Morgunblaðið - 16.03.2019, Page 18

Morgunblaðið - 16.03.2019, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Skotárás átvær moskurí borginni Christchurch á Nýja-Sjálandi í gær vekur óhug. 49 manns létu lífið í árásinni og 20 hlutu alvarleg sár. Þrír karlar og ein kona voru hand- tekin eftir árásina. Einn mann- anna hefur verið ákærður fyrir morð og tveir hinna handteknu eru í gæsluvarðhaldi. Sá ákærði er Ástrali, en vitorðsmennirnir Nýsjálendingar að talið er. Ástralinn hefur ekki verið nafn- greindur opinberlega, en nafnið Brenton Tarrant hefur komið fram. Hann var hvorki á listum yfirvalda í Nýja-Sjálandi, né Ástralíu yfir menn, sem bæri að fylgjast með, samkvæmt frétt- um. Tvær sprengjur fundust fest- ar við bíl og voru gerðar óvirk- ar. Árásin átti því að vera um- fangsmeiri. Augljóst er að árásin beindist gegn múslimum vegna trúar þeirra. Moskurnar sækir fólk víða að úr heiminum. Félags- vefir voru notaðir til að greina frá árásinni. Í fréttum er talað um að árásarmaður hafi sett einhvers konar stefnuskrá upp á 74 síður á félagsvefinn Twitt- er með yfirskriftinni „Hin mikla umskipting“ og sent út beint frá árásinni á miðlinum Facebook þar til útsendingin var stöðvuð í miðjum klíðum. Útsendingunni, sem stóð í 17 mínútur, var reyndar margsinnis deilt á miðlunum YouTube og Twitter. Samsæriskenning, sem sett hefur verið fram í Frakklandi, ber sama heiti og yfirlýsing Ástralans. Að baki henni býr sú trú að verið sé að útrýma hvíta manninum með því að skipta út íbúum landa í Evrópu með inn- flytjendahópum, sem eignist fleiri börn. Í streymi árásarmannsins mátti sjá hvar hann fór her- bergi úr herbergi, réðst á hvert fórnarlambið af öðru og skaut af stuttu færi. Þessi árás minnir á ódæðisverk fjöldamorðingj- ans Anders Behring Breivik í Noregi 2011. Morðinginn á Nýja-Sjálandi segist í hinni svokölluðu stefnuskrá sinni hafa verið í sambandi við Brei- vik og hann hafi veitt „blessun“ sína fyrir árásinni. Þótt það verði reyndar að telja ólíklegt er ljóst að hann hefur verið fyr- irmynd árásarmannsins. Margir hafa lýst yfir óhug og sorg vegna árásarinnar. Erna Solberg, forsætisráðherra Nor- egs, sagði að hún „minnti á sársaukafullar minningar frá okkar reynslu 22. júlí, erfiðustu stundina á tímanum eftir stríð í Noregi“. Árásin á Nýja-Sjálandi er hryllilegt hryðjuverk. Það er engin leið að átta sig á því hvað gerist í höfðinu á manni sem ákveður að svipta tugi manna lífi í krafti glórulausra samsæriskenninga. Nýsjálendingar eru vitaskuld harmi lostnir og líkt og Norðmenn fyrir átta árum slegnir yfir því að slíkt ódæðisverk hafi verið framið hjá þeim. Á næstu dögum mun meira koma í ljós um tilræðismanninn og vitorðsmenn hans og búast má við því að spurningar vakni um það hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina. Við slíkar athuganir má búast við að eitthvað komi fram, sem hefði getað eða átt að vekja at- hygli yfirvalda. Staðreyndin er þó sú að í stórum samfélögum er erfitt að vakta allt sem gerist og stöðva og atburðarás. Þótt allt virðist eftir á bera að sama brunni er ekki þar með sagt að það hafi verið fyrirsjáanlegt í atburðarásinni miðri. Sömuleiðis munu félags- miðlar verði í eldlínunni. Um- ræðan um það hvernig tilræðis- maðurinn notaði þá er reyndar þegar hafin. Miðlarnir Twitter og Facebook hafa þegar fjar- lægt allt það efni, sem maður- inn birti á síðum þeirra. Þar með er ekki sagt að það hafi verið upprætt með öllu. Til eru afrit af ýmsum toga og það besta sem hægt er að gera er að biðja fólk um að dreifa ekki efn- inu. Þá þurfa félagsmiðlar að glíma við þann vanda að þeir eru vettvangur þar sem slíkt efni birtist og er aðgengilegt milljörðum manna. Þekkt er hversu erfitt getur verið að fá þá til að bregðast við þegar hatri er dembt inn á samskipta- rásir þeirra og þeir breytast í rotþró. Þeir hafa reyndar boðað bót og betrun, en gagnrýn- endur segja að tæknin til að stöðva þetta efni virki einfald- lega ekki og til marks um það sé að það sé enn í umferð á félags- vefjum