Morgunblaðið - 16.03.2019, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2019
✝ Björg Aðal-steinsdóttir
fæddist í Neskaup-
stað 29. júní 1959.
Hún lést að heimili
sínu 7. mars 2019.
Hún var dóttir
hjónanna Aðal-
steins Ólafssonar, f.
12. desember 1906,
d. 2. júní 1970, og
Jakobínu Björns-
dóttur, f. 22. ágúst
1920, d. 8 ágúst 1997.
Björg ólst upp í Sólvangi á
Borgarfirði eystra. Systkini
hennar eru: Anna Ólöf, f. 1939,
f. 11. mars 1984. Eiginmaður
hennar er Hlynur Sveinsson, f.
28. maí 1983. Börn þeirra eru
Brynjar Frosti Hlynsson, f. 23.
apríl 2012, og Birta Björg
Hlynsdóttir f. 12. ágúst 2016. 2)
Birkir Björnsson, f. 16. nóvem-
ber 1988. Sambýliskona hans er
Ásta Hlín Magnúsdóttir, f. 8.
apríl 1989. Barn þeirra er Björn
Bragi Birkisson, f. 13. janúar
2018.
Björg bjó alla sína ævi á
Borgarfirði og vann þar tilfall-
andi störf. Heimili hennar Sæ-
tún var virkt samkomuhús sveit-
unga sem og ættingja. Síðustu
fimmtán árin barðist hún við ill-
vígan sjúkdóm sem hafði að lok-
um betur.
Útför Bjargar fer fram frá
Bakkagerðiskirkju í dag, 16.
mars 2019, og hefst athöfnin
klukkan 14.
Birna Þórunn, f.
1940, d. 2007, Ing-
unn Gyða, f. 1942,
Baldur, f. 1943,
Sverrir, f. 1944,
Bjarnþór, f. 1946,
d. 1965, Jónína
Sesselja, f. 1949,
Ólafur, f. 1953,
Björn, f. 1955, og
Soffía, f. 1962, d.
1963
Sambýlismaður
Bjargar var Björn Skúlason, f.
3. ágúst 1954, frá Framnesi á
Borgarfirði eystra. Börn þeirra
eru 1) Harpa Rún Björnsdóttir,
Elsku besta mamma mín. Nú
er komið að kveðjustund. Þó að
35 ár séu ekki nægur tími með
mömmu sína hjá sér þá nýttum
við tímann vel.
Við áttum yndislega tíma
saman. Hvort sem það var í
þögn framan við sjónvarpið að
hekla, á ferðalögum með fjöl-
skyldu og vinum, allir dásam-
legu sumardagarnir þar sem við
sátum fyrir framan Sætún að
spjalla við gesti og gangandi og
letistundirnar þar sem við kúrð-
um fram eftir í rúminu þínu
með Frostaling, nafna þín er nú
ekki eins hrifin af svona kúr-
ustundum!
Alltaf varstu boðin og búin
að stökkva af stað, ef vantaði
pössun eða ef eitthvað bjátaði á.
Áhugi þinn og umhyggja fyr-
ir öðru fólki var aðdáunarverð-
ur. Alltaf spurðir þú frétta af
vinum okkar og kunningjum,
hvernig gengi hjá þeim og
hvort ekki væri allt í lagi. Þú
gast talað við allt og alla og
nánast eftir hverja Reykjavík-
urferð varstu með fullt af sög-
um, hittir leigubílstjóra sem var
frændi þessa eða sast á biðstofu
með konu sem þekkti þennan.
Alltaf að leita eftir tengingu,
sem ansi oft kom svo á end-
anum.
Þó að höggið hafi verið mikið
þegar þú fórst frá okkur þá
grunaði okkur í hvað stefndi,
það var farið að draga af þér.
„helv. … fóturinn“ átti þar
stærstan þátt.
Ég syrgi það sem ég átti,
ástríka, duglega, fyndna og
skemmtilega mömmu og um
leið bestu vinkonu sem ég var
svo stolt af því öllum fannst hún
svo fyndin og frábær. Svo hress
og skemmtilega hreinskilin.
Mömmu sem kunni allt og gat
allt. Svo ótrúlega mikill og
sterkur karakter.
Ég syrgi það sem ekki verð-
ur, að barnabörnin fái ekki að
njóta þín lengur við, skapa fleiri
minningar og skemmtilegar
stundir með ömmu. Þið Frostal-
ingur áttuð svo undurfallegt
samband ykkar á milli, hann
kunni sko að snúa ömmu í
kringum sig! Best í heimi
fannst honum að fá að fara einn
á Borgó til ömmu og afa og fá
að vera lengi, aldrei tilbúinn að
fara heim því alltaf var nóg að
brasast í ömmuhúsi.
