Morgunblaðið - 20.02.2019, Síða 33
VIÐTAL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Heimildarmyndin ClubDub The
Movie var frumsýnd í Sambíóunum
í Egilshöll 3. febrúar síðastliðinn
en hún verður þó ekki sýnd í kvik-
myndahúsum heldur í appi Sjón-
varps Símans eða Premium. Sýn-
ingin í Egilshöll var boðssýning
fyrir vini, vandamenn og þá sem
komu að gerð myndarinnar en í
henni er rakin saga félaganna Ar-
ons Kristins Jónassonar og Brynj-
ars Barkarsonar sem skipa raf-
tónlistardúettinn ClubDub og notið
hafa mikilla vinsælda frá því í
fyrrasumar. Þeir sem yngri eru
kannast við smellina „Clubbed
Up“, Drykk 3x“ og „Eina sem ég
vil“ en hinir eldri líklega ekki,
nema þeir fylgist vel með klúbba-
tónlist. Hinar skyndilegu og nokk-
uð óvæntu vinsældir dúettsins
leiddu til þess að þeir félagar voru
bókaðir á tónleika víða um land og
á næstum hvert einasta busaball á
landinu, eða svo segir a.m.k. í til-
kynningu vegna myndarinnar.
„Sýnt er frá daglegu lífi Arons og
Brynjars haustið 2018, þar sem
þeir spiluðu á níu busaböllum út
um allt land, annar lagðist undir
skurðhníf, hinn litaði á sér hárið í
hverri viku en báðir skemmtu sér
konunglega,“ stendur m.a. í til-
kynningunni.
Hvar verður maður eftir ár?
Það er heldur óvenjulegt og jafn-
vel einkennilegt að gerð sé heimild-
armynd um dúett sem er svo nýr
af nálinni og vakti það forvitni
blaðamanns sem sló á þráðinn til
Arons til að fá frekari upplýsingar.
Og hann var spurður einmitt að
þessu, hvernig stæði á því að búið
væri að gera heimildarmynd um
ClubDub sem er ekki einu sinni
eins árs gamall dúett. „Málið er
bara að það gerist allt svo hratt
hérna á Íslandi og líka í heim-
inum,“ svarar Aron og er tíminn
greinilega hugleikinn. „Hvar verð-
ur maður eftir ár?“ spyr hann,
„fyrir ári var ég ekki að gera neitt,
bara í skóla.“
– Hver átti þessa hugmynd?
„Við vorum fjórir sem fengum
þessa hugmynd, þ.e. ég, Brynjar,
umboðsmaðurinn okkar Bergþór
Másson og leikstjórinn Vignir Daði
Valtýsson sem mætti með okkur á
alla viðburði sem við tókum upp á
þessu tveggja mánaða tímabili,“
svarar Aron. „Þegar við höfðum
verið bókaðir á einhver 13 busaböll
ákváðum við bara að það væri
gaman að taka upp og sjá hvað við
gætum gert við það efni. Alltaf
þegar maður er að spila er einhver
annar frægur að spila og maður
getur tekið viðtal við hann og spurt
hvað honum finnst um þetta.“
Skapandi menn
Aron segir myndina ekki beinlín-
is heimildarmynd um þá félagana
heldur frekar um ákveðið tímabil,
sumarið 2018. Heilmikil breyting
hafi orðið á högum þeirra Brynj-
ars. „Maður fór úr því að vera bara
að einbeita sér að skólanum í að
einbeita sér að því að skemmta
tugum þúsunda manna á tveimur
vikum eða eitthvað,“ útskýrir Aron.
Í myndinni megi m.a. sjá viðtöl við
þá Brynjar þannig að fólk geti
kynnst þeim betur. „Í þessari
mynd gefst tækifæri á að kynnast
okkur á mjög einlægan hátt, hverj-
ir við erum í raun og hvernig
stemningin er á tónleikum hjá okk-
ur.“
– Nú veit ég nánast ekkert um
ykkur, hvað eruð þið gamlir til
dæmis og hvers vegna fóruð þið að
starfa saman?
„Þetta byrjaði allt þegar við vor-
um saman í Versló, ég er fæddur
1995 og hann 1996. Við vorum þar
saman í nefnd sem heitir 12:00 sem
er svona grín-vídeónefnd,“ svarar
Aron. „Við vorum báðir reknir úr
Versló, vorum að svindla í prófum
og drekka í skólanum. Síðan kom
tveggja ára pása eftir menntaskóla
þar sem við töluðum eiginlega ekk-
ert mikið saman, við Brynjar, en
við höfum alltaf viljað skapa eitt-
hvað þannig að við ákváðum að
hittast og mixa eitthvað saman í
stúdíói. Við erum mjög ofvirkir
gaurar og viljum koma einhverju
efni frá okkur.
