Morgunblaðið - 16.03.2019, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2019
Mannrækt byggð á
kristnum gildum er yfir-
lýst markmið Frímúr-
arareglunnar á Íslandi
sem fagnar um þessar
mundir þeim merka
áfanga að hundrað ár
eru liðin frá stofnun
fyrstu St. Jóhannesar-
stúkunnar, Eddu. Virð-
ing og bróðurkærleikur
eru hornsteinar starfs-
ins. Að höggva af sér
sína andlegu vankanta er verkefnið
sem sérhver frímúrarabróðir fæst við
alla ævi.
Tilgangur frímúrarastarfs
Á vefsíðu reglunnar (frimurara-
reglan.is) má m.a. lesa um tilgang
hennar:
„Frímúrarareglan á Íslandi er
sjálfstætt félag, eða samtök karl-
manna úr öllum hópum þjóðfélagsins,
sem hefur mannrækt að markmiði.
Frímúrarareglan byggir starfsemi
sína á kristnum grundvelli.
Frímúrarareglan tekur ekki af-
stöðu í stjórnmála- eða trúardeilum í
þjóðfélaginu. Umræður eða áróður
um þessi mál er bönnuð á fundum eða
samkomum Frímúrarareglunnar.
Frímúrarareglan á Íslandi er óháð
öllum valdhöfum, öðrum en löglegum
yfirvöldum Íslands.“
Eins er ýmsan fróðleik að finna í
tímaritinu Frímúrarinn sem Reglan
gefur út og er hægt að lesa eldri tölu-
blöð á heimasíðu Reglunnar. Hug-
myndafræði og táknmál frímúrara-
starfs er að talsverðu leyti sótt til
gilda hinna frjálsu steinsmiða mið-
alda og því er vísun í verkfæri þeirra
áberandi í starfinu samanber merkið
sem flestir þekkja þ.e.
hornmát og hringfara.
Upphaf nútíma frímúr-
arastarfs er þó yfirleitt
miðað við árið 1717
þegar fyrsta stór-
stúkan var stofnuð í
London. Til skýringar
má nefna að ef frímúr-
arastúkurnar væru
íþróttafélög væri stór-
stúka/landsstúka jafn-
gildi ÍSÍ. Það er því ný-
lega búið að halda upp
á 300 ára afmæli
starfsins á heimsvísu.
Fyrstu frímúrararnir á Íslandi
Í upphafi síðustu aldar höfðu fáein-
ir Íslendingar gengið í frímúrara-
stúkur erlendis og einnig fluttu til
landsins erlendir frímúrarar en einn
af þeim var Ludvig E. Kaaber sem
oft er nefndur faðir frímúrarastarfs á
Íslandi. Þessum bræðrum var mikið í
mun að geta hist og rætt sín hugðar-
efni og stundað frímúrarastarf með
siðbundnum hætti. Varð úr að 15.
nóvember 1913 stofnuðu þeir bræðra-
félag sem fékk nafnið Edda. Stofn-
endur voru sjö og kusu þeir sér
þriggja manna stjórn. Formaður var
Ludvig E. Kaaber, ritari Sveinn
Björnsson og féhirðir Holger Debell.
Aðrir félagar voru Hannes S. Hans-
son, Magnús Sigurðsson, Fredrik Ol-
sen og Ásgeir Sigurðsson. Fyrsti
formlegi fundur í bræðrafélaginu eft-
ir stofnun var haldinn 13. desember
1913. Félagið hélt þrjá til fjóra fundi á
ári á tímabilinu 1914 til 1917 og var
fundað á heimili Kaabers við Hverfis-
götu. Skipulag frímúrarastarfs er
með þeim hætti að einungis fullgildar
stúkur mega taka nýja félaga inn í
regluna. Þannig gátu aðeins menn
sem fengið höfðu vígslu erlendis
gengið í bræðrafélagið Eddu. Á
starfstíma félagsins gengu átta menn
búsettir á Íslandi í dönsku stúkuna
Z&F og gerðust félagar í bræðra-
félaginu Eddu. Það var stjórn félags-
ins kappsmál að koma á fót fullgildu
starfi á Íslandi svo hægt væri að veita
fleirum innsýn í reglufræðin og vígja
fleiri bræður til starfa.
Samvinna við Dani
Fullgild stúka verður ekki stofnuð
nema með samþykki yfirstjórnar, þ.e.
landsstúku, og nærtækast var að leita
eftir samstarfi við dönsku frímúrara-
regluna enda voru flestir félagar í
Eddu þá bræður í dönskum stúkum.
Nokkur andstaða var framan af hjá
danska stúkuráðinu sem hafði með
málið að gera og töldu þeir öll tor-
merki á að hægt væri að halda úti
fullgildu frímúrarastarfi á Íslandi.
Óyggjandi sannanir eru taldar fyrir
því að Stórmeistari dönsku Regl-
unnar, sem á þessum árum var Krist-
ján X Danakonungur, hafi sýnt ís-
lenskum frímúrurum mikla velvild og
veitt þessari málaleitan þeirra um
stúkustofnun sérstakan stuðning
sinn. Millileikur í stöðunni var svo-
nefnd fræðslustúka sem stofnuð var
6. janúar 1918 uppi í risi í nýbyggðu
stórhýsi Nathan og Olsen sem er
kannski betur þekkt sem Reykjavík-
urapótek. Enn í dag má sjá hið al-
þjóðlega frímúraramerki, hornmát og
hringfara, ofan við glugga á miðkvisti
hússins. Fimbulfrost var á Íslandi
þann dag og samkvæmt heimildum
var hitastig í fundarsalnum mínus
fimmtán gráður kvöldið sem fræðslu-
stúkan var stofnuð. Líta má á þennan
millileik sem æfingabúðir fyrir hið
endanlega markmið sem var stofnun
fullgildrar stúku.