þótt upprunalegalegu innleggin hafi verið fjarlægð. Miðlarnir geta reynt að skýla sér bak við það að ógerningur sé að vakta allt, sem þar fer fram, á meðan þeir baða sig í peningabunkunum, sem hrúg- ast inn í hirslur þeirra. En bera þeir þar með enga ábyrgð? Árásin í Christchurch var ógeðsleg og hrollvekjandi er að lesa lýsingar sjónarvotta af því hvernig morðinginn gekk til verks. Enn einu sinni fellur saklaust fólk fyrir hendi hryðjuverkamanns. Nú var árásarmaðurinn yfirlýstur ras- isti, fasisti og þjóðernissinni og fórnarlömbin múslimar. Það er engin leið að vita upp úr hvaða forarvilpu sá næsti skríður, en að mörgu leyti eiga hryðju- verkamenn meira sammerkt í hatri sínu en skilur þá í sundur, þótt málstaðurinn sé ólíkur. Hryðjuverkið í Christchurch er enn eitt ódæðið framið í nafni fjarstæðu- kenndrar og ógeð- felldrar hug- myndafræði} Óhugnanleg árás H eilinn er skrítið líffæri. Hann fer í gang þegar við fæðumst og stoppar um sjötugt. Eftir það gagnast hann ekki lengur í flókin verkefni í stofnunum, en helst til þess að leysa krossgátur. Svona hugsar ríkið. Bankarnir eru enn rót- tækari. Þau vandasömu viðfangsefni sem þar eru leyst ræður fólk ekki við eftir 65 ára aldur. Nema að sitja í bankaráði, sem er svo létt verk að þar eru engin aldurshámörk. Þekking og reynsla búa til miklu meiri verð- mæti en strit. Þó að þjóðin sé rík vitum við að með hverjum einstökum sem leggur sitt af mörkum verðum við enn ríkari. Þegar fólki gengur vel gengur þjóðfélagið best. Samt er einum verðmætasta hópnum í þjóð- félaginu markvisst ýtt út af vinnumarkaði. Hér á landi er eftirlaunaaldur 70 ár og heimilt að hætta störfum fyrr. Líklega láta flestir Íslendingar af launuðum störfum á aldrinum 65 til 70 ára, ef þeim endist líf og heilsa. Talað er um að sá sem er 67 ára sé löggilt gamalmenni. Í Bandaríkj- unum eru þrír af æðstu mönnum þjóðarinnar komnir vel yfir sjötugt. Enginn ætlast til þess að þeir einbeiti sér að því að leggja kapal eða tali bara um málefni aldraðra. Að minnsta kosti ekki vegna fæðingardagsins. Sumir vinna líkamleg störf sem þeir eiga erfitt með að stunda þegar aldur færist yfir. Margir vilja sinna fjöl- skyldu eða hugðarefnum á efri árum og finnst gott að hafa meiri lausan tíma en áður. Þetta er gott og gilt. Verstu ástæður fyrir því að hætta að vinna eru lög og reglur. Þær boða fólki annars vegar að hætta störfum við ákveðinn aldur og hins vegar dregur lífeyriskerfi Tryggingastofnunar úr vinnuhvatanum. Mörgum finnst lítið eftir þegar ríkið skerðir lífeyri á móti vinnutekjum. Fyrir heilsuna er mikils virði að hafa nóg fyr- ir stafni. Þeim vegnar best sem hafa nóg við að vera á elliárum. En það búa ekki allir svo vel að eiga áhugamál og því er það allt of algengt að aldrað fólk sitji heima og finnist það skyndilega orðið tilgangslítið. Það gerist nefnilega ekkert sérstakt þegar fólk verður 65, 67 eða 70 ára. Stundum er eldri starfsmönnum ýtt burt til þess að búa til pláss fyrir yngri kynslóðina. Engum með fullum mjalla dytti í alvöru í hug að búa til pláss á vinnumarkaði með því að ýta konum til hliðar. Aðgerðin gagnvart öldruðum er álíka greindarleg. Ég hef metið það svo að fyrir hvern árgang sem hverfur af vinnumarkaði tapi þjóðfélagið um 25 til 30 milljörðum króna, um 1% af þjóðartekjum eða 3% af fjárlögum. Því segi ég: Þvingum ekki fólk sem hefur vilja og getu til þess að vinna lengur til þess að hætta störfum. Með þessari skynsamlegu aðgerð gæti þjóðin gert miklu meira, til dæmis byggt upp vegakerfið. Skerðum ekki greiðslur frá Tryggingastofnun þó að aldraðir vinni. Allir græða og samfélagið blómstrar. Benedikt Jóhannesson Pistill Meinilla farinn og búinn að vera Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Gangsetning væntanlegrarHvalárvirkjunar viðtengipunkt í Ísafjarðar-djúpi og hugsanleg fram- tíðartenging þaðan til Ísafjarðar myndi hafa mest áhrif til að auka af- hendingaröryggi um alla Vestfirði, af þeim sviðsmyndum sem til- greindar eru í skýrslu sem Verk- fræðistofan