Við gerðum þessa plötu í sumar
sem heitir Juice Menu Vol. 1 og
fyrsta lagið af henni, „Clubbed
Up“, varð vinsælasta lagið á
Íslandi eftir tvær vikur eða þar um
bil, var í fyrsta sæti í sex vikur eða
eitthvað,“ segir Aron.
Opnir fyrir öllu
„Ástæðan fyrir því að við gerð-
um þessa mynd var að þetta var
ótrúlega gaman og það verður líka
ótrúlega gaman að horfa á þetta
eftir nokkur ár og sjá hvernig
bransinn var árið 2018, að það var
margt að gerast rosalega hratt í
bransanum þá,“ segir Aron og
nefnir nokkra tónlistarmenn sem
áttu virkilega gott ár í fyrra, m.a.
rapparana Birni og Króla.
– Það þarf kannski fleiri svona
myndir upp á að skrá tónlistarsög-
una?
„Algjörlega og þetta er ekki ein-
hver „conclusion“ á okkar ferli, við
erum rétt að byrja. Þetta er bara
skemmtilegt uppátæki hjá okkur,
við elskum að skapa, hvort sem
það er tónlist, myndefni, þáttur eða
annað, við erum á YouTube að fífl-
ast líka og opnir fyrir öllu,“ segir
Aron.
Partítónlist
– Þið urðuð vinsælir mjög hratt,
veistu hvað gerðist nákvæmlega?
„Þetta varð bara „viral“. Málið
er að við gáfum bara út, markaðs-
settum þetta ekkert og okkar
mottó var eiginlega bara að ef
þetta væri gott myndi þetta ein-
hvern veginn rata langt. Ef eitt-
hvað er gott þá er það gott, það er
ekki hægt að ýta einhverju í gegn
sem er ekki gott,“ segir Aron.
Þá sé bakland þeirra Brynjars
gott og þeir þekki marga í brans-
anum. „Við gáfum út viku fyrir
Secret Solstice en enduðum á að
taka fjögur sett á Solstice, tókum
eitt lag hjá fjórum ólíkum artistum
og það var kannski þannig sem
ungdómurinn fékk forsmekkinn af
því hvernig er að hlusta á ClubDub
og fór í kjölfarið að hlusta meira á
okkur,“ segir Aron.
Spurður út í hvernig þeir skil-
greini tónlist sína svarar Aron að
þetta sé einfaldlega partítónlist,
klúbbatónlist. „Við viljum ekki
beint vera að setja einhvern stimpil
á hana, þetta er bara partítónlist,“
segir hann og nefnir að tónleikar
þeirra hreyfi heldur betur við gest-
um. „Það má sjá í myndinni, við
spiluðum á Októberfest fyrir fullu
tjaldi af háskólanemum og það var
m.a.s. fullt út úr dyrum, bara allir
að missa vitið.“
Aron og Brynjar eru ekki aðeins
á fullu í tónlistinni heldur eru þeir
líka í háskólanámi, Aron í við-
skiptafræði og Brynjar í verkfræði.
Og umboðsmaðurinn í námi í Lond-
on. „Ég er að fara í þrjú próf í vik-
unni en samt er ég að gefa út kvik-
mynd, taka fullt af símtölum og
fara í viðtöl,“ segir Aron kíminn.
Þeir Brynjar séu bara venjulegir
gaurar sem njóti þess að búa til og
flytja tónlist.
„Við erum rétt að byrja“
Tvíeykið ClubDub sló í gegn í fyrrasumar og nú hefur verið gerð heimildarmynd um það
„Í þessari mynd gefst tækifæri til að kynnast okkur á mjög einlægan hátt,“ segir annar liðsmaðurinn
Uppátæki „Þetta er bara skemmtilegt uppátæki hjá okkur,
við elskum að skapa, hvort sem það er tónlist, myndefni,
þáttur eða annað,“ segir Aron Kristinn Jónasson sem skip-
ar dúettinn ClubDub ásamt Brynjari Barkarsyni.
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2019
Fermingarblað
Morgunblaðsins
kemur út föstudaginn 15. mars
Fermingarblaðið er
eitt af vinsælustu
sérblöðum
Morgunblaðsins.
Fjallað verður um
allt sem tengist
fermingunni.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til mánudagsins 11. mars.
SÉRBLAÐ