Morgunblaðið - 04.03.2019, Side 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2019
Norðlingabraut 8
110 Reykjavík
S: 530-2005
Bíldshöfði 16
110 Reykjavík
S: 530-2002
Tryggvabraut 24
600 Akureyri
S: 461-4800
&530 2000
www.wurth.is
Verkfæri – Festingar – Fatnaður – Persónuhlífar – Efnavara – Bílaperur – Rafmagnsvörur
Bætiefni
• Bensín og dísel bætiefni í tankinn
• Hreinsar bensíndælu, leiðslur og fl.
• Minnkar eldsneytisnotkun
• Lengir líftíma hvarfakúts og súrefnis-
skynjara, kemur í veg fyrir stíflaða ventla
• Minnkar losun út í umhverfið
Vnr: 0893 73
Verð: 1.990 kr.
Hrímeyðir
• Þurftir þú að skafa í morgun?
• Efninu er sprautað á frosna
framrúðu og klakinn gufar upp
Vnr: 0892 331 201
Verð: 1.200 kr.
Fimmtán barna- og unglingabæk-
ur, sem út komu á árinu 2018, voru í
Gerðubergi um helgina tilnefndar
til Barnabókaverðlauna Reykjavík-
ur 2019 sem venju samkvæmt verða
afhent í Höfða síðasta vetrardag,
sem í ár er miðvikudagurinn 24.
apríl. Fimm bækur eru tilnefndar í
þremur flokkum, en veitt eru verð-
laun fyrir bestu frumsömdu barna-
og unglingabókina, best myndlýstu
bókina og bestu þýðingu á barna-
og unglingabók sem gefin var út
2018.
Besta frumsamda bókin
Í flokki frumsaminna barnabóka
eru tilnefndar í stafrófsröð titla,
bækurnar: Ljónið eftir Hildi Knúts-
dóttur sem Forlagið gefur út, Rott-
urnar eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur
sem Forlagið gefur út, Silfurlykill-
inn eftir Sigrúnu Eldjárn sem For-
lagið gefur út, Svarthol – Hvað ger-
ist ef ég dett ofan í? eftir Sævar
Helga Bragason sem Forlagið gefur
út og Sölvasaga Daníelssonar eftir
Arnar Má Arngrímsson sem Sögur
útgáfa gefur út.
Besta myndlýsta bókin
Í flokki myndlýstra bóka eru til-
nefndar, í stafrófsröð titla, bæk-
urnar: Ljóðpundari með myndlýs-
ingum Sigrúnar Eldjárn og ljóðum
eftir Þórarin Eldjárn sem Forlagið
gefur út, Sagan um Skarphéðin
Dungal sem setti fram nýjar kenn-
ingar um eðli alheimsins myndlýst af
Rán Flygenring við texta Hjörleifs
Hjartarsonar sem Angústúra gefur
út, Milli svefns og vöku með mynd-
um Laufeyjar Jónsdóttur við texta
Önnu Margrétar Björnsson sem Út-
gáfuhúsið Verðandi gefur út, Sjúk-
lega súr saga sem myndlýst er af
Halldóri Baldurssyni með texta eftir
Sif Sigmarsdóttur sem Forlagið gef-
ur út og Snuðra og Tuðra eiga af-
mæli myndlýst af Lóu Hlín Hjálm-
týsdóttur við texta Iðunnar Steins-
dóttur sem Útgáfuhúsið Verðandi
gefur út.
Best þýdda bókin
Í flokki þýddra barna- og ung-
lingabóka eru tilnefnd í stafrófsröð
þýðenda þau: Aðalsteinn Ásberg
15 ólíkar bækur
í þremur flokkum
Barnabókaverðlaun Reykjavíkur
2019 verða afhent síðasta vetrardag
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Herdís Anna Jónasdóttir er að von-
um spennt að fá að fara með hlut-
verk Víólettu í uppfærslu Íslensku
óperunnar á La Traviata. Verdi
kunni jú betur en flestir að flétta
saman tónlist og drama og þurfa
áhorfendur að hafa hjarta úr steini
til að tárfella ekki þegar hin ólán-
sama Víóletta syngur sinn síðasta
söng og kveður bæði ástina og það
nautnalíf sem hún hafði lifað í Par-
ís.
Herdís bendir á að Víóletta sé
líka á margan hátt einstök í óp-
erubókmenntunum: „Þar er oft
hlutskipti kvenhetjanna að vera ein-
hvers konar fórnarlamb eða þá
verðlaunagripur fyrir karlhetjuna;
þær eru ýmist ambáttir eða prins-
essur. Víóletta sker sig frá öðrum
hlutverkum því hún er sterk kona
með mikinn persónuleika og er að
reyna að berjast út úr þeim að-
stæðum sem hún er í,“ útskýrir
Herdís og bætir við að hlutverkið
sé krefjandi bæði hvað snertir sjálf-
an sönginn en ekki síður leikræna
túlkun. „Hlutverkið kallar á tölu-
verðan undirbúning og syngur Víó-
letta mikinn texta en að auki þarf
hún að fylgja henni í gegnum allan
skala tilfinninganna; frá hæstu
hæðum og gleði í veisluhöldum yfir
í að bíða dauðans.“
La Traviata verður frumsýnd í
Hörpu næstkomandi laugardag og
samtals haldnar fimm sýningar á
verkinu. Elmar Gilbertsson og
Garðar Thor Cortes skiptast á að
fara með hlutverk Alfredós, elsk-
huga gleðikonunnar Víólettu, en að
auki stíga á svið þau Hrólfur Sæ-
mundsson, Sigríður Ósk Kristjáns-
dóttir, Hrafnhildur Árnadóttir,
Snorri Wium, Oddur Arnþór Jóns-
son, Paul Carey Jones og Valdimar
Hilmarsson. Bjarni Frímann
Bjarnason er hljómsveitarstjóri og
Oriol Tomas leikstjóri sýningar-
innar.
