfð-
inglegar móttökur, eins og allir
sem komu til ykkar. Síðan
byggðuð þið ykkur hús við
Brekkugerði í Reykjavík þar
sem þið áttuð mörg góð ár.
Þú lætur þér svo annt um þá
sem mega sín lítils. Ég man
hvað þú hugsaðir vel um systur
þína, þegar hún lá veik. Þú fórst
oft til hennar og hlúðir að
henni. Þú hugsaðir vel um dótt-
ur þína sem var lengi veik og
féll að lokum frá.
Nei, lífið er ekki bara dans á
rósum. Björn hafðir þú veikan
heima í langan tíma. Þú komst
líka til mín þegar ég lá á spítala,
hristir koddann minn og vildir
vera viss um að það færi vel um
mig.
Hvenær sem ég þurfti á
lækni að halda hringdi ég til þín
og þú vísaðir mér á góðan
lækni.
Elsku Sigga, ég tek undir
með Páli postula sem skrifar í
Filippíbréfinu, 4. kafla 5. og 6.
vers: „Ljúflyndi yðar verði
kunnugt öllum mönnum. Drott-
inn er í nánd.
Verið ekki hugsjúkir um
neitt, heldur gjörið í öllum hlut-
um óskir yðar kunnar Guði með
bæn og beiðni og þakkargjörð.“
Þetta finnst mér lýsa þér vel.
„Ljúflyndi“, þetta er fallegt orð
sem mér finnst eiga vel við þig
sem varst alltaf svo elskuleg og
jákvæð.
Ég þakka þér fyrir hverja
stund sem við áttum saman,
þær hafa allar verið yndislegar.
Fjölskyldu þinni allri votta
ég mína dýpstu samúð.
Guðrún Margrét
Jóhannsdóttir.
Hún Sigríður Sigurjóns-
dóttir, ein elsta vinkona okkar
hjóna, er látin.
Við hjónin höfum þekkt Sig-
ríði og Björn mikinn hluta æv-
innar og eigum bara góðar
minningar frá samverustundum
okkar. Sérstaklega er minnis-
stætt tímabilið sem við bjugg-
um öll á Flateyri við Önundar-
fjörð, Björn var þá
Sigríður
Sigurjónsdóttir
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017