Morgunblaðið - 16.03.2019, Side 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2019
www.velaborg.is | Járnhálsi 2-4 | 110 Reykjavík | Sími 414-8600
Glæsilegur gæðagripur
CASE 695 ST Traktorsgrafan er útbúin með:
• Loftfjaðrandi sæti með hita
• Loftkældu ökumannshúsi
• Vökvahliðarfærslu
• Sjálfvirku smurkerfi
• Vökvahraðtengjum framan og aftan
Ásamt fjölda annarra valmöguleika
og staðalbúnaðar
Sýningin Pláss með málverkum eft-
ir Elínu Elísabetu Einarsdóttur
verður opnuð í Gallery Porti við
Laugaveg 23b í dag, laugardag,
klukkan 16.
Elín Elísabet er teiknari og
myndlistarkona fædd árið 1992.
Hún er útskrifuð úr teiknideild
Myndlistaskólans í Reykjavík og
hefur á síðustu árum vakið athygli
fyrir verk sín, þar á meðal mynda-
sögur í The Reykjavík Grapevine.
Stórar, bleikar konur eru í aðal-
hlutverki á málverkunum og taka
óhræddar sitt pláss. Þær búa yfir
mýkt og ákveðni, kvenleika og
styrk. Í tilkynningu segir að þær
séu svar við þeirri úreltu kröfu
samfélagsins að konur eigi að vera
smágerðar, hljóðlátar og þægar.
Bleiku konurnar urðu til þegar
Elín dvaldi í Haystack Mountain
School of Crafts í Bandaríkjunum
sumarið 2017 og málaði undir
handleiðslu Claire Sherman. Elín
hefur sýnt teikningar sínar á Borg-
arfirði eystri, í Reykjavík og í Sene-
gal, en PLÁSS er fyrsta málverka-
sýning hennar.
Stórar, bleikar konur í málverkum
Bleikar Eitt málverka Elínar Elísabetar á
sýningunni Pláss í Gallery Porrti.
Wagnerfélagið
býður upp á
fyrirlestur Árna
Blandon um
Wagner og
Thomas Mann í
menningarhús-
inu Hannesar-
holti við
Grundarstíg á
morgun, sunnu-
dag, 17. klukkan 14.
Í fyrirlestrinum mun Árni fjalla
um áhrif Richards Wagners í verk-
um rithöfundarins kunna Thomas
Mann og aftöðu Manns til Wagners.
Árni Blandon hefur víða fjallað um
verk Wagners. Hann hefur til að
mynda kynnt óperur hans í Ríkis-
útvarpinu, fjallað um þær og hátíð-
ina í Bayreuth hér í Morgunblaðinu
og hjá Endurmenntun Háskóla Ís-
lands. Hann er með M.Phil.-próf í
samanburðarbókmenntum frá New
York-háskóla með áherslu á heim-
speki og leiklist. Hann lærði leiklist
í London og starfaði í nokkur ár
sem leikari við Þjóðleikhúsið og var
meðlimur í Leikstjórafélagi Ís-
lands.
Árni fjallar um Wagner og Mann
Árni Blandon
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Jasmin Mote, sem fer fyrir hljóm-
sveitinni Jasmin, hlaut verðlaun
sem besta söngkonan í popp- og
rokkflokki á Færeysku tónlistar-
verðlaununum sem afhent voru um
síðustu helgi. Jasmin er aðeins tví-
tug að aldri og hefur ekki gefið út
breiðskífu, aðeins stök lög. Breið-
skífa er þó væntanleg, að sögn
Jasmin sem hitti blaðamann í
Þórshöfn nokkrum klukkustundum
fyrir verðlaunaafhendinguna.
Hefur sungið alla ævi
Jasmin er einkar viðkunnanleg
og af samtalinu að dæma, þennan
laugardagsmorgun, bæði hógvær
og þakklát fyrir þá athygli og lof
sem hún hefur fengið í heimaland-
inu.
„Ég hef sungið alla mína ævi en
ég fór að syngja fyrir alvöru fyrir
þremur árum,“ svarar Jasmin þeg-
ar hún er spurð að því hvenær hún
hafi byrjað að syngja. „Ég byrjaði
að semja lög og hitti síðan gaurinn
sem spilar á hljóðgervla í hljóm-
sveitinni, Vinjar, og við fórum að
semja saman,“ útksýrir hún og í
kjölfarið bættust svo við Bergur og
Harald Fonsdal Johannesen. Nýj-
asti liðsmaðurinn er svo bakradd-
arsöngkonan Tamara, vinkona
Jasmin, sem þreytti frumraun sína
með hljómsveitinni degi fyrir verð-
launahátíðina.
Jasmin er fædd og uppalin í
Færeyjum en pabbi hennar er frá
Kenýa, kynntist móður Jasmin þar
og flutti með henni til Færeyja.
Jasmin segist því hafa alist upp við
kenýska og færeyska tónlist.
Blaðamaður nefnir að þetta séu
heldur ólíkar tegundir tónlistar og
Jasmin hlær og tekur undir það.
Blandan er áhugaverð og segir
Jasmin öruggt að þessar and-
stæður hafi haft áhrif á hana sem
tónlistarkonu.
Hún er spurð að því hvernig hún
skilgreini tónlist sína og hljóm-
sveitarinnar, í hvaða flokk hún
myndi falla og nefnir hún sálar-
skotið „alternative“ popp. „En ég
veit það í rauninni ekki,“ bætir hún
við brosandi.
