Morgunblaðið - 16.03.2019, Síða 27

Morgunblaðið - 16.03.2019, Síða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2019 ✝ GuðbjörgÁmundadóttir fæddist í Háholti í Gnúpverjahreppi 15. mars 1925, ásamt tvíburasystir sinni Margréti, d. 2007. Guðbjörg lést á Dvalarheimilinu Ási 4. mars 2019. Foreldrar henn- ar voru Ámundi Jónsson bóndi frá Minna-Núpi, f. 27. ágúst 1887, d. 4. febrúar 1961, og Guðrún Sveinsdóttir frá Ásum, f. 3. júní 1886, d. 3. september 1976. Árið 1928 flutti fjölskyldan að Minna-Núpi, þar sem systurnar maki Gunnlaugur Óttarsson f. 1964. Núverandi maki Guð- rúnar er Auðunn Gestsson, f. 1952. 2) Herdís, f. 19. mars 1958, faðir Kristján H Guð- mundsson, f. 1919, d. 2012. Fyrrverandi maki Örn Guð- mundsson, f. 1958, d. 2015, þeirra börn eru a) Snorri, f. 1981, maki Erla Gunnarsdóttir, f. 1981, þau eiga þrjú börn. b) Erla f. 1985, maki Ingi Björns- son, f. 1983, þau eiga fjögur börn. Núverandi maki Herdísar er Trausti Sveinbjörnsson f. 1946. Guðbjörg tók snemma þátt í bústörfunum, ekki síður úti en inni. Síðar starfaði hún í mötu- neytum, við skóla, virkjanir og mannvirkjagerð og síðar við umönnun aldraðra. Útför Guðbjargar verður gerð frá Stóra-Núpskirkju í dag, 16. mars 2019, og hefst at- höfnin klukkan 11. ólust upp og áttu heima alla tíð. Dætur hennar eru: 1) Guðrún, f. 5. september 1949, faðir Ingólfur Jóns- son, f. 1913, d. 1969. Fyrrverandi maki Ingólfur Þor- láksson, f. 1947, þeirra börn eru a) Viðar, f. 1968, maki Nína Björg Borg- arsdóttir, f. 1972, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. b) Guð- björg Emma, f. 1969, fyrrver- andi maki Einar Rúnar Einars- son, f. 1969, þau eiga tvö börn og tvö barnabörn, núverandi Þú varst alltaf svo nærgætin og skilningsrík, umhyggjusöm og hjartahlý. Þú varst skjól mitt og varnarþing. Við stóðum saman í blíðu og stríðu, vorum sannir vinir. Mér þótti svo undur vænt um þig, elsku mamma mín. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Mamma mín, þá er okkar sam- leið á þessari jörð lokið og finnst mér það hafa verið forréttindi að eiga samfylgd móður í tæp 70 ár. Þú varst heilsuhraust miðað við aldur þangað til fyrir fjórum mánuðum að þú fékkst áfallið. Það komu fleiri áföll í kjölfarið og stundum héldum við fjölskyldan að þú værir að kveðja okkur. Dagamunurinn á þér var með ólíkindum, þú varst ótrúleg kona. Dugnaðurinn og þrautseigjan var þér í blóð borin frá fyrsta andardrætti. Þið systur voruð fæddar sjö og átta merkur, við aðstæður sem ekki er hægt að ímynda sér í dag, Það að fæðast sem tvíburi fyrir 94 árum og lifa það af var ekki sjálfsagt á þeim tíma. Mamma og Magga byrjuðu ungar að vinna við sveitastörfin jafnt úti og inni við. Sagði mamma að oft hefðu þær verið uppgefnar. Sem unglingar byrj- uðu þær að hanna og sauma á sig föt og alla tíð nutu þær þess að kaupa sér flíkur saman og var dásamlega gaman að vera með þeim í þessum verslunarferðum. Ekki pössuðu flíkurnar alltaf nógu vel að því er þeim systrum fannst og þurfti þá æði oft að spretta þeim upp og sauma þannig að þær færu sem best. Því ekki mátti „stíliseringin“ klikka. Báðar svo skapandi og hjálpuðust alla tíð að á meðan þær nutu samvista. Mamma missti svo mikið þegar hinn helmingurinn af henni dó eins og hún sagði sjálf þegar Magga lést fyrir 11 árum. Mamma hélt samt áfram ótrauð og lét sig ekki vanta í gleðistundir fjölskyldu og vina því það skipti hana svo miklu máli að vera í góðum sam- skiptum við fólkið sitt og hennar gríðarstóra vinahóp. Hún kom í margar sumarbústaðaferðir með mér og Auðuni, hún var alltaf