Morgunblaðið - 04.03.2019, Qupperneq 32
Bergþór Pálsson barítónsöngvari
kemur fram á hádegistónleikum í
Hafnarborg í Hafnarfirði ásamt
Antoníu Hevesi píanóleikara á
morgun, þriðjudag. Tónleikarnir
hefjast kl. 12 og standa yfir í um
hálftíma. Bergþór flytur þekktar
aríur eftir frönsku tónskáldin Gou-
not, Massenet og Bizet, sem voru
uppi um og fyrir aldamótin 1900.
Syngur aríur eftir
frönsk tónskáld
MÁNUDAGUR 4. MARS 63. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
„Þær eru sterkari núna en þegar við
mættum þeim síðast,“ segir Ingi-
björg Sigurðardóttir um landslið
Skota sem Ísland mætir í dag í Al-
garve-bikarnum í knattspyrnu.
„Eins og staðan er núna eigum við
góða möguleika á því að spila um
verðlaunasæti og þess vegna er
leikurinn mjög mikilvægur,“ segir
Ingibjörg. »1
Von um verðlaun en
Skotar sterkari núna
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Liverpool hefur fatast flugið í ensku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu en liðið
gerði sitt sjöunda jafntefli í deildinni
í vetur gegn Everton í gær í barátt-
unni um Bítlaborgina á Goodison
Park. Gylfi Þór Sigurðsson var að
vanda í liði Everton en hélt ekki
áfram að bæta nýtt markamet sitt
sem markahæsti Ís-
lendingurinn í
deildinni. Mohamed
Salah fékk bestu
tækifærin til að
skora en brást
bogalistin. Man-
chester City er
því komið upp
fyrir Liver-
pool á topp
deildarinnar.
»6
Manchester City komið
á toppinn á Englandi
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Þegar kemur að bollukaupum eru
Íslendingar í raun ótrúlega íhalds-
samir, en auðvitað eru þeir til í að
prófa spennandi nýjungar í bland,“
segir Reynir Carl Þorleifsson, betur
þekktur sem Reynir bakari, í samtali
við Morgunblaðið.
Bolludagur, einn af uppáhalds-
dögum landsmanna, er í dag, en talið
er að hátíð þessi hafi borist hingað til
lands frá Noregi eða Danmörku á
seinni hluta 19. aldar. Fljótlega upp
úr því hófu reykvísk bakarí að aug-
lýsa bolludagsbollur, landanum til
mikillar ánægju. Algengt var á árum
áður að börn byggju til bolluvendi,
vektu heimilisfólk með flengingum
og fengju fyrir vikið bollur að laun-
um. Þessi siður virðist þó vera á
miklu undanhaldi á sama tíma og vin-
sældir bollunnar aukast ár frá ári.
Reynir segir vatnsdeigsbollur í
mikilli sókn en menn takast jafnan á
um það hvorar bollurnar séu betri,
vatnsdeigs- eða gerbollur.
„Þær eru klassískar. Fólk vill samt
auðvitað nýjungar í bland, en þegar
allt kemur til alls þá velja flestir
þetta gamla,“ segir Reynir.
Allt gert frá grunni
Henry Þór Reynisson bakari var
önnum kafinn við að undirbúa bollu-
daginn þegar Morgunblaðið náði af
honum tali. Var hann meðal annars
að gera tilraunir með alls kyns nýj-
ungar sem kunna að rata í sölu, en
hann sagðist í heildina baka um
15.000 bollur í ár.
„Það verða eflaust í boði ein til
tvær bollur sem eru alveg nýjar, en
við verðum meðal annars með súkku-
laði-, hindberja- og púnsbollur. Einn-
ig verðum við með „Irish coffee“ og
auðvitað þessar klassísku með rjóm-
anum,“ segir Henry Þór og bætir við
að allar þeirra bollur séu bakaðar á
staðnum frá grunni.
„Mörg bakarí eru farin að stytta
sér leið með því að nota mix í boll-
urnar. Okkur finnst samt best að
gera deigið alveg frá grunni – það
tryggir besta bragðið,“ segir hann.
Ein af þeim nýjungum sem Reynir
bakari hefur kynnt í gegnum tíðina
eru svokallaðar cronuts-bollur. Eru
þær blanda af croissant og doughnut,
skornar í tvennt, með rommi og
rjóma á milli. Þá líta bollurnar einnig
út eins og venjulegur kleinuhringur
með gati í miðjunni og glassúrskreyt-
ingu á toppnum.
Spurður hvort þessar sælgætis-
bollur verði einnig í boði í ár svarar
Henry Þór: „Heyrðu, já – er það ekki
bara. Ég þyrfti þá bara að henda í
þær fyrst þú minnist svona sér-
staklega á þessar bollur,“ segir hann
og hlær við.
Morgunblaðið/Hari
Ljúfmeti Hjá Reyni bakara var nóg um að vera þegar Morgunblaðið leit þar inn enda bolludagur þá á næsta leiti.
Klassíkin vinsælust
í bland við nýjungar
Um 15.000 bollur voru bakaðar hjá Reyni bakara
ALMAR
BAKARI
BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR
Sunnumörk 2, Hveragerði, sími 483 1919, Almar bakari
Opið alla daga kl. 7-18
BOLLU-
dagurinn
Þú færð
bollurnar
hjá okkur