Morgunblaðið - 16.03.2019, Blaðsíða 1
Slysið
Spuni þaðskemmti-legasta
17. MARS 2019SUNNUDAGUR
Til Brasilíu ífrisbí-golf
Sögu Garðars-dóttur þóttivið hæfi aðskrá titilinnfyndlista-kona viðnafn sitt ísíma-
skránni 2
Íþróttamótdraga fólká framandislóðir 18
Sigraheiminn
Hatari hefur ekkiaðeins náð eyrumÍslendinga heldur allsheimsins. Þeir eruheitasta efnið áYou-tube ogTwitter. 6
L A U G A R D A G U R 1 6. M A R S 2 0 1 9
Stofnað 1913 64. tölublað 107. árgangur
Sigurður Bogi Sævarsson
Bogi Þór Arason
„Fólk hér á Nýja-Sjálandi er slegið
og almennt höfum við hér í Christ-
church talið okkur örugg. Sérstak-
lega finn ég hvað áhrifin á börnin eru
sterk, en þrír minna krakka voru í
skólanum í dag og var haldið þar fram
undir kvöld meðan lögregla gekk úr
skugga um að öllu væri óhætt,“ segir
Eggert Eyjólfsson, læknir í Christch-
urch, í samtali við Morgunblaðið.
Árás á tvær moskur
Alls 49 manns létust í skotárás sem
gerð var í gær kl. 14:20 að nýsjá-
lenskum tíma á tvær moskur í borg-
inni Christchurch. Börn eru í hópi lát-
inna. Auk látinna særðust 20 manns
alvarlega í árás-
inni, en alls þurfti
að flytja 48 manns
á bráðmóttöku
sjúkrahússins í
borginni þar sem
Eggert starfar.
„Ég var á frí-
vakt en læknar
sem ég starfa með
lýsa fyrir mér að
mikið álag hafi
skapast á sjúkra-
húsinu þegar komið var með særða
þangað. Á gjörgæslunni eru 24 rúm
sem nær öll voru í notkun þegar kom-
ið var með fólk eftir árásina. Því var
strax farið að flytja sjúklinga á ná-
grannasjúkrahús til aðhlynningar.
Starfsfélagar mínar segja ótrúlegt að
sumir hinna særðu lifðu af,“ segir
Eggert.
Hryðjuverkamaðurinn var hand-
tekinn í gær og ákærður. Hann gerði
árásina í útsendingu á Facebook þar
sem hann sást skjóta á fólk í návígi,
meðal annars blóðug og skelfd börn.
Einnig birti hann yfirlýsingu um við-
horf sín og gjörðir. Lýsti hann hatri
sínu á múslimum og innflytjendum.
Jacinda Ardern forsætisráðherra
segir þetta vera dimman dag í sögu
Nýja-Sjálands. „Skotvopnalögum
verður breytt eftir þetta,“ sagði Ar-
dern í viðtali við BBC.
Hetja afvopnaði
Ónafngreindum manni er lýst sem
hetju fyrir að hafa náð skotvopni af
hryðjuverkamanninum. Sá var
starfsmaður Linwood-moskunnar
sem er í úthverfi Christchurch. Tókst
viðkomandi að fela sig á bak við árás-
armanninn og ná taki á honum svo
hann missti byssu sína í gólfið. Telja
vitni þetta hafa afstýrt því að enn
fleiri en raunin varð hafi fallið í val-
inn.
Ótrúlegt að sumir lifðu af
49 myrtir í
hryðjuverki á
Nýja-Sjálandi
Töldum okkur
örugg, segir ís-
lenskur læknir
MHryðjuverk » 17-18
AFP
Neyð Særðir voru fluttir á bráðamóttöku í Christchurch og þaðan svo áfram til aðhlynningar á gjörgæslu sjúkrahúsa í nálægum borgum.
Hluttekning Blóm við sendiráð Nýja-Sjálands í Belgíu, og til minningar um látna skrifaði fólk nöfn sín á borða.
Eggert
Eyjólfsson
Ekkert verður af fjórþættum verk-
fallsaðgerðum sem Efling stéttar-
félag boðaði til og áttu að hefjast
strax eftir helgi þar sem Félagsdóm-
ur kvað upp þann dóm síðdegis í gær
að fjögur svokölluð örverkföll og
vinnutruflanir á hótelum og hjá hóp-
bifreiðafyrirtækjum væru ólögmæt.
„Niðurstaða Félagsdóms er mjög
ánægjuleg fyrir samfélagið allt,“
segir Halldór Benjamín Þorbergs-
son, framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, en samtökin höfðuðu
málið fyrir Félagsdómi. Um er að
ræða hluta þeirra verkfallsaðgerða
sem félagsmenn Eflingar hafa sam-
þykkt á næstu vikum og segir Sól-
veig Anna Jónsdóttir, formaður fé-
lagsins, í tilkynningu í gærkvöldi að
félagið sé hvergi af baki dottið og
þau haldi ótrauð áfram með hefð-
bundin verkföll sem hefjast eigi
næstkomandi föstudag.
Viðar Þorsteinsson, framkvæmda-
stjóri Eflingar, útilokaði ekki í sam-
tali við mbl.is í gærkvöldi að Efling
gerði aðra tilraun til þess að boða til
samskonar verkfalla og nú hafa verið
ógilt af Félagsdómi.
„Í íslensku samfélagi er almennur
skilningur að verkföll byggist á að
mæta ekki til vinnu og þiggja þar af
leiðandi ekki laun á sama tíma,“
sagði Halldór Benjamín. ,,Fram-
kvæmd boðaðra örverkfalla Eflingar
stéttarfélags átti hins vegar í ein-
faldaðri mynd að vera sú að starfs-
menn mættu til vinnu, þægju laun og
væru í verkfalli á sama tíma með því
að sinna ekki ákveðnum verkefnum
sem hverju starfi tilheyra. Þessari
framkvæmd var hins vegar hafnað
mjög afgerandi af Félagsdómi,“
sagði hann. Niðurstaðan sé góð að
því leyti að nú séu leikreglurnar
skýrar.
Halldór Benjamín segist ekki líta
svo á að yfirstandandi viðræður við
stéttarfélögin verði erfiðari eftir
þessa niðurstöðu, ,,því það er sam-
eiginlegt verkefni að ná kjarasamn-
ingi milli SA og viðsemjenda og
forða þannig miklu efnahagslegu
tjóni sem verkföll valda,“ sagði hann.
Í Félagsdómi er ítrekað á það bent
í rökstuðningi að alls óljóst sé t.a.m.
til hvaða vinnu verkfallsaðgerðirnar
á hótelum nái og umfang aðgerða
meðal bílstjóra sé óljóst. Stéttar-
félag sem boði verkfallsaðgerðir beri
hallann af því að tilgreina þurfi með
skýrum og afmörkuðum hætti öll at-
riði sem skipti máli.
Örverkföllin dæmd ólögmæt
SA fagna niðurstöðu Félagsdóms Formaður Eflingar segir hefðbundin verkföll hefjast á föstudag
MÖrverkföll Eflingar ólögleg »5
SAMKENND
Í FÆREYSKU
TÓNLISTARLÍFI
JASMIN MOTE 41SUMIR TREINA KVÓTANN 13
MEIRI AFLI Á LAND
Í ÁRSBYRJUN
HELDUR EN Í FYRRA