til í allt sem skemmtun og tilbreyting hét. Auðunn minn er ekki mikill búðamaður en honum fannst allt- af stórkostlegt að að vera með mömmu í búðum og bar pokana glaður fyrir okkur. Auðunn og mamma náðu einstaklega vel saman og talar Auðunn oft um að honum leið í kringum hana eins og hún væri mamma hans. Þó að mamma dveldi meira í íbúðinni sinni í Hafnarfirði síð- ustu ár var hugurinn alltaf heima á Minna-Núpi Og Núpurinn fyrir ofan bæinn í sérstöku uppáhaldi hjá henni alla tíð ásamt öllu um- hverfinu í sveitinni hennar þar sem þær systur slitu barnskón- um saman og bjuggu alla sína búskapartíð. Það skipti mömmu alltaf máli að líta vel út og vera fín til fara, hárið í lagi og hún varð auðvitað að vera með „vara- lit“ ef farið var út úr húsi. Var það því mjög táknrænt fyrir hana og hennar reisn að þó svo að heilsunni hefði hrakað síðustu vikurnar að það síðasta sem hún sagði við mig var: „Hvernig lít ég út“ og var það aðeins örfáum dögum áður en hún kvaddi okk- ur. Fjölskyldan var henni allt, hún fylgdist vel með öllum alla tíð og elskaði okkur skilyrðis- laust. Ég kveð elsku mömmu með hlýju og brosi á vör eins og hún kvaddi mig ávallt. Elsku mamma mín, takk fyrir allt og allt sem þú gerðir fyrir mig og mína. Ég mun sakna þín. Þín dóttir Guðrún. Nú þegar sólin hækkar á lofti slokknaði ljós sem logað hefur í 94 ár. Guðbjörg Ámundadóttir, eða Bagga hefur yfirgefið sviðið. Hún fæddist agnarlítil, ásamt Möggu tvíburasystur sinni, í Há- holti og þótti kraftaverk að þær skyldu lifa miðað við aðstæður. Þriggja ára fluttust þær að Minna-Núpi, ólust þar upp við venjuleg sveitastörf og þurftu snemma að hjálpa til við búskap- inn enda voru ekki önnur börn á bænum. Þær urðu ungar jafnvíg- ar á inni- og útistörf, natnar við skepnur og miklar hestaskellur. Systurnar voru svo samrýmdar að ekki var hægt að nefna aðra án hinnar. Samt sem áður var lífshlaup þeirra að mörgu leyti ólíkt. Magga varð húsmóðir á Minna-Núpi en Bagga vann ár- um saman annars staðar en alltaf var Minni-Núpur hennar heimili, þangað kom hún í fríum og hjálp- aði til við hin ýmsu störf á bæn- um. Börnin í sveitinni voru heppin þegar Bagga varð ráðskona í Ásaskóla á síðustu árum heima- vistarinnar. Á þeim tíma þekkt- ust börnin misvel, jafnvel ekkert þegar í skólann kom, sums stað- ar langt á milli bæja og ekki bílar alls staðar. Skólaganga barna hér í sveit hófst við 9 ára aldur, mörgum fannst erfitt að vera í skólanum frá mánudegi til laug- ardags og heyra ekkert í foreldr- um sínum allan þennan tíma. Vikan var mjög lengi að líða. Þá var aldeilis gott að hafa Böggu, hún varð vinur barnanna, sýndi þeim kærleika, umhyggju og var huggarinn þegar heimþrá sótti að ungum sálum eða þegar eitt- hvað annað bjátaði á. Eiginlega varð hún mamma allra, brosmild, hlý og glaðlynd. Eftir matinn þurftum við krakkarnir að taka til í eldhúsinu, þvo upp og sópa gólfið, að sjálfsögðu undir stjórn Böggu. Því var hún nokkurs kon- ar heimilisfræðikennari en sú námsgrein þekktist vart á 7. ára- tug síðustu aldar. Ég held að öll- um hafi þótt gott að vera nálægt Böggu. Fertug tók Bagga bílpróf og átti upp frá því alltaf góða far- arskjóta enda sótti hún vinnu langar leiðir eftir Ásaskólaárin, ýmist inn á hálendið eða úti við sjó. Bagga var alltaf vel til fara, prýdd skartgripum og einstak- lega glæsileg eldri kona. Hún var félagslynd, sótti margs konar samkomur og veislur fram á síð- asta ár, vildi ekki missa af neinu sem í boði var, komst á þorra- blótið í fyrra og var langelst þar. Einnig kom hún við í Skaftholts- réttum