Morgunblaðið - 20.02.2019, Síða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2019
NOVA2 hlutirnir eru einfaldir og stílhreinir. Serían einkennist af hárfínum smá-
atriðum, úthugsaðri og einfaldri fagurfræði sem byggð er á hreinum línum og
sívölum formum.
SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS
NOVA2
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Mér finnst mikilvægt að koma heim
að flytja þessi verk og að Íslendingar
geti heyrt þau. Ég spila mest í öðrum
löndum og er þá oft að útskýra hvað
tónskáldin okkar hér eru að fást við.
Mér finnst mjög gaman og spennandi
að spila verkin fyrir fólkið hér sem
þekkir tónskáldin og hvað þau eru að
gera,“ segir Sæunn Þorsteinsdóttir
sellóleikari. Hún er að segja frá ís-
lensku verkunum sem hún mun flytja
á tónleikum sínum í Ásmundarsal við
Freyjugötu í kvöld, miðvikudag,
klukkan 20. Um er að ræða útgáfu-
tónleika Sæunnar en ný plata hennar,
Vernacular, kemur út 8. mars næst-
komandi hjá bandarísku útgáfunni
Sono Luminus. Á tónleikunum hyggst
Sæunn leika öll fjögur verkin á plöt-
unni: Afterquake eftir Pál Ragnar
Pálsson, 48 images of the moon eftir
Þuríði Jónsdóttur, O eftir Halldór
Smárason og Solitaire eftir Hafliða
Hallgrímsson. Tónleikarnir eru þeir
fyrstu í Ásmundarsal síðan húsið var
endurnýjað og opnað á ný í fyrra.
„Sópast að mér“
Sæunn Þorsteinsdóttir er einn
kunnasti sellóleikari þjóðarinnar. Hún
lauk meistaraprófi frá Juilliard-
tónlistarháskólanum í New York og
hefur leikið á fjölda tónleika og tón-
listarhátíða víða um lönd, meðal ann-
ars sem einleikari með virtum sinfón-
íuhljómsveitum. Sæunn kennir við
Washington-háskóla í Seattle.
„Það er líka ánægjulegt að hafa út-
gáfutónleika hér og fagna með tón-
skáldunum,“ segir hún og byrjar að
segja frá verkunum. Hún segir Solit-
aire Hafliða hafa verið eitt fyrsta ís-
lenska einleiksverkið sem hún flutti.
„Það að Hafliði er líka sellóleikari
færir það nær mér en flest önnur verk
en það er líka mjög flott og ég hef hrif-
ist af því frá byrjun. Svo hafa hin
verkin einhvernveginn sópast að
mér,“ segir hún og brosir en þau eru
öll samin fyrir hana. Þuríður samdi
sitt verk fyrir Sæunni að flytja á um-
talaðri Íslandshátíð í hinni nýju tón-
listarhöll, Elbphilharmonie, í Ham-
borg. „Það var mjög spennandi að fá
að flytja það á einum fyrstu tónleik-
anna í þessum glæsilega sal og verk-
inu var mjög vel tekið.“ Hún segist
hafa unnið talsvert með Halldóri síðan
þau hittust fyrst á Ísafirði í tengslum
við hátíðina Við djúpið og síðan voru
bæði búsett í New York. Páll Ragnar
samdi síðan Afterquake sem eins-
konar framhald við hljómsveitar-
verkið Quake sem Sæunn hefur flutt
víða og hlotið mikið lof fyrir. „Páll
kemur þar með nýjar hugmyndir en
út frá sama tungumáli og birtist í
Quake,“ útskýrir Sæunn og lofar sam-
starfið við útgáfuna Sono Luminus.
Hugmyndin að þessari nýju plötu
kviknaði er hún var að hljóðrita
Quake fyrir útgáfuna í fyrra; sú plata
kemur ekki út fyrr en í haust en fyrst
verður útgáfunni með verkunum fjór-
um fagnað í Ásmundarsal í kvöld.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Einleikarinn Í tengslum við nýju plötuna var tekið upp myndband með Sæunni í Ásmundarsal í gær.
Spennandi að spila hér
Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari leikur fjögur íslensk
einleiksverk á útgáfutónleikum í Ásmundarsal í kvöld
Það fyrsta sem vekur athyglirýnis á bókinni Mín sök erkápan sem við fyrstu sýnvirðist hafa lent í rigninu
eða sjóroki. Eftir lestur bókarinnar
er útlit hennar rökrétt. Á frummál-
inu heitir sagan I Let You Go, er eft-
ir Clara Mackin-
tosh og kom fyrst
út í Bretlandi árið
2014. Mín sök er
fyrsta bók höf-
undar og hlaut
hann fyrir Theak-
stons Old Pecu-
lier Crime Novel-
verðlaunin 2016;
bókin hefur selst í
milljónum ein-
taka út um allan heim.
Mín sök fjallar um leit að öku-
manni sem ekur á ungan dreng rétt
við heimili hans með þeim afleið-
ingum að hann deyr. Móðir drengs-
ins verður vitni að ákeyrslunni en
ökumaður bílsins lætur sig hverfa af
vettvangi. Við tekur rannsókn lög-
reglu sem lítið verður ágengt í
fyrstu a.m.k. Inn í söguna fléttast
heimilisofbeldi, fjölskylduvandamál,
fjárskortur lögreglu, sigrar og sorg-
ir.
