Morgunblaðið - 16.03.2019, Blaðsíða 44
laugardaga frá kl. 11 til 17 sunnudaga frá 13 til 17
Sími 568 9512
Opið virka daga frá kl. 11 til 18
Suðurlandsbraut 54 bláu húsin (við faxafen)
40-70%
afsláttur
af öllum
vörum
Troðfull
verslun af
merkjavöru
Pétur H. Ármannsson arkitekt leiðir
gesti um Safnahúsið við Hverfis-
götu á morgun, sunnudag, kl. 14 og
„segir frá byggingarsögu þessa
veglegasta og vandaðasta stein-
húss heimastjórnaráranna,“ eins
og segir í tilkynningu. Þar kemur
fram að Safnahúsið sé að margra
mati eitt fegursta verk á sviði
byggingarlistar hér á landi.
Segir frá byggingar-
sögu Safnahússins
LAUGARDAGUR 16. MARS 75. DAGUR ÁRSINS 2019
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.150 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
„Um er að ræða risaviðburð í amer-
ískum fótbolta hér á landi. Með
leiknum tökum við stórt skref fram
á við vegna þess að andstæðingur-
inn, Empire State Wolfpack, er mun
sterkari en þau lið sem við höfum
áður mætt,“ sagði Bergþór Pálsson,
einn leikmanna Einherja sem stend-
ur fyrir stórleik í amerískum fótbolta
í Kórnum í Kópavogi í kvöld. »1
Einherjar taka stórt
skref fram á við
Menntaskólinn í tónlist (MÍT) held-
ur nemendatónleika í Kaldalóni
Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 14
þar sem flutt verður blönduð efnis-
skrá bæði klassískrar og rytmískrar
tónlistar. Aðgangur er ókeypis.
„Tónleikarnir endurspegla fjöl-
breytt námsúrval skólans og víða
tónlistarlega sýn,“ segir Sigurður
Flosason, aðstoðarskólameistari
MÍT, en á tónleikunum koma fram
nemendur úr öllum
deildum skólans, m.a.
stórsveit, djass-
hljómsveit, kammer-
tónlist og söngva-
skáld. Skólinn mun
færa út kvíarnar í
haust og bjóða upp
á nýja námslínu í
popptónlist.
Frá söngvaskáldum til
stórsveitar í Hörpu
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Við byrjuðum söfnunina í aðstöðu
Sorpu á Sævarhöfða og var það sjálf
Matthildur, sem er persóna úr sam-
nefndum söngleik sem sýndur er í
Borgarleikhúsinu, sem afhenti
fyrsta hjólið, en það var stúlka að
nafni Elsa Margrét Þórðardóttir
sem tók á móti því,“ segir Aldís
Yngvadóttir, verkefnastjóri kynn-
ingarmála og fjáröflunar hjá Barna-
heillum, í samtali við Morgunblaðið.
Vísar hún í máli sínu til hjólasöfn-
unar Barnaheilla sem hleypt var af
stokkunum um hádegisbil í gær.
Mun söfnunin standa yfir til 23. apríl
nk. og hefjast úthlutanir á hjólum í
sama mánuði og standa þær fram í
maí. Hjólin verða gefin börnum og
ungmennum sem ekki hafa tök á því
að eignast reiðhjól með öðrum hætti.
Hægt verður að sækja um hjól í
gegnum félagsþjónustu sveitarfé-
laga. Var það Erna Tómasdóttir sem
skellti sér í hlutverk hinnar úrræða-
góðu Matthildar og afhenti hjólið.
Öll hjól tekin í gegn á verkstæði
Aldís segir öll hjól fara í skoðun og
yfirhalningu á verkstæði áður en
þau verða loks afhent nýjum eig-
endum. „Hjólin fara í uppklössun á
verkstæði sem við opnum sér-
staklega þessa daga og vikur sem
söfnunin stendur yfir. Þar standa
sjálfboðaliðar vaktina sem hjálpa
okkur að koma hjólunum í gott
ástand,“ segir hún og bætir við að
sumir þessara sjálfboðaliða séu
starfsmenn bankanna sem bjóði
fram vinnu sína og tíma.
„Það er alls konar fólk sem býður
fram aðstoð sína – menn þurfa ekki
að vera neinir sérfræðingar. Við er-
um með einn verkstæðisformann
sem getur leiðbeint hópnum. Við
höfum stundum fengið til okkar
sveit af fólki frá bönkunum, en þeir
eru með sjálfboðaliðahópa sem eru
duglegir að bjóða sig fram.“
Þetta er í áttunda skipti sem
hjólasöfnunin er haldin og er hún
unnin í samvinnu við Æskuna barna-
hreyfingu, Sorpu og fleiri góða vel-
unnara, að sögn Aldísar, en alls safn-
ast vanalega um 300 hjól. Frá árinu
2012 hafa um 1.800 börn notið góðs
af hjólasöfnun Barnaheilla.
Þeim sem langar að veita söfn-
uninni lið er bent á endurvinnslu-
stöðvar Sorpu á Dalvegi í Kópavogi,
Breiðhellu í Hafnarfirði, Sævar-
höfða, Ánanaustum og Jafnaseli í
Reykjavík og Blíðubakka í Mos-
fellsbæ. Þá er einnig hægt að fylgj-
ast með verkefninu á Facebook-
síðunni „Hjólasöfnun Barnaheilla“
og er þar einnig hægt að skrá sig til
þátttöku í sjálfboðaliðastarfi og taka
þannig þátt í hjólaviðgerðunum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Góðverk Hátt í 2.000 börn hafa fengið hjól í gegnum hjólasöfnun Barnaheilla frá 2012 og hófst ný söfnun í gær.
Matthildur mætti með
fyrsta hjólið í söfnunina
Hjólasöfnun Barnaheilla er komin á fulla ferð