sl. haust. Henni var annt um samferðafólkið og fylgdist áhugasöm með bæði ungum og öldnum. Víða eignaðist hún vini og var dugleg að rækta vinátt- una, heimsótti fólk eða hringdi. Minna-Núpssystur höfðu höfðu mikla ánægju af ferðalög- um og fannst lítið mál að skreppa á milli bæja eða landshluta, kunnu vel við sig í bíl og þær komust leiðar sinnar. Á árum áð- ur var ekki alltaf verið að moka snjó heim að bæjum, þótt ófært væri. Systurnar úrræðagóðu sáu við því, skildu bilana eftir uppi á vegi þar sem fannfergi var minna og meiri líkur á að bíll festist ekki. Síðan héldu þær sína leið þó að mörgum fyndist varla ferðaveður, kjarkinn vantaði ekki. Samfélagið, sem Bagga setti svo mikinn svip á, er ríkt af ógleymanlegum minningum um hana, þær verður gott að rifja upp. Ég kveð Böggu frænku mína með hlýju og þökk fyrir góðvildina sem hún sýndi mér og mínu fólki alla tíð. Fjölskyldu hennar sendi ég einlægar sam- úðarkveðjur. Árdís Jónsdóttir. Ég veit af lind, er líður fram sem ljúfur blær. Hún hvíslar lágt við klettastall sem kristall tær. Hún svalar mér um sumardag, er sólin skín. Ég teyga af þeirri lífsins lind, þá ljósið dvín. Og þegar sjónin myrkvast mín og máttur þver, ég veit, að ljóssins draumadís mér drykkinn ber. Svo berst ég inn í bjartan sal og blessað vor. Þá verður jarðlífs gatan gleymd og gengin spor. En lindin streymir, streymir fram, ei stöðvast kann, og áfram læknar þunga þjáðan, þyrstan mann. (Hugrún.) Allt hefur sinn tíma. Nú hefur hún Bagga lokið lífsgöngu sinni 94 ára að aldri. Margt benti þó til þess að hún gæti orðið eilíf, slík var seiglan og dugnaðurinn. Kynni mín af Böggu og Minna- Núpsfólkinu spanna orðið marga áratugi. Fyrst kynntist ég Gunnu dóttur hennar þegar við á ung- lingsaldri unnum saman í slökt- un. Seinna rataði Gunna inn í fjölskyldu mína og var mágkona mín í áratugi. Í huga mér tilheyr- ir Gunna enn minni fjölskyldu, ekkert fær því breytt. Segja má að tengsl mín við Böggu og henn- ar fólk séu margþætt. Í mörg sumur fóru börnin mín í hálfs mánaðar sumardvöl til Möggu, tvíburasystur Böggu, og Krist- jáns á Minna-Núpi. Sumardvölin var þeim ætíð tilhlökkunarefni og undu þau sér vel í sveitinni hjá þessu góða fólki. Eiga þau ljúfar og góðar minningar frá þessum tíma. Þar var glatt á hjalla í hópi kátra krakka, dag- lega farið í reiðtúr (enda alltaf sólskin) og fengu þau að vera þátttakendur í daglegu lífi heim- ilisfólksins. Einnig var systur- sonur minn sumarvinnumaður þar á sínum unglingsárum. Þær tvíburasystur Magga og Bagga fæddust á Minna-Núpi. Í fegurð sveitarinnar ólust þær upp í nágrenni við Þjórsá og Heklu. Máski hefur náttúrufeg- urðin mótað smekk þeirra fyrir fallegum og vönduðum fötum og listilegri handavinnu. Bagga var bæði skvísa og nagli, eins og unga fólkið myndi orða það, fram á hið síðasta. Fallega klædd og varalituð keyrði hún bíl fram á tí- ræðisaldur. Ég hitti hana fyrir rúmu ári heima hjá Gunnu. Við vorum að skoða „snappið“ í sím- unum okkar og leika okkur að gera ýmsar skrípamyndir. Böggu fannst þetta mjög áhuga- vert og hafði á orði hvort hún gæti nú ekki örugglega lært þetta! Bagga var fróðleiksfús og hafði yndi af ferðalögum og kunni sannarlega að lifa lífinu lif- andi. Á langri ævi eignaðist Bagga marga vini og skipti aldur ekki máli, ég held að hún hafi sýnt öllum sömu ljúfmennskuna. Það er mikill fróðleikur sem glat- ast þegar fólk sem á langa og við- burðaríka ævi að baki fellur frá. Bagga elskaði fólkið sitt og land- ið sitt. Hún var líka elskuð og dáð af afkomendum sínum og sam- ferðafólki. Það