Ég syrgi það að enn einu
sinni missir litla þorpið okkar
svo litríkan persónuleika sem
hafði svo mikinn drifkraft og
áhuga fyrir því sem var um að
vera eða þurfti að gera.
En ég gleðst yfir því að nú er
þínum þrautum lokið.
Efst í huga er þakklæti.
Þakklæti fyrir allt sem þú
kenndir mér og gerði mig að
þeirri manneskju sem ég er í
dag, allt sem þú gerðir fyrir
mig og fjölskylduna mína. Þið
pabbi bjugguð okkur fjölskyld-
unni svo fallegt og notalegt
heimili sem alltaf verður mitt
„heima“, sama hversu lengi ég
bý í Neskaupstað. Þú sást til
þess að við áttum yndislega og
áhyggjulausa barnæsku og allt
síðan, endalaus ástúð, stuðning-
ur og umhyggja.
Ég er svo þakklát fyrir bar-
áttu þína og þrjósku sem gaf
okkur hinum lengri tíma með
þér. Hvert bakslag var bara
nýtt verkefni sem þurfti að
klára. Tíu ár með ólæknandi
sjúkdóm segir allt um hversu
þrjósk og ákveðin þú varst í að
vinna þessa baráttu.
Ég mun gæta þess að minn-
ing þín lifi og að Brynjar Frosti
og Birta Björg muni muna eftir
Böggu ömmu um ókomna tíð.
Lofa aldrei að gleyma
öllu því sem að þú kenndir mér.
Oft er hugurinn heima
og hjarta mitt slær með þér.
(Á.I.A.)
Takk fyrir allt, elsku besta
mamma mín.
Harpa Rún Björnsdóttir.
Jæja mamma mín, þá er
komið að því. Nú er komið að
kveðjustund. Það verða erfiðir
tímar án þín en að vita af því að
þinni raun sé lokið veitir hug-
arró.
Orð eru ekki til sem lýsa
þakklæti mínu til þín. Alla mína
ævi var ég umvafin væntum-
þykju frá þér og pabba, þrátt
fyrir að ég hafi verið býsna
„duglegur“ sem barn. Einu
sinni sagðir þú, og brostir út í
annað um leið, að þú hefðir ætl-
að að eignast fleiri börn – en
svo fæddist Birkir minn.
Sem barn fékk ég að kynnast
þinni háværu og skýru rödd.
Ég fékk marga góða skammta
af henni og í öll þau skipti átti
ég það svo sannarlega skilið og
er það að stórum hluta því að
þakka að ég komst til manns.
En mikið ofsalega hafði ég
stundum fyrir því að fá öskrin,
það var þrjóskan mín sem ég
fékk að stórum hluta frá þér, og
hafði oft ofsalega gaman af því
að ná þér upp.
Allir sem þig þekktu þekkja
þína sjúkrasögu og þína hörðu
baráttu við einn þann illvígasta
sjúkdóm sem við þekkjum.
Þessa baráttu háðir þú af aðdá-
unarverðu hugrekki og með
fullkomnu æðruleysi. Orðatil-
tækið að gefast upp þekktist
ekki í þínum bókum.
Þessi tvö síðustu ár sem ég
hef eytt í Kaupmannahöfn
hjálpuðu mér að gera mér grein
fyrir mikilvægi þínu í mínu lífi.
Það leið ekki sá dagur að ég
hringdi ekki í þig í gegnum
tölvuna til að leita ráða og voru
mörg þau símtölin, merkilega
stór hluti samtalanna fór í að
hlusta á þína einkennandi löngu
og kraftmiklu geispa, en það
virtist ekki skipta máli hvaða
tíma dags, þú áttir alltaf inni
einn góðan geispa. Ég elskaði
það útaf lífinu hvað þú varst
hreinskilin og, þegar þess
þurfti, ekkert sérstaklega orð-
vör, hlutur sem ég hef tileinkað
mér í lífinu og mun gera áfram.
Sárast verður að hann Björn
Bragi, Brasi – Tuddi litli –
Hlussi – Litli Bjössi, og öll hin
dásamlegu nöfnin sem þú áttir
yfir hann, muni ekki fá að alast
upp með þér. Ég man ennþá
símtalið okkar þegar ég til-
kynnti þér að ég væri kominn
með vinnu og við værum að
flytja aftur til Íslands, hvað þú
varst glöð, þú yrðir aðeins einni
stuttri flugferð frá Brasa þín-
um. Og þú sagðir í gríni að
núna hefðir þú mann innan
dyra RÚV svo að þú gætir ráð-
ið dagskránni þar sem þú varð-
ir svo miklum tíma fyrir framan
sjónvarpið síðustu misserin.
