Morgunblaðið - 04.03.2019, Page 16

Morgunblaðið - 04.03.2019, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þingflokkurdemókrataákvað að setja á svið nokk- urra daga leikþátt með fyrrverandi lög- fræðingi og hand- langara Trumps for- seta á meðan sá var á mikilvægum leiðtogafundi hin- um megin á hnettinum. Sá flokk- ur er svo sannarlega ekki einn um að stunda upphlaupsstjórnmál þegar hann unir sér illa í stjórn- arandstöðu við Hvíta húsið en hefur vald á annarri eða báðum deildum þingsins. Slík tilþrif voru allmörg þegar repúblikanar voru að eiga við Obama í Hvíta húsinu. En segja má að það hafi verið óskráð en virt regla að hlífa for- setanum við þess háttar stráka- pörum þegar hann er í erindum þjóðarinnar erlendis. Reyndar er það mál manna að upphlaupin gefi heldur lítið af sér þegar þannig háttar til. Sjálfsagt er sú raunin og þá ekki síst þegar efnin eru jafn rýr og reyndist í þessu tilviki. Sá sem kallaður var til að vitna um það í þinginu hvað Trump væri vondur var óvenjulega ólystugur biti, svo ekki sé meira sagt. Forystumenn demókrata af- sökuðu það að slá þessum „at- burði“ upp í þinginu nú, þvert á venju, með því að þetta tiltekna vitni yrði mjög vant við látið á næstunni og því hefði þurft að grípa gæsina núna. Þetta má svo sem til sanns vegar færa. Lög- fræðingurinn Cohen mun ekki eiga heimangengt næstu árin. Og hver skyldi ástæðan vera til þess. Hún er sú að hann er á leið í fang- elsi til að hefja afplánun á þriggja ára dómi. Miðað við hvernig frægir fjöl- miðlar ljósvakans vestra og „stór- blöðin“ láta hvern virkan dag og allar helgar við forsetann mætti ætla að þessi lögfræðingssnati hans væri að taka út refsingu fyrir ein- hver „skítverk“ sem hann hefði unnið fyrir forsetann áratuginn áður en sá flutti sig til höfuðborg- arinnar. Þótt ekki virðist hafa verið neinn sérstakur skortur á „skítverkum“ sem hefði þurft að annast á þeim tíma og Cohen hafi virst óvenjulega upplagður í þau verk þá var dómstóllinn ekki að hirta hann vegna þess. Hvað var það þá? Jú, Cohen lögfræðingur fékk þungan dóm fyrir að hafa hvað eftir annað logið eiðsvarinn að þinginu. Þessu sama sem var svo mikilvægt að fá að drekka nú af visku og sannleiksbrunni hans. Það þarf óneitanlega dálítið sér- kennilega þroskaða dómgreind að telja brýnast alls að kalla til mann með þá fortíð, og reyndar nútíð eins og þá sem prýðir þenn- an löglærða sendisvein til að færa demókrötum heim sannindi um það hvað Trump forseti sé mikill þrjótur. Og brjóta um leið við- urkennda umgengnisvenju við forsetaembættið þegar sá sem því gegnir sinnir mikilvægum verkum erlendis. En hitt er svo enn eitt sér- kennið að menn skuli geta fengið þunga fangelsisdóma fyrir að segja ósatt í þinghúsinu. Það er ekki sérkenni sem bundið er við þinghúsið í Washington eitt, heldur flest slík hús, að sannleik- urinn er svo sjaldséður gestur þar innan dyra að hann missir samstundis fótanna og hann kem- ur þar inn fyrir dyr. Það er slándi merki um vondan málstað að þurfa að seilast langt í sorann til að styðja hann} Lygalaupur besta vitnið? Nú liggja tölurfyrir um bíla- sölu í febrúar og þær sýna að sam- dráttur var 30% á milli ára. Þetta er heldur skárra en í janúar þegar samdrátturinn var 50%, en hörmulegt engu að síður. Forystumenn fáeinna verka- lýðsfélaga láta sér fátt um finn- ast. Þeir láta eins og hótanir þeirra hafi engin áhrif haft og að aðgerðir sem nú hafa verið boð- aðar hafi ekki alvarleg áhrif heldur. Efnahagslífið muni ein- faldlega halda áfram að vaxa og dafna án tillits til skemmd- arverkastarfsemi nokkurra áhrifamikilla aðila í hagkerfinu. Efnahagslífið er viðkvæmt um þessar mundir. Í því felst að und- irstöðurnar eru að mörgu leyti traustar, hægt er að halda áfram vexti, en tímabundin og væg nið- ursveifla er líkleg. Ef sú atvinnugrein sem átt hefur stóran þátt í að lyfta land- inu upp