Efla hefur gert fyrir Landsnet. Styrkingar flutningskerf- isins á suðurhluta Vestfjarða með hringtengingum eða varaaflstöð myndi einnig hjálpa mikið upp á sak- irnar á því svæði. Íbúar og fyrirtæki á Vestfjörð- um hafa búið við mun lakara afhend- ingaröryggi raforku en aðrir lands- menn undanfarin ár. Þótt ástandið hafi batnað með nýrri varastöð í Bol- ungarvík og endurnýjun nokkurra lína hafa almennir notendur verið án straums í 164 mínútur að meðaltali undanfarin fimm ár, eða í tæpar þrjár klukkustundir á ári. Sunnan- verðir Vestfirðir hafa setið nokkuð eftir í þessu efni en þar er mikil upp- bygging í atvinnulífi. Hringtenging í suðri Í kerfisáætlun Landsnets fyrir árin 2018 til 2027 er sagt frá nokkr- um framkvæmdum sem eru í athug- un; tengingu Hvalárvirkjunar við kerfið og styrkingu á sunnanverðum Vestfjörðum. Þær eru enn í skoðun og ekki komnar inn á þriggja ára áætlun. Í skýrslu Eflu eru áhrif þriggja meginlausna metin og raun- ar fleiri útfærslur af þeim. Tvær hringtengingar eru skoð- aðar, annars vegar minni hringur á sunnanverðum Vestfjörðum og stærri hringur sem teygir sig í norð- anverða Vestfirði. Minni hringurinn mun bæta afhendingaröryggi á stöð- unum á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem starfsemi hefur aukist mjög, ekki síst vegna uppbyggingar fiskeldis. Stærri hringur myndi einnig bæta raforkuöryggi á norðan- verðum fjörðunum en þó ekki mikið. Snjallstöð flýtir uppkeyrslu Hægt er að setja upp dísilstöð sem varaafl í Tálknafirði með snjall- stýringum eins og er í nýlegri stöð í Bolungarvík. Snjallstýringin flýtir uppkeyrslu vélanna við truflanir. Það myndi stórbæta afhendingarör- yggi á sunnanverðum Vestfjörðum, að því er ráða má af niðurstöðum út- reikninga sem birtir eru í skýrsl- unni. Viðbót við orkuöflun Fyrirhugað er að virkja Hvalá á Ströndum og óskað hefur verið eftir tengingu virkjunar við flutnings- kerfið. Einnig eru fleiri áform uppi, svo sem Skúfnavötn og Austurgil. Hvalá er í nýtingarflokki ramma- áætlunar og undirbúningur lengst kominn af þessum kostum. Í skýrslunni er gengið út frá því að hún verði tengd kerfinu með tengipunkti í Ísafjarðardjúpi og það- an inn á Mjólkárlínu í Kollafirði. Sú framkvæmd myndi auka mjög af- hendingaröryggi um alla Vestfirði, meðal annars í Geiradal sem fæðir Strandir, samkvæmt greiningu Eflu. Bent er á þann möguleika að leggja í framtíðinni línu frá tengi- punktinum til Ísafjarðar. Með þeirri viðbót fá norðanverðir Vestfirð- ir rafmagn úr tveimur áttum og þeir því ekki lengur ein- göngu tengdir frá Mjólká. Þess vegna myndi afhend- ingaröryggi á norðanverðum Vestfjörðum batna enn frek- ar. Þess má til dæmis geta að öryggi Ísfirð- inga myndi batna um 98% frá því sem nú er. Hvalárvirkjun eykur afhendingaröryggi Margar skýrslur hafa verið gerðar um bætt afhendingarör- yggi raforku á Vestfjörðum og unnið hefur verið að ýmsum úrbótum. Nú er starfandi hóp- ur á vegum Orkustofnunar til að fara yfir málin. Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Lands- nets, segir að nýja skýrslan sé unnin með starfshópnum og verði innlegg í umræðuna. Það er nýtt í þessari skýrslu að gert er ráð fyrir nýju afli innan Vestfjarða, í þessu tilviki Hvalárvirkjun sem er lengst komin í undirbúningi af þeim virkjunum sem til umræðu hafa verið, og lagt mat á áhrif þess. Sverrir segir ekki hægt að svara því hvaða lausn gagnist Vest- firðingum best. Þær hafi mismunandi áhrif eftir stöðum. Til þess að svara spurningunni þurfi að velja hvaða hags- muni eigi að setja í forgang. Innlegg í umræðuna SVERRIR JAN NORÐFJÖRÐ Sverrir Jan Norðfjörð Fyrirhuguð Hvalárvirkjun Geiradalur Kollafjörður Mjólká Ísafjörður Bolungarvík Keldeyri Flutningskerfi raforku á Vestfjörðum Mögulegar endurbætur Núverandi flutningskerfi Tenging Hvalárvirkjunar Mögulegar hringtengingar: Lítil, Keldeyri-Mjólká Stór, Keldeyri- Breiðidalur Hringtenging um Djúp til Ísafjarðar Breiðidalur tengipunktur Heimild: Landsnet

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.