Daginn sem að þú kvaddir
sátum við Björn Bragi einir
heima þar sem hann var lasinn,
þú hafðir áhyggjur og hringdir
oft þannig að við náðum að eyða
deginum merkilega mikið sam-
an. Ég mun lifa á því það sem
eftir er þegar þið kvöddust í
síðasta skiptið, þá stóð BB lengi
og veifaði þér og þú veifaðir til
baka en þú tímdir ekki að skella
á hann á meðan hann var að
veifa þér.
Frá mínum dýpstu hjartarót-
um kveð ég þig af miklum sökn-
uði, elsku mamma mín. Við
gerðum okkur flest grein fyrir
því í hvað stefndi en höggið er
engu að síður gríðarlegt. Þú
fékkst að kveðja heima í Sætúni
sem var nákvæmlega það sem
þú vildir. Ég trúi því að við
endum einhvers staðar. Því bið
ég þig þegar þú kemur á þinn
endastað að taka utan um Jónsa
og minna hann á að skák-
einvígið okkar stóð jafnt. Þið
munuð hafa margt um að
spjalla.
Birkir.
Sumu fólki fylgir gleði. Ein-
hver óskilgreindur kraftur
verður til í návist þess. Þessir
eiginleikar fylgdu henni Björgu
okkar, elskulegri tengdadóttur
og mágkonu.
Nú hefur hún kvatt, eftir
hetjulega baráttu við langvinn
og erfið veikindi. Á þeirri löngu
og ströngu vegferð sýndi hún
ótrúlega yfirvegun og einstakan
kjark og æðruleysi. Þegar veik-
indin hömluðu til stórra verka
sat hún ekki auðum höndum,
heldur skapaði hún með vand-
aðri handavinnu sinni mörg
meistaraverkin.
Minningarnar frá langri sam-
fylgd eru margar. Þegar við lít-
um nú til baka á kveðjustund
fer það þó gjarnan svo að við
brosum gegnum tárin, jafnvel
skellum upp úr, þegar tilsvör
hennar og glettur við hin ýmsu
tækifæri rifjast upp.
Heimili Bjargar og Bjössa
hefur frá upphafi staðið öllum
opið. Frændfólki, vinum, kunn-
ingjum, nágrönnum úr þorpinu
eða fólki lengra aðkomnu. Það
voru gæðastundir að tylla sér
við eldhúsborðið í Sætúni. Kaffi
og Mackintosh og Björg á
spjallinu með tebollann sinn.
Oftar en ekki fjölgaði gestum
og urðu þá gjarnan líflegar
samræður, þar sem hún, eins
og alltaf, tjáði af hreinskilni
skoðanir sínar á mönnum og
málefnum.
Á sumrum voru hennar sæl-
ustu stundir, þegar gestum og
gangandi fjölgaði, öll rúm skip-
uð innandyra, lóðin við húsið
þéttsetin tjöldum og húsbílum,
trampólínið þakið glaðværum
börnum, unglingar og fullorðnir
á ferð og flugi. Fyrir kom að
ókunnugir ferðalangar héldu að
þarna væri rekin ferðaþjónusta,
bönkuðu upp á og báðust gist-
ingar.
Þó að veikindin settu sitt
mark á Björgu með tímanum
hélst heimilisbragurinn óbreytt-
ur: Allir velkomnir í Sætún –
alltaf.
Og þar kvaddi hún. Heima í
Sætúni. Í firðinum okkar fagra,
þar sem hún ólst upp í stórum
hópi systkina, átti sitt hlýlega
heimili með Bjössa, og börn
þeirra Harpa Rún og Birkir,
uxu þar úr grasi við náin tengsl
og trausta handleiðslu foreldr-
anna. Hópurinn þeirra stækkaði
með tengdabörnum og barna-
börnunum, sem voru henni
miklir gleðigjafar og hún af ást
og umhyggju fylgdist grannt
með. Þau hafa misst mikið. Til-
veran er breytt, en minning-
arnar munu lifa.
Elsku Bjössi, Harpa Rún,
Hlynur, Birkir, Ásta og ömmu-
börnin. Við kveðjum með þakk-
læti og söknuði og vottum ykk-
ur, og systkinum Bjargar og
fjölskyldum þeirra, innilega
samúð.
Megi allar góðar vættir
fylgja ykkur og styrkja á erf-
iðum tímum.
Fyrir hönd fjölskyldunnar
frá Framnesi,
Sigrún Skúladóttir.
Í dag kveðjum við Böggu,
það er alltof erfitt en mest er
ég samt þakklát. Ég hefði í
rauninni ekki getað pantað mér
betri fjölskyldu til að ganga inn
í. Takk fyrir að treysta mér fyr-
ir Birki, takk fyrir að bjóða mig
velkomna frá fyrsta degi, takk
fyrir leyfa okkur og draslinu
okkar alltaf að vera, takk fyrir
matinn, takk fyrir saumaskap-
inn. Takk fyrir allt brasið og
alla snúningana. Takk fyrir
mig.
Fyrst fannst mér Bögga al-
veg ofsalega ógnvekjandi kona.
Hikaði ekki við að gala, fyrir
framan alla í Fjarðarborg,
hvort Birkir væri nokkuð alltaf
að gista hjá mér á bóksölunni.
Ég forðaðist matarboðið eins
lengi og ég gat, en endaði á að
fara í kjötbollur og sushi seint í
ágúst. Það var ekki næstum því
jafn vandræðalegt og ég var bú-
in að kvíða fyrir allt sumarið.
Eiginlega alveg síðan hefur mér
liðið eins og heima hjá mér í
Sætúni.
Bögga var blátt áfram, sagði
það sem hún meinti og sagði
það hátt. Það var fyrst og
fremst skemmtilegt, allavega
þegar ég komst yfir óttann við
hana þarna í upphafi. Það hefur
verið hugsað alltof vel um mig í
Sætúni, uppbúin rúm þegar við
komum, heitur matur í hádeg-
inu og föt bætt í skjóli nætur.
Það hefur líka verið bannað að
vera svangur í Sætúni. Ef ég
átti leið inn í eldhús, sama hve-
nær dags, heyrðist gjarnan inn-
an úr horninu hennar í sófanum
„Finnurðu ekkert að borða,
Ásta mín, það hlýtur eitthvað
að vera til.“
Ég dáðist líka alltaf að auga
Böggu fyrir smáatriðum og
natni við að gera fallegt í kring-
um sig. Allt jólaskrautið og
páskaskrautið. Í hvert skipti
sem við komum var búið að
gera nýja fallega útstillingu í
einhverju herbergi. Hún gat
einhvern veginn gert allt svolít-
ið fallegra, saumað nýtt utan
um eða föndrað eitthvað. Hún
gat líka lagað flest sem brotn-
aði eða rifnaði.
Sárast finnst mér að hugsa
til þess að Björn Bragi fái ekki
að spjalla meira við Böggu
ömmu. En þó að við höfum ver-
ið landfræðilega langt í burtu
var amma aldrei langt undan og
öll tölvusímtölin eru ómetanleg.
Við heyrðum í Böggu daglega
og stundum oft á dag. Amma og
Brasi litli spjölluðu, lásu og
sungu saman. Hún fylgdist vel
með öllu hjá okkur og við feng-
um fréttir frá Borgarfirði, viss-
um oftast hvað var í matinn
beggja vegna við hafið.
Elsku Bögga, nú er ég búin
að komast í gegnum að skrifa
þetta niður án þess að kalla þig
tengdamömmu mína enda held
ég að bannið við því orði hafi
ekki verið fallið úr gildi.
Sjáumst hinum megin. Ég
hlakka til að heyra hvað þér
mun finnast um allt sem gerist
þangað til.
Ásta Hlín.
Björg
Aðalsteinsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Björgu Aðalsteins-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR
frá Ísafirði,
lést sunnudaginn 3. mars. Hún verður
jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn
16. mars klukkan 14.
Sigríður Níelsdóttir Gísli Vigfússon
Guðmundur G. Níelsson Guðrún Eyjólfsdóttir
Kristinn J. Níelsson Harpa Jónsdóttir
María Níelsdóttir Rúnar Már Jónatansson
Kristín Theodóra Nielsen
og ömmubörn
Elskuleg móðir mín, systir, mágkona
og frænka,
ANNA JÓHANNSDÓTTIR
frá Steinum,
Kleppsvegi 58, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli
miðvikudaginn 6. mars.
Útförin fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 19. mars klukkan 11.
Jóhann Elí
Guðmunda Jóhannsdóttir Sigurður Gunnsteisson
Jóna M.R. Jóhannsdóttir Ólafur Haraldsson
og systrabörn
Ástkær bróðir okkar og fyrrverandi
sambýlismaður,
SVEINN KRAGH,
lést miðvikudaginn 6. mars.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í
Reykjavík fimmtudaginn 21. mars
klukkan 15.
Kjartan Guðbrandsson
Eydís Gréta Guðbrandsdóttir
Rósa Jóhannesdóttir
Okkar ástkæra systir, mágkona og frænka,
GUÐRÚN HILMARSDÓTTIR,
Skálatúni, Mosfellsbæ,
lést á Landspítalanum 11. mars.
Jarðarför fer fram 20. mars klukkan 13
frá Lágafellskirkju.
Jón Hilmarsson Guðrún H. Theodórsdóttir
Berglind Hilmarsdóttir
Svanur P. Hilmarsson
Dagbjört B. Hilmarsdóttir Hjálmar Diego
frændsystkini