Harmleikur, spenna, ofbeldi, góð-
vild, skarpir rannsóknarlögreglu-
menn og óvæntur endir er upp-
skriftin að góðri sakamálasögu. Allt
þetta fyrirfinnst í Mín sök og gæti
gert söguna fyrirsjáanlega en flétta
bókarinnar kemur í veg fyrir það
með atburðarás sem svo sannarlega
kemur á óvart þegar líður að lokum
bókarinnar. Höfundurinn nýtir sér
12 ára reynslu sem hún öðlaðist í
störfum hjá bresku rannsóknarlög-
reglunni og lætur tilfinningarnar
sektarkennd og sorg sem hún hafði
sjálf upplifði eftir sonarmissi vera
allt umvefjandi í söguþræðinum.
Það má leiða að því líkur að vegna
reynslu Mackintosh þá verði per-
sónusköpun í bókinni trúverðug.
Rannsóknarlögregumennirnir sem
koma mest við sögu, Ray, Kate og
Stumpy eru trúverðugir karakterar.
Sem og Mags, eiginkona Ray og
dýralæknirinn Patrick. Það á líka við
um aðalpersónu bókarinnar Jennu
Gray sem lætur sig hverfa stuttu
eftir ákeyrsluna. Ian er að mínu
mati ekki trúverðugur þrátt fyrir að
hann eins og Jenna segi frá sinni hlið
mála í fyrstu persónu í bókinni. Það
getur verið örlítið ruglingslegt í
byrjun að átta sig á því hver er að
tala.
Þráður sögunnar í Mín sök er
spennandi og óvæntur eins og góðar
spennusögur eiga að vera. En á
sama tíma þarf lesandinn að móta
sér afstöðu án þess að vita alla mála-
vöxtu þegar honum er boðið með í
dómsal þar sem mál ökumannsins
sem keyrði niður litla drenginn er
tekið fyrir. Að lesa Mína sök er svo-
lítið eins og að horfa á sakamálaþátt
í sjónvarpinu. Staðalmyndir breskra
lögreglumanna eru í hávegum hafð-
ar. Geðvondi yfirmaðurinn, vinnu-
alkarnir, hjónabandsvandræðin og
bjórkollan eftir vinnu í stað kleinu-
hringja í amerískum sakamálaþátt-
um.
Á köflum finnst rýni sagan fullýkt
og missa trúverðugleika en höfund-
ur hefur vissulega leyfi til þess að
segja söguna á hvern þann hátt sem
honum sýnist. Það er ákveðinn
styrkleiki sögunnar að lesandinn
fær að skyggnast inn í þankagang
þess sem verður fyrir ofbeldi og eins
þess sem beitir því. Skyggnast örlít-
ið inn í heim þess sem missir og þess
sem valdur er að missi.
Bókina Mína sök er alveg þess
virði að lesa að mati þessa rýnis, sem
fannst oftast nær erfitt að leggja
bókina frá sér vegna spennu yfir
framhaldinu.
Ljósmynd/Astrid di Crollanza
Mackintosh Rýni fannst oft erfitt
að leggja bók hennar frá sér.
Spennandi og
óvæntur þráður
Glæpasaga
Mín sök bbbmn
Eftir Clare Mackintosh.
Eyrún Edda Hjörleifsdóttir þýddi.
JPV útgáfa 2019. Kilja, 425 bls.
GUÐRÚN
ERLINGSDÓTTIR
BÆKUR
Áróra, hljómsveit bassaleikarans
Sigmars Þórs Matthíassonar, kem-
ur fram á vordagskrá Jazzklúbbs-
ins Múlans á Björtuloftum í Hörpu í
kvöld, miðvikudag, kl. 21.
„Sigmar gaf út sína fyrstu sóló-
plötu, Áróra, í september 2018.
Tónlistinni má lýsa sem kraftmikilli
blöndu af jazzi, poppi og rokki sem
ber keim af nokkurri ævintýra-
mennsku en þó stöðugleika á köfl-
um. Á tónleikunum munu lög af
plötunni fá að hljóma auk nokkurra
splunkunýrra laga,“ segir í tilkynn-
ingu frá tónleikahöldurum.
Hljómsveitina skipa auk Sigmars
á raf- og kontrabassa, þeir Jóel
Pálsson og Helgi Rúnar Heiðarsson
á saxófóna og klarínett, Ásgeir
Ásgeirsson á gítar og önnur
strengjahljóðfæri, Kjartan Valde-
marsson á píanó og Magnús
Trygvason Eliassen á trommur.
Múlinn er að hefja sitt sautjánda
starfsár en hann er samstarfsverk-
efni Félags íslenskra hljómlistar-
manna (FÍH) og Jazzvakningar.
Alls verða 17 tónleikar á vordag-
skrá Múlans. Tónleikadagskráin er,
að sögn skipuleggjenda, að „vanda
bæði bæði metnaðarfull og fjöl-
breytt“ og „gott dæmi um þá miklu
grósku sem einkennir íslenskt jazz-
líf þar sem allir straumar og stefn-
ur eiga heima“. Miðar fást í miða-
sölu Hörpu, harpa.is og tix.is.
Áróra á Múlanum í kvöld