úr efna- hagserfiðleikum verður nú fyrir þungu höggi er um leið ljóst að niðursveiflan get- ur orðið allt annað en væg. Og því má ekki gleyma að um leið og leikinn er háskalegur leikur með það nýjabrum sem ferðaþjón- ustan er, þá er útlit fyrir að skell- ur komi í annarri og ekki síður mikilvægri grein vegna loðnu- brests. Ennfremur má öllum vera ljóst að annað af stóru flug- félögum landsins glímir við mjög alvarlega erfiðleika og þarf ekki á viðbótarhöggi að halda. Tímasetning og útfærsla at- lögunnar gæti tæpast verið verri. Engin ástæða er til að ætla að það sé aðeins óheppileg tilviljun. Þungt högg á við- kvæmum tíma er ábyrgðarleysi} Tæpast óheppileg tilviljun L iðin eru sex ár síðan Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér á landi en stjórnvöld hafa ekki enn staðist þau viðmið sem Barna- réttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur sett fyrir innleiðingu hans. Þau viðmið kalla á heildstæða áætlun um málefni barna. Slíka áætlun hafa stjórnvöld trassað að vinna. Eitt af forgangsmálum Samfylkingarinnar á yfirstandandi þingi er þingsályktunartillaga um að gera tímasetta og fjármagnaða aðgerðaáætl- un til næstu fjögurra ára til að styrkja stöðu barna og ungmenna. Þessar aðgerðir byggjast á rétti barna eins og hann er skilgreindur í Barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í áætluninni er stefnt að því að bæta líf og líð- an allra barna en við gefum líka viðkvæmum hópum sérstakan gaum. Tillögurnar eru yfir- gripsmiklar og settar fram í sjö köflum og 49 liðum. Þetta eru aðgerðir til að bæta afkomu barnafjölskyldna, styðja við uppeldi og efla forvarnir. Þær eru í þágu barna og ung- menna með þroskafrávik og geðraskanir, langveikra barna, innflytjenda, barna og ungmenna sem glíma við vímuefna- vanda eða hegðunarvanda og til að vernda börn gegn heim- ilisofbeldi, kynferðisbrotum og vanrækslu. Við viljum að fundnar verði leiðir til að samræma vinnu, fjölskylduábyrgð og þjónustu við barnafjölskyldur með styttri og sveigjanlegri vinnutíma og tryggja foreldrum að þeir geti sinnt veikum eða fötluðum börnum sínum. Við vilj- um lengja fæðingarorlof í tólf mánuði og bæta afkomu barnafjölskyldna með því að hækka barnabætur og að fleiri fjölskyldur fái barnabætur en nú er. Í tillögunum er talað um stuðning við nemendur í framhaldsskólum til kaupa á námsgögnum, niðurgreiddan hádegismat í skólum og bætt að- gengi allra barna og ungmenna að íþróttum og félagsstarfi, ekki síst þeirra sem búa við veikan fjárhag. Umgengnisforeldrum verði tryggður stuðningur til framfærslu og umgengni við börn sín. Við viljum vernda börn fyrir hvers konar of- beldi með virkri teymisvinnu barnaverndar- nefnda, lögreglu og heilsugæslu um allt land. Einnig er í tillögum okkar gert ráð fyrir því að miðlægu landsvöktunarkerfi verði komið á þannig að tryggt sé að gripið verði strax til að- gerða ef grunur vaknar um að barn sé beitt of- beldi. Þannig verði upplýsingum safnað á sama stað frá heilsugæslustöðvum, skólum og lögreglu og komið í veg fyrir að flakkað sé með börn á milli sveitarfélaga til að komast hjá aðgerðum þeim til verndar. Við viljum efla for- varnarstarf gegn kynferðisofbeldi og barnaklámi og að lög- gæsla á netinu verði gerð skilvirk. Þetta er tillaga um að við gerum og stöndum við sáttmála við íslensk börn. Hún hefur verið til vinnslu í velferðarnefnd Alþingis frá því í september. Hvort hún kemst þaðan út til samþykktar í þingsal verður tíminn að leiða í ljós. Oddný G. Harðardóttir Pistill Sáttmáli okkar við börnin Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. oddnyh@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Kristján Þór Júlíusson,sjávarútvegs- og land-búnaðarráðherra, gaf útreglugerð í síðasta mán- uði sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019-2023. Nær ákvörðunin til veiða á fimm ára tímabili, eins