Morgunblaðið - 25.02.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2019
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000
Á slóðum Jakobsstígs
Matur ogmenning áNorður Spáni
11 nátta ferð þann 9. júní
MIKIÐ INNIFALIÐ
Frá kr.
269.995
Fararstjóri: Brynjar Karlsson
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
enginn hvaða ferðalag var á honum,
hvort hann ætlaði í göngutúr eða út í
búð. Það er ekkert athugavert við
þær myndir sem við höfum séð úr ör-
yggismyndavélum,“ segir Davíð.
Spurður hvers vegna sambýlis-
kona Jóns hafi ekki flogið með hon-
um út til borgarinnar segir Davíð
ástæðuna hafa verið vandræði með
vegabréf. „Vegabréfið var útrunnið
eða týnt, skilst mér, og hún þurfti að
sækja um neyðarvegabréf sem tekur
um þrjár klukkustundir. Þegar það
var komið í gegn flaug hún út til
hans,“ segir Davíð.
Hvarf á fjölfarinni götu
Líkt og áður hefur komið fram var
ferðalag Jóns Þrastar til Dublin til
komið vegna pókermóts sem þar fór
fram. Jón Þröstur lenti í borginni á
föstudegi, degi áður en hann hvarf,
en mótið átti að fara fram á miðviku-
degi. Aðspurður segir Davíð að Jón
hafi ætlað sér að nýta tímann fram til
miðvikudagsins til að skoða borgina
og spila póker. Þá viti hann ekki til
þess að hann hafi borið á sér mikið
reiðufé. „Ef hann hefur verið með
einhvern pening á sér þá hefur það
ekki verið umtalsvert,“ segir Davíð
Karl og áætlar að hann hafi í mesta
lagi verið með nokkur hundruð
evrur, kannski þúsund.
Síðast sást til Jóns Þrastar í
Whitehall-hverfinu í Dublin rétt
rúmlega ellefu fyrir hádegi umrædd-
an laugardagsmorgun. Davíð Karl
segir að gatan þar sem bróðir hans
sást síðast sé mjög fjölfarin. Það
verið nýkomin til borgarinnar, degi á
eftir honum.
Að sögn Davíðs hélt hún strax að
loknu flugi á hótelið þar sem Jón
Þröstur lá sofandi. „Hún vekur hann,
fer í sturtu og svo niður á hótelbar til
að fá sér kaffi. Þegar hún kemur aft-
ur upp á hótelherbergið er hann far-
inn. Hún veit ekki frekar en neinn
annar hvað hann ætlaði sér eða hvert
hann ætlaði að fara,“ segir Davíð og
bætir við að hann eigi erfitt með að
gera sér í hugarlund hvers vegna
Jón yfirgaf hótelherbergið. „Það veit
Aron Þórður Albertsson
Andri Steinn Hilmarsson
Nokkur fjöldi ábendinga hefur bor-
ist írsku lögreglunni frá einstakling-
um sem telja sig hafa séð Jón Þröst
Jónsson, sem hvarf í Dublin að
morgni laugardagsins 9. febrúar.
Enn sem komið er hefur engin
þeirra leitt til vísbendinga um hvar
Jón Þröstur kann að vera niðurkom-
inn. Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns
Þrastar, segir að morguninn sem
Jón hvarf hafi sambýliskona hans
verði því að teljast fremur ólíklegt að
enginn hafi orðið hans var morgun-
inn sem hann hvarf.
Leit verður haldið áfram
„Þarna er mikil umferð af gang-
andi vegfarendum, sérstaklega á
þessum tíma. Það hefur pottþétt ein-
hver séð hann og þess vegna er svo
mikilvægt að ná til allra,“ segir hann
og bætir við að það hafi verið með
ráðum gert að fara í stóra leitar-
aðgerð í gær ef ske kynni að fólk sem
ætti þar leið um hefði einnig verið á
svæðinu tveimur vikum áður.
Davíð Karl segir að írska björg-
unarsveitin sé á hliðarlínunni og bíði
eftir að lögregla ræsi hana út.
„Hvernig sem fer höldum við fjöl-
skyldan áfram að leita. Ef írska
björgunarsveitin verður ekki byrjuð
að leita fyrir næstu helgi þá verður
skipulögð önnur stór leit með sjálf-
boðaliðum,“ segir Davíð.
Enn spyrst
ekkert til
Jóns Þrastar
Fjöldi ábendinga borist um ferðir
Jóns en írska lögreglan er engu nær
Ljósmynd/aðsend
Sjálfboðaliði Fjöldi sjálfboðaliða hefur tekið þátt í leitinni að Jóni Þresti. Enn sem komið er eru þeir engu nær.
Ljósmynd/írska lögreglan
Úr öryggismyndavél Írska lögreglan birti skjáskot úr öryggismyndavél þar
sem Jón Þröstur sést á göngu skömmu áður en hann hvarf sporlaust.
Alþjóðleg norðurljósasýning Hundarækt-
unarfélags Íslands var haldin um helgina í
Reiðhöllinni. Hátt í 700 hvolpar og hundar af
níutíu mismunandi tegundum kepptu þar til
verðlauna og voru þeir flestir hinir kátustu
þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að
garði. Var þetta jafnframt fyrsti viðburður
sýningarársins 2019 og er óhætt að segja að
það hafi farið af stað með miklum krafti fyrir
hundaræktendur nær og fjær, en dómarar
sýningarinnar komu frá sex mismunandi
löndum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kátir hvuttar á alþjóðlegri sýningu