Morgunblaðið - 16.03.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2019
Ögmundur Jónasson segir fráþví á vef sínum að Mannrétt-
indadómstóll Evrópu hafi á vafa-
sömum forsendum neitað að taka
fyrir mannréttindabrot Tyrkja.
Í fyrra hafi„Mannréttinda-
dómstóllinn“ svo
kveðið upp úr með
að réttarhöldin yfir
Geir H. Haarde
„hefðu verið í góðu
lagi og ekki pólitísk
því atkvæða-
greiðslan á Alþingi um að skjóta
máli hans fyrir Landsdóm hefði
ekki verið pólitísk! Auðvitað veit
hvert mannsbarn að málið var frá
upphafi til enda rammpólitískt!“
Og Ögmundur heldur áfram:„Nú hefur þessi sami dóm-
stóll komist að þeirri ævintýralegu
niðurstöðu að brotin hafi verið
mannréttindi á manni sem dæmd-
ur var í Landsrétti af dómara sem
Mannréttindadómstóll Evrópu tel-
ur að hafi ekki verið rétt skipaður
enda þótt þjóðkjörið þing Íslands
hafi staðfest skipan hans lögum
samkvæmt, æðra dómsvald síðan
staðfest dóm viðkomandi Lands-
réttardómara í máli hins meinta
brotaþola og að engar efasemdir
hefðu komið fram um réttmæta
málsmeðferð! Með öðrum orðum,
Mannréttindadómstóllinn kemst
að þeirri niðurstöðu að þegar kurl
eru komin til grafar hafi mann-
réttindi ekki verið brotin … en
samt! … samt hafi þau verið brotin
því viðkomandi hafi ekki fengið
aðgang að rétt skipuðum dóm-
ara.“
Ögmundur bendir einnig á aðþó að slæmt sé að verða vitni
að niðurlægingu Mannréttinda-
dómstóls Evrópu sé þó verst að af-
staða innan þings og utan fari „í
óhugnanlega ríkum mæli eftir
flokkspólitískum línum“.
Niðurlæging Mann-
réttindadómstóls
STAKSTEINAR
Ögmundur
Jónasson
Karlmaður var í gær dæmdur í 12
mánaða fangelsi fyrir að hafa kýlt
lögreglumann í andlitið og hótað
honum lífláti. Fjórar tennur brotn-
uðu í lögreglumanninum vegna
árásar mannsins. Dómurinn var
kveðinn upp í Héraðsdómi Suður-
lands.
Maðurinn var handtekinn í jan-
úar í fyrra og færður á lögreglu-
stöð þar sem árásin átti sér stað.
Maðurinn á að baki allnokkurn
sakaferil og hefur frá árinu 2000
fengið 19 refsidóma og gengist
undir eina lögreglustjórasátt.
Árs fangelsi fyrir
árás á lögreglumann
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
„Aðstæður við ána eru góðar til leit-
ar núna,“ segir Oddur Árnason yfir-
lögregluþjónn á Suðurlandi. Liðs-
menn björgunarfélags Árborgar,
sérsveitar Ríkislögreglustjóra og
sérfræðingar Landhelgisgæslu
mæla lögun og dýpt gjárinnar neð-
an brúarinnar á Ölfusá á Selfossi í
dag, laugardag og eiga aðgerðir að
hefjast fyrir hádegi. Er þetta gert
til að reyna að finna bifreið og mann
sem fóru ána skammt neðan við
brúna að kveldi 25. febrúar síðast-
liðinn. – Góð reynsla er af tækjum
eins og notuð verða við leitina í dag
og standa vonir til þess að með
mælingunum sjáist hvort bílinn sé í
ánni og ná megi honum upp. Leitar-
svæðið eru breiðurnar í ánni á
hægri hönd þegar komið er að Ölf-
usárbrú úr vestri.
Eftir að bíllinn fór í ána var áin
kembd mjög rækilega og bakkar
hennar gengnir af björgunarsveitar-
mönnum. Þær aðgerðir skiluðu ekki
árangri og því er nú – til þrautavara
– farið í mælinganar ef slíkt kynni
að skila einhverjum árangri.
Ljósmynd/Guðmundur Karl Sigurdórsson.
Selfoss Leitað hefur verið stíft í Ölfusá síðustu vikurnar, án árangurs.
Mælt verður og leitað
í Ölfusánni í dag