og fyrri reglugerð gerði. Atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytið segir ákvörðun ráðherra byggjast á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, en jafnframt hafi ráðherra haft hliðsjón af nýlegri skýrslu Hag- fræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Skiptar skoðanir hafa verið um þessa ákvörðun. Samtök fyr- irtækja í sjávarútvegi (SFS) fögn- uðu því að sjávarútvegsráðherra hefði ákveðið að heimila áfram- haldandi hvalveiðar. Segja SFS ákvörðun ráðherra vera skyn- samlega og að það beri að nýta lif- andi auðlindir sjávar við Ísland. „Enda byggist nýtingin á vísinda- legum grunni, hún sé sjálfbær, lúti eftirliti og í samræmi við al- þjóðalög,“ segja SFS. Hvalaskoðunarsamtök Íslands gagnrýndu ákvörðun ráðherra og þá sér í lagi að ekki hafi verið leit- að til samtakanna í tengslum við hana. Ákvörðun ráðherra um hval- veiðar til næstu fimm ára hefur, að mati Rannveigar Grétars- dóttur, formanns Hvalaskoðunar- samtaka Íslands, ekki eingöngu áhrif á hvalaskoðun heldur á alla ferðaþjónustu yfirhöfuð. „Þetta hefur neikvæð áhrif á ímynd landsins,“ segir Rannveig. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram fyrirspurn til ráðherra á Alþingi á fimmtudaginn sl. þar sem m.a. var spurt hvort ráðherra teldi þessa ákvörðun geta haft áhrif á ímynd Íslands út á við, þ. á m. á ímynd íslenskrar ferða- þjónustu. Slík spurning er ekki ný af nálinni en samgönguráðherra gaf út skýrslu um áhrif hvalveiða á ímynd Íslands sem ferðamanna- lands, samkvæmt beiðni, á 131. löggjafarþingi (2004-2005). Á þeim tíma var Norður-Ameríka eina markaðssvæðið þar sem reynt hefði verið, með samanburðar- hæfum könnunum, að mæla reglu- lega breytingar á ímynd Íslands, ef svo má að orði komast. Slík könnun var framkvæmd á vegum Iceland Naturally (IN) og snérist um kaup á vörum frá Íslandi fremur en ímynd. „Í könnun IN árið 1999 sögðu 53% aðspurðra að þeir mundu ekki kaupa vöru eða þjónustu frá löndum sem stunduðu hvalveiðar. Í maí 2004 var hlutfall þeirra sem svöruðu spurningunni á sama hátt 34%. Árið 1999 sögðust 75% að- spurðra í umræddri könnun IN vera mótfallnir því að „takmörkuð nýting hvala skyldi leyfð“. Í maí 2004 var hlutfall þeirra sem svör- uðu þessari spurningu á sama hátt 49%.“ Þúsund svara aflað Ferðamálastofa lét árið 2007 ParX viðskiptaráðgjöf gera rann- sókn á heildarmynd af áhrifum hvalveiða í atvinnuskyni á íslenska ferðaþjónustu og ímynd landsins á erlendum mörkuðum. Rannsóknin fór fram í Þýskalandi, Bretlandi, austurströnd Bandaríkjanna, Frakklandi og Svíþjóð á meðal al- mennings á aldrinum 15-75 ára en eitt þúsund svara var aflað í hverju landanna fimm. „Sérstök greining var gerð á þeim sem töldu líklegt að þeir myndu ferðast til Íslands á næstu 5 árum en þeir voru um 17% af úrtakinu og voru kallaðir mark- hópur. Hægt var að draga þá ályktun að hvalveiðar Íslendinga í atvinnuskyni væru ólíklegar til að hafa mikil áhrif á íslenska ferða- þjónustu í bráð, segir í skýrslu um ímynd Íslands að beiðni forsætis- ráðherra árið 2007. „Hins vegar byggist það á því að markhóp- urinn er ekki vel upplýstur um þá staðreynd að Íslendingar stunda hvalveiðar í atvinnuskyni og hins vegar á því að þótt viðhorf til hvalveiða sé almennt neikvætt virðist það hafa lítil tengsl við ímynd Íslands sem áfangastaðar.“ Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða frá janúar á þessu ári segir að engar marktækar vís- bendingar séu um að hvalveiðar dragi úr komu útlendinga til landsins að neinu ráði. Svars ráðherra við fyrirspurn Guðmundar Andra er síðan að vænta á næstu mánuðum. Hvalveiðar og ímynd Íslands erlendis Morgunblaðið/RAX Hvalveiðar Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hefur gefið út reglu- gerð sem heimilar áframhaldandi hvalveiðar á Íslandi til ársins 2023.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.