Morgunblaðið - 04.03.2019, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2019
TANGARHÖFÐA 13
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
kistufell.com
Það er um 80% ódýrara að
skipta um tímareim miðað við
þann kostnað og óþægindi
sem verða ef hún slitnar
Hver er staðan á tíma-
reiminni í bílnum þínum?
Hringdu og pantaðu
tíma í síma
577 1313
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þegar Auðunn Freyr Ingvarsson hætti
sem framkvæmdastjóri Félagsbústaða
sl. haust hafði verið megn óánægja
með störf hans fyrir félagið. Birtist sú
óánægja í könnun
sem Maskína gerði
meðal starfs-
manna. Kvaðst
mikill meirihluti
svarenda ósáttur
við framkvæmda-
stjórann.
Auðunn Freyr
var ráðinn fram-
kvæmdastjóri í
desember 2013 og
lét af störfum í
október síðastliðnum.
Greindi hann samstarfsmönnum
sínum frá starfslokum í starfsmanna-
ferð. Kvaðst hann vilja axla ábyrgð á
störfum sínum. Hafði þá mikið verið
fjallað um framúrkeyrslu við endur-
gerð 52 íbúða í eigu Félagsbústaða á
Írabakka.
Félagið óskaði eftir úttekt
Eftir að Auðunn Freyr var hættur
störfum kom tilkynning frá Félagsbú-
stöðum þar sem rifjað var upp að í maí
2016 hefði stjórn og framkvæmdastjóri
Félagsbústaða óskað eftir því við innri
endurskoðun Reykjavíkurborgar að
hún gerði úttekt á viðhaldsverkefni fé-
lagsins við Írabakka 2-16 árin 2012-
2016.
„Fyrir lá að ýmsar brotalamir höfðu
verið á framkvæmd og skipulagi verk-
efnisins … Heildarkostnaður Fé-
lagsbústaða vegna þessara fram-
kvæmda reyndist að lokum 728
milljónir króna sem er 330 milljónir
króna umfram þær heimildir sem
stjórnin veitti á framkvæmdatíman-
um,“ sagði m.a. í tilkynningunni.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins átti brotthvarf Auðuns Freys
sér dýpri rætur en skýrast af fram-
úrkeyrslu við einstök verkefni.
„Það var almenn óánægja með störf
hans gagnvart starfsmönnum. Það
hafði verið mikil hreyfing á starfsfólki,“
sagði maður sem þekkir málið. Hann
segir starfsmenn Félagsbústaða í tíð
Auðuns Freys hafa hætt af þremur
ástæðum. Í fyrsta lagi fyrir aldurs sak-
ir. Í öðru lagi vegna þess að þeim buð-
ust önnur störf og í þriðja lagi vegna
erfiðleika í samskiptum við Auðun
Frey. Þeir hafi verið látnir fara.
Með því hafi reyndir starfsmenn
horfið á braut.
Óánægjan hafði gerjast
„Opinber ástæða þess að Auðunn
Freyr hætti var þetta Írabakkamál.
En á undan hafði heilmikil óánægja
gerjast meðal starfsfólks. Allflestir
starfsmenn voru óánægðir með störf
hans hvað varðaði samstarfið. Það
efast enginn um færni hans og mennt-
un. Samskiptin voru hins vegar ekki
hans sterka hlið. Fulltrúi Maskínu not-
aði þau orð á starfsmannafundi að
Auðunn væri klaufi í mannlegum sam-
skiptum. Undir það gat starfsfólk tek-
ið,“ sagði viðmælandinn.
„Fulltrúi Maskínu kynnti Auðuni
Frey niðurstöðu könnunarinnar og síð-
an kom hann á fund okkar. Flestu
starfsfólki fannst hann hvorki sýna iðr-
un né sannfærandi afsökunarbeiðni.
Þó viðurkenndi hann að hafa gert ýmis
mistök. Margir í borgarkerfinu vissu af
þessum vandamálum. Við skömmuð-
umst okkar stundum fyrir framkomu
hans.“
Hættu vegna
stjórnandans
Mikil ólga var innan Félagsbústaða
Vitneskja um málið í borgarkerfinu
Auðunn Freyr
Ingvarsson
Arnarlax er að byggja upp og nú-
tímavæða seiðastöð sína, Bæjar-
vík í Tálknafirði. Eftir stækkun
mun verða unnt að framleiða þar
um tvær milljónir seiða til að
setja út í kvíar Arnarlax í fjörð-
um Vestfjarða.
Nú er unnið að því að byggja
fjögur 500 lítra eldisker fyrir eldi
stærstu seiðanna. Byggt verður
yfir kerin. Áætlað er að taka
þennan nýja hluta stöðvarinnar í
notkun eftir næstu mánaðamót. Á
þessu ári er áformað að byggja
yfir alla stöðina. Þá verður byggt
smáseiðahús þar sem verður
klakstöð og smáseiðaeldi. Arn-
arlax hefur hætt notkun eldri
keranna.
Gera stöðina öruggari
„Við erum að taka næsta skref
í uppbyggingu eldisins. Erum að
hlúa að seiðaeldinu til að geta
framleitt heilbrigð og hraust seiði
og gera stöðina eins örugga
gagnvart hættu á sjúkdómum og
unnt er,“ segir Garðar Sigþórs-
son, stöðvarstjóri í Bæjarvík.
Ekki verður breyting á eðli
stöðvarinnar. Áfram verða fram-
leidd um 100 gramma seiði.