Stofnun stúkunnar
Langþráður dagur rann svo upp
mánudaginn 6. janúar árið 1919 þeg-
ar frímúrarar búsettir á Íslandi komu
saman í aðsetri fræðslustúkunnar og
var verkefni dagsins að slíta fræðslu-
stúkunni og stofna fullgilda Sankti
Jóhannesar frímúrarastúku sem
heita skyldi Edda. Samkvæmt grund-
vallarskipan frímúrara hefðu fulltrú-
ar dönsku landsstúkunnar átt að ann-
ast stúkustofnunina en þó heims-
styrjöld væri lokið voru siglingar enn
stopular og ótryggar og því voru eng-
ir fulltrúar dönsku Reglunnar við-
staddir. Siðabálkar eða handbækur
sem notaðar voru á fundinum voru
allar á dönsku og fór því fundurinn
fram á dönsku. Þessar bækur eru all-
ar til í skjalasafni íslensku Frímúr-
arareglunnar og voru dregnar fram
og notaðar á hátíðarfundi í Eddu í
nóvember síðastliðnum. Stofnendur
stúkunnar voru fjórtán, en strax á
stofnfundinum fluttu þrír bræður sig
úr erlendum stúkum yfir í Eddu.
Seinna sama dag var haldinn fyrsti
reglulegi fundurinn í stúkunni og var
þar einum nýjum félaga veitt vígsla
inn í stúkuna og var það skv. mínum
heimildum Axel V. Tulinius yfirdóms-
lögmaður.
Starfið í 100 ár
Þessi litli græðlingur sem stofnað
var til 6. janúar 1919 á efstu hæð Nat-
han og Olsen hússins hefur síðan vax-
ið og dafnað og getið af sér nýjar
stúkur. Tímamót urðu í starfinu 1951
þegar Frímúrarareglan á Íslandi
varð til sem fullkomin sjálfstæð frí-
múrararegla. Í kjölfarið fluttust þær
þrjár stúkur sem búið var að stofna,
auk einnar fræðslustúku, undan
dönsku reglunni og í íslenska forsjá. Í
dag eru starfandi 30 stúkur á mis-
munandi stigum á þrettán stöðum á
landinu og með um 3.500 félaga.
Óhætt er að segja að félagar í Frí-
múrarareglunni á Íslandi séu þver-
skurður af þjóðfélaginu. Markmiðið
með veru sinni í Reglunni telja þeir
vera að reyna að verða betri þjóð-
félagsþegnar til hagsbóta fyrir sjálfa
sig, fjölskyldu sína og þjóðfélagið í
heild. Hvet ég alla sem hafa áhuga á
að vita meira til að kynna sér það efni
sem er að finna á áðurnefndri vefsíðu
Frímúrarareglunnar á Íslandi og
grípa síðan tækifærið og heimsækja
Regluheimilið í Reykjavík og stúku-
hús um allt land sem verða opnuð al-
menningi í sumar í tilefni hundrað
ára afmælisins. Verður það auglýst
sérstaklega þegar nær dregur.
Við hæfi er að ljúka þessari grein
með efnisgrein úr 25 ára afmælisriti
Eddu: „Starf það sem brautryðj-
endur og stofnendur Frímúrararegl-
unnar á Íslandi unnu fram að sigur-
degi sínum, 6. jan. 1919, mun verða í
minnum haft, meðan Frímúrara-
reglan er við lýði hér á landi. Þeir
fórnuðu miklu til þess að koma stúk-
unni á stofn. Það gerðu þeir vegna
þess, hve áhuginn fyrir góðu málefni
var sterkur, og sannfæringin bjarg-
föst um göfugleik og gildi frímúrara-
fræðanna. Allir þeir íslenzkir frímúr-
arar, sem fest hafa órofa tryggð við
Regluna og frímúrarastarfið, munu
aldrei fá fullþakkað þeim bræðrum,
sem með eldlegum áhuga sínum og
eindæma dugnaði og fórnfýsi tókst að
koma fram stofnun stúkunnar Eddu
6. janúar 1919. Það verk mun ævin-
lega verða virt þeim til sæmdar, er
unnu það.“
Frímúrarastarf á Íslandi í hundrað ár
Eftir Guðmund
Steingrímsson
»Félagar í Frímúrara-
reglunni á Íslandi eru
þverskurður af þjóðfélag-
inu. Markmiðið með veru
sinni í Reglunni telja þeir
vera að reyna að verða
betri þjóðfélagsþegnar til
hagsbóta fyrir sjálfa sig,
fjölskyldu sína og þjóðfé-
lagið í heild.
Safn Minjasafn frímúrara er opið almenningi.
Höfundur er stjórnandi meistari
St. Jóhannesarstúkunnar Eddu.
Guðmundur
Steingrímsson
Vantar þig
ráðleggingar
við sölu eignar
þinnar?
s 893 6001
Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is
Guðbergur
Guðbergsson
Löggiltur fasteignasali
og leigumiðlari
Dekkjaþjónusta
Úrval fólksbíla- og jeppadekkja
SAMEINUÐ GÆÐI
Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is