er með trega og eftirsjá sem ég kveð þessa sóma- konu. Við fjölskyldan sendum Gunnu, Herdísi, Ámunda og þeirra fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Fallegar minn- ingar um Böggu lifa um ókomna tíð. Nanna Þorláksdóttir. Nú hefur hún Bagga kvatt þennan heim og með henni er horfinn á braut síðasti fulltrúi elstu kynslóðarinnar á Minna Núpi, sem tók á móti okkur fyrir rúmlega tuttugu árum. Þá kom- um við þangað heim í fyrsta sinn til þess að ganga frá leigusamn- ingi fyrir landskika kringum sumarbústaðinn sem við vorum að eignast. Þarna hefur síðan verið okkar sælureitur. Ég er löngu hætt að vera feimin við að tala um Gnúpverjahreppinn sem „sveitina mína“ þótt ég eigi engin ættartengsl þangað. Við tilheyr- um Minna Núpi og finnst við eig- inlega vera hluti af fjölskyldunni. Það lýsir hlýjunni sem okkur var sýnd strax frá upphafi, en stór hluti af þessari tilfinningu að til- heyra eru allar sögurnar hennar Böggu yfir kaffi og meðlæti. Þannig veitti hún okkur einstaka innsýn í tilveruna eins og hún var um hennar löngu ævi, lífsbaráttu og búskaparhætti fyrri tíma. Yfir þessari fortíð var ljómi gleði og mannlegrar hlýju þrátt fyrir basl og áföll. Bagga heimsótti okkur líka stundum í hvamminn og það voru góðar stundir. Einhverju sinni kom hún með okkur í bíltúr inn að nýju Búðarhálsvirkjun- inni, á þær slóðir sem hún kallaði „fjöllin mín“. Þar hafði hún átt ótal vinnustundir en líka margar gleðistundir. Bagga var mikil hannyrðakona og var listræn og hugmyndarík. Þegar Bagga keypti sér nýja flík sá hún ekki flíkina eins og hún var heldur hvaða möguleika hún bauð upp á til að skapa úr henni eitthvað nýtt. Þegar við kveðjum Böggu er innileg væntumþykja og þakk- læti efst í huga. Helga M. Ögmundsdóttir. Guðbjörg Ámundadóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA S. JÓNSDÓTTIR, lést á Landspítalanum 12. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurður Skúlason Guðrún Kristjánsdóttir Gústaf Adolf Skúlason Ólöf Baldursdóttir barnabörn og barnabarnabörn Bróðir okkar HILMAR JÓNSSON frá Mýlaugsstöðum, Aðaldal, lést 6. mars á Öldrunarheimilinu Hlíð, Akureyri. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hermann Jónsson Fjóla Jónsdóttir Friðfinna Jónsdóttir og fjölskyldur Elskulegur eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, STEINDÓR V. SIGURJÓNSSON, Gunnlaugsstöðum, Fljótsdalshéraði, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 14. mars. Útförin fer fram frá Garðakirkju, Garðabæ, föstudaginn 22. mars klukkan 14. Hjördís Hilmarsdóttir Magnús Steindórsson Ellý Guðmundsdóttir Sigurjón Steindórsson Sólbjörg Reynisdóttir Guðfinna Steindórsdóttir Steindór Steindórsson Hilmar Gunnlaugsson Stefanía Valdimarsdóttir Sæmundur Þór Sigurðsson Bergþóra Kristjánsdóttir Dagný Berglind Gísladóttir Davíð Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GERÐUR GUÐVARÐARDÓTTIR MÖLLER, Brekatúni 2, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 10. mars. Útför hennar mun fara fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 21. mars klukkan 13.30. Páll Geir Möller Friðný Möller Hákon Jóhannesson Arna Möller Klas Rydenskog Alfreð Möller ömmu- og langömmubörn Okkar ástkæri, JÓN ÞÓR ÁGÚSTSSON Ásholti 1, Mosfellsbæ, lést á heimili sínu 7. mars. Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju miðvikudaginn 20. mars klukkan 13. Jóhanna Gunnarsdóttir Sigrún Stella Ingvarsdóttir Kristjana Sif Jónsdóttir Røyseth Ingvar Jónsson Mathisen barnabarn og aðrir ástvinir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.