Arnarlax er einnig aðili að
seiðastöð Ísþórs í Þorlákshöfn. Þá
stöð er einnig verið að stækka til
þess að fyrirtækið hafi næg seiði
til að framleiða þann lax í sjókví-
um sem það hefur leyfi fyrir.
helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Steypt Unnið við byggingu fjögurra kera. Stálkerin voru sett upp fyrir tveimur árum. Byggt verður yfir stöðina.
Arnarlax uppfærir og
stækkar seiðastöðina
Ekki fundust neinar vísbendingar um
það hvar bíll Páls Mars Guðjónssonar
er niðurkominn við umfangsmikla
leit á og við Ölfusá um helgina. Talið
er að Páll hafi ekið bíl sínum út í ána
við Selfoss síðastliðið mánudags-
kvöld.
40-50 björgunarsveitarmenn af
suðvesturhorni landsins leituðu, frá
Rangárvallasýslu til Dalabyggðar.
Alla vikuna komu alls 317 menn að
leitinni. Aðallega voru notaðir bátar á
ánni en einnig hefur um helgina verið
leitað með drónum og á völdum stöð-
um við ána.
Gunnar Ingi Friðriksson, stjórn-
andi aðgerðarinnar, telur að leitað
hafi verið mjög vel. Leitarsvæðið var
stækkað. Farið var alla leið niður að
Óseyrarbrú sem er um 16 kílómetrar
en áður var leitað á 9 kílómetra svæði
neðan Selfoss.
Framhald leitarinnar hefur ekki
verið ákveðið, að sögn Gunnars. Lík-
lega verður eftirlit á líklegustu stöð-
um. Þá er Lögreglan á Suðurlandi og
fleiri stofnanir og félög að undirbúa
leit í gjánni neðan við Ölfusárbrú, þar
sem bíllinn fór út í, og nota til þess
fjölgeislamæli. helgi@mbl.is
Engar vísbendingar fundust við umfangs-
mikla leit í og við Ölfusá um helgina
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
Á undanförnum árum hafa komið
upp tilvik þar sem innfluttir notaðir
bílar sem hafa verið seldir hér á Ís-
landi voru keyrðir mun meira en
kílómetramælir þeirra sýndu.
Nýlegt dæmi sem Morgunblaðinu
er kunnugt um varðar einstakling
sem flutti inn Mercedez Benz-bifreið
frá Evrópu sem sögð var keyrð undir
100 þúsund kílómetrum. Þegar farið
var með bílinn í þjónustuskoðun á
viðurkenndu verkstæði hér heima
kom hins vegar í ljós að aksturstölva
bílsins sagði hann ekinn um 300 þús-
und kílómetra.
Jón Trausti Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Öskju og formaður
Bílgreinasambandsins, segir að til-
vik sem þessi séu þekkt þar sem ein-
staklingar hafi keypt notaða bíla er-
lendis og flutt til landsins. Tilvikin
séu sem betur fer ekki mörg, en eru
þó engu að síður til staðar.
Hann segir Öskju hafa aðgang að
þjónustukerfi Mercedez Benz í Evr-
ópu og geti þar séð hvar og hvenær
bílar þeirrar tegundar hafi verið
þjónustaðir í álfunni. Slíkt aðgengi
geti komið upp um atvik sem þessi.
Mikilvægt að fólk sé vakandi
„Það er alltaf ákveðin hætta á
þessu og þess vegna er mikilvægt að
kaupa bíl sem er með þekkta og
skráða þjónustusögu. Svo þú vitir
hvað þú ert að borga fyrir. Þetta eru
auðvitað frjáls viðskipti, en mér
finnst mikilvægt að fólk sé mjög vak-
andi í þessum viðskiptum og leiti til
aðila sem hafa aðgengi að upplýs-
ingakerfum framleiðenda,“ segir Jón
Trausti við Morgunblaðið.
Umræðan um ranga kílómetra-
stöðu bíla hefur verið hávær síðustu
vikur eftir að upp komst um svindl
bílaleigunnar Procar. Þar var átt við
kílómetrastöðu bíla fyrirtækisins áð-
ur en þeir voru leigðir út til ferða-
manna og á endanum seldir. Flókn-
ara sé hins vegar að eiga við mál af
þeim toga þegar einstaklingar flytja
inn bíla frá Evrópu á eigin vegum.
„Þú verður bara að leita þíns rétt-
ar gegn þeim sem seldi þér bílinn,
hvort sem það er hér heima eða er-
lendis. En þetta er auðvitað ansi
flókið mál ef margir hafa átt bílinn.
Sá sem seldi þér bílinn ber ábyrgð
gagnvart þér.“
Leita réttar síns ofar í keðjunni
Jón trausti bendir þó á að sam-
kvæmt íslenskum lögum megi ein-
staklingur leita réttar síns ofar í
keðjunni. Það er til dæmis í þeim til-
vikum þar sem fyrirtæki hefur flutt
inn viðkomandi bíl, sem síðan sé á
kominn til síns þriðja eiganda hér á
landi þegar málið kemst upp. Þá sé
hægt að leita réttar síns gegn inn-
flutningsaðilanum.
„Þetta skiptir neytendur miklu
máli að keypt sé vara með réttri kíló-
metrastöðu. Þetta hefur mikil áhrif á
verðmæti bílsins og þess vegna
skiptir miklu máli að þetta séu réttar
upplýsingar,“ segir Jón Trausti
Ólafsson.
Dæmi um svindl
í innflutningi bíla
Upp hafa komið tilvik hér á landi þar sem fluttir eru inn
notaðir bílar þar sem átt hefur verið við kílómetramæla
Morgunblaðið/Kristinn
Bílar Notaðir bílar með ranga kílómetrastöðu hafa verið fluttir til landsins.