Ísafjarðarmær sem fékk
óperubaktíeruna seint
Þó að Herdís hafi verið nokkuð
áberandi í íslensku menningarlífi
upp á síðkastið er ekki úr vegi að
kynna þessa ungu og efnilegu söng-
konu betur fyrir lesendum. Und-
anfarin ár hefur hennar aðal-
bækistöð verið óperuhúsið í
Saarbrücken í Þýskalandi, rétt við
frönsku landamærin, en þar áður
starfaði hún hjá óperunni í Zürich.
Herdís fæddist á Ísafirði 1983,
varð snemma áhugasöm um tónlist
og leiklist, og undi sér hvergi betur
en leikandi eða syngjandi á sviði.
Tvítug hélt hún til Reykjavíkur til
að stunda söngnám við Listaháskól-
ann undir leiðsögn Elísabetar
Erlingsdóttur. Óperubakterían
kviknaði samt ekki fyrir alvöru fyrr
en á þriðja ári námsins: „Það var þá
sem ég fór, að áeggjan kennarans
míns, í skiptinám til Austurríkis og
uppgötvaði í þeirri ferð að óperu-
söngur væri alvörustarf sem gæti
átt við mig.“
Afréð Herdís að halda söngnám-
inu áfram við Hanns Eisler-
tónlistarakademíuna í Berlín, þar
sem aðalkennarar hennar voru
Brenda Mitchell og Anna Samuil.
Hún útskrifaðist þaðan 2010 og
lauk síðan konzertexamen-prófi
2013.
Herdís hætti á dögunum störfum
í Saarbrücken og hefur nú sest aft-
ur að í Berlín þar sem hún hyggst
freista gæfunnar í blómlegu tónlist-
arlífi borgarinnar.
Kvenhlutverkin færri
Er vonandi að henni gangi þar
allt í haginn, en því er ekki að neita
að margir flinkir listamenn eru um
hituna í óperuheiminum og sam-
keppnin mest á meðal sópransöngv-
ara. „Bæði útskrifa söngskólarnir
fjölda sópransöngkvenna, en svo er
raunin sú að í óperum eru kven-
hlutverkin iðulega færri en karl-
hlutverkin. Algeng formúla er að
hafa tvö kvenhlutverk á móti tveim-
ur stórum karlhlutverkum en síðan
eru til viðbótar fjöldamörg minni
hlutverk fyrir karlsöngvara sem
gefst þar tækifæri til að koma sér á
framfæri með nokkrum línum.“
Lesendur geta séð þessa skipt-
ingu í La Traviata, þar sem þrjú
kvenhlutverk eru á móti sex karl-
hlutverkum. Ef aðrar óperur Verdís
eru skoðaðar koma svipuð hlutföll í
ljós: í Il Trovatore er skiptingin 3 á
móti 6; í Aídu og Nabucco 3 á móti
5; en í Falstaff 3 á móti 7.
Segir Herdís að sópransöngkonur
þurfi að hafa alla anga úti bara til
þess eins að ná athygli umboðs-
manna. „Í Þýskalandi virðist hjálpa
söngvurum mikið ef þeim tekst að
vinna keppnir og geta þeir þá
vænst einhverra atvinnutilboða í
kjölfarið. Þá er mjög mikilvægt nú
til dags að dreifa myndbands-
upptökum sem víðast. Mestu skiptir
samt að hafa þrautseigju og gefast
ekki upp.“
Blaðamaður gantast með að Her-
dís gæti kannski nýtt það sér til
framdráttar að á Ísafirði á hún eitil-
harðan hóp aðdáenda sem jafnvel
fjölmenna á sýningar hennar er-
lendis. „Það gerðist eitt sinn í Sa-
arbrücen að 50 manna hópur Ísfirð-
inga gerði sér sérstaka ferð á eina
af sýningum mínum,“ segir hún og
bætir við að yndislegt sé að fá
þennan stuðning úr gamla heima-
bænum á Vestfjörðum.
Töfrar óperunnar
hafa ekki dvínað
En valdi Herdís örugglega réttan
starfsvettvang? Er kannski hætta á
að á tímum Netflix og YouTube
verði listgreinar eins og óperan
undir í harðri samkeppni um at-
hygli og aura almennings? Gæti
kannski verið hætta á að PewDie-
Pie-kynslóðin hafi ekki úthald í að
hlusta á heila óperu? Herdís segir
„Alltaf hægt að uppgötva eitthvað
Víóletta er ólík öðrum kvenhetjum
óperuheimsins og segir Herdís Anna
hlutverkið krefjandi á margan hátt
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bakland Herdís Anna minnist þess þegar hópur fimmtíu Ísfirðinga gerði sér ferð alla leið til Saarbrücen
til að hlusta á hana syngja. Þykir henni stuðningurinn frá heimaslóðum sínum á Vestfjörðum mikils virði.