Hvað áhrifavalda snertir segir
Jasmin þá koma úr öllum áttum,
hún hlusti mikið á hip hop og sé
fyrst og fremst mikill tónlistarunn-
andi og hlusti á nánast hvað sem
er. Laga- og textasmíðar hljóm-
sveitarinnar voru í fyrstu alfarið í
höndum Jasmin en núna er meira
samstarf um lagasmíðarnar í
hljómsveitinni, að hennar sögn.
Vill komast út
Færeyskt tónlistarlíf virðist vera
undir miklum erlendum áhrifum,
margir syngja á ensku og um
margt er senan lík þeirri íslensku
þó raftónlist og rapp sé mun vin-
sælla hér en í Færeyjum. Jasmin
segir tilraunagleði einkenna fær-
eysku tónlistarsenuna, tónlistar-
menn séu til í að prófa eitthvað
nýtt og ekki uppteknir af því að
tónlistin þeirra sé sérstaklega fær-
eysk á að heyra. Og flesta dreymir
um að komast til annarra landa, að
sögn Jasmin. „Það er markmið
okkar,“ segir hún og því komi
loftbrúin sér vel, stuðningur Atl-
antic Airways flugfélagins við tón-
listarmenn.
Hún er spurð að því hvar hljóm-
sveitin hafi leikið og segir hún nær
eingöngu í Færeyjum. Hún hafi
leikið tvisvar í Danmörku á fær-
eyskum viðburðum en stefnan sé
sett á frekari landvinninga. Aðdá-
endur sveitarinnar séu líka að bíða
eftir plötu sem sé þessa dagana í
vinnslu í hljóðverinu Studio Bloch.
Skapandi umhverfi
Færeyingar virðast vera afar
stoltir af sínum listamönnum og
segir Jasmin það frábært við Fær-
eyjar því tónlistarmenn fái mikinn
stuðning og athygli og séu vel und-
irbúnir þegar kemur að útrás. „All-
ir hjálpast að, allir þekkja alla og
allir spila með öllum,“ segir hún.
En hvernig er að vera ungur
tónlistarmaður í Færeyjum? „Það
er virkilega gaman,“ svarar Jasm-
in, „fólk er opið fyrir ólíkum lista-
mönnum og við höfum fengið að
spila alls staðar og prófa ólíkar
nálganir.“
Jasmin segist stefna að því að
starfa sem tónlistarmaður ein-
göngu í framtíðinni en hún af-
greiðir í skartgripaverslun með-
fram tónlistarstörfunum. Hún
segir það vinna með færeyskum
tónlistarmönnum að útlendingar
séu forvitnir um landið, þyki það
framandi og fólkið sem þar býr. Þó
hafa ekki margir færeyskir tónlist-
armenn slegið í gegn, Eivör og
Teitur þeirra þekktust og Konni
Kass og hljómsveit hennar eru líka
að gera það gott erlendis, að sögn
Jasmin, og Marius Ziska þykir
einnig líklegur til afreka.
Jasmin segir færeysku tónlistar-
senuna afar líflega, marga nýja
tónlistarmenn að koma fram sem
líklegir séu til að gera það gott.
„Tónlistin er alltaf að breytast en
ég held að það séu fleiri tónlistar-
tegundir í gangi núna en áður,“
segir hún og telur bjart fram-
undan.
Furðulegt
Viðtalið fór fram fyrir afhend-
ingu verðlaunanna, sem fyrr segir,
og var Jasmin tilnefnd sem nýliði
ársins 2018, besta söngkonan og
hljómsveitin sem besta hljómsveit
ársins í flokki popp- eða rokk-
tónlistar. Jasmin er spurð að því
hvernig henni þyki að hljóta þrjár
tilnefningar. „Það er furðulegt,“
segir hún og hlær, „ég átti ekki
von á svona mörgum tilnefningum.
Það er klikkað því þetta er bara
fyrir árið 2018 og við höfum bara
gefið út þrjú lög. Það er gaman að
fá svona viðurkenningu og vita að
fólk er að hlusta og kann að meta
það sem maður er að gera.“
Jasmin segir líka ánægjulegt að
hægt sé að veita tónlistarverðlaun í
svo fámennu landi. „Þau sýna að
það er mikil tónlist hérna og marg-
ir tónlistarmenn.“
Draumur að lifa á tónlistinni
Jasmin er að lokum spurð að því
hver sé draumastaðan hjá henni
eftir tíu ár. ,,Að geta ferðast um
heiminn og spilað fyrir fólk og
þurfa ekki að hafa áhyggjur af
vinnunni,“ svarar hún að bragði.
„Að geta lifað á tónlistinni og gert
meira af henni í stað þess að hafa
þurfa að hugsa um hvort maður
hafi efni á því eða tíma til þess, að
láta þetta allt smella saman.“
Þeir sem vilja kynna sér tónlist
Jasmin og hljómsveitar geta t.d.
gert það á Spotify og YouTube og
hana má einnig finna á Facebook.
Á uppleið Jasmin nýtur vinsælda í Færeyjum og á sér draum um að geta alfarið starfað við tónlist.
„Gaman að fá svona viðurkenningu“
Jasmin Mote hlaut færeysku tónlistarverðlaunin sem söngkona ársins í popp- og rokkflokki
Dreymir um atvinnumennsku Mikil samvinna og samkennd einkennir